Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 Stefnt að endurskipu- lagningu lífeyriskerflsins Viðtal við Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra SAL AÐ undanförnu hafa lífeyris- mál landsmanna veriS mjög i deiglunni, einkum isambandi við nýafstaðna kjarasamn- inga. Þær samningaviðræður sem þá fóru fram sndrust mjög um lífeyrissjóðina og hugsanlegar breytingar á þeim. Þá liggur fyrir á Alþingi frumvarp Guðmundar H. Garðarssonar um breytingar á lífeyrissjóðsmálum. Morgunblaðið sneri sér til Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Sambands almennra lifeyrissjóða, og ræddi við hann um stöðu þessara mála og væntanlegar breytingar. — Að undanförnu hafa átt sér stað allmiklar umræður um nauðsyn þess að fram fari gagnger breyting á starfs- semi lífeyrissjóðanna í nýgerðum kjarasamningi aðila vinnumarkaðarins náðist samkomulag um málefni líf- eyrissjóðanna Samkomulag þetta er tvíþætt í fyrsta lagi er um að ræða bráðabirgðaúrlausn til tveggja ára eða til 1 janúar 1 978 í öðru lagi er stefnt að því að aðilar vinnumarkaðarms til- nefni 6 menn i nefnd, sem ríkisstjórnin skipi og vera skal vettvangur fyrir allt starf að endurskipulagningu lífeyris- kerfisins Nefndin mun skila áliti næsta haust Að lokinni nægilegri kynningu á tillögum nefndarinnar í aðildarfélögum vmnumarkaðarms verði síðan unnið þannig að málmu að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi vorið 1977 Nýskipan lífeyris- kerfisins taki síðan gildi 1 janúar 1978 í bráðabirgðaúrlausninni felst hins vegar að lífeyrisþegar, sem rétt eiga á lífeyri samkvæmt lögum nr 63 frá 1971 um eftirlaun til aldraðra félaga í stéttarfélögum fá greidda sérstaka upp- bót í stað þess að miða lífeyrisrétt við 5 ára meðaltal grundvallarlauna 4 taxta Dagsbrúnar, þá skal miða við grundvallarlaunin, eins og þau eru samkvæmt 4 kauptaxta Dagsbrúnar 1 janúar og 1 júlí á þessu og næsta ári Þetta hefur nú þegar í för með sér um 84% hækkun á þeim grundvallarlaun- um, sem notuð eru til útreiknings á lífeyri, samkvæmt lögunum um eftir- laun til aldraðra félaga í stéttarfélög- um. Ennfremur er ákvæði í samning- um að þessi hækkun lífeyrisgreiðslna hafi yfirleitt ekki í för með sér lækkun tekjutryggingar frá almannatrygging- um Ekkert ákvæði er í samningnum um að lifeyrissjóðirnir verði ekki verr settir en þeir, sem rétt eiga samkvæmt áðurnefndum lögum nr 63 frá 1971 Ljóst er þó að þessi bráðabirgðalausn mun vafalaust hafa í för með sér að slikar lífeyrisgreiðslur muni hækka verulega í sambandi við frambúðarlausn líf- eyriskerfisins þá komu aðilar vinnu- markaðarins sér saman um helstu markmið slikrar endurskipulagningar Þau fimm meginatriði, sem hafa skal að leiðarljósi eru þessi 1) Tekið verði upp samfellt lífeyris- kerfi, sem taki helst til allra lands- manna. 2) Lifeyrissjóðirnir og almanna- tryggingar tryggi öllum lífeyrisþegum viðunandi lifeyri, sem fylgi þróun kaupgjalds á hverjum tíma. 3) Aukinn verði jöfnuður meðal landsmanna, sem lifeyris eiga að njóta. 