Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 pinrgfnnMalill* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Nú um nokkurt skeið hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við uppbygg- ingu nýrra orkuvera og má þar nefna framkvæmdir við Sigölduvirkjun, sem hófust á árinu 1973, Körfluvirkjun, Lagarfoss- virkjun, stækkun Mjólkár- virkjunar, byggingu byggðalínu og háspennu- línu frá Kröfluvirkjun til Akureyrar og almenna efl- ingu dreifikerfis. Til marks um það, hversu umfangs- miklar þessar framkvæmd- ir í orkumálum eru má nefna, að fjárfesting í raf- orkuiðnaði mun nema um 16% af heildarfjárfestingu iandsmanna bæði á árinu 1975 og 1976, en hafði numið aðeins um 9% að meðaltali á árunum 1970 til 1974. Það er að sjálfsögðu eðlilegt, að við íslendingar leggjum mikla áherzlu á raforkuframkvæmdir. Orkan, sem býr í fallvötn- um okkar og varmanum í iðrum jarðar, er okkur mesta auðlind ásamt fiskinum í hafinu um- hverfis ísland og velmegun þjóðarinnar á næstu árum og áratugum hlýtur að byggjast mjög á því, hvern- ig okkur tekst að hagnýta þessar miklu auðlindir. F’ramkvæmdir á sviði orkumála eru mjög vanda- samar. Undanfari þeirra er mjög umfangsmiklar rannsóknir og talið er, að áratugur líði frá því, að fyrstu rannsóknir hefjast og þar til virkjun er full- lokið. Slíkar framkvæmdir kalla því á vandaðan undir- búning og ennfremur skiptir miklu hvernig fjár- mögnun er háttað. Fjárfesting í orkufram- kvæmdum hefur stóraukizt á síðustu árum og sem dæmi má nefna, að hún nam um 3,7 milljörðum á árinu 1974, um 10 milljörð- um á árinu 1975 og gert er i ráð fyrir að hún nemi rúm- lega 11 milljörðum í ár, en muni síðan dragast mjög 1 saman á árinu 1977. I erindi sem dr. Jóhannes Nordal flutti á miðsvetrar- fundi Sambands ísl. rafveitna í síðustu viku segir hann: ,,Á árinu 1974 og í kjölfar orkukrepp- unnar fór að gæta vaxandi samdráttar í efnahagsmál- um og versnandi aðstæöna á fjármagnsmörkuðum í heiminum. Vextir hækk- uðu og lánstími styttist stórlega. Fyrir raforku- iðnaðinn, jafnháö og upp- bygging hans er erlendum lántökum, er hér um mjög alvarlega þróun að ræða, sem hlýtur að setja vexti hans og viðgangi ein- hverjar skorður á meðan ekki verður breyting á. Þrengri lánakjara er sannarlega þegar farió aó gæta hér á landi og var sú þróun hafin löngu fyrir orkukreppuna...“ Sem dæmi um þessi versnandi lánakjör má nefna, að lán þau, sem tekin voru til Búrfellsvirkjunar fyrir 10 árum, voru að meðaltali til rúmlega 17 ára og námu vegnir ársvextir af þeim 7,25%, lán þau sem tekin voru til Sigölduvirkjunar fyrir aðeins þremur árum voru til rúmlega 14 ára og vextir 8,70%, en nú er ekki hægt aö fá lengri lán en til 7 ára og með 9‘A% vöxtum. Til marks um greiðslu- byrði raforköiðnaðarins á íslandi á næstu árum má nefna tölur úr erindi Seðla- bankastjórans, en hann segir, að greiðslubyrði alls raforkuiðnaðarins hafi verið áætluð um 3000 milljónir króna á árinu 1975, en muni hækka í 7200 milljónir króna á árinu 1977 og til viðmiðunar getur hann þess, aö vergar tekjur raforkuiðnaðarins hafi verið áætlaðar um 5200 milljónir króna á árinu 1975. Um þessi vandamál segir dr. Jóhannes Nordal í lok erindis síns: „Þegar er ljóst af þeim upplýsingum sem fyrir liggja, að miklum greiðslu- erfiðleikum verður ekki forðað á allra næstu árum, nema til komi stóraukin framlög hins opinbera tii raforkumála. Ef Islending- ar ætla aó veita nýtingu innlendra orkugjafa þann forgang, sem flestir virðast telja eðlilegan verður það ekki gert með því einu að útvega honum lánsfé til framkvæmda með þeim erfiðu kjörum, sem nú ríkja á erlendum mörkuð- um. Ráðstafanir verður einnig að gera til þess aö auka eigið fé kerfisins bæði með nýjum opinber- um framlögum og raun- hæfari verðlagningu á seldri orku. Jafnframt verðum við að horfast í Viðhorf í orkumálum Af tveimur sjónarhólum Peter Hallberg: HALLDÓR LAXNESS. QJ Íslenskað hefur Njörður P. Njarðvík. Hið íslenska bókmennta- félag 1975. Q ÍSLENDINGAR eru orðnir vel kunnugir skoðunum Peters Hallbergs á verkum Halldórs Laxness. Meðal bóka Hallbergs um Laxness, sem komið hafa út á íslensku, eru Vefarínn mikli og Hús skálds- ins. Þriðja bókin, Halldór Laxness, er nú komin út hjá Hinu íslenska