Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976 13 nál — Greinar úr brezka blaðinu The Guardian, franska blaðinu L’Express og bÝzka blaðinu Siiddeutche Zeitung um hafr þó enn sé deilt um hvernig eigi að ákvarða landgrunnið. Það tekur líka með regluna um 200 mílna efnahagslögsögu, þar með talin fiskveiðilögsaga. Um þessi meginsjónarmið mundu Bretar ekki deila við Islendinga, ef til kæmu alþjóða- lög um það og gert yrði ráð fyrir sanngjörnum aðgangi fyrir erlenda togara. Þorska- striðið stendur ekki um 200 milna mörkin, heldur um það hvernig eigi að skilgreina orðið „sanngjarn". Bretar styðja líka 12 milna landhelgina — sem er enn eitt meginatriðið í samningsupp- kastinu — svo fremi að tryggð sé frjáls umferð um loft og lög. Breska stjórnin telur aftur á móti að „bæta“ megi uppkastið þar sem fjallað er um rétt strandríkis til að hafa stjórn á mengun, rétt heimamanna til visindalegra rannsókna innan 200 mílna efnahagslögsögu og ákvæðin um hvernig leysa eigi deilur. Þó er mesti þrándurinn í götu nýja sáttmálans kannski deil- urnar, sem enn eru í gangi, um stjórnun á hafsvæðunum utan við 200 milurnar og landgrunn- ið. Vitað er að sum hafsbotns- svæðin eru auðug af málmum eins og mangan, nikkel, kobalti og kopar. Ættu þau að verða „sameiginlegur arfur mannkynsins", og aðeins unnin undir beinni stjórn alþjóð- legrar hafsbotnsstjórnar? Eðs ætti að veita fyrirtækjum, sem þegar hafa tæki og þekkingu til þess háttar námuvinnslu, að koma þar með? ðverja Þá eru einnig allmiklar deilur um önnur vandamál, svo sem „friðsamlegar siglingar" og „frjálsar siglingar“, um bann við mengun og eftirlit með því. Þar sem menn eru sammála um, að aðeins eigi að vera um að ræða heildarsam- þykki, allsherjarsáttmála, sem verði að hljóta meirihluta tveggja þriðju sendinefndanna, má búast við, að enn eigi tals- vert eftir að höndla og þinga. Þjóðréttarfræðingurinn Uwe Jenisch frá Kiel, sem tók þátt i fundunum í Genf sem ráðgjafi þýzku sendinefndarinnar, bregður upp alldapurlegri mynd af þessum málatilbúnaði Sameinuðu þjóðanna í tímarit- inu „Aussenpolitik'? Sérstak- lega gagnrýnir hann þann kyn- lega hátt að leyfa það, að óopin- ber og að hluta nafnlaus skjöl á fundunum séu tekin sem alvar- leg og gild gögn til grundvallar umræðum: Málsmeðferðin sýni „á dæmigerðan hátt, hve illa alþjóðasamtökin séu nú á vegi stödd og starfsaðferðir þeirra fráleitar." Réttur hins sterka á hafinu Viðurkenning á gerðum hlut líklegasta niðurstaðan, segir í grein í L’Express um hafréttarráðstefnuna Franska blaðið l’Express birtir langa grein með mynd af tslandsmiðum f tilefni af fjórðu alþjóðlegu hafréttarráð- stefnunni og segir í undirfyrir- sögn: „tveggja mánaða vinnaog ein ifkleg útkoma. viðurkenn- ing á því sem þegar hefur verið gert og á rétti hins sterka. Greinina skrifar Jacqueline Giraud, sem einnig skrifar stutta rammagrein um frönsku fiskimennina og 200 mílurnar. Báðar greinarnar birtast hér á sfðunni. Sú fyrrnefnda hefst þannig: Bestu möguleikar mannkyns- ins til að leysa þrjú megin- vandamál sín liggja á síðasta ósnortna svæðinu, sem