Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, RÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 37 VELVKVKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Hótel Rauða krossins Hansína Helgadóttir skrifar: Ég vil gjarnan vekja athygli á hóteli, sem Rauði Kross Islands rekur að Skipholti 21 og ætlað er sjúklingum, sem þurfa að biða eftir sjúkrahúsvist eða ná sér eft- ir veru á sjúkrahúsi. Öll þjónusta og aðhlynning er til mestu fyrir- myndar eins og bezta heimili væri. Allur matur þar er eins og bezt gerist. Forstöðukonan, frú Bryndís Jónsdóttir, er alveg sér- staklega þægileg og eiskuleg við alla stjórn og framkomu. Sama máli gegnir um allt starfsfólk. Með þakklæti fyrir hönd okkar hjónanna Hansfna Helgadóttir. 0 Þá mættu allir sjá... M.Á. skrifar og dagsetur bréfið 25. marz 1975: Heldur þótti mér það ill tiðindi að við værum að missa samúð þeirra á hafréttarráðstefnunni í New York, af þvi þeir skiidu ekki málstað okkar og hvers vegna ís- lendingar og Bretar semdu ekki. Þó ég sé nú kannski ekki sú rétta til að gefa ríkisstjórninni ráðleggingar datt mér i hug, þeg- ar ég las grein Helga Briem um kanadísku regluna, hvort ekki væri hægt að lýsa því yfir opin- berlega, að við bjóðum sættir á grundvelli hennar. Ef Bretar taka þvi tilboði er það gott. Ef þeir neita, Efetti öllum að vera ljóst að við bjóðum sættir, sem Bretar hafa samþykkt hjá öðrum, en vilja heldur beita níðingshætti á okkur, vegna smæðar okkar, sem þeir þora ekki að veita gegn Kan- adamönnum, Rússum eða öðrum sem hafa 200 mílurnar. 0 Ekki sömu bréfin Velvakandi vill biðja bréfrit- ara, sem vilja koma einhverju á framfæri í þessum dálkum, að senda það ekki samtímis i önnur blöð. Það hefur nýverið borið við að við höfum lesið bréf, sem bíða hér birtingar, í öðrum blöðum. Þó að þetta séu einkum bréfin, sem ekkert nafn fylgir og Velvakandi mundi hvort sem er ekki taka, þá liggur nú t.d. eitt með fullu nafni, sem átti að fara að birta, (þvi miður getum við ekki birt bréf undireins þegar það kom annars staðar). Fátt er svo mikilvægt að það þurfi endilega að komast á framfæri í mörgum fjölmiðlum og lesendur blaða yrðu ósköp leiðir á — Væri ekki ráð að leita til M. Gautier? Hún leit á hann og léttirinn speglaðist á andliti hennar. — Auðvitað. Honum hafði ég alveg gleymt. Það er svo langt sfðan við höfum séð hann. En hann er auðvitað rétti maðurinn til að sjá um það. — Eg er viss um að honum bregður við, sagði David. — Hann talaði við M. Boniface f sfma f gærkvöldi. Það var hann sem kom þvf f kring að mér var boðið til hádegisverðar hér f dag. — Til hádegisverðar? Ilún leit steinhissa á hann. — M. Boniface orðaði það ekki viðmig. — Nei, það var auðvitað ekkert hátfðlegt boð. En mér skilst að M. Boniface hafi sagt að það kæmi sér bezt fyrir hann að ég liti við um þetta leyti. Eg bið afsökunar á þvf að vera að gera yður þetta ðnæði. Ég sé að þér eruð f upp- námi. Hún bandaði frá sér. — Það er ekki það. Við erum ekki svo föst f siðunum að við hefðum ekki fagnað vini M. Gaut- iers. Skárra væri það. Finnst yður ég ætti að hringja til hans strax að fá sömu bréfin á mörgum stöð- um. Sem sagt, vinsamlegast send- ið ekki Velvakandabréf annað samtimis. 