Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 Stykkishólmi: Lokið smíði félagsheimilis Stykkishólmi. 26. mars. NtJ ER að fiillu lokið við smíði félagsheimilis í Stykkishólmi. Var salurinn tekinn í notkun í febr. s.I. þegar hið árlega hjóna- ball var haldið. Var þá keppt að því að vinna væri sem mest klár- uð og unnu bæjarbúar þá, þrátt fyrir verkfallið, rnikla sjálfboða- vinnu til að Ijúka þessum áfanga, voru það bæði félagasamtök og einstaklingar. Framkvæmdir við húsið hafa gengið mjög vel og eru 9 mánuðir síðan hafizt var handa um verkið. Félagsheimilið er sambyggt hótelbyggingu sem er langt komin og er nú nýtt að hluta fyrir skólahúsnæði. Fyrir- huguð vígsla félagsheimilisins er seinna á þessu ári. Heildarkostn- aður við bygginguna eru 130 milljónir. Byggingarmeistari er Bjarni Lárentsinusson húsa- smiðameistari. Tíðarfar í vetur hefir verið Vöruflutningamið- stöðin stækkar við sig FYRIR skömmu tók Vöru- flutningamiðstöðin h.f. í notkun viðbyggingu við húsnæði sitt við Borgartún. Er þar um að ræða skrifstofuhyggingu og verður gamla skrifstofan tekin undir vörugeymslur. Þessi viðbygging bætir aðstöðu fyrirtækisins til muna. A siðast liðnu ári er áætlað að Vöruflutningamiðstöðín hafi flutt um 50.000 tonn. Fastar áætlana- ferðir eru til um 40 staða á landinu og eru farnar minnst tvær ferðir á hvern stað í viku hverri og daglegar ferðir eru á suma staðina. Núvernadi stjórn félagsins skipa Kristján Hansen, Sauðár- króki, formaður, Oskar Jónsson, Dalvík, Pétur Jónsson, Akureyri. Aðalgeir Sigurgeirsson, Húsavík og Þórður Þórðarson Akranesi en varamenn eru Jóhann Ingi- mundarson, Borgarnesi og Sig- finnur Karlsson, Neskaupstað. Framkvæmdastjóri er Gissur Þor- valdsson. ákaflega rysjótt og nú undanfarið hefir það verið þannig að dagar hafa liðið án þess að bátar hafi komizt til róðra og því fiskirí verið eftir því. Eru margir orðnir kvíðnir fyrir að vertíðin í ár verði lélegt og kannski komi betur fram i ár sú rányrkja sem stunduð hef- ir verið á miðunum undanfarin ár. Menn fara að skilja að það er ekki hægt að veiða þann fisk sem var drepinn í fyrra. Sumarið i fyrra var lika vot- viðrasamt og því ekki nýting heyja sem áður. Hlýtur því að vera erfiðara um fóður hjá bænd- um hér sem annars staðar ef vet- urinn fer ekki að skána. Fyrir nokkru var af hálfu lögreglunnar farið um eyjar til að athuga bú- pening sem þar er, en það er mikið um á bændur og aðrir hafi fé í eyjum í vetrarbeit svo lengi sem kostur er. Einhver brögð munu hafa verið að því að ein- hverju af þessu fé hafi ekki verið sinnt sem skyldi. Oddviti Skógarstrandarhrepps hefir nú farið þess á leit við sýslu- mann að rannsakað verði hvernig búpeningum er framgenginn í hreppnum í dag og mun rannsókn eiga að beinast að vissum aðilum þar. Erfið færð hefir oft verið á þessum vetri milli Stykkishólms og Reykjavíkur, þó ekki nema einu sinni eða tvisvar hafi orðið að fella niður ferðir af þeim sök- um enda ekki mokað fjallið nema tvisvar i viku og stundum ekki það. Hefir þó nokkrum sinnum orðið að fara Heydal og gengið vel nema helzt í Alftafirðinum. Þar er oft erfitt umferðar og eru menn nú farnir að þrá betri veg um fjörðinn eða brú á hann sem hefir verið i athugun um mörg undanfarin ár en ekki orðin veru- leiki enn því miður. Fréttaritari. RÁS ,76 — Grafíksýn- ing myndlistarskólanema ÞRlR nemendur I Myndlistar- og handfðaskólanum hafa opnað sýningu á Bergstaðastræti 14. Sýna nemendurnir þar graffk- verk en þeir voru allir nemendur