Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976 31 Minning: Ragnhildur Ólafía Guðmundsdóttir Fædd 3. október 1898 Dáin 24. marz 1976 Elskuleg frænka mín, Ragnhild- ur Ölafía Guðmundsdóttir er látin. Löngu og ströngu helstríði er lokið. En þrátt fyrir þá full- vissu að dauðinn sé endalok þessa lífs, kemur hann ætíð á óvart og skilur eftir sig tómarúm í hugum þeirra sem eftir lifa. Mennirnir sem félagsverur eru of háðir hver öðrum til þess að láta sig engu skipta, er samferðamaður hverfur skyndilega á brott úr hópnum. Hve langt er síðan ég kynntist henni fyrst kann ég ekki að telja í árum, mér finnst ég hafa þekkt hana alla mína ævi. Heimili hennar og fjölskyldu hennar hefur alltaf staðið mér opið, hvort sem um hefur verið að ræða um stundarsakir eða til langframa og alltaf þegar ég hefi mest þurft á því að halda. Ég er þó ekki ein um að hafa notið gestrisni þessa ágæta fólks. Þó íbúðin þeirra á Framnesvegin- um væri aldrei stór, hvorki hátt til lofts eða vítt til veggja, minnist ég ótal stunda er bæði nætur- og matargestir voru fleiri en heimilisfólkið. Það var í þann tíð, þegar ekki var enn búið að uppgötva kynslóðabilið. Ungir og gamlir sátu við sama borð, gáfu sér tíma til að skiptast á skoðun- um en ágreiningsmálin voru til lykta leidd með óviðjafnanlegum hæfileika húsmóðurinnar til að miðla málum og allir voru vinir þegar upp var staðið. Þá var vesturbærinn ennþá þorp í Reykjavík, gamall maður seldi súrsaðan sundmaga upp úr hjólbörum og bréfberinn fékk sér kaffisopa við eldhúsbekkinn og sagði nýjustu fréttir úr bænum. Þetta voru gömlu góðu dagarnir, ógleymanlegir, ómetanlegar minningar, dýrmætur fjársjóður umkomulausum unglingi sem aldrei gleymist. Systur mínar sakna einnig vinar í stað. Þeim var hún einnig alltaf sem önnur móðir, til hennar var leitað í hvert sinn er eitthvað á bjátaði og aldrei fórum við bón- leiðar til búðar. Fyrir þetta og ótal margt annað eigum við henni mikið að þakka. Ranka frænka var mjög óvenju- leg kona. Góðvild hennar og greiðasemi við þá sem bágt áttu var slík að ég hygg að þar hafi hún átt fáa sina líka. Hún var með afbrigðum létt í lund, jafnan full af lífsorku sem hún óspart miðl- aði þeim sem hana umgengust. Hún var alltaf jafn ung og glað- lyndi hennar entist henni fram á síðasta dag. Ragnhildur Olafía Guðmunds- dóttir var fædd í einni fegurstu sveit á Islandi, að Nýlendu i A- Eyjafjallahreppi. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Vigfús- sonar og Önnu Jónsdóttur, yngst af átta börnum þeirra, en eftir lifir aðeins eitt þeirra, Kristín, ekkja Kristjáns Guðjónssonar prentara. Ung að árum fluttist hún með foreldrum sínum að Gíslakoti í sömu sveit, þar sem hún ólst upp til fullorðinsára. Um tvitugsaldur hleypti hún heimdraganum og var ákvörðunarstaðurinn Reykjavík. Þar vann hún við ýmis störf en þó lengst af á Landakotsspítalanum í Reykjavik eða um 20 ára skeið. Fyrir tæpum 40 árum kynntist hún hinum ágætasta manni, Gunnari Júliussyni, vélvirkja, og hefur sambúð þeirra staðið óslitið síðan. Það varð gæfa þeirra beggja. Umhyggja Gunnars fyrir konunni sinni, sérstaklega hin síðari ár eftir að heilsu hennar tók að hraka, er aðdáunarvcrð og mætti verða mörgum til eftir- breytni. Von mín er sú að almætt- ið styrki hann í þeirri miklu sorg sem hann nú verður að horfast í augu við. Þrjú börn eignaðist Ragnhildur sem öll eru á lífi, en þau eru Agnar, vélstjóri, kvæntur Unni Sigurðardóttur, Kristjana, sem gift er Björgvin Angantýssyni, og Haraldur, starfsmaður hjá Flug- félagi Islands. Hún elskaði börnin sín öll þrjú, hjá þeim var hugur hennar ailtaf bundinn og velferð þeirra var hennar hjartanlegasta áhugamál. Ég vona að á engan sé hallað þó ég geti þess hér hve sérstaka um- hyggju tengdadóttir hennar, Unnur Sigurðardóttir, sýndi henni alla tíð og ekki síst eftir að hún var orðin veik og þurfti sér- staklega á hjálp að halda. Veit ég ekki betur en hún hafi ávallt verið boðin og búin að rétta henni hjálparhönd, enda efast ég ekki um frænku mín nafi metið það að verðleikum. Að leiðarlokum þakka ég frænku minni samfylgdina og án efa eigum við eftir að hittast aft- ur, þó á öðru sviði verði. Far þú i fridi. Fridur guds þig blessi. Ilafóu þökk fyrir allt og allt . (V.B.) Asta Þórðardóttir.' Undanfarið hefur leikflokkur Hvammstanga sýnt sjónleikinn Betur má ef duga skal eftir Peter Ustinov undir leikstjórn Magnúsar Guómundssonar frá Neskaupstað. Voru sýningar á Hvammstanga og í nágrannahéruðunum og var lokasýning um slðustu helgi. Leikflokkurinn er árangur samstarfs ungmennafélagsins Korm- áks og kvenfélagsins Bjarkar á Hvammstanga en þessi félög hafa haft leiksamstarf 1 nokkur ár. Meðal verkefna sem félögin hafa staðið fyrir er leiklistarnámskcið sem haldið var scinni hluta siðasta árs. Leiðbeinandi á námskeiðinu varGlsli Kúnar Jónsson. Aðstaða I Félagsheimilinu á Hvammstanga er mjög góð til leikflutnings og er sviðið eitt hið stærsta utan Reykjavlkur. Halldór S. Rafnar • • Oryrkjar og aldraðir fá lögfræðilega þjónustu ÖRYRKJABANDALAGIÐ hefir opnað skrifstofu á 1. hæð í tollhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík — gengið inn um austur- hlið, undir brúna. Skrif- stofunni er ætlað að veita öryrkjum aðstoð í lög- fræðilegum efnum og verð- ur fyrst um sinn opin kl. 10—12 fyrir hádegi. Halldór S. Rafnar, fv. borgar- fógeti, fór til Englands á s.l. ári og kynnti sér störf blindra lögfræð- inga og veitir hann umrædda þjónustu. Ráðleggingar og smærri fyrir- greiðslur eru veittar ókeypis, en ef um málarekstur fyrir dómstól- um verður að ræða þarf að semja _við Halldór um greiðslur. I JL J. ^jGRETTISGÓTU 46 REYKJAVIK SIMI 25580 Kjóllinn fœst hjá okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.