Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 33 Sársauki og sœtur svefn + Það er ákaflega mikilvægt að sofa vel nóttina áður en farið er tii tannlæknis. Þreyta og svefn- leysi gera fólk miklu næmara fyrir sársauka, segir f danska „Tannlæknablaðinu**. Rannsókn sem fram fór { Bandaríkjunum leiðir í ljós, að óttinn við sársauka á mciri þátt í því að fólk trassar að fara til tannlæknis en allar aðrar ástæður til samans + Bosse Högberg, fyrrverandi hnefaleikameistari og tugthús- limur, segist nú hafa hlaupið af sér hornin. Nú lifir hann lukkulegu lífi með eiginkon- unni Liz og kjölturakka i þriggja herbergja íbúð i Möldal. „Nú fæst ég við verzlun og viðskipti og er dálítið að velta fyrir mér gulii og gim- steinum," segir þessi fyrrver- andi Evrópumeistari í hnefa- leikum. t blaðinu er því haldið fram að fyrsta heimsókn barnsins til tannlæknis eigi að vera með öllu kvalalaus. Það auðveldi þeim að komast yfir þann þröskuld sem óttinn við sárs- auka er þeim oftast nær. Konur engu óhraustari en karlmenn Margir standa í þeirri trú að karlmenn þoli sársauka betur en konur, en það er ekki rétt. Ástæðan fyrir þessari skoðun er uppeldið. Drengir komast fljótt að raun um að það er ekki karlmannlegt að kveinka sér ef þeir kenna til en aftur á móti er talið eðlilegt að stúlkur láti tilfinningar sínar í Ijós. Aldurinn skiptir líka miklu máli. Börn og aldrað fólk ber sig verr undan sársauka en ungt fólk og miðaldra. Það verða tannlæknar að hafa bak við eyrað. Skynsamlegar fortölur hjálpa til Auðveldast er að fást við sjúklinga sem unnt er að tala við á skynsamlegan hátt. Ef fólki er sagt á rólegan og eðli- legan máta hvað um sé að vera stendur það sig miklu betur á sársaukafullum stundum. Börn hafa ekki hvað sfizt þörf fyrir skynsamlegar fortölur Margar aðrar aðferðir eru til að gera tannviðgerðir bærilegri t.d. hljómlist, sem sjúklingar hlusta á í gegnum heyrnartæki og geta þá hækkað og lækkað að vild, eða dáleiðsla, sem veldur þvf að sjúklingurinn finnur til en bregzt ekki við sársauk- anum. Ast við fyrstu sýn + Margir muna eftir barna- stjörnunni Hayley Mills sem var ákaflega vinsæl hér áður fyrr. Hún átti raunar ekki langt að sækja hæfileikana þvf að hún er dóttir leikarans John Mills. Hayley, sem nú er 29 ára gömul, hefur f mörg ár verið gift leikstjóranum Roy Boult- ing sem er 62ja ára að aldri. En nú hefur snurða hlaupið á þráð- inn. Við uppfærslu á leikriti f London nú á dögunum kynntist Hayley leikaranum Leigh Lawson og var það ást við fyrstu sýn. Leigh er kvæntur maður en hefur nú krafizt skilnaðar frá konu sinni vegna Hayley. ,',Sem stendur erum við að leita okkur að hentugu húsi með minnst sex herbergjum svo að pláss sé fyrir þriggja ára gamlan son Hayley, Crispian, og barnfóstruna. Okkur er alveg sama hvar f London við búum, bara ef húsið verður nógu stórt,“ segir Leigh. Fermingar- SKOR Tegund 286: Herraskór Litur svartir með rauðum saumum Stærðir 6 til 12 Verð 7.040 Tegund 276: Herrastigvél Litur svart og brúnt Stærðir. 6 til 12 Verð 8.030 Tegund 346: Kvenskór Litur svartur Stærðir: 3Vi til 7’/2 Verð 7.005 Tegund 353: Kvenstigvél Litur svart og brúnt Stærðir: 4 til 7'/2 Verð 8.885 GEFJUN AUSTURSTRÆTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.