Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.03.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1976 31 — Stóri borinn Framhald af bls. 2 skapurinn fri i eina viku.“ Samkvæmt upplýsingum Jakobs Björnssonar er nú ein full- boruð hola vió Kröflu. Hún hafði á sínum tíma 70 kg þrýsting á fersentimetra en síðan eldgosið varð í Leirhnjúk hefur þrýstingurinn lækkað niður í 35 kg á fersentimetra. Ein hola skemmdist við Kröflu og þriðja holan sem byrjað var á biður frek- ari borunar. Samkvæmt áætlun Orkustofnunar á nú að bora 4 nýjar holur við Kröflu og á því að vera lokið í október þannig að þær yrðu tilbúnar til tengingar í desember. Á Laugalandi er búið að bora tvær holur. Sú fyrri gaf 70—80 litra á sek. af 90 gráðu heitu vatni, en sú síðari gaf ekkert vatn en reyndist hins vegar 90 stiga heit. Talið er að um 250—300 lítrar af 90 gráðu heitu vatni á sek. dugi fyrir hitaveitu á Akur- eyri i náinni framtíð. Hola nr. 2 var orðin 1870 metra djúp þegar starfsmenn fóru i frí fyrir skömmu, en þegar þeir komu aftur varð þess vart að mikið hrun hafði orðið í holunni og ágerðist það næstu daga svo að nú hafa menn að mestu misst vonina um að hún komi að nokkru gagni. Áætlað var að hún yrði 1600 m djúp og kostaði um 50 millj. kr. en ljóst er að hún er nú orðin mun dýrari og verkið senni- lega unnið til ónýtis. Nú þegar, er byrjað á forborun þriðju holunnar með höggbor, en þannig eru boraðir fyrstu 15—20 m. Þessi hola á að vera um 200 m neðan við fyrstu holuna og vonast menn til að hitta þar fyrir sömu vatnsæðarnar og nú gefa 70—75 sek. 1. af 94 stiga heitu vatni með sjálfrennsli. Að vísu hefur rennsli minnkað nokkuð frá því fyrir jól, en það er alvana- legt og talið eðlilegt í slikum hol- um og auðvelt væri að auka vatns- magnið eitthvað með kælingu ef þurfa þætti. Einnig er ekki óal- gegnt að holur verði ónýtar eins og hola nr. 2 svo að það dregur ekki úr vonum manna um gildi virkjunarstaðarins við Lauga- land. Allt kapp verður nú á það lagt að samningar takist við Orku- stofnun um framhaldsleigu á Jötni svo að hann geti borað þriðju holuna áður en hann verður fluttur af Laugalands- svæðinu. ______—Sv. P. — Þórshöfn Framhald af bls. 32 atvinnu hér í þessu 500 íbúa þorpi byggist á fiskvinnslu. Þó er þetta alvarlegast fyrir útgerðina, því allt útlit er fyrir að hún fari alveg á þessu og þá horfir illa hér. Sá grunnur í útgerð sem við höfum byggt á undanfarin ár hefur reynzt okkur vel og við töldum hann henta vel, en nú hefur annað komið í ljós og við sitjum uppi með sárt ennið, því að við höfum ekki báta sem geta sótt lengra. Venjuleg mið hér að vetrarlagi eru úti með Langanesi og þar um kring, en ekki hafa Bretarnir verið lengra frá að undanförnu en svo að sjómenn okkar hafa getað séð til þeirra frá bátum sínum og að sjálfsögðu hafa þeir heyrt mikið til þeirra í talstöðvunum, því þeir yfirgnæfa allt I loftinu einnig og sjómenn hér bölva Bretanum mikið. Menn hafa verið að vonast til þess að ástandið lagaðist en það hefur hreint ekki lagazt og þvi höfum við þungar áhyggjur af útgerð- inni hérna. Hins vegar eru grásleppumenn að búa sig til veiða, það er líf og fjör í kringum þá og við vonumst til þess að þar lukkist betur að þessu sinni, því sá veiðiskapur er stör liður í atvinnulifinu hér.