Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 Jón Sigurðsson — sterkasti leikmaður Islandsmótsins Jón Jörundsson sem sýndi mik- ið öryggi f vftaskotum Armenn- ingar bikar- meistarar ARMANN varð bikarmeistari f körfuknattleik 1976. Armenn- ingar sigruðu UMFN f úrslita- leik f gærkvöidi með 98 stigum gegn 89. t hálfleik var staðan 43 stig gegn 42 UMFN í vil. Leikurinn var mjög jafn og skemmtilegur allan tfmann, en Armenningar sigu fram úr á lokamfnútum. Jimmi Rogers var stigahæstur f liði Armanns og skoraði 34 stig, en I liði UMFN var Brvnjar Sigmunds- son stigahæstur með 25 stig. Þjálfararnir völdu Jón Signrðsson leikmann íslandsmótsins Jón Sigurðsson var í gær- kvöldi kjörinn bezti leikmaður lslandsmótsins í körfuknatt- leik, sem lauk síðastliðinn sunnudag. Það voru þjálfarar liðanna í 1. deildinni sem völdu Jón og þarf niðurstaða þeirra ekki að koma á óvart. Jón er fyrirliði tslandsmeistara Ar- manns og hefur átt marga stór- kostlega leiki í vetur. Band:'- ríkjamennirnir Curtis Carter og Jimmy Rogers hafa lýst Jóni sem tiiframanni í körfuknatt- leiknum og sagt að hann standi ekki að baki beztu bakvörðum i atvinnumannaliðunum í banda- ríska körfuknattleiknum og segir það sína sögu um ágæti Jóns. Þjálfararnir átta sem völdu bezta leikmann tslands- mótsins, voru þó ekki allir sam- mála því 2 þeirra gáfu Jóni ekki atkvæði sitt. Að loknum úrslitaleik Ar- manns og UMFN í bikarkeppni KKt f gærkvöldi voru Jóni af- hent verðlaunin og sömuleiðis stigahæsta leikmanni Islands- mótsins og þeim sem mesta hittni sýndi í vítaskotum. KR- ingurinn Curtis „Trukkur" Carter var stigahæstur leik- manna tslandsmótsins og setti hann nýtt met í stigaskorun- inni. Hann skoraði samtals 451 stig og lék þó aðeins 13 leiki. Jimmy Rogers varð í 2. sæti, en Kristján Agústsson, Snæfelli, varð stigahæstur íslenzku leik- mannanna í mótinu. Eldra met- ið í stigaskorun átti Þórir Magnússon, hann skoraði 419 stig í Islandsmótinu 1973—4 og í fyrra varð hann einnig stiga- hæstur. * Jón Jörundsson, tR, sýndi mesta hæfni í vftaskotum og var nýting hans 80% og er það mjög góður árangur. Hann skoraði úr 48 skotum af 60 tékrium. Curtis Carter setti nýtt stigamet f Islandsmótinu. Geir Hallsteinsson hefur snúið á Hannes Leifsson og skorar fyrir FH í leiknum við Fram. Næstu andstæðingar FH-inganna, sem ætla sér að verða tvöfaldir meistarar í ár, verða KR-ingar, sem eru til alls líklegir um þessar mundir, en Geir er einmitt þjálfari þeirra. Unglingarnir keppa um meistaratitla í nágrenni Reykjavíkur um helgina UNGLINGAMEISTARAMÖT Islands á skíðum fer fram í skíðabrekkunum í nágrenni Reykjavíkur nú um helgina. Hefst keppnin í Skálafelli á morgun, þar sem keppt verður í stórsvigi og í Hveradölum verður á sama tíma keppt í göngu. A sunnudaginn fer svigkeppnin fram í Bláfjöllum og sömuleiðis verður þar keppt í stökki. Mánudaginn 5. apríl fer flokkasvigið svo fram í Hamragili og boðganga verður í Hveradölum. Keppendur í mótinu verða rúmlega 120 og koma þeir frá Reykjavík, Akureyri, Húsavík, Isafirði, Ölafsfirði, Siglufirði og austan af Fjörðum. Það er Skíðaráð Reykjavík- ur, sem sér um framkvæmd mótsins, en mótsstjóri verður Sæmundur Óskarsson. Geir mœtir nemum sínum í KR í undanúrslitunum GEIR Hallsteinsson og felagar hans í FH hinn leikurinn í undanúrslitum keppn- mæta lærisveinum Geirs í KR í undanúr- innar — viðureign Vals og Víkings — fer slitum bikarkeppni HSÍ. Ekki er enn fram í Laugardalshöllinni á sunnudag- ákveðið hvenær sá leikur KR-ingar slógu tR-inga út úr bikarkeppninni í