tekur yfir 70% af hnettinum en þau eru öflun matvæla, orku og hrá- efna. Enn einu sinni er mönn- unum nú nauðsynlegt að koma sér saman um skynsamlegar og réttlátar aðgerðir varðandi þessi auðæfi. Þetta verður viðfangsefni al- þjóðaráðstefnunnar um haf- réttarmál, sem er að hefjast í New York. Þar munu 4000 full- trúar 146 landa rökræða i tvo mánuði. En enginn þorir að vona að þeir nái samkomulagi. Þvert á móti óttast menn að ráðstefna ársins 1976 staðfesti aðeins að um of háleita drauma hafi verið að ræða. Mikilvægi málsins muni fremur skerpa en leysa mesta deiluefni nútím- ans, sem blasir við fátæku lond- unum. I fyrsta lagi hafa þau það aðalsjónarmið, að þau vilja ekki verða útilokuð frá hafsvæða- ævintýrinu eins og þau voru útilokuð frá iðnvæðingaráevin- týrinu. Og úr því þau hafa i rauninni hvorki efni né tækni- kunnáttu til að geta átt hlut að nýta í auðæfi hafsins, þá vilja þau seinka því eins og auðið er. Aftur á móti bíða iðnryun óþolinmóð eftir að fá að nýta tæknina, sem þau eru búin að fjárfesta í. Risatogararnir þeirra eru smíðaðir til að veiða siaukinn afla. Og nýjustu bor- unarskipin þeirra geta sótt olíu á 600 m dýpi. Bandaríkjamenn og Japanir hafa jafnvel verið að gera tiiraunir með tækni til að „heyja" af þessum geysistóru engjum málmkúlur, sem þekja hafsbotninn. VERÐMÆTI Á ráðstefnunni i New York verða málmkúlurnar í miðdepli i rökræðunum. Iðnaðarlöndin vilja einfalda alþjóðlega lög- gjöf um leyfiveitingar, til að geta farið að vinna málminn. Og til að friða þriðja heiminn, þá eru þeir reiðubúnir til að . * ** I .* m Jt4* ZL láta hluta af gróðanum í hjálp- arsjóð þróunarlandanna. En þessir heimshlutar hafna slíku alfarið og vilja stofna nokkurs konar alþjóðlegtrisaveidi sem á úthafssvæðin og þar sem þeir væru auðvitað í meirihluta. Á þann hátt gætu þau seinkað svo lengi sem þau vilja vinnslu þessara málma. Áhyggjur þeirra eru svo sem skiljanlegar. Vinnsla á þessum málmkúlum getur eftir 10—15 ár gerbreytt markaðinum fyrir vissa málma. Þessar málmkúl- ur, sem eru á stærð við epli, þekja margar milljónir ferkiló- metra á hafsbotninum. Atlants- hafs- og Indlandshafssvæðin eru ekki talið nýtanleg nú á stundinni, því á þeim eru að- eins kobalt og mangan. En mesta eftirsóknin er í Kyrra- hafssvæðin, sem eru að auki auðug af kopar og nikkel. Svæð- ið, sem búið er að rannsaka, nær yfir 6 milljóm ferkm og hefur að geyma 7 milljarða tonna af málmkúlum. Þetta eina svæði hefur því að geyma jafnvirði allra kobalt- og mang- anbirgða jarðarinnar utan þess, þriðjung af koparbirgðum og sjötta hluta nikkelbirgða heimsins. Samkvæmt frönskum athug- unum mun vinnsla á 4 milljón tonnum af málmkúlum á ári fullnægja um 1988 allri nikkel og manganþörfinni. Það sæi þó ekki fyrir nema 6% af kopar- notkuninni, en 460% kobalti! Þá mundi Frakkland komið í samkeppni við Zaire, sem í dag framleiðir tvo þriðju hluta heimsframleiðslunnar af kob- alti. Það mundi þá einnig sjá um allan nikkel útflutning frá Nýju Kaledóníu í sam- keppni við Kúbu, Domini- kanska lýðveldið og Filippseyj- ar. Og Frakkar mundu hætta að kaupa