Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976
Skuttogarinn Ver
fer til gæzlustarfa
— Áhöfnin fylgir með
ÁKVEÐIÐ hefur verið að skuttogarinn Ver frá Akranesi
verði tekinn á leigu til landhelgisgæzlustarfa. Gengið
verður frá samningum þess efnis í dag og er gert ráð
fyrir að Ver geti haldió til gæzlustarfa eftir næstu helgi,
en engar breytingar þarf að gera á skipinu. Þá mun
meirihluti áhafnar skipsins verða á því áfram.
Baldur Möller ráðuneytisstjóri i þyrftu að koma um borð frá Land-
dómsmálaráðuneytinu sagði í við-
tali við Morgunblaðið í gær, að
aðeins ætti eftir að ganga form-
iega frá samningi um leigu á skip-
inu, áður en það yrði vildu eig-
endur skipsins gera bæjarráði
Akraness grein fyrir leigu skips-
ins.
Þá sagði Baldur, að talið væri
víst að stór hluti þeirrar áhafnar
sem nú væri á skipinu, yrði þar
áfram, en 1—2 skipstjórnarmenn
helgisgæzlunni, þar sem skip-
stjórnarmenn þar væru sér-
þjálfaðir til löggæzlustarfa á
miðunum.
Ekki gat Baldur skýrt frá því
hver mánaðarleiga togarans yrði,
en sagði að samkomulag hefði
náðst um það að mestu. Ver er
systurskip Baldurs, 741 rúmlest
að stærð og byggður í Póllandi
árið 1974. Eigandi skipsins er
Krossvík h.f. á Akranesi.
Loðnuvertíð lokið
— Norglobal heim
AUt bendir nú til þess, að
loðnuvertíðinni sé í þann veginn
að ljúka. Loðnuskipin hafa haldið
sig undan Malarrifi sfðustu daga
og kastað þa- á litlar loðnulorfur.
Þrjú skip tilkvnntu um afla af
þeim miðum í gær. Eldborg var
með 440 lestir, en hin tvö með
smáslatta.
Morgunblaðið fékk þær upplýs-
ingar hjá Ioðnunefnd að skipin
væru nú sem óðast að hætta á
loðnuviéði’num o>• miirg þeirra
færu td retaveiða .. .. • stu dög-
um. Núnu munu vart nema um
10 skip vera ettir á miðunum
og munu þau hadta leit á
næstu dögum, ef engin
loðna finnst. Þá mun bræðslu-
skipið Norglobal vera í þann
veginn að leggja af stað af
Islandsiniðum, eii liað liefur nú
brætt hált í 60 þúsund lestir af
loðnu.
Heíldarloðnuaflinn er nú orð-
inn rösklega 330 þúsund lestir, en
heildaraflinn varð í fyrra um 460
þúsund lestir. Þá veiddist síðasta
loðnan i byrjun apríl.
Ól.K.M. smellti þessari mynd af í gærdag í Austur-
stræti þar sem ungur maður var að týna gamla skó upp
úr pappakassa sem hann var með. Ætlunin hjá honum
var að selja þessa gömlu skó fyrir 100—500 kr. og
þarna sjáum við úrvalið.
Seðlabankinn fær tvö
yfirdráttarlán að jafn-
virði 5,1 milliarður
Lúðvík Jósepsson:
Bretar njóta
aðstöðu
í Færeyjum
1 UMRÆÐUM utan dagskrár í
sameinuðu þingi I gær vakti
Lúðvík Jósepsson m.a. athygli
á því, að Bretar hagnýttu sér
margháttaða aðstöðu i Færevj-
um til að auðvelda séi rán-
vrkju á Islandsmiðum, sem
ástæða væri til fyrir íslenzku
rikisstjórnina að huga nánar
að og jafnvel ræða um við
þarlend yfirvöld.
Bæði forsætisráðherra, Geir
Hallgrímsson, og sjávarútvegs-
ráðherra, Matthías Bjarnason,
tóku undir það, að hugsanleg
viðgerðaraðstaða og vistaf-
Framhald á bls. 31
SEÐLABANKINN tekur í
þessum mánuði tvö yfir-
dráttarlán hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum, sem
samtals eru að jafnvirði
um 5.100 milljónir króna
(25.1 millj. sérstakra
dráttarréttinda (SDR)).
