Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 KOSYGI ..I stöðnuninni felst hættan fyrir Sovétríkin....... MIKIÐ VAR KLAPPAÐ Á FLOKKSÞINGINU SÉRFRÆÐINGAR um málefni Sovétríkjanna höfðu velt því fyrir sér hvort lyktir yrðu þær að flokksþing sovézka kommúnistaflokksins í fyrra mánuði yrði svanasöngur Leonids Brezhnevs. En ljóst varð þegar í upphafi þingsins að Brezhnev var styrkari í sessi en nokkru sinni fyrr. Og það sem meira var: forystan hafði engan á takteinum, sem lík- legur eftirmaður gat talist. Og meðan á þinginu stóð höfðu fulltrúar uppi slíkan fagurgala í garð Brezhnevs, að þvílíkt hefur ekki heyrzt, síðan Stalín var upp á sitt bezta. Fiokks- ritari Uzbekistandeildarinnar komst svo að orði að leiðtoginn væri „gæddur ofurmannlegum hæfileikum, einstakri hógværð og hjartans litillæti, gáfurnar leiftrandi, andleg fegurð hans fágæt og persónutöfrarnir stór- brotnir.“ Sumum fannst að minna hefði nú mátt gagn gera. Það vakti einnig athygli að Alexei Kosygin forsætisráð- herra naut bersýnilega ekki sama dálætis. Einhvers staðar á leiðinni hefur honum orðið fótaskortur, enda þótt hann héldi embætti sinu svo og sæti i Æðsta ráðinu. En ræða hans um efnahagsmál og hag ríkisins stóð aðeins í tvær klukkustund- ir, sem er lítið á mælikvarða Kremlar og meðan hann flutti ræðuna var sæti Brezhnevs autt. Það gæti gefið vísbendingu um, að Brezhnev vildi með því gefa til kynna að hann væri ekki alls kostar ánægður með Kosygin. En það kynni einnig að stafa af því að hann hafi ekki nennt að hlýða á ræðuna, enda hafði hann og allt æðsta ráðið vitanlega lesið hana spjaldanna á milli áður en hún var flutt. Það vakti og athygli hversu Kosygin gætti sín að fara ekki út fyrir sitt svið, efna- hagsmálin. Einn þekktur sér- fræðingur sagði að Kosygin hefði yfirleitt ekki látið sig muna um að fjalla um fleiri málaflokka, en í þetta sinn hefði hann forðast eins og heitan eldinn að koma nálægt yfirráðasvæði Brezhnevs. FIDEL CASTRO OG FIMM ÞÍJSUND AÐRIR GESTIR Þó svo að vestrænir kommúnistaflokkar sérstaklega virðist una því æ verr að feta undanbragðalaust Moskvulín- una, er Moskva enn sá segull, sem dregur til sín fulltrúa kommúnistaflokka úr víðri veröld. Eitt hundrað og þrjár sendinefndir erlendis frá birt- ust á fundinum. Fidel Castro, flokksleiðtogi Kúbu, vakti einna mesta almenna athygli. I ræðu sinni sagði Castro að það væri ógerlegt fyrir Kúbu að „flytja út byltingu". Þó sagði Castro „geta þær aðstæður skapast að nauðsynlegt sé og mikilvægt að Kúbumenn stuðli að því að hugsjónirnar breiðist víðar út.“ Þarna fer að sjálf- sögðu ekki á milli mála hvað við er átt. En Castro sagði einnig að engin þjóð gæti komið á byltingarsamféiagi með styrjöld, en hins vegar gætu heimsvaldasinnar ekki með þeim ráðum sem þeim væru til- tæk komið í veg fyrir að þjóð skipaði svo málum sínum að um sósíalíska samfélagsbyltingu yrði að ræða. Orð Castros vöktu að sjálf- sögðu athygli, en öllu meiri eftirtekt vakti þó ræða Berlinguers, leiðtoga italska kommúnistaflokksins. Sá flokk- ur hefur á undanförnum árum reynt æ meir að sveigja frá harðri Moskvulínu og auka sjálfstæði sitt, ekki hvað sízt með tilliti til þess hvað leiðtog- um flokksins þykir henta tyeima fyrir, þar sem mikil gagnrýni er á gagnrýnislausa fylgispekt við Moskvu. I ræðu sinni itrekaði Berlinguer þessi sjónarmið og enda þótt hann veldi orð sín af fyllstu hófsemi fór vitanlega ekkert á milli mála hvað hann vildi sagt hafa. Alvaro Cunhal, leiðtogi portúgalskra kommúnista var vitaskuld kominn til þingsins og í þeirri ræðu sem hann flutti kvaðst hann flytja sovézku flokksbræðrunum djúpar þakk- ir fyrir órofa stuðning við portúgölsku byltinguna. Hann staðhæfði að byltingunni væri haldið áfram og nú fengi ekkert stöðvað sósialiska framþróun i Portúgal. Vestrænum frétta- mönnum þótti þessi ummæli Cunhals býsna dæmigerð fyrir margt það froðusnakk sem uppi var haft á þinginu, í ljósi þess að fylgi kommúnistaflokks landsins hefur stórlega minnk- að, að dómi sérfræðinga og mið- stefna virðist ríkari i landinu en t.d. um sama leyti í fyrra, þegar kommúnistar voru hvar- vetna alls ráðandi. Todor Sivkov frá Búlgaríu sagðist hylla Sovétríkin fyrir þann árangur að þau væru „fyrsta landið í heiminum með raunhæfu lýðræði að mannúðarstefnu.