Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 19 Filippseyjar: Macapagal flúinn í sendiráð USA? Manilla, Filippseyjum 1. aprí} AP. AÐSTOÐARMENN fyrrverandi| forseta Filipseyja Diosdado Maca- pagal sögðu í dag að forsetinn hefði beðið um pólitískt hæli í sendiráði Bandaríkjanna í Man- illa. Macapagal hefur verið mjög eindreginn andstæðingur núver- andi forseta, Marcos, og hefur lýst yfir í bók sem hann gaf út nýlega að Marcos hafi leitt herlög í gildi til þess eins að halda völdum og hefði gerð hans gengið í berhögg við stjórnarskrá landsins. Macapagal neitaði því fyrir nokkru að hann væri viðriðin samsæri til að koma Marcos fyrir kattarnef. Hann hefur hvatt til að herlög- um yrði tafarlaust aflétt og kosn- ingar færu fram í landinu sam- kvæmt stjórnarskrá landsins. Án þess væri hvorki lýðveldi né lýð- ræði í landinu heldur einræði og harðstjórn ómenguð. Fréttin hefur ekki verið stað- fest. Macapagal var forseti lands- ins á árunum 1961—1965. Fulltrúadeildin stöðvi rannsókn Kennedymáls Washington 31. marz Reuter. NEFND Fulltrúadeildar banda- ríska þingsins vísaði í dag á bug beiðni um frekari rannsókn á vegum deildarinnar á morð- inu á John F. Kennedy fyrrver- andi Bandaríkjaforseta. Var ákveðið með níu atkvæðum gegn sex að fella tillögu sem 65 fulltrúadeildarþingmenn höfðu flutt undir forystu demó- krataþingmannsins Henry Gon- zales frá Texas. Þar var deildin hvött til að skipa sjö manna rannsóknarnefnd í málið. Gonzales sagði að upplýs- ingar sem hefðu komið fram í dagsljósið að undanförnu vektu efasemdir um niðurstöður Warrennefndarinnar um að Lee Harvey Oswald hefði einn og óstuddur nokkrum samtökum eða öflum myrt forsetann þann 22. nóvember 1963. Hæstiréttur Karen máde Trenton 1. april. Reuter. HÆSTIRÉTTUR I New Jersey f Bandaríkj- unum hefur úrskurðað að foreldrar stúlkunnar Karen Anne Quinlan megi láta taka úr sam- bandi öndunarvél þá sem hefur haldið lffinu f dóttur þeirra í um það bil ár. Er þar með leitt til lykta mál sem hefur vakið óhemju athygli í Bandaríkjunum og heitar deilur. Undirréttur hafði áður komizt að þeirri niðurstöðu að ekki mætti taka umrædda vél úr sambandi og f málinu lagði saksóknarinn áherzlu á að slíkt jafngilti morði. Læknar höfðu fvrir löngu kveð- ið upp þann úrskurð að ekki væri minnsta von um að Karen Anne raknaði við, enda hefði hún hlotið heilaskemmdir sem hefðu valdið þvf að hún væri andlega örkumla. Faðir Karenar, sem er mjög trúaður maður, sagðist í dag mundu ræða við lækna dóttur hans um að taka vélina úr sambandi og kvaðst hann ekki búast við því að neitt yrði því til fyrirstöðu af þeirra hálfu. Quinlan sagði eftir úrskurðinn: „Við höfum beðið til guðs að þessi yrðu úrslit málsins þar sem guð hefur látið okkur finna sinn vilja og við getum ekki horft upp á dóttur okkar lengur sem lifandi lfk.