4) Taka lífeyris geti, innan vissra marka, farið eftir óskum lifeyrisþega 5) Reynt verði að finna réttlátan grundvöll fyrir skiptingu áunninna lifeyrisréttinda milli hjóna VANDAMÁL — Meginhlutverk lifeyrissjóðanna er að sjálfsögðu það að tryggja sjóð- félögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri Fram að þessu hafa sjóðirnir verið svokallaðir uppsöfnunar- sjóðir, þ.e.a.s. þeir hafa safnað eignum sem þeir hafa síðan ávaxtað með lán- um til sjóðfélaga eða með kaupum á ríkistryggðum skuldabréfum Miðað við þá óðaverðbólgu sem geisað hefur á landinu á undanförnum árum er augljóst að ávöxtun sjóðanna hefur verið neikvæð Má t a m geta þess að samkvæmt upplýsingum Seðlabanka íslands var áætluð raun- veruleg ávöxtun lifeynssjóðanna 7.2% á árinu 1 9 74, en ávöxtunin hefði þurft að vera, ef tekið hefði verið tillit til hækkunar á vísitölu neyzluvöruverðs auk 4% ávöxtunar, um 48 5% Á þessu sést að það er í raun og veru glapræði fyrir sjóðina að safna eign- um Til greina gæti komið að visitölu- binda útlán eða að sjóðirnir keyptu meira af verðtryggðum skuldabréfum ríkissjóðs — Báðar þessar leiðir eru þó var- hugaverðar. Ekki virðist Ijóst að íbúða- byggjendur geti borgað verðtryggð lán til langframa og búast má jafnvei við að að því komi að ríkisvaldið geti ekki lengur staðið við skuldbindingar sinar um að greiða til baka skuldabréfin með fullri verðtryggingu. — Að undanförnu hefur verið rætt um það að lífeyrissjóðirnir taki upp svo kallað gegnumstreymiskerfi Það merk- ir einfaldlega að iðgjöld á hverjum tíma eru notuð til að greiða lífeyri, sem er i samræmi við það kaupgjald sem ríkj- andi er. Ljóst er að slík kerfi hefur í för með sér að sparnaðarmyndun innan lífeyris- sjóðanna mundi minnka verulega, en sparnaður lífeyrissjóðanna er nú veiga- mikill þáttur i þjóðarsparnaðinum Þá er ennfremur Ijóst að hið svokallaða gegnumstreymiskerfi dregur að mestu leyti úr lánamöguleikum lífeyrissjóð- anna Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna hefur fram að þessu verið varið að mestu leyti til ibúðabygginga Allt stefnir í þá átt að lífeyrisgreiðslur sjóð- anna hækki verulega á næstu árum Slikt mun væntanlega hafa í för með sér minnkandi getu lífeyrissjóðanna til að lána sjóðfélögum. Hjá því verður ekki komizt að leysa þann vanda sam- hliða heildarendurskipulagningu líf- eyriskerfisins — Nú eru starfandi í landinu um 95 lífeyrissjóðir Má raunverulega skipta þeim í þrjá hópa í fyrsta hópn- um eru þeir sem stofnaðir voru á grundvelli kjarasamninganna frá 19 mai 1 969, en þar var kveðið á um að stofna skyldi lífeyrissjóði á félags- grundvelli Þeir eru alls 26 Þá eru í öðrum hópnum lögboðnir sjóðir og lífeyrissjóðir ríkisbankanna. Þeir eru 9 talsins og greiða flestir verðtryggðan lífeyri í þriðja hópnum eru ýmsir fyrir- tækjasjóðir og sjóðir einstakra stéttar- félaga sem voru flestir hverjir starfandi i landinu fyrir 1 970 Þeir sjóðir eru um 60 OLLUM RÉTT OG SKYLT AÐ VERA í LÍFEYRISSJÓÐI — Samband almennra lifeyrissjóða var stofnað árið 1973. Þeir sjóðir sem eiga aðild að SAL eru þeir sem settir voru á stófn 1 janúar 1970 á grund- velli kjarasamninganna frá mai 1969 — Óhaett er að fullyrða að með stofnun þessara sjóða urðu straum- hvörf i llfeyrissjóðsmálum lands- manna Áætlað var að þá myndu bæt- ast við i hóp starfandi sjóðsfélaga um 25 þúsund manns Þó er Ijóst að sá fjöldi varð all miklu meiri. — [ beinu framhaldi af stofnun sjóðanna 1 janúar 1970 voru sam- þykkt lög á Alþingi um starfskjör