“ — Seðlabankinn Framhald af bls. 2 olíulán 39.2 millj. og al- menn yfirdráttarlán 11.5 millj. sérstakra dráttar- réttinda. I fréttatilkynningunhi segir ennfremur um lánin tvö: Fyrsta láhið, að fjárhæð 11.5 millj. sérstakra dráttarréttinda eóa um 2,300 millj. króna, var tekið 16. þ.m. Er það svonefnt jöfnunarlán, sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn veitir þátttöku- ríkjum sínum til þess að mæta tímabundnum samdrætti í út- flutningstekjum og svarar fjár- hæð þess til helmings kvóta Is- lands hjá sjóðnum. Lán þessi endurgreióast, þegar útflutnings- tekjur vaxa á ný. Þetta er i þriðja sinn, sem ísland fær jöfnunarlán, en áður voru þau tekin árin 1967 og 1968. Síðara lánið, að fjárhæð 13,€ J millj. sérstakra dráttarréttinda eða um 2,800 millj. króna, verður tekið hinn 31. þ.m. Það er svo- nefnt oliulán, sem veitt hefur verið til þess að mæta hluta af þeirri rýrnun gjaldeyrisforðans, sem stafar af hinu háa verði, sem nú er á olíu á heimsmarkaði, og ekki verður staðið undir með öðr- um hætti. Með lánum þessum er stefnt að því að koma í veg fyrir, að gripið verði til óheppilegra samdráttaraðgerða eða innflutn- ings- og gjaldeyrishafta vegna greiðsluerfiðleika. Lán þessi eru til sjö ára. Seðlabankinn tók á árunum 1974 og 1975 oliulán, samtals að fjárhæð 25,6 millj. sér- stakra dráttarréttinda. — BSRB Framhald af bls. 32 lögin frá 1915 um bann við verk- föllum opinberra starfsmanna að viðlagðri refsingu skuli nú vera afnumin." Morgunblaðið hafði einnig samband við Jónas Bjarnason for- mann Bandalags háskólamanna og spurði hann um stöðuna i samningamálum þeirra. Hann sagði: „Staðan er sú að við teljum að þau drög sem BSRB var að ganga að, séu ekki framför fyrir okkar fólk og þvi munum við ekki ganga að þeim eins og þau liggja fyrir. Við munum reyna til þrautar að fá nokkrum atriðum breytt eða bætt inn i, en ella göngum við ekki að þessu.“ Hér fer á eftir fréttatilkynning frá fjármálaráðuneytinu og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja: Frétt frá fjármálaráðuneytinu og Bandalagi starfsmanna rfkis og bæja. í dag hefur tekist samkomulag milli fjármálaráðherra og B.S.R.B. um samningsréttarmál opinberra starfsmanna. Hér á eftir verður skýrt frá nokkrum meginatriðum i þessu samkomulagi. Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins verði endur- skoðuð. Miðað er við að æviráðn- ing verði ekki felld niður en þrengd. Þeir sem þegar hafi ævi- ráðningu haldi henni. Felld verði úr gildi lög frá 1915 um bann við verkfalli opinberra starfsmanna. Aóalkjarasamningar verði gerð- ir af heildarsamtökunum en ein- stök félög hafi heimild til að gera sérkjarasamninga. Við gerð aðalkjarasamninga verði verkfallsréttur en gerðar- dómur úrskurði um sérsamninga einstakra félaga. 1 aðalkjarasamn- ingi verði ákvæði um föst laun, fjölda launaflokka, vinnutima, laun fyrir yfirvinnu, orlof, ferða- kostnað, fæðiskostnað, fæðisað- stöðu, tryggingar, starfsmenntun og meginreglur um röðun i launa- flokka. 