“ Læknir einn í New York sem vildi ekki láta nafns sfns getið sagði að hann myndi ekki samþykkja að taka vélina úr sambandi, en hann vissi að aðrir læknar myndu geta gert það. Talið er að f jöldi trúarhópa, sérstaklega þó kaþólskra, muni mótmæla dómnum harðlega, enda þótt prestur Quinlanhjónanna, sem eru kaþólsk, hafi þegar látið f ljós að hann sé samþykkur því að stúlkan fái að deyja. Karen Anne Quinlan, sem er 22ja ára, hefur legið f dásvefni í ár síðan hún tók of stóran skammt lyf ja og áfengis og löngu er Ijóst að hún myndi aldrei koma til meðvitundar á ný. 1 úrskurði hæstaréttar var kveðið svo á um að forsjármaður stúlkunnar væri faðir hennar en ekki sá lögfræðingur sem skipaður var af ríkinu til að gæta hagsmuna hennar og föðurnum var gefinn sá réttur að ákveða hvaða Iæknar ættu að annast hana. Þá sagði að ekki myndi lögsókn gerð á hendur þeim læknum, sem tækju önd- unarvélina úr sambandi. Talsmaður saksóknara New Jersey sagði, að úrskurðinum yrði áfrýjað, en hann var einróma. 1 fréttum kemur fram að það hefur vakið undrun að hæstiréttur komst að þessari niður- stöðu, þar sem ekki væri fyrir endann á þvf séð hvaða dilk þetta kynni að draga á eftir sér. Foreldrar Karenar hófu baráttu sfna á sl. hausti fyrir þvf að dóttir þeirra fengi að „deyja með virðingu og sæmd“ eftir að læknar hennar neituðu bón þeirra um að taka öndunarvélina úr sambandi, Enda þótt læknar hafa ekki dregið f efa að heilaskemmdir þær sem hafa orðið á stúlkunni vegna inntöku lvfjanna og áfengis séu ólæknanlegar og að hún komist aldrei til meðvitundar, hafa verið miklar deilur milli lækna um hvort slík ákvörðun brjóti í bága við læknaeiðinn eða ekki. Málsókn vegna áburðar á Costa Gomes Lissabon 1. apríl. Reuter. LEIÐTOGAR byltingarráðsins í Portúgal hafa ákveðið að lög- sækja fréttastofu landsins, ANOP, sem er ríkisfyrirtæki, fyrir að lesa upp yfirlýsingu frá maóistum, þar sem Costa Gomes forseti landsins er kallaður kommúnisti. Talsmaður byltingarráðsins sagði að fréttastofan yrði sótt til saka fyrir brot á lögum, en útlist- aði það ekki nánar. Þetta gæti samkvæmt fréttaskýrendum spannað allt frá því að hafa uppi róg um þjóðhöfðingja ríkisins til Gagnrýnin á hendur Teng breiðisl enn út þess að vinna gegn lýðræðislegum lögum og reglum í landinu. ANOP ákvað í síðustu viku að skýra ekki frá persónulegum árásum á Costa Gomes eftir að byltingarráðið krafðist refsingar yfir þeim fréttamanni sem bæri ábyrgð á frágangi yfirlýsingar frá maóistum þar sem forsetanum var lýst sem forystumanni í kommúnistasinnuðum sveitum hersins. Síðasta yfirlýsing ráðsins kem- ur nú þegar miklar áhyggjur eru manna á milli um ritfrelsi í land- inu, en menn óttast mjög að hert verði á þeim reglum sem um það ríkja. Hong Kong. 1. april. — Reuter. SVONEFNDIR „berfætlinga- læknar" í Kfna, þ.e. menn sem stunda lækningar f hjáverkum { afskekktustu byggðum Kfna, voru í dag sagðir hafa hafið þátttöku í herferðinni gegn Teng Hsiao- ping, varaforsætisráðherra. Fréttastofan Nýja Kína sagði að læknar f Chuansha-héraði nálægt Shanghai — vöggu berfætlinga- Teng Mao • • Oryggisráðið krefst að S-Afríka greiði Angóla stríðsskaðabætur Durban, Suður Afriku, Sameinuðu þjóðirnar, New York 1. apr. Reuter. YFIRMAÐUR herafla Suður-Afrfku skýrði frá þvf f dag að hernaðar- fhlutun landsins f Angóla hefði kostað 28 mannslff og eitt hundrað manns hefðu særzt. Síðustu suður-afrfkönsku hermennirnir í Angóla hurfu á brott inn f Namibíu á laugardag en ekki hefur opinberlega verið skýrt frá mannfalli fyrr en nú. Hershöfðinginn sagði að frammistaða hermannanna hefði verið með sérstökum ágætum og hefðu þeir borið af