Rudolfs Weissauer sem var hér í vetur. Tveir nemendanna Ijúka námi frá skólanum á þessum vetri. Nemendurnir eru Skúli Ólafs- son, Reinhild Patzelt og Asgeir Einarsson og nefna þau sýninguna RAS ’76, og mun hún standa til 10. apríl og verður opin alla daga vikunnar. A meðfylgjandi mynd eru þau Reinhild, Asgeir og Skúli við nokkur verk sín á sýningunni. ljósm. RAX. Lávarðarmyndir iDa leiknar Sydney 31. marz NTB. Reuter MAÐUR nokkur sem kom á sýningu Snowdons lávarðar í Sydney í Astralíu f dag brá skyndilega hnífi og risti djúp för í tvær mvndir lávarðarins og stakk hnífi í öryggisvörð sem var við gæzlu á sýningunni áður en tókst að yfirbuga hann. Hundruð gesta voru að skoða myndir lávarðarins í rólegheit- um þegar maðurinn gekk ber- serksgang og byrjaði með því að skera í stóra mynd af leik- konunni Elizabeth Taylor. Maðurinn mun vera 38 ára gamall, en frá nafni hans hefur ekki verið skýrt. Hann verður nú kærður fyrir líkamsmeið- ingar og skemmdarverk. Öryggisvörðurinn sem særðist var fluttur á sjúkrahús og varð að sauma sjö spor í háls honum. Meðal þeirra fyrstu sem heim- sóttu öryggisvörðinn að sjúkra- beði var Snowdon lávarður, sem lýsti mikilli hryggð sinni og vottaði honum aðdáun fyrir tápmikla framgöngu. Lögregl- an hefur ekki skýrt frá því hvort maðurinn sem verk þessi vann hafi gefið einhverja ástæðu fyrir þeim. ÓKEYPIS! Tveggja mínútna leitin Allt sem þú þarft að gera er: að skrifa okkur á bréfsefni fyrirtækis þíns og segja okkur hvaða vörum þú þarft á að halda og nota. Segðu okkur hvort fyrirtæki þitt notar það sjálft eða er söluaðili. Segðu okkur einnig frá banka fyrirtækisins eða aðra erlenda viðskiptaaðila, venjulegar greiðsluaðferðir (letter of credit eða annað) og þær upplýsingar sem máli skipt'a fyrir seljanda. Er okkur berast spurningar þínar komum við þeim áleiðis til fyrirtækja i New York ríki sem gætu þjónað yður bezt. Þeir munu sxðan skrifa þér beint. Á stuttum tíma getur þú eignast traust viðskiptasambönd við framleiðendur i New York ríki. Sendið bréf flugleiðis til: New York State Department of Commerce, International Division, Dept. LLFP, 230 Park Avenue, New York, New York 10017, U.S.A. Fyrirspurnarbréf á ensku ganga betur fyrir sig. NEW YORK STATE Auglýsing um skoðun bifreiöa í lögsagnar- umdæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðalskoðun bifreiða i lögsagnarumdæminu hefst mánudaginn 1 2. apríl 1 976. mánudaginn 12. apríl Ö-1 — 0-75 þriðjudaginn 13. apríl Ö-76 — Ö-150 miðvikudaginn 14. april Ö-151 — Ö-225 þriðjudaginn 20. apríl Ö-226 — Ö-300 miðvikudaginn 21. apríl Ö 301 — Ö 375 föstudaginn 23. april Ö-376 — 0-450 mánudaginn 26. april Ö-451 — Ö 525 þriðjudaginn 27.apríl 0-526 — O 600 miðvikudaginn 28. april Ö-601 — 0-675 fimmtudaginn 29. april Ö-676 — Ö-750 föstudaginn 30. april Ö-751 — 0 825 mánudaginn 3. maí Ö-826 — Ö-900 þriðjudaginn 4. mai 0-901 — 0-975 miðvikudaginn 5. maí 0-976 — Ö-1050 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sinar að iSavöllum 4, í Keflavik og verður skoðun framkvæmd þar á fyrrgreindum dögum milli kl. 9—12 og 13.00—16.30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiða- gjöld fyrir árið 1976 séu greidd og lögboðin vátrygg- ing fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hlut eiga að máli. Vakin er sérstök athygli á þvi, að auglýsing þessi varðar alla eigendur Órbifreiða, hvar sem þeir búa í umdæminu. Bæjarfógetinn i Keflavík, Njarðvik og Grindavík. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.