1 sérkjarasamningum verði kveðið á um röðun starfs- heita og einstakra starfsmanna i launaflokk svo og kjaraatriði, sem ekki eru í aðalkjarasamningi og eigi eru lögbundin. Aðalkjarasamningur gildi skemmst i 24 mánuði. Þeim samn- ingi, sem væntanlega verðurgerð- ur nú má segja upp miðað við 1. júli 1977 með verkfallsrétti. B.S.R.B.' gerir aðalkjarasamn- ing fyrir ríkisstarfsmenn en ein- stök aðildarfélög sérsamninga. Félög bæjarstarfsmanna gera aðalkjarasamning og sérkjara- samning vegna starfsmanna sveitarfélaga. Verkfallsréttur fylgir aðal- kjarasamningi. Náist ekki sam- komulag aðilanna og komi til verkfallsboðunar er sáttanefnd skylt að leggja fram sáttatillögu. Þá fyrst kemur verkfall til fram- kvæmda að sáttatillaga hafi verið felld í allsherjaratkvæðagreiðslu, enda hafi a.m.k. 50% félags- manna tekið þátt í atkvæða- greiðslunni. Til að fella sáttatil- lögu þarf atkvæði 50% þeirra, sem þátt taka í atkvæðagreiðsl- unni. Halda skal uppi nauðsynlegri öryggis- og heilsugæslu þrátt fyrir verkfall. Kjaradeilunefnd, ákveður hvaða einstakir starfs- menn skuli vinna í verkfalli. I nefndinni skulu eiga sæti 9 menn. 3 valdir af fjármálaráðherra, 3 af B.S.R.B. 2 kjörnir af sameinuðu Alþingi og 1 skipaður af Hæsta- rétti. Verðtrygging eftirlauna helst en samkomulag er um að 30% af útlánafé lífeyrissjóða opinberra starfsmanna verði varið til kaupa á verðtryggðum skuldabréfum en vextir og hagnaður af verðtrygg- ingu þeirra bréfa gangi upp í kostnað við verðtryggingu eftir- launa. Samkomulag þetta er háð því að samningar takist i yfirstandandi samningaviðræðum B.S.R.B. og rikisins. Mun fjármálaráðherra við undirskrift væntanlegra samninga gefa yfirlýsingu um flutning frumvarps um samnings- réttarmálið á Alþingi. — Bretar segjast Framhald af bls. 15 slakað til þó að það hefði kostað þá mikið til þess eins að fá Islend- inga aftur að samningaborðinu. „Skip sem koma nú af tslands- miðum fá dágóðan afla en fá ekki ýkja hátt verð fyrir hann,“ sagði talsmaðurinn. — Freigáta Framhald af bls. 32 þeir allir komnir inn á friðaða svæðið norður af Rifstanga. Varð- skip reyndu að trufla veiðar tog- aranna þar og varð þeim nokkuð ágengt. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði í gærkvöldi, að lögsaga Islands teldist 4 mílur, enda væri tollalög- sagan það. Að visu hefði oft verið rætt um að eiginleg landhelgi landsins væri 3 mílur, en það staf- aði af samningnum, sem Danir gerðu við Breta árið 1903. Talsmaður brezka flotamála- ráðuneytisins í Rosyth í Skotlandi sagði í gær, að sigling Bacchante innan fslenzkrar lögsögu kæmi flotamálaráðuneytinu spánskt fyrir sjónir. Þeir hefðu fengið skeyti frá freigátunni kl. 18 í gær, og þá hefði ekkert verið minnzt á þetta. I skeytinu stæði, að þrjár freigátur fylgdust með þremur varðskipum utan 12 milna mark- anna. — Bretar njóta Framhald af bls. 2 greiðsla í Færeyjum styttu Bretum siglingu af og á Is- landsmið, en það væri Færey- inga einna að taka ákvarðanir i þessum efnum, sem sjálf- stæðrar þjóðar að þessu leyti, og af eigin hvötum. Þeir heföu áður tekið jákvæðar ákvaróan- ir okkur í vil, vegna yfirgangs Breta, en ákvörðunarréttur þar um væi i þeirra einna. (Sjá nánar á þingsiðu blaðsins í dag). — Arnarflug Framhald af bls. 2 Félagið þakkar öllum þeim, sem komu með tillögur um nöfn. Stjórn félagsins hefur nú undir- ritað samning við Olíufélagið h.f. og Samvinnubankann um kaup á flugvéium þeim sem Air Viking áóur átti ásamt öllu fylgifé og varahlutalager fyrir sama verð og þessir aðilar keyptu af þrota- búinu eða 120 milljónir króna. 