bókmennta- félagi, en bókin hefur eink- um verið samín vegna hvatn- ingar frá félaginu. Peter Hallberg segir í formála að bókin sé ..tilraun í þá átt að draga upp heildarmynd af Halldóri Laxness sem íslensk- um menningarfrömuði, en ekki sem skáldi og rithöfundi í þröngri merkingu þessara orða'' Þetta ætlunarverk sitt tekst Peter Hallberg vel að mínum dómi, en hefur fátt nýtt til málanna að leggja. Frásögn hans er furðu lík fyrri bókum hans um Halldór Laxness: sömu tilvitnanir, sömu ályktanir. Nýbreytnin er eink- um fólgin í því að síðustu skáldverk og ritgerðasöfn Laxness fá umfjöllun og stuðst er við nýleg skrif um Laxness þótt af skornum skammti sé. Peter Hallberg er eins og áður upptekinn af þjóðfélagsgagnrýni Laxness. Það verður þó að segja Peter Hallberg til hróss að könnun hans á skáldskap og skoðunum Halldórs Laxness er yfirleitt mjög hlutlæg og fræðileg. Bók hans er fyrst og fremst kynningarrit, að mörgu leyti tilvalin leiðbein- ing fyrir nýja lesendur Laxness. Hér er í stuttu máli drepið á margt það, sem áður var fjallað ítarlega um í Vefaranum mikla og Húsi skáldsins. Bókin hefur þess vegna mikið gildi fyrir bók- menntanemendur, sem vilja fá greinargott yfirlit um Halldór Laxness, skáldskap hans og skoðanir. Þetta tvennt verður samt varla aðskilið Um það vitnar m.a. bók Hallbergs. Peter Hallberg sýnir fram á í kaflanum Stjórnmál og þjóðfélag hvernig Halldór Peter Hallberg Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Halldór Laxness svarar andstæðingum jafnvel í skáldskap sínum Pétur Pálsson Þrihross túlkar skoðanir Jónasar Jónssonar um ungu skáldin, sem eiga að venja sig á að yrkja um hið fagra og góða og sorp- haugur og svinsnáttúra raunsæisskálda nútímans eru sótt í gagnrýni ungs guð- fræðings á verkum Halldórs sjálfs. Halldór hefur alltaf verið ákaflega uppnæmur fyrir öllum skrifum um hann, ekki sist á síðari árum, samanber ofnæmi hans fyrir bókmenntagagnrýni. Það er rétt, sem Peter Hallberg heldur fram, að jafnvel lág- kúrulegar árásir á skáldið hafa borið vott um hljóm- grunn hans með þjóðinni. Hið laxneska í skáldskap Laxness, hina persónulegu nýsköpun, skilgreinir Peter Hallberg með þvi, sem hann kallar að vísu tilgátu, ,,að nýjungin liggi að miklu leyti í því að hann sér ísland af tveimur sjónarhólum samtímis. Halldór varð einna fyrstur landa sinna til að horfa á ísland samtímis innan frá og utan frá". Hallberg segir ennfremur: „Andstæður íslands og umheimsins, stöðug viðleitni Halldórs að lýsa íslenskum sérkennum er undiraldan í öllum verkum hans". Undir þetta er auðvelt að taka. augu við þá staðreynd, að lítið svigrúm er fyrir hendi við núverandi aðstæður í efnahagsmálum til þess að sækja fé í hendur ríkisins eóa leggja auknar byrðar á neytendur. Hin þrönga greiðslustaða, sem fram- undan er næstu árin hlýtur því að hvetja til vandvirkni og varkárni í ákvörðunum um nýjar fjárfestingar, jafnframt því sem stefna verður að því að auka orku- sölu og nýta þannig sem bezt afkastagetu þeirra mannvirkja, sem nú er ver- ið að reisa.“ Af þessum stuttu tilvitn- unum í erindi Seðlabanka- stjórans er ljóst, að á næstu árum verður við um- talsverðan vanda að stríða í orkumálum okkar íslend- inga. Ástæða sýnist til, að við stöldrum ofurlítið við og athugum okkar gang í þessum efnum. Bersýni- lega verður að miða verð- lagningu raforkunnar við það, að umtalsvert eigið fé myndist til þess að standa undir þessari miklu upp- byggingu og einnig er vafa- mál, að nú í dag eóa í fyrir- sjáanlegri framtíð sé nægi- iegur markaður fyrir alla þá raforku, sem í undir- búningi er að framleiða. Virðist því ekki vanþörf á að láta hendur standa fram úr ermum til þess að auka orkumarkaðinn, eða gera aörar ráðstafanir til þess að samræma væntanlegt framleiðslumagn raforku og hugsanlega stærð orku- markaðar. Ungmenna- félag Reyk- dæla sýnir í Kðpavogi Ungmennafélag Reykdæia hefur í vetur sýnt leikrit Guð- mundar Steinssonar, Skírn í Logalandi, í Reykholtsdal. Leikstjóri er Inga Bjarnason. Akveðið hefur verið að sýna leikritið á laugardag 3. apríl i félagsheimili Kópavogs. A meðfylgjandi mynd eru Ingibjörg Helgadóttir og Þor- steinn Pétursson I hlutverkum sínum í leikritinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.