0 Kvikmyndir frá fleiri löndum Sjónvarpsnotandi. skrifar: Ég vil biðja þig fyrir þessa fyr- irspurn til forráðamanna Sjón- varpsins: Hvernig stendur á nær algerum einstefnuakstri í vali leikinna kvikmynda (bíómynda) sem Sjónvarpið sýnir? Eins og alíir vita, nálgast kvikmyndir frá enskumælandi löndum (Bret- landi og Bandarikjunum) að vera 100% þeirra biómynda, sem sýnd- ar eru i íslenzka sjónvarpinu. Hvers vegna eru ekki sýndar gamlar og nýlegar leiknar kvik- myndir frá Norðurlöndum, Þýzkalandi, Frakklandi, Ítaliu og fleiri löndum, sem við höfum lengi haft samskipti við? Og hvers vegna er ekki reynt að auka á fjölbreytnina með því að sýna stöku sinnum bíómyndir frá fjar- lægari þjóðum, sem vitað er, að lengi hafa framleitt góðar kvik- myndir, t.d. Japönum? Ég hef heyrt marga vera að furða sig á fyrrnefndum einstefnuakstri í vali kvikmynda og leiða getum að því, hvað valdi. Hver er skýring- in? 0 Lokaðir strætis- vagnar Kona hringdi til Velvakanda og sagði að hér i dálkunum hefði nýlega verið kvartað undan því, að börn þyrftu að híma fyrir utan lokaðar skóladyr, ef þau væru snemma á ferð að morgni til. En það þyrftu fleiri en börnin að híma. Hún kvaðst ferðast mikið með strætisvögnum og tæki oft vagn á Lækjartorgi. Þá kæmi hún oft að lokuðum dyrum vagnanna, þar sem bílstjórarnir læstu vögnun- um, ef þeir þyrftu að skreppa inn í skýlið, sem er þarna við torgið. Á meðan þyrftu farþegar að bíða fyrir utan vagnana. Það hafi síður en svo verið þægilegt i vetur að norpa þarna, þar sem veður hafa verið válynd. Nú spyr konan, hvort ekki sé hægt að bæta úr þessu, hvort ekki megi hafa vagnana opna svo að fólk geti gengið inn i þá og beðið þar, þótt bilstjórinn bregði sér frá. En ef það þyki ekki ráðlegt af einhverjum sökum, hvort ekki sé hægt að hafa tiltækan mann, sem gæti vagnanna i fjarveru bílstjór- ans. Eitthvað verði að minnsta kosti að gera til þess að firra fólk þeim óþægindum að híma við lok- aðar dyr. HÖGNI HREKKVÍSI NYTSAMASTA FERMINGARGJÖFIN : - IH LUXO er ljósgjafinn, verndiö sjónina, varist eftirlíkingar ALIAR GERBIR - ALLIR LITIR SENDUM I POSTKRÖFU UM LAND ALLT LANDSINSA MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suöurlandsbraut 12 simi 84488 sýningarsalur Tökum allar gerðir notaðra bifreiða í umboðssölu Fiat T 100 station árgerð 67 150.000.— Fiat 850 special árgerS 71 230.000 — Fíat 1 26 Berlina árgerð '74 500.000 — (Gott lán) Fiat 1 26 Berlina árgerð '75 590.000 — Fíat 125 Berlína árgerð ’71 450.000 — Fiat 125 Special árgerð '72 550.000.— Fiat 125 P árgerð '73 500.000.— Fiat 1 24 Station árgerð '70 300.000.— Fiat 127 3ja dyra árgerð '74 550.000.— Fíat 127 Berlina árgerð '75 700.000 — Fíat 1 28 4ra dyra árgerð '71 380.000 — Fiat 1 28 Berlina árgerð '73 550.000 — Fíat 128 Berlina árgerð '74 660.000 — Fiat 128 Station árgerð '74 750.000 — Fiat 128 4ra dyra árgerð '75 850.000.— Fiat 128 Rally árgerð '73 650.000.— Fiat 128 Rally árgerð '74 780.000.— Fíat 128 Rally árgerð '75 950.000 — Fiat 132 Special árgerð '73 900.000 — Fiat 132 G.L.S. árgerð '74 1.150.000.— Fiat 1 32 G.L.S. sjálfskiptur árgerð '74 1.300.000.— Fiat 132 G.L.S. árgerð '75 1.300.000.— Ford Maverick árgerð '74 1.600.000.— Volkswagen árgerð '67 100.000.— Toyota Corolla árgerð '72 650.000.— Datsun 1 80 B árgerð '74 1.400.000.— Hillman Hunter árgerð '73 750.000 — Renault T.S. árgerð '73 1.400.000,— Citroén G.S. árgerð '72 650.000.^- Lada Topaz 2103 árgerð '75 SlGGA V/öGA % A/LVEJIAW FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f.f SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.