mangan frá Gaþon. Það liggur því í hlutarins eðli að hagsmunir Frakklands eru and- stæðir hagsmunum landanna, sem framleiða kobalt, nikkel og mangan. Á heimsmælikvarða yrði það koparmarkaðurinn einn, sem ekki yrði fyrir veru- legur áhrifum af vinnslu málm- kúlnanna. Hvað gerist, ef ekki næst samkomulag í New York um stjórnun úthafssvæðanna? Henry Kissinger svaraði þessu þegar 11. ágúst í Montreal: „Bandarikin geta ekki til eilífð- ar fórnað, fyrir endalausar samningaumleitanir, hagsmun- um sínum og að nýta lífsnauð- synlegar auðlindir sínar." Fyr- irtækið Deep Sea Ventures, sem tekur yfir Tenneco og jap- anska samstarfsfélaga þessa, hefur þegar beðið bandarisku stjórnina um einkarétt á að vinna málmkúlur á 60 þúsund ferkm svæði um 1500 km út frá strönd Kaliforníu. Vegna skorts á alþjóðlegri löggjöf þá ríkir „frelsi á hafinu" — það er að segja réttur hins ste'rka — al- veg eins og á Korsiku á sínum tíma. ALGJÖR YFIRRÁÐ Hafréttarlögin hafa verið að þróast, ekki þó í samræmi við samkomulag. heldur utan við ráðstefnurnar og samkvæmt þegar framkvæmdum pólitfsk- um aðgerðum. Flest Suður- Ameríkurikin með Afríkurikin i kjölfarinu hafa ákveðið að taka sér 200 mílna efnahagslög- sögu (370 km) út frá ströndum sínum, og hafa þar alger yfirráð Franskir fiskimenn og 200 mílurnar ,,A f)l' R en farið er að hugsa til þess að sætta hagsmuni land- anna 146, verður að koma á einhvern grundvöll hinum ólíku hagsmunum innan sama lands, þ.e. hagsmunum fiski- manna og olíuvinnslumanna, heimamanna og þeirra sem búa handan hafsins,“ er haft eftir M. de Lacharriere. Þannig hefst rammagrein um franska fiskimenn í l’Express. Valið var létt fyrir Japani og Sovetríkin. Þeir hafa öllu að tapa, ef upp yrði tekin „efna- hagslögsaga" innan 200 mílna, sem raunar er beinlínis stefnt gegn þeim. A fyrstu ráðstefnunni var Frakkland líka á móti 200 milna lögsögunni, þó samþykkt hennar mundi færa því 11 milljón ferkm lögsögu, þakkir séu Dom- Tom. En tveir þriðju af fiskveiðiafla Frakka er tek- inn utan þeirrar lögsögu. Almenn 200 mílna regla virtist því æði harkaleg fyrir atvinnu- Þessi mvnd úr þorskastrfðinu á Islandsmiöum birtist með greininni í franska hlaðinu L’Express. Islenzka varðskipið Týr er þarna að vfsa tveimur brezkum togurum út fyrir. grein, sem á í erfiðleikum fyrir. Fiskveiðar Frakka veita 200.000 manns atvinnu og ef eigin afli minnkar, þá hefur það óhjákvæmilega í för með sér innflutning, sem þegar veg- ur 8,20% í viðskiptajöfnuðin- um á árinu 1974. Franska sendinefndin í New York hyggst þó ekki berjast hart gegn 200 milunum, þar sem innganga Breta í Efnahags- bandalagið er hemill á óhagræðið af því. Þrátt fyrir úrtölur Breta, hefur stofnunin í Bruxelles nú ákveðið sameigin- lega „efnahagslögsögu" á haf- inu í Evrópu. En 72% af afla Frakka fæst innan þeirra marka. Vandinn er samt ekki leystur fyrir 28% af fiskveiðum Frakka, sem veiðist að mestum hluta við Kanada og Noreg, að ógleymdum þó túnafiskinum við Afrikustrendur. Sama gild- ir raunar um flest Evrópuríkin. 