“ Hann sagði að þeir sem grétu krókódílstár- um yfir „skorti á frelsi" í Sovét- ríkjunum væru kapitalistar, einokunarsinnar og hernaðar- æsingaseggir, og síðast en ekki síst Maoistar sem reyndu með öllum ráðum að fela þá miklu kreppu sem kapitalisk stefna væri nú í og að skaða „detente". Edward Gierek, flokksleið- togi Pólverja, sem eru einhverj- ir dyggustu stuðningsmenn Moskvu í Austur-Evrópu, hvatti í sinni ræðu til að hugsjóna- tengsl sósíalista um víða veröld yrðu efld og styrkt af öllum mætti og undir þetta tók Gustav Husak frá Tékkóslóvakíu, sem varaði við endurskoðunarsinn- um og þeim sem aðhylltust villukenningar Maos. Hlaut þetta vitanlega afbragðs góðan hljómgrunn meðal fulltrúa. Enda þótt þeir erlendir full- trúar sem á þinginu voru vektu ánægju og fögnuð var þó ekki laust við að þeir sem ekki komu til þingsins drægju að sér athygli, kannski umfram allt fréttamanna. Ekki þarf að tala um fjandmenn eins og kommúnista i Kína og Albaníu. En öllu verra var að þeir Santiago Carillo og Geroges Marchais frá Spáni og Frakk- landi létu ekki sjá sig. Vestrænir fréttamenn áttu erfitt um vik að skýra frá þing- inu, þar sem þjónusta við þá var í lágmarki og fréttamenn sem ekki voru kommúnista- fréttamenn fengu engan að- gang að þinginu. Tvisvar á dag birtust blaðafulltrúar þingsins fréttamönnum og gáfu þeim úr- drátt úr þeim ræðum sem flutt- ar voru á þinginu og túlkar veittu blaðamönnum að sjálf- sögðu aðstoð. RUSÍNAN var FREMST I PYLSUENDANUM Þessi hópur — fimm þúsund manns, sem samankomnir voru til að hlýða á ræðuhöld sleitu- laust í tíu daga — voru full- trúar 15.6 milljón flokks- bundinna kommúnista í Sovét- ríkjunum. Þarna fóru ekki um- ræður fram heldur var hlut- verk viðstaddra aðeins að með- taka boðskapinn og í mesta lagi að lesa á milli orðanna. Það sérstæðasta við þetta mikla sjónarspil sem flokksþingið er, má segja að sé að þar er rúsínan í pylsuendanum ekki síðust, skærasta stjarnan skín alltaf fyrst. Leonid Brezhnev hóf „störf“ þingsins með fimm klukkustunda ræðu og fór létt með það að því bezta varð séð. Blaðamenn og sérfræðingar um málefni Sovétríkjanna sögðu að ekki hefði verið fært að draga í efa hver hefði töglin og hagldirnar, hvað sem öllum sögusögnum um veikindi hans liði. Þetta var í þriðja sinn sem hann fór með aðalhlutverkið á flokksþinginu. Hann hefur eflzt að sjálfsöryggi þessi ár, en frumleiki hefur ekki aukizt. Hugvitssemi hans lýsti sér að- eins í því hversu hress i bragði hann skýrði hina óbreyttu stefnu Sovétríkjanna. Kjarni og inntak sovézkrar utanríkisstefnu er að hans sögn fólgið í „detente" og viðleitn- inni til að bæta samskiptin við Bandaríkin í þágu heims- friðarins. En með því að líta um öxl og virða fyrir sér þróun alþjóðamála síðasta áratuginn hefur hann ýmsa áþreifanlega atburði til að renna stoðum undir túlkun sína á meginregl- um um samskipti þjóða og sam- vinnu. Að sönnu hefur Sovét- mönnum ekki tekizt sérlega vel að koma ár sinni fyrir borð i Miðausturlöndum. Svo virðist sem áhrif þeirra í Portúgal séu að engu að verða. En þann mót- blástur bætti hrun Bandaríkja- manna í Indókína margfaldlega upp, svo og sigurganga MPLA í Angola. Frá sjónarhóli Rússa felur sú kenning að bætt sam- skipti útiloki ekki þrýsting og ásókn eftir pólitisku valdi þegar ákveðin skilyrði séu fyrir hendi, i sér ákveðinn sannleika. Brezhnev orðaði það svo: Framhald á bls. 27 BREZHNEV báknið óumbreytanlegt og aldnir menn við stiórnvöl sem áður FIDEL CASTRO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.