laun- þega fyrri hluta árs 1974 Þar er kveðið á um að öllum launþegum sé rétt og skylt að eiga aðild að lifeyris- sjóði SAMEIGNARSJÓÐIR OG SÉR EIGNARSJÓÐIR — Reglugerðir sjóðanna eru mjög mismunandi Flestir sjóðanna eru svo- kallaðir sameignarsjóðir í sameignar- sjóðum getur orðið geysimikill munur á þeim fjárhæðum, sem inn í sjóðinn koma vegna einstakra sjóðfélaga, og þeirra greiðslna sem sjóðurinn þarf að inna af hendi vegna hans Lífeyris- greiðslur fara að verulegu leyti eftir fjölskylduástæðum og þá hve lengi sjóðfélaga endist starfsorka og aldur, þótt árleg iðgjöld og iðgjaldatími skipti einnig máli — Hins vegar svipar séreignarsjóð- um mjög til skyldusparnaðar Iðgjöld eru færð á sérreikning sjóðfélagans og vaxtatekjum sjóðsins er skipt á milli sérreikninga Þegar til bótagreiðslna kemur fær sjóðfélaginn einungis það sem fært hefur verið á sérreikning hans Séreignarfyrirkomulagið er eink- um notað þegar um mjög fámenna sjóði er að ræða, en þó eru til mjög öflugir séreignarsjóðir — Allir sjóðir innan SAL búa við samræmda reglugerð Samkvæmt lög- um SAL er það skilyrði fyrir inngöngu að lífeyrissjóðirnir sníði reglugerð sína Hrafn Magnússon eftir þeirri reglugerð sem sjóðirnir nota Samkvæmt lögum SAL, sem samþykkt voru á stofnfundi þann 12. júní 1973, rekur sambandið þjónustu- stofnun fyrir lífeyrissjóðina. Eitt helzta hlutverk stofnunarinnar er að safna saman upplýsingum frá'öllum aðildar- sjóðum sambandsins um innborguð iðgjöld, sundurliðuð eftir nafnnúmer- um sjóðfélaganna og halda þannig sameiginlega um sjóðfélagana og á- unnin réttindi þeirra, sundurliðuð eftir lífeyrissjóðum. Ennfremur á stofnunin að halda skrá yfir lánveitingar til sjóð- félaga og annarra lántakenda — Helztu kostir slíkrar heildar- spjaldskrár eru þeir að tryggt er að allar upplýsingar um sérhvern sjóð- félaga eru til í einni spjaldskrá. Upp- lýsingar um lífeyrisrétt sjóðfélaga glat- ast ekki heldur finnast I þeim sjóðum sem greitt var til. Slík heildarspjald- skrá, að vísu einfölduð I sniðum, mun koma út væntanlega um næstu mánaðamót. Sjóðfélagar innan aðildar- sjóða SAL geta þá fengið upplýsingar hjá SAL eða þeim sjóði, sem þeir tilheyra, um það til hvaða llfeyrissjóðs þeir hafa greitt iðgjöld sín frá stofnun sjóðanna. RÉTTINDA- FLUTNINGUR — Eitt af meginhlutverkum SAL er að koma í veg fyrir sífelldan réttinda- flutning en samkvæmt samskiptaregl- um llfeyrissjóðanna innan SAL er gert ráð fyrir verulegri takmörkun á flutningi iðgjalda sjóða I milli — Heildarspjaldskráin ætti enn- fremur að geta komið í veg fyrir slíkan flutning því ef um lánaréttindi er að ræða þá gilda einfaldar staðfestingar milli sjóðanna um innborguð iðgjöld og timabil — Flestir sjóðanna innan SAL færa sín iðgjöld í rafreiknum Rafreiknifor- skriftir sjóðanna eru þó margvislegar og ekki fullnægjandi Nauðsynlegt er því að breyta öllum rafreiknisforskrift- um lifeyrissjóðanna meira eða minna svo að þær geti í framtiðinni sinnt því verkefni að vera áreiðanlegur og fljót- virkur upplýsingagjafi fyrir sjóðina. Skilyrði þess að heildarspjaldskráin geti orðið hagkvæm og ódýr í vinnslu er reyndar undir því komið að sjóðirnir samræmi rafreikniforskriftir sínar. í at- hugun er að einn stór úrvinnsluaðili taki að sér uppfærslu