1 skýrslu um fiskveiðar Frakka, sem lögð var fram áður en at- kvæðagreiðsla fór fram í efna- hags- og félagsmálaráðinu á miðvikudag, leggur Joseph Martray til að Efnahagsbanda- lagið sem slíkt fari. með samn- ingsviðræðurnar. Framhald á bls. 23 yfir fiskveiðum jafnt sem vinnslu olíu og málma. Island fór að þeirra dæmi í janúar, sem varð til þess að þorskastríð- ið hófst við Bretland. 1 febrúar- mánuði tók Bandaríkjaþing upp 200 mílna stefnuna. En Kanada og Noregur hafa aðeins tilkynnt um áform sin þar að lútandi, ef hafréttarráðstefnan bregst. Meginlandsriki Evrópu, Sovétríkin og Japan geta þá ekki annað gert en beygt sig fyrir því. „Hvernig er hægt að ásaka fátækt land fyrir að taka sér 200 mílur, þegar Bandarík- in gera það?" sagði samgöngu- málaráðherrann Marcel Ca- vaillé. VELFERÐ MANNKYNSINS Útfærsla i 200 mílur býður upp á flóð af árekstrum. Hvern- ig á að ákvarða mörkin á Kara- biska hafinu? Eiga eyjarnar að hafa sama rétt og meginlöndin? Samkvæmt þeirri reglu leggur Grikkland undir sig allt Eyja- hafið — mað olíunni sem þar fannst fyrir tveimur árum. — og Tyrkir bíða tjón. Verða eyj- arnar þá allar sjálfkrafa eig- endur allra flóanna og sund- anna? Samkvæmt þeirri reglu, yrði landhelgi frönsku Poly- nesiu álika stór og ein og hálf Evrópa. Annað ákveðið átriði er land- helgin milli 3ja o^ 12 mílna. Meiri hluti landanna, þar með talið Frakkland, er þegar búinn að fastsetja það. Umsvifalaust verða þá 116 sund eign land- anna, sem að þeim liggja. Slæmt fyrir oliuskipin, en ennþá verra fyrir kjarnorku- kafbátana. Bandarikin og Sovétrikin hafa blátt áfram lýst því yfir, að þau muni ekki standa að neinum samningum, ef frjáls umferð um sund verði ekki skilyrðislaust viðurkennd. Sundmálið er eina málið, þar sem Frakkland er líka alveg ósveigjanlegt. Öll varnarmál þess hvila á fáum kafbátum, sem áriðandi er að ekki sé vitað hvar eru. Þeir yrðu gagns- lausir, ef þeir ættu stöðugt að vera að koma upp á yfirborðið til að fara gegnum sund, eins og þriðji heimurinn vill. „Sendinefnd Frakka er ekk- ert hrædd um að geta ekki á öllum öðrum sviðum fundið sanngjarnar lausnir og jafn- vægi," sagði Cavaillé. Þróunar- löndin hafa komið fram efna- hagslögsögumálinu. En þau eru alveg máttlaus gagnvart vinnslu á úthafsbotninum. Þar verður einhlióa ákvörðun iðnaðarlandanna. Báðum aðil- um er þvi i hag að semja," segir Guy de Lacharriere, formaður frönsku sendinefndarinnar. Hvers konar samkomulag? Frakkar mundu vilja óákveðn- ari rétt yfir efnahagslögsög- unni og viðurkenningu á „hefð- bundnum" rétti erlendra fiski- manna. I staðinn mundu þeir viðurkenna nauðsynina á regl- um um stjórn á hráefnamarkað- inum, sem þeir börðust á móti á Norður-Suður-ráðstefnunni. Og þeir vilja, eins og þróunar- löndin,setja óskum Bandarikja- manna takmörk varðandi vinnslu á auóæfum í úthöf- unum. Með þvi að setja fram hug- myndina um hafréttarráð- stefnu, dreymdi fulltrúa Möltu hjá Sameinuðu þjóðunum, Awid Pardo, um að hún gæti komið á samræmdu skipulagi og skiptingu á höfunum til góða fyrir allt mannkynið. Hvaða fuljtrúi á ráðstefnunni man það enn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.