öðrum, meira að segja kúbönsku hermönnun- um. Sögusagnir höfðu verið á kreiki um langtum meira mann- fall en hershöfðinginn bar það allt til baka. I gærkvöldi samþykkti Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna að Suð- ur Afrika hefði rekið yfir- gangspólitik gegn Angóla og yrði að greiða fullar bætur fyrir það tjón sem hefði stafað af því. Samþykktin var gerð með níu at- kvæðum sem dugði tillögunni til lögformlegrar samþykktar, en sex lönd, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kina, Italía og Japan, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og tóku þau ekki þátt í henni til að láta í ljós almenna óánægju með afskipti Sovétríkjanna og annarra erlendra rikja af málefnum Angóla en ekki náðist samstaða um að koma því að í tillögunni. 1 samþykktinni er Suður- Afrikustjórn hvött til að mæta réttmætum bótakröfum Angola. Talað hafði verið um að Kínverjar myndu beita neitunarvaldi af þessum sökum þegar tillagan kæmi til afgreiðslu í öryggisráð- inu, en af þvi varð þó ekki. Steiner vill fara í mál Köln, Vestur Þýzkalandi, 1. apr. Reuter. VESTUR-Þjóðverji að nafni Rolf Steiner hefur beðið dóm- stóla að kveða upp úrskurð þess efnis að stjórnin hjálpi honum að höfða skaðabótamál á hendur rfkisstjórn Súdans vegna þriggja ára fangelsis- setu hans þar í landi. Rolf Steiner, sem er uppgjafaliðs- maður i frönsku útlendinga- hersveitinni, sagðist mundu fara með málið fyrir Alþjóða- dómstólinn f Haag og hann sagðist sem borgari eiga rétt á stuðningi stjórnvalda til að hann fengi réttlátar bætur fyrir. Vestur-þýzka utanrfkisráðu- neytið hefur neitað kröfu hans vegna þess að það er andsnúið iðju hans í Afríku sem mála- liða af pólitfskum ástæðum. Steiner var látinn laus úr fangelsi f marz 1974 eftir að hafa fyrst verið dæmdur til dauða, en þeim dómi var sfðan breytt. Hann neitaði að hann hefði verið málaliði heldur hefði hann barizt f Biafra og Súdan sem sjálfboðaliði og enga greiðslu fengið fyrir vikið. hreyfingarinnar, sem hófst í menningarbyltingunni á sjöunda áratugnum — hefðu haldið fund til að lýsa gagnrýni á Teng. Þetta fylgir í kjölfar ásakana á hendur Teng f Dagblaði alþýðunnar f síð- ustu vikú um að hann hafi af fremsta megni reynt að lftillækka og' niðurníða berfætlingalækn- ana. Haft var eftir Teng: „Góður læknir verður ekki til f kofa- ræksni. Ef vitlaus stelpa getur læknað sjúkdóm myndi jafnvel köttur hlæja sig máttlausan. Fréttastofan sagði að læknarnir i Chuansha hefðu skrifað feao for- manni bréf þar sem þeir lýsi þvi að þeir séu staðráðnir í að „treysta og þróa árangur hinnar miklu menningarbyltingar öreig- anna og byltingarinnar i læknis- og heilbrigðismálum." Ekki nefna þeir Teng á nafn en skírskotað er til hans með orð- unum „hinn ósvífni sendisveinn kapítalista í flokknum sem hefur neitað að gera yfirbót“. Berfætlingalæknarnir eru menn sem samkvæmt meðmælum sveitunga sinna hafa fengið til- sögn í grundvallaratriðum læknis- starfa og heilbrigðisstarfa al- mennt, og hafa siðan stundað lækningar samhliða búskap á samyrkjubúum. Þeim hefur farið mjög fjölgandi og eru nú í út- hverfum Shanghai meir en 9,300 eða 3—4 á hverja framleiðslu- heild. flKH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.