sjóðanna I raf- reikni. EIGNIR UM 19 MILLJARÐAR Á árinu 1975 munu um 60 þús sjóðfélagar hafa greitt iðgjöld til aðildarsjóða SAL og áætlaður fjöldi sjóðfélaga sem er á skrá lífeyrissjóð- anna frá upphafi til siðustu áramóta er um 90 þús. — Iðgjöld nema almennt 10% af föstum viku eða mánaðarlaunum laun- þegans. Þær reglur, sem I gildi eru hjá sjóðunum, um það af hvaða launum iðgjöldin skulu tekin eru þó mis- munandi hjá einstökum sjóðum. Hluti launþega sem dreginn er af kaupi hans nemur almennt 4% en vinnuveitandi greiðir yfirleitt 6%. — Áætlað ráðstöfunarfé allra líf- eyrissjóðanna í landinu 1975 nam um 6 milljörðum Eignir lífeyrissjóðanna námu um síðustu áramót um 19 milljörðum. — Meginþorri ráðstöfunarfjár sjóð- anna er notaður til þess að lána sjóð- félögunum. Á siðasta ári keyptu líf- eyrissjóðirnir i landinu verðtryggð skuldabréf ríkisins fyrir 20% af ráð- stöfunarfé. Andvirði bréfanna hefur runnið til Byggingasjóðs. Þetta er gert i samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar sem gefin var 26. febrúar 1 974 í tengslum við þá kjarasamninga sem þá voru gerðir en þar er kveðið á um að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir þvi að á árunum 1976—80 verði framhald á byggingu hentugra íbúða fyrir efna- litið fólk og að lifeyrissjóðir stéttar- félaganna fjármagni þessar íbúðar- úyggingar með 20% af árlegu ráð- stöfunarfé sínu frá og með árinu 1974 Núverandi ríkisstjórn hefur staðfest yfirlýsingu fráfarandi ríkis- stjórnar frá 26. febrúar J 974, en þó með fyrirvara um lánakjör. Lifeyrissjóð- irnir hafa fyrir sitt leyti staðið við skuldbindmgar sínar og í tengslum við nýgerða kjarasamninga hefur félags- málaráðherra upplýst að rikisvaldið muni standa við fyrirheit sín. Lífeyris- sjóðir munu því kaupa skuldabréf Byggingasjóðs a m k fyrir 20% af ráð- stöfunarfé sínu á þessu ári ÖNNUR VERKEFNI — Áður hefur verið minnzt á það að SAL vinni nú að gerð heildarspjald- skrár lifeyrissjóðanna en af öðrum verkefnum sambandsins má geta þess að nú er unnið að þvi að koma upp samræmdum ársreikningi sjóðanna Óþarfi er að rekja kosti slíks fyrirkomu- lags. Bent skal þó á það að allur samnburður á rekstri sjóðanna hlýtur að verða einfaldari þar sem gengið er út frá sömu forsendum. Gert er ráð fyrir að lifeyrissjóðir SAL taki upp sam- ræmda ársreikninga frá og með árinu 1976 Þá er unnið að endurskoðun á reglu- gerð lífeyrissjóða innan SAL Sérstök starfsnefnd hefur unnið að þessu verk- efni og hefur fengið sér til ráðuneytis Guðjón Hansen tryggingafræðing. — Einnig er Ijóst að einhverjar fast- ar reglur verður að setja varðandi lánareglur sjóðanna. Þær reglur sem i gildi eru eru mjög fjölbreytilegar og réttur launþega til lána er mjög mis- munandi eftir því í hvaða sjóði hann er fullgildur sjóðfélagi Vextir eru á bilinu 14—18% og lánstimi frá 5 til 20 ár Mjög mikilvægt er að einhverjar fastar reglur verði settar varðandi lánarétt- indi, lánstíma og vexti sjóðanna svo ekki skapist misræmi milli launþega i landinu — Að undanförnu hafa átt sér stað viðræður við embætti tryggingayfir- læknis varðandi úrskurð örorkulífeyris hjá sjóðunum Samkvæmt reglugerð- um sjóðanna skal tryggingayfirlæknir meta örorkutapið Framkvæmdin mun hins vegar yfirleitt hafa verið