Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976 + Hjartkær egnnkona mín og móðir JOKULRÓS MAGNÚSDÓTTIR. Stóragerði 7. lézt i Borgarspítalanum 29 marz Karl Þórðarson, Hafdís Karlsdóttir. + Maðurinn mmn, ÓLAFUR ÓLAFSSON, kristniboði lézt á Landakotsspítala að morgni 30 marz Herborg Ólafsson. Eigmmaður mmn og faðir, MAGNÚS ÞORLÁKSSON, frá Siglufirði, andaðist í Landspitalanum 30 marz Fyrir hond ættingja, Guðný Stefánsdóttir, Viðar Magnússon. + Minnmgarathofn um foður okkar og tengdafoður. TORFA G. ÞÓRÐARSON, fyrrverandi stjórnarráðsfulltrúa, Lönguhlíð 1 3, fer fram fimmtudagmn 1 apríl kl 1 30 í Fríkirkjunni í Reykjavik Ásta Torfadóttir, Asgeir Þorvaldsson, Elin Torfadóttir, Guðmundur J Guðmundsson, Gunnar Torfason, Svana Jörgensdóttir. + Utfór föður okkar HELGAPÁLSSONAR, Ey, Vestur-Landeyjum, fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju föstudagmn 2 apríl kl 2 e.h. Bilferð frá Umferðarmiðstoðinni kl 11 Börnin. + Utför eigmmanns míns SKÚLA THORARENSEN, lögregluvarðstjóra, Faxabraut 42 C, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 1 april kl 1 4 Katrin Thorarensen. + Alúðarþakkir til allra sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför eigmmanns míns, HELGA EIRÍKSSONAR, fv. bankastjóra. Fyrir hönd barnanna, og annarra ættingja, Jóhanna Árnadóttir. Minninq: Kristinn Guð- mundsson Mosfelli Fæddur 17. apríl 1893 Dáinn 23. marz 1976 Héraðshöfðinginn og búnaðar- frömuðurinn Kristinn Guðmunds- son á Mosfelli lést að kvöldi dags þann 23. mars s.l. Með honum er genginn einn merkasti bóndi í Kjalarnesþingi og á að baki giftu- drjúgan starfsferil í þágu land- húnaðar- og félagsmála. Skapgerð Kristins heitins var á þann veg að hann hvorki æðraðist yfir því sem miður fór, né hlust- aði á hól um afrek sín. Hann leit ávallt fram á veginn og taldi sitt mikla starf aðeins vera eðlilegt líf hins starfandi íslenska bónda. Eg gerist ei að síður svo djarfur nú að leiðarlokum að rekja stutt- lega feril hans þau fimmtíu ár sem hann dvaldi hér i Mosfells- hreppi. Þar er af miklu að taka og engin leið aö koma öllu til skilæi fáum orðum sem vert væri og verðugt aðminnast á. Kristinn var Dalamaður að ætt, fæddur þar og uppalinnn. Ætt- erni hans verður ekki rakið hér enda ýmsir aðrir færari mér í því efni. I æsku var Kristinn aldrei í vafa um hvað gera skyldi að ævistarfi en hann dreymdi stóra drauma, og margir rættust en ekki allir. Ymis atvik og aðstæður gripu þar inn í en leiðin lá á Bændaskólann á Hvanneyri þegar efni og aldur leyfðu. Að námi loknu hófust jarðræktar- og ráðu- nautsstörf i Borgarfirði við vin- sældir borgfirskra stórbænda. Síðan lá leiðin í Skagafjörð að Hólum með Páli Zóphóníassyni er hann varð skólastjóri þar. Milli þessara manna skapaðist gagn- kvæm viröing og vinátta sem aldrei bar skugga á meðan báðir lifðu. Kristinn hafði orð á þvi að enda þótt hann væri að uppruna Dala- maður vildi hann einnig telja sig Borgfirðing eða jafnvel Skag- firðing svo góðar væru minningarnar úr þessum hér- uðum báðum. Þar eignaðist hann fjölda vina og veiunnara, sem hann hélt tryggð við alla tið. Plægingar lærði Kristinn hjá Einari Helgasyni í Gróðrarstöð- inni i Reykjavík 1911 og stundaði