Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 3 Skíðaskólinn 15 ára SKÍÐASKOLINN i Kerlingar- fjöllum á 15 ára afmæii um þessar mundir, en skólinn tók til starfa vorió 1961 og fyrstu 3—4 sumrin var bækistöðin í Skála Ferðafélags Islands í Kerlingarfjöllum. Arið 1964 var reistur nýr skáli og síðan hafa nokkrar byggingar bætzt við. Alls munu um 9000 manns hafa verið í skólanum á þessum árum. Kerlingarfjallamenn halda sérstaka afmælishátíð á Hótel Borg í kvöld. Hefst skemmtun með sameiginlegu borðhaldi, og að sögn Valdimars Örnólfsson- ar skólastjóra skólans verður mikið um Keriingarfjalla- söngva og gamlar minningar verða rifjaðar upp. Að lokum verður stiginn dans fram eftir nóttu. BIiiÆn hækka VERÐLAGSYFIRVÖLD sam- þykktu í gær að heimiia dagblöð- unum hækkun áskriftargjalda, auglýsinga og lausasöluverðs. Kostar áskrift að dagblaði því 1.000 krónur, í iausasölu kostar blaðið 50 krónur og hver dálk- sentímetri í auglýsingu kostar 600 krónur. Askrift að dagblaöi hefur kost- að 800 krónur á mánuði til þessa og er því hækkunin 25%. Sama prósentutala er á hækkun dag- blaða i lausasöiu, en auglýsinga- verð hækkar um 20%, þar sem hver dálksentimetri hefur til þessa kostað 500 krónur. Þetta var eina hækkunin, sem afgreidd var hjá verðlagsyfirvöld- um í gær, en fleiri beiðnir um hækkanir liggja fyrir, sem ekki hafa hlotið afgreiðslu. Nýr tollbát- ur boðinn út AUGLÝST hefur verið eftir til- boðum í nýjan bát fyrir Tollgæzl- una, en að sögn Kristins Ólafsson- ar tollgæzlustjóra mun nýi bátur- inn leysa af hólmi tollbátinn Örn, sem orðinn er 38 ára gamall og allur úr sér genginn. Að sögn Kristins verður nýi báturinn úr glertrefjum 43—47 -fet að lengd. Hann verður búinn tveimur aðal- vélum og á að ganga 17 sjómílur. Cvíst er hvenær báturinn verður tilbúinn. — um hljóðritun á kórverki eftir Rachmaninoff Gamla fólkið á batavegi GAMLA fólkið, sem í fyrradag varð fyrir árás óðs manns á Freyjugötu 6,' er á batavegi. Arásarmaðurinn er í gæzlu rannsóknarlögreglunnar. Dót hans hefur verið flutt úr herberg- inu, sem hann leigði hjá gömlu konunni og mun hann ekki fá að stíga þar inn fyrir dyr meira. 1 BRÉFI, sem Pólýfónkórnum barst nýlega frá hinu heims- þekkta hljómplötufyrirtæki Decca í London, var óskað eftir samningi við Kórinn og stjórn- anda hans um hljóðritun á stóru kórverki eftir rússneska tón- skáldið Rachmaninoff, en verk þetta hefur aldrei verið hljóð- ritað áður. 1 bréfinu er óskað eftir kostnaðaráætlun um ferð kórsins til London af þessu tilefni og dvalarkostnað þar, meðan á upptöku stendur, sem yrði minnst vika, þar eð hér er um viðamikið verk að ræða, sem tekur rúma klukkustund í flutningi. Yrði verkið gefið út á hejmsmerki Decca, en undir því merki birtast hljóðritanir flestra þekktustu tónlistarmanna heimsins í seinni tíð. Eins og kunnugt er, fór Pólýfónkórinn i söngför til Edinborgar í maí á s.l. ári og flutti þar óratoríuna Messías eftir Hándel við frábærar undirtektir. Þarna færðist kórinn mikið í fang, því að ekkert tónverk er jafnkunnugt og hefðbundið í flutningi í Bretlandi og Messías. Gagnrýnendur skozku blaðanna fóru lofsamlegum orðum um flutning kórsins, eins og sjá má af útktippum úr Scotsman og Evening News. Umsögnin í Evening News er undir fyrirsögninni „Íslenzkir söngvarar fá hæstu einkunn". Þar segir: „Þó að það virðist álíka fráleitt að kór komi alla leið frá íslandi til að syngja „Messías“ Hándels í Edinborg og að kol séu flutt til Newcastle var þetta vel- þegin heimsókn og gestirnir stóðu sig með prýði í gærkvöldi. Hin hressandi aðför frísklegra radda að verkinu ásamt skýrri túlkun, sem þessi aðlaðandi íslenzki framburður setti svip sinn á, lék ljúft vió eyru áheyr- enda, og það var að engu leyti alltaf sök kórsins þegar nokkuð Framhaid á bls. 22 . Affjalli eftir vetrarvist Björk, Mývatnssveit, 30. marz. S.L. LAUGARDAG fóru tveir menn frá Grænavatni í Mý- vatnssveit, þeir Sveinn og Har- aldur Helgasynir að huga að kindum suður i afrétt. Oku þeir sem leið liggur að Suðurá og þaðan í Hrauntungu. Færi var ágætt, snjólaust að kalla, enmjögsvellað, ÍHrauntungu fundu þeir þrjár ær, tvær ærn- ar voru veturgamlar, eign Jóns Þorlákssonar á Skútustöðum, sú þriðja var eldri ær og vant- aði af fjalli s.l. haust með tveimur lömbum eigandi Steingrímur Kristjánsson, Litlu-Strönd. Vel gekk þeim að ná ánum og koma þeim í bíl- inn. Ekki er talið útilokað að lömbin undan á Steingríms séu enn lifandi og einhverjir hafa hug á að gera tilraun til að leita þeirra ef veður og færð helzt. I gær gekk hér til norð- anáttar með éljum en annars má heita að suðlæg átt hafi ríkt hér allan marzmánuð og oftast bjart veður. 1 dag er hæg norðanátt, vægt frost, smá él en töluvert sólskin um hádaginn. Það er aðeins föl á jörð en ágætis færð í allar átt- ir. Kristján. POLYFÓNKÓRINN FÆR TILBOÐ FRÁ DECCA Happdrættisskuldabréfin: % þeirraseld á öðrum degi SALA happdrættisskuldabréfa í áttunda útboði ríkissjóðs hófst sl. miðvikudag og hefur hún gengið mjög vel fram til þessa að þvf er Stefán Þórarinsson, aðalféhirðir hjá Seðlabankanum, tjáði Morg- unblaðinu í gær. Kvaðst hann ætia að um 2/3 hlutar útboðsins væru þegar seldir eða sem svaraði til 200 milljóna króna. Útboðið nam sem kunnugt er samtals um 300 milljónum króna. Stefán sagði, að af hálfu Seðla- bankans hefði ekki verið gerð ítarleg könnum á sölunni, enda væru söluaðilar um 100 talsins — bankar, bankaútibú og sparisjóðir víðs vegar um landið. Hins vegar væri þegar búið að senda út bréf að andvirði um 260 milljónir króna, og samkvæmt upplýsing- Framhald á bls. 22 DIMMISSJÓN menntskælinga í MR var í gær, og að gömlum og góðum og óku í traktorsvögnum. Að dimmissjón lokinni tekur við strangur sið kvöddu þeir skóla sinn og kennara klæddir skrautlegum búningum próflestur og síðan konia prófin hvert af öðru. Ljósm. Ól.K.Mag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.