sú, að stuðzt hefur verið við vottorð um örorkumat sem umsækjandi hefur fengið i samræmi við ákvæði almanna- tryggingalaga Ólík sjónarmið gilda þó við örorkumat hjá lífeyrissjóðunum og almannatryggingum vegna mismun- andi bótaákvæða Nú hefur rætzt úr þessu á þann hátt að tryggingayfir- læknir mun meta örorkutap sjóðfélag- anna í samræmi við reglugerðir sjóð- anna. Ekki er Ijóst hvaða aðili mun bera kostnaðinn af væntanlegum auknum umsvifum hjá embætti tryggingayfir- læknis, þegar þessari skipan hefur ver- ið komið á, en skoðun SAL er að ríkisvaldinu beri að greiða þennan kostnað enda hefur fjármálaráðuneytið staðfest reglugerðir sjóðanna þar sem ákvæði er um að tryggingayfirlæknir skuli meta örorkutapið í þessu sambandi er sérstök ástæða til að koma á framfæri þakklæti til Björns Önundarsonar tryggingayfir- læknis, sem sýnt hefur þessu máli mikinn skilning og áhuga. Nokkra furðu hefur vakið að svo virðist sem sjóðfélagarnir geri sér ekki grein fyrir þeim rétti, sem þeir hafa til töku örorkulifeyris samkvæmt reglugerðum sjóðanna. A.m.k njóta mjög fáir sjóð- félagar örorkulifeyris frá sjóðunum Aðildarsjóðir Sambands almennra lífeyrissjóða eru þessir L. ASB og BSFÍ, L byggingamanna, L. Dags- brúnar og Frámsóknar, L Landssam- bands vörubifreiðastjóra, L málm- og skipasmiða, L. Nótar — félags neta- gerðarfólks, L. rafiðnaðarmanna, L. verksmiðjufólks, L verkalýðsfélaganna i Vesturlandskjördæmi, L. Vestfirðinga, L verkamanna, Hvammstanga, L stéttarfélaga i Skagafirði, L. Iðju, Akureyri, L Sameining, Akureyri, L. Björg, Húsavík, L Austurlands, L Rangæinga, L verkalýðsfélaga á Suðurnesjum og L Hlífar og Fram- tíðarinnar í Hafnarfirði. Ég vil að lokum taka það fram að með stofnun Sambands almennra llfeyrissjóða var stigið veigamikið skref í þá átt, að samræma störf lífeyrissjóð- anna Aðilar vinnumarkaðarins e«g. þakkir skildar fyrir þá framsýni, sem þeir sýndu með stofnun smambands- ins. Samskiptareglur SAL eru pannig sniðnar að það á ekki að skipta neinu máli, þó sjóðfélagar flytjist á milli aðildarsjóða sambandsins. Lifeyrisrétt- ur skerðist á engan hátt, þar sem reglugerðir aðildarsjóðanna eru sniðn- ar eftir sömu reglugerðarfyrirmynd- inni. Ákvörðun um lifeyrisrétt sjóð- félaga, sem greitt hefur iðgjöld til fleiri en eins lifeyrissjóðs innan SAL skal tekin með tilliti til þess, hvort llfeyris- réttur hefði stofnazt, ef iðgjöldin hefðu öll verið greidd til sama sjóðsins. Sjóð- félagar komast á þann hátt hjá þvi að flytja iðgjöld sín á milli lífeyrissjóð- anna, enda er ekki gert ráð fyrir slíkum réttindaflutningi á milli aðildarsjóða SAL. Með útgáfu heildarspjaldskrár- innar er hægt á svipstundu að fá upplýsingar um innborguð iðgjöld sér- hvers sjóðfélaga frá öllum aðildarsjóð- unum. Ljóst er því að starfsemi sjóð- anna markast að þvi að hér sé um einn sameiginlegan lifeyrissjóð að ræða Lif- eyrissjóðirnir innan Sambands al- mennra lífeyrissjóða gera sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeim hvilir og hin mikla samvinna sjóðanna er Ijós vottur þess, að aðildarsjóðir SAL eru betur i stakk búnir en aðrir lífeyris- sjóðir i landinu til að takast á við þau vandamál, sem lifeyrissjóðirnir hafa nú ratað í. Á.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.