jarðræktarstörf með hestaverk- færum allt þar til hann flytur sem bústjóri til Thors Jensens að Lágafelli i Mosfellssveit 1926. Jarðræktarstörf og plægingar voru á þessum árum mjög krefjandi og reyndi þar á líkams- þrek, þolgædi og verklagni. Viðhald á tækjum og öllu er laut að búnaði á hestana, varð að vinna í fristundum með frum- stæðum tækjum. Eóðrun, meðferð og tamningar á hestum voru þar einnig snar þáttur og ekki spurt um mat, kaffi eða svefn, öllu varð að sinna af kostgæfni. Landbrot með hestaverkfærum var Kristní lífsfylling og samveran við íslenska gróðurmold var honum sannkölluð nautn. Með bústjórn að Lágafelli hefst nýr þáttur í lífi Kristins í sam- starfi við Thor Jensen sem rak þá stórbúskap á mörgum jörðum í nágrenni Reykjavíkur á þessum árum. Bústjórar hans voru ein- valalið og var Kristinn sjálf- kjörinn í þann hóp með mennt- un sína og atorku enda var Krist- inn þar í miklum metum. A Lága- felli voru mikil umsvif og margt hjúa og naut Kristinn sín vel þarna við nautgripabúskap og enda þótt honum væri sauðkindin hugstæðari kom það ekki að sök. Eftir tíu ára samstarf við Thor fluttist hann að Mosfelli og bjó þar með sæmd til dauðadags. Eftir að KriStinn kom að Lága- felli var hann brátt kvaddur til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir kirkju sína og sveit. I stjórn Búnaðarfélagsins er hann kominn 1928 og formaður þess verður hann 27. febrúar 1933 en biðst undan endurkjöri 30. apríl 1964. Þarna var hans óskavettvangur þar sem aðal stjórnarstörfin beindust að vélavinnu fyrir bændur. Fordson-dráttarvélin úr Þerney var komin í land og var gerð út á vegum búnaðarfélag- anna og var þetta upphaf þess sem varð í ræktunarmálum eftir striðið. í hreppsnefnd var Kristinn kos- inn 1938 og sat hann þar meðan hann gaf kost á sér til 1958. For- maður stjórnar Búnaðarsam- bands Kjalarnesþings var hann frá 1933 til 1960 og sæti á Bún- aðarþingi frá 1947 til 1966, er hann sagði þeim störfum lausum. Kristinn var stofnandi og fyrsti formaður Söngfélagsins „Stefnis" í Mosfellssveit og heiðursfélagi var hann kosinn á aðalfundi félagsins 13. mars s.l. Réttarstjóri var Kristinn í Hafravatnsrétt í yfir 40 ár og starfaói á langri ævi í alls konar nefndum að ólíkum verkefnum. Hann var virkur þátt- takandi og brautryðjandi í öllum framfaramálum «sem eitthvað kvað að í sveitarfélaginu. Reglumaður var Kristinn svo af bar í öllu sínu lifi og störfum og hélt allar skýrslur og reikninga með afbrigðum vel og samvisku- samlega. Það var hlýtt hjartað í þessum stóra og sterka manni, hann hafði dálæti af börnum og hjálpsamur þeim er minna máttu sín. Hann umgekkst búfé sitt með natni og umhyggju en hann var líka kröfuharður við sjálfan sig og þá einnig umhverfi sitt og gat verið hrjúfur við þá sem áhuga- litlír voru til starfa. Hann gekk á gleðifund með sama þrótti og til starfa, dansaði og söng allra manna best og var i orðsins fyllstu merkingu hrókur alls fagnaðar. Kristinn bjó aldrei stóru búi á Mosfelli en að sama skapi var það gagnsamt og áfurðagott. Hirðing búfjárins góð, tún og engi vel umgengin og nytjuð af hagsýni og snyrtimennsku. Við sveitungar hans og sam- starfsmenn senda honum hinstu kveðju með þakklæti og