20% af kaupverðinu verða greidd á næstu mánuðum, en fyrir eftir- stöðvunum hefur fengizt hag- kvæmt lán í islenzkum krónum. Samið hefur verið við Air Lingus um ársskoðun á einni þotu félagsins og ákveðið hefur verið að rífa þá elztu ! varahluti. Munu tveir af hreyflum hennar senni- lega verða seldir, en tveir hafðir sem varahreyflar fyrir þoturnar. Þá hefur Magnús Gunnarsson, viðskiptafræðingur, verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrir félagið. Hlutfjársöfnun gengur mjög vel og eru hlutafjárloforð nú um 80 milljónir frá um 500 aðilum. Akveðið er að hefja móttöku á hliitafé fimmtudaginn 1. apríl n.k. á bráðabirgðaskrifstofu félagsins i Pósthússtræti 13. Þá hefur félgið tekið á leigu skrifstofuhúsnæði í Siðumúla 34, og mun flytja þangað svo fljótt sem kostur er. Hlutafjársöfnun heldur áfram og er sími félagsins 27177. Samkvæmt upplýsingum Arngríms Jóhannssonar stjórnar- formanns Arnarflugs er enginn hlutur í félaginu hærri en 10 millj. kr. en þeir 500 aðilar sem hafa tilkynnt hlutafé eru ýmist einstaklingar, vinnuhópar eða fyrirtæki. Þess má geta að kaup- verð vélanna, lim 600 þús. Banda- rikjadalir, nær til varahluta sem metnir eru á 80 þús dollara. — Skipstjóri Diomede Framhald af bls. 15 um frá og í tvær og hálfa klukkustund reyndum við að koma í veg fyrir að varðskipið kæmist að togurunum til að klippa á vörpurnar. Lét ég frei- gátuna sigla milli varðskipsins og togaranna. Meðan á þessu stóð voru 270 sinnum gefnar fyrirskipanir um breyttan hraða eða stefnu. Samkvæmt alþjóðasiglingalögum átti Diomede réttinn," sagði McQueen. McQueen lýsti síðan skemmdum þeim sem orðið hefði við árekstrana fjóra og það hefði verið í síðasta sinnið sem Baldur hefði rifið gat gegn- um bakborðshlið freigátunnar, og þeir sem voru staddir í bar- stofunni sáu arininn lyftast og steypast í áttina til þeirra. „Okkur tókst að bjarga mynd- inni af hennar hátign drottn- ingunni, en mynd af Philip prins eyðilagðist f átökunum," sagði McQueen. — FH Framhald af bls. 30 mlnútunum og sigraði 18:16. 1 leikhlé var Fram yfir 10:8. Flest mörk FH-inga gerði Viðar Simonarson, 6 talsins, Guðmundur Arni og Geir gerðu 4 hvor. Pálmi gerði 5 af mörkum Framara, Hannes 4. — Liverpool Framhald af bls. 30 leiðis stóðu þeir sig mjög vel Ray Kennedy og Ian Callag- han á miðjunni og héldu hollenzku stjörnunum Cryuff og Neeskens alveg niðri. — Foot Framhald af bls. 1 ráðherra- og utanrikisráðherra- embætti. Stjórnandi kosningabaráttu Healeys, Joel Barnett, sagði í kvöld að Callaghan gæti verið öruggur um mikinn meirihluta at- kvæða á mánudag. Healey sjálfur tók úrslitunum af jafnaðargeói og kvaðst mundu styója hvorn sem væri i leiðtogastöðunni — Callag- han eða Foot. F’oot varð sem kunnugt er efst- ur í fyrstu umferðinni á fimmtu- dag, en Callaghan 1 öðru sæti. Foot bætti við sig 43 atkvæðum í þessari umferð, en Callaghan 57. Healey bætti aðeins 8 atkvæðum við sig. Ef Callaghan verður for sætisráðherra er talið að hann muni fylgja svipaðri stefnu og Wilson, en Foot ér helzti hug myndafræðingur vinstra arm; Verkamannaflokksins og mur róttækari en Callaghan. Talið et að vegna hins óvænta og mikU fylgis sem Foot hefur hlotið muni hann hljóta valdamikið embætti i ríkisstjórninni þótt ekki verði hánn forsætisráðherra. — 200 mílur Framhald af bls. 1 en hafréttarráðstefnan hefur lokið störfum. Falla lögin úr gildi um leið og Bandaríkin undirrita nvjan hafréttarsáttmála. (Jt- færslan á að taka gildi 1. marz á næsta ári. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að sett verði á laggirnar fiskveiði- ráð í einstökum héruðum með fulltrúum rikis, sveitarstjórna og fiskiðnaðar til að ákveða leyfilegt aflamagn og hverjum verði veitt veiðíleyfi. Bandarískir fiskimenn hafa forgangsrétt. Þá verða núgildandi tvihliða fiskveiði- samningar endurskoðaðir og lagt verður sérstakt gjald á fiskveiði- leyfi til handa erlendum og bandarískum fiskiskipum sem varið verður til endurbóta i fisk- veiðimálunum. — Stúlkan Framhald af bls. 32 gærmorgun öll gögn, sem dómurinn þurfti varðandi mál manns þess, sem siðast hefur kært gæzluvarðhaldsúrskurð sinn vegna Geirfinnsmálsins til Hæstaréttar. Ekki var felld- ur úrskurður í gær, og var óvíst hvort úrskurður í kær- unni yrði felldur í dag eða ekki. — Hroðaleg mistök Framhald af bls. 1 bannaði blaðamannafundinn i gærkvöldi og handtók sexmenn- ingana varaði hún ritstjóra dag- blaða við þvi að birta stefnuskrá bandalagsins á þeim forsendum að hún væri undirróður. Þessar harkalegu aðgerðir eru taldar hafa rýrt mjög traust manna á stjórninni — ekki sizt á Manuel Fraga, innanrikisráðherra, sem hvað mest hefur beitt sér fyrir umbótum. Embættismenn hafa sagt að hið nýja bandalag væri þjóðinni hættulegra en Alþýðu- fylkingin sem Franco steypti í borgarastyrjöldinni. Væri banda- lagið undir forystu kommúnista, sem er bezt skipulagði og fjár- hagslega sterkari stjórnmála- flokkurinn, en hefur engu að siður verið útilokaður frá löglegri. þátttöku i stjórnmálum landsins í framtiðinni. Þá drægi bandaiagið í efa lögmæti spænsku kongung- dæmisins. í stefnuskrá hins nýja banda- lags er rikisstjórnin sökuð um að stjórna með „því að sameina lof- orð um lýðræði og kúgunarað- gerðir og reyna að sundra ábyrgustu stjórnmála- og verka- lýðsöflum með handahófs- ásökunum og handtökum". Hafn- að er lagafrumvarpinu um stjórn- málaumbætur og sagt að það veiti ekki pólitisk réttindi til handa öllum Spánverjum. Þess er kraf- izt að öllum pólitiskum föngum verði sleppt, tryggð verði full lýð- ræðisréttindi, sjálfstjórn héraða og þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort stjórnarfar verði konung- dæmi eða lýðveldi. Hvatt er til friðsamlegra aðgerða til að koma á samsteypustjórn til bráðabirgða sem legði drög að nýrri stjórnar- skrá og boðaði til frjálsra kosn- inga. ______ , ,____ — Líbanon- málið Framhald af bls. 1 Kamal Junblatt, leiðtogi múhameðskra vinstri manna I Líbanon að Sýrlendingar hefðu stöðvað vopnasendingar t i I vinstri aflanna I landinu til að revna að stöðva bardagana, sem enn geisa í Beirut og fjalllend- ingu umhverfis til að reyna að knýja fram afsögn Franjiehs, for- seta. Junblatt sagði að þessi ákvörð- un Sýrlendinga væri „ekki sér- lega bróðurleg". Vinstri menn nijðu i dag Hilton-hótelinu algjör- lega á sitt vald. Junblatt kvað vopnahlé ekki framundan og vinstri menn sæju engan veginn fram á hergagnaskort þrátt tynr ákvörðun Sýrlendinga. Frá þ\: var skýrt í Washington að s.ie bandarísk herskip héfðu ver.ð send til austurhluta Mið.iarð.:: hafs og væru í innán við ems é..;;:> siglingu frá Líbanon et þr veróur fyrir brottflutning þe : • t 1400 Bandaríkjamanna se:r . landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.