fyrrakvöld og þá unnu Valsmenn lið Fylkis eins og við var búizt. Víkingar komust í undanúrslitin með því að leggja Grottu að velli, en FH-ingar höfðu betur í skemmtilegri viðureign við Fram á þriðjudaginn. Ekki er ólíklegt að úrslitaleikurinn muni standa á milli Vals og FH, þessi lið eru óneitanlega sigurstrang- legri í undanúrslitunum, þó allt fer fram, en inn klukkan geti vitanlega gerzt. I leikjunum í fyrrakvöld komu yfirburðir KR-inga í leiknum við IR mjög á óvart og þegar munur- inn var mestur í leiknum hafði KR 13 marka forystu. Úrslitin urðu 30:20. Þeir Hilmar Björns- son, Haukur Ottesen og Þorvarð- ur Guðmundsson voru mark- hæstir í liði KR í þessum leik. Hilmar gerði 9 mörk, Haukur og 21. Þorvarður 5 hvor. Fyrir IR var Brynjólfur drýgstur með 7 mörk. I leik Vals og Fylkis var lítið skorað framan af. Fylkir gerði fyrsta mark leiksins á 6. mínútu, en Valur fann ekki leiðina fyrr en á 8. mínútu er Guðjón jafnaði. Jón Karlsson var markhæstur Valsmanna með 10 mörk, en fyrir Fylki skoraði Einar Agústsson 5 mörk. Hrytícliið npp á njjunpm í Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnn sem hefst á morpn REYKJAVlKURMÓTIÐ í knattspyrnu hefst á Melavellinum á morgun klukkan 14 með leik Vals og Armanns. Eins og undanfarin ár taka 6 lið þátt í keppni meistaraflokks, Ármann, Fram, KR, Valur, Víkingur og Þróttur, en þó liðin séu jafn mörg og áður og leikirnir sömuleiðis þá er nú bryddað upp á ýmsum nýjungum í mótinu að þessu sinni. Þannig verður stigaskiptingunni breytt frá því sem áður var. Skori lið þrjú mörk eða fleiri í leik fær það eitt aukastig, jafnvel þó svo að viðkomandi lið tapi. A fundi með fréttamönnum í gær sagði Hilmar Svavarsson að það væri von þeirra í Knatt- spyrnuráði Reykjavikur að þeim tækist að gera veg Reykja- víkurmótsins meiri en undan- farin ár þannig að þetta næst stærsta knattspyrnumót hér á landi héldi þeim sessi sem það hefði haft hér á árum áður. I öðrum flokkum en meist- araflokki hefst keppnin nú fyrr en verið hefur. 1. flokkur byrjar þannig 13. apríl og í yngri flokkunum fara fyrstu leikirnir fram 24. apríl. I yngri flokkunum verður keppninni skipt í tvennt, þannig að fyrri hlutinn fer fram áður en háver- tíð Islandsmótsins byrjar og seinni hlutinn síðan seinni part sumars. Þá verður haustmótið í yngri flokkunum aðeins fyrir þau fjögur lið, sem bezt standa sig í Reykjavikurmótinu í hverjum flokki. Helzta vandamál varðandi niðurröðun leikja í Reykja- víkurmótinu er hversu dómara- stéttin er fáliðuð. Sömuleiðis hefur verið erfitt að finna heppilegan tíma fyrir alla leiki, en i sumar fara alls fram um 500 knattspyrnuleikir í Reykja- vík. Samt sem áður hefur verið ákveðið að koma á bæjarkeppni í knattspyrnu milli Reykja- víkur og Akraness annan í páskum. Slík keppni hefur ekki farið fram í nokkur ár, en var fyrrum mikill viðburður í knattspyrnulífinu á hverju sumri. Varðandi breytinguna á stigagjöfinni má geta þess að kerfi það sem nú er notað hefur verið reynt í Frakklandi, en gafst þar þó ekki vel í deilda- keppninni. — Hjá þeim bauð það upp á svindl og svínarí, sem ég held þó aó komi varla til hjá okkur, sagði Hilmar Svavarsson á fundinum í gær. — Við von- umst til þess að með þessu auk- ist áhuginn á mótinu og liðin leggi aukna áherzlu á að skora fleiri mörk en áður. Fyrsti leikurinn verður eins og áður sagði á milli Vals og Armanns en á mánudaginn kl. 19 mætast síðan Þróttur og F'ram og á þriðjudaginn leika núverandi Reykjavíkurmeistar- ar KR við Víking.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.