Verður fé þetta notað til að
styrkja greiðslustöðu
landsins út á við og til þess
að breyta ýmsum stuttum
lánum bankans í lán til
lengri tíma. í fréttatil-
kynningu frá Seðlabankan-
um kemur og fram, að þeg-
ar þessi tvö lán hafa verið
tekin nemur skuld íslands
við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn samtals um 12.600
milljónum króna (62.2
millj. sérstakra dráttar-
réttinda), og af því eru
jöfnunarlán 11.5 millj. sér-
stakra dráttarréttinda,
Framhaid á bls. 31
Amarflug keypti þotumar
500 aðilar með hlutafé nú þegar
EFTIR að starfsmenn Air
Vikings stofnuðu Flugfélagið
Víking kom fram, svo sem kunn-
ugt er af blaðafregnum, að til var
skráð hlutafélag með nafninu
Víkingsflug. Aðstandendur þessa
félags vildu ekki una því, að
skráð væri nýtt flugfélag með
nafninu Vikingur. Var frá þessu
skýrt f blöðum s.l. föstudag og
varð það til þess að hinu nýja
félagi bárust um hclgina um 500
uppástungur um nýtt nafn.
Niðurstaðan varð sú að velja
nafnið ANRARFLUG ( á ensku
Eagle Air), og hefur félagið nú
verið skráð með þessu nafni.
Framhald á bls. 31
Stóri borinn fer að Kröflu”
— segir orkumálastjóri
„Úrslitaatriði að fá holu í viðbót”
— segir bæjarstjórinn á Akureyri
„EF EKKI breytast áætlanir varð-
andi Kröflu fer stóri horinn frá
Mexíkanskar kartöflur
í búðirnar fyrir helgi
URRIÐAFOSS, skip Eimskipafé-
lags Islands, er væntanlegur til
Reykjavíkur i kvöld og eru um
borð í skipinu 150 tonn af kartöfl-
um, sem skipið tók i Rotterdam
fyrir sl. helgi. Kemur fram í
fréttatilkvnningu frá Grænmetis-
verzlun landbúnaðarins, að vonir
standi til þess að hægt verði að
afgreiða kartöflur í verzlanir
fyrir næstu helgi.
I gær var verið að lesta 100 tonn
af kartöflum um borð í Laxfoss í
Rotterdam, sem á að halda áleiðis
til Reykjavíkur í dag. Ennfremur
er gert ráð fyrir að íslenzkt skip
lesti 300 tonn af kartöflum i Pól-
landi í dag, og er það væntanlegt
til landsins 6. apríl.
Heildsöluverð á hinum nýju
kartöflum um borð í Urriðafossi
verður um 90 kr. á kílóið, ef ekki
verður breyting á gengi krón-
unnar. Kartöflur þær sem lest-
aðar voru í Hollandi eru frá
Mexíkó.
I.augalandi að Kröflu nú I næsta
mánuði,“ sagði Jakob Björnsson
orkumálastjóri i samtali við Mbl.
í gær. „Það er verið að losa
stangir f holunni," hélt hann
áfram og þvf lýkur væntanlega
fvrir páska. Við vitum ekki um
neinar breytingar á ráðgerðum
framkvæmdum við Kröflu, enda
ekki nein ástæða til að ætla slíkt
eins og er.“
Stóri borinn hefur að undan-
förnu borað á Laugalandi fyrir
Akureyringa og náðist mjög góð-
ur árangur við borun fyrri hol-
unnar sem gefur vatn sem myndi
duga til hitaveitu fyrir liðlega
30% byggðar á Akureyri, en
enginn árangur náðist við borun
síðari holunnar. Akureyringar
vilja fá afnot af stóra bornum til
þess að bora eina holu til viðbótar
til að ganga úr skugga um híta-
veitumöguleika fyrir Akureyri á
þessu svæði. Bjarni Einarsson
bæjarstjóri hafði þetta að segja
um málið í gærkvöldi: „Við vitum
ósköp lítið um það hvort borinn
verður' eða fer, en við förum þrír
héðan til Reykjavikur í fyrra-
málið til þess að ræða málin. Við
teljum það algjört úrslita atriði að
fá að bora eina holu til viðbótar,
því annað táknar eins árs frestun
á öllum hitaveituframkvæmdum
á Akureyri. Við höfum að undan-
förnu verið að ræða við erlenda
lánastofnun um lánveitingu til
hitaveituframkvæmda, en enga
slíka fyrirgreiðslu er að fá fyrr en
klárt er hvort hér er um öruggt
hitaveitusvæði að ræða og við
þurfum borinn til þess að ganga
úr skugga um það. Þetta þýðir að
sjálfsögðu að Krafla myndi tefjast
um nokkrar vikur eða líklega allt
að 6 vikur ef unnið verður áfram
eins og gert hefur verið, borað í
þrjár vikur, en síðan hefur mann-
Framhald á bls. 31
Fjölmenni á
Mozartstónleik-
um á Asgríms-
sýningu
UM 2 þúsund gestir skoðuðu
Asgrímssýninguna og hlust-
uðu á tónleikana á Kjarvals-
stöðum um s.l. helgi.