virðingu, er hann nú hefir kvatt og haldið á vit almættisins. Kristinn var + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar MAGNÚSÍNU MAGNÚSDÓTTUR, frá Skagaströnd, Sigtúni 27, Reykjavík. Guðríður U. Valdimarsdóttir, Sveinn H. Valdimarsson, Lárus Þ. Valdimarsson. + Alúðarþakkir þeim sem sýndó okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför STEFÁNS GUÐNASONAR frá Karlsskála SigriSur GuSmundsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför + Innilegar þakkir fyrir alla þá vináttu og hlýhug sem okkur var sýndur eigmkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu. við andlát og jarðarför. TORFHILDAR JÓNSDÓTTUR HALLGRÍMS J. J. JAKOBSSONAR, Bólstaðarhlíð 8, söngkennara. Hjarðarhaga 24, börn, tengdabörn Margrét Árnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn kvæntur Halldóru Jóhannes- dóttur, mætri dugnaðarkonu, og henni sendum við samúðar- kveðjur. Þau áttu tvö kjörbörn, Helgu Þórðardóttur og Sverri Kristinsson, sem einnig fá kveðjur ásamt öðrum skyldmenn- um. Magnús Benediktsson, sonur Helgu, dvaldi löngum á heimili afa og ömmu sér til gagns og þeim til ánægju. Þau mæðgin voru Kristni mikil stoð í ellinni og sá sólargeisli sem iljaði gömlum manni um hjartarætur. Kristinn Guðmundsson var fæddur að Skerðingsstöðum i Dalasýslu þann 17. apríl 1893. Hann var heiðursfélagi Búnaðarfélags Islands og Búnaðarfélags Mos- fellshrepps. Forseti Islands sæmdi hann hinni islensku Fálkaorðu fyrir kennslustörf aö Hólum og störf að landbúnaðarmálum þann 17. maí 1965. Útför Kristins fer fram frá Lágafellskirkju í dag, miðvikudaginn 31. mars. Deyr fé, deyja frændur, en orð- stýrr deyr aldrei, hveims sér - góðan getur. Jón M. Guðmundsson Reykjum Vegir skiljast Það er lífsins saga. Nú þegar Kristinn Guðmunds- son á Mosfelli er horfinn héðan, en hann verður lagður til hinztu hvíldar að Lágafelli í dag, langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. En þar sem ég veit að margir vinir hans mér ritfærari munu skrifa um hann verða þessi orð mín bæði fá og fátækleg. Kristinn var einn af aldamóta- kynslóðinni, sem svo hefur verið nefnd og mundi því tímana tvenna, á uppvaxtarárum hans var fátækt og úrræðaleysi allsráð- andi og gott þótti ef menn höfðu til hnífs og skeiðar. Fjöldi fólks hafði flúið landið f von um betri afkomu í Vesturheimi. En einmitt fólksflóttinn varð á vissan hátt til þess að hleypa kjarki og dug í þá sem eftir voru og fljótlega er sem rofi fyrir nýjum degi. Bændaskól- arnir voru stofnaðir um og uppúr 1880 og þeir sem þangað fóru lærðu ný vinnubrögð og kynntust nýjum tækjum og hvernig ætti að beita þeim við jarðrækt. Auk þess kom ný andleg hreyfing til sög- unnar á þessum árum. Ung- mennafélagshugsjónin barst til landsins og henni var tekið opn- um örmum af unga fólkinu og jafnvel sumt af eldra fólkinu hreifst með. Kristinn var svo heppinn að hann komst í bændaskólann á Hvanneyri og lærði þar bæði til munns og handa. Þetta var hans menntaskóli, en framhaldsnámið + Útför KRISTMUNDAR ÓLAFSSONAR verkstjóra fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 2. apríl kl 1 0.30 fyrir hádegi Fyrir hönd ættingja Gróa Valdimarsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.