Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 7 Ástand fiskstofna og útfærslan Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, vék að því í umræðum utan dagskrár á Alþingi um landhelgismál, að sumir þeir stjórnmálamenn, sem nú láta hæst um land- helgismál okkar, hafi verið andvígir útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 200 mílur og talið hana geta beðið lykta hafréttar- ráðstefnunnar. Þetta hafi verið afstaða þeirra, þrátt fyrir þær niðurstöður fiskifræðinga okkar, að helztu nytjafiskar okkar væru verulega ofveiddir og þorskstofninn kominn að hrunhættu. Þessar fiskif ræðilegu staðreynd- ir, og þýðing sjávarútvegs fyrir atvinnu- og efna- hagslífi þjóðarinnar, hafi hins vegar gert útfærsl- una óhjákvæmilega þá þegar. íslendingar létu ekki sitja við útfærsluna eina til verndar fiskstofnunum og til að ná skynsamlegri stjórn á veiðum og vinnslu heimafyrir. í tíð núverandi sjávarútvegs- ráðherra hafa verið sett 15 lög, tengd sjávarút- vegi, og tvö lagafrumvörp um upptöku ólöglegs afla og veiðar íslenzkra skipa utan fiskveiðilandhelg- innar, liggja nú fyrir Al- þingi. Á sama tíma hefur sjávarútvegsráðherra gefið út 28 reglugerðir um ný friðunarsvæði, möskvastærð og útbúnað veiðarfæra, skiptingu veiðisvæða eftir veiðar- færum, lágmarksstærðir tegunda, takmörkun á til- teknum veiðum, bann við veiði smásíldar, um hrognkelsaveiðar og m.fl. Hafréttar- ráðstefnan í tilvitnaðri ræðu sjávarútvegsráðherra fjall- aði hann m.a. um, að ein- hliða útfærsla okkar, bæði nú og fyrr, sem og land- helgisátökin við Breta, væru nýtt af talsmönnum skilyrðisbundinna ákvæða um 200 mílna fiskveiði- landhelgi á hafréttarráð stefnunni. Sú staðreynd að við hefðum í hvívetna sýnt samningsvilja, m.a. með samningum um tak- markaðar veiðar við V- Þjóðverja, Belga, Norð- menn og Færeyinga, styrkti hins vegar málstað Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra okkar og rétt strandríkja á ráðstefnunni. Bretum hefði einnig verið boðið upp á skammtímasamn ing, en óbilgirni þeirra og margháttaður yfirgangur væri höfuðorsök þess. að fiskveiðideilan var ekki leyst á friðsamlegan hátt fram yfir haf réttarráð- stefnuna. — Sú stað- reynd að íslenzka ríkis- stjórnin hefði, samhliða festu, sýnt samningsvilja og sanngirni í hvívetna, yrði málstað okkar drýgst til framdráttar, bæði á haf réttarráðstefnunni og innan annarra fjölþjóð- legra samtaka, næst fiski- fræðilegum niðurstöðum vísindamanna okkar um stöðu f iskstofnanna. Markmiðin skipta meginmáli í framhaldi af þessum tilvitnunum í sjávarút- vegsáðherra er rétt að rifja upp helztu forsendur samningsumleitana af okkar hálfu. í samræmi við fiskifræðileg markmið okkar var megintilgangur þeirra að takmarka veiði- sókn og aflamagn útlend- inga umfram það, sem ólöglegar veiðar þeirra hefðu ella leitt til. í sam- ræmi við þessi markmið okkar skipti það og höfuð- máli að fá aðkomin veiði- skip til að virða friðuð svæði (hrygningar- og uppeldissvæði), en Bretar hafa einkum beint flota sínum á slík svæði. Sama máli gegnir um íslenzkar reglur um útbúnað veiðar- færa. Með hliðsjón af því hættustigi, sem átökin við Breta hafa náð, má öllum Ijóst vera, að það skipti miklu að tryggja frið á miðunum og öryggi gæzlumanna okkar. Toll múrar EBE-landa gegn ís- lenzkum sjávarafurðum hafa og verulega þýðingu, svo til nokkurs var að vinna að fá þá verulega lækkaða eða niður fellda. Síðast en ekki sízt styrkti það stöðu okkar á haf- réttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, ef skammtímasamningar hefðu náðst við þær þjóð- ir, sem hingað hafa sótt fiskveiðar um árabil, og hefði verið sterkasta vopnið gegn hugsan- legum skilyrðisbundnum ákvæðum um hefðbund- inn rétt eða gjörðardóm, en slík skilyrðisbundin ákvæði verða okkur mjög í óhag, ef samþykkt verða sem innan ramma nýrra alþjóðlegra hafréttar- reglna. Já reyndar - Vió bjóóum, nú sem fyrr mikió og vandaó úrval af hinum heimsþekktu hreinlaetis- taekjum frá IDCAL STANDARD -hvítum og lituóum-Þaó er betri LAUSN, okkar LAUSN. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F Skúlagötu 30 — Bankastræti 11 — Sími 11280 LAUSN1 HÚS <-0 • - 20 * 18 + 25° | hugsið um stofnkostnað, rekstrarkostnað og vellíðan í rétt upphituðu húsi H D H X Sun býður allt þetta Mjög hagkvæmt verð Hárnákvæmt hitastilli. ADAX ofnarnir ll ; ' 11 - þurrka ekki loft i, ■ i '.‘>0 Yfir 20 mismunandi gerðir Isl. leiðarvísir fylgir • \ ■o \ -o- Samþykktir af raffangaprófun. Rafmagnsv. ríkisins. Nafn ________ Heimilisfang Til Einar Farestveit & Co hf. Bergstaðastræti 10A Reykjavík Ég undirritaður óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.