Kammersveit Reykjavíkur
lék Kvartett í D dúr KV 285, og
Kvintett í A dúr KV 581.
Leikið var í austursal Kjarvals-
staða, og komust færri en vildu
á tónleikana.
Listafólkinu var ákaft
fagnað. Stendur til að efnt
verði aftur til Mozartstónleika
áður en Asgrímssýningunni
lýkur, og þá með breyttri efn-
isskrá.
Um 11 þúsund gestir hafa nú
skoðað Asgrímssýninguna, og
hafa skólar komið nær daglega
f heimsókn á Kjarvalsstaði.
Hilda h.f.:
Líkur á stór-
auknum útflutn
ingi á ullar-
vörum í ár
FORRÁÐAMENN útflutnings-
fyrirtækisins Hildu hf. stefna
að því að auka útflutning sinn
á íslenzkum ullar- og prjóna-
vörum um nær 100 milljónir
króna á þessu ári. Fyrirtækið
selur m.a. prjónafatnað og
ýmsan ofinn fatnað fyrir fimm
prjónastofur hérlendar f um-
hoðssölu beint til Bandarlkj-
anna en í samvinnu hafa
þessir aðilar ráðið handarísk-
an hönnuð til að hanna fram-
leiðslu sína með tilliti til út-
flutnings.
Ætlar þetta að bera góðan
ávöxt, því að fengizt hafa mjög
góðar undirtektir meðal við-
skiptavina Hildu vestanhafs
og stórar pantanir þegar borizt
þaðan. Þá tók Hilda einnig
þátt I fatasýningu I Þýzkalandi
fvrr I þessum mánuði, og vakti
fatnaður þessi þar mikla at-
hygli jafnframt því sem fjöldi
pantana hefur borizt.
Útflutningur Hildu hf. nam
árið 1974 samtals um 48 millj.
króna en jókst í 73 milljónir
króna I fyrra og I ár vænta
forráðamenn fyrirtækisins að
útflutningurinn muni nema
um 170 millj. króna.
Bræður fyrir bíl
BRÆÐUR, 5 ára og 7 ára, urðu
fyrir bil á Akranesi á laugar-
dag rétt fyrir klukkan 16.
Drengirnir, sem voru að fara
yfir Kirkjubraut rétt norðan
Akurgerðis urðu fyrir bíl með
þeim afleiðingum að hinn eldri
þeirra mjaðmagrindarbrotn-
aði. Hinn var ekki talinn alvar-
lega meiddur.
Eldri drengurinn var fluttur
í sjúkrahús Akraness.
— Lockheed
Framhald af bls. 1
ráðuneytisins. Rannsókn undir-
nefndarinnar hefur leitt í ljós að
um er að ræða milljónir dollara í
mútugreiðslur af hálfu Lockheed
— eða um 22 milljónir á fimm
árum. Af þessari upphæð fóru 12
milljónir til Japana, þar af 2
milljónir til opinberra embættis-
manna. Einnig greiddi Lockheed
árið 1961 eina milljón dollara í
mútur til Hollands, og er nú verið
að rannsaka meinta þátttöku
Bernards prins, eiginmanns Hol-
landsdrottningar, i máli þessu.
Bernard hefur neitað því að hafa
tekið við mútunum.