Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 2. APRIL 1976 39 Gestur Bárðarson og Oskar Hallgrfmsson hafa brugðizt f hávörninni og Valdemar Jónasson, Þrótti, horfir á eftir knettinum í gólfið hjá Víkingum. (Ijósm. Friðþjófur). Víkingar úr leik í blak-bikarnnm Körfuknattleiksmenn hafa lokið sinni bikarkeppni, aðeins 4 lið eru eftir f bikarkeppni HSl og í bikarkeppni Blaksambandsins er keppni fvrir nokkru hafin. Þegar er lið Vfkinga fallið úr keppninni, þannig að flest bendir til þess að keppnin muni standa á milli IS, sem lagði UBK um síðustu helgi, og liðs Þróttar, sem gerði sér lítið fvrir og sendi Vfking út f kuldann f skemmtilegum leik um helgina. 1 leik Víkings og Þróttar unnu Víkingar fyrstu hrinuna 15:7, en þar með var líka allur vindur úr Víkingsliðinu, sem var grátt leik- ið af grimmu Þróttarliði sem vann næstu þrjár hrinur. Önnur hrinan fór 15:8, sú þriðja var æsispenn- andi en Þróttur vann 16:14, fjórða hrinan var svo í einkaeign Þróttar sem vann 15:1. Guðmundur Páls- son og Valdemar Jónasson voru atkvæðamestir Þróttara en Gest- ur Bárðarson og Olafur Thorodd- sen voru þeir einu í liði Víkings sem eitthvað kvað að. Leikur ÍS og Breiðabliks var ekki eins skemmtilegur, ÍS vann örugglega 3:0. Úrslit hrinanna urðu 15:8, 15:2 og 15:7. I lið stú- denta vantaði þrjá af sterkustu leikmönnunum, Halldór, Júlíus og Björgvin, en eigi að siður var leikur þeirra sannfærandi. Beztir voru Indriði og Friðrik Guð- mundsson. Þórhallur Bragason var sá eini í Blikaliðinu, sem ógn- aði að einhverju ráði. —pól trslitakeppnin í yngri flokknnum hefist í kvölð RIÐLAKEPPNINNI í lslandsmótinu f handknattleik er nú lokið og úrslitakeppnin f hinum ýmsu flokkum hefst um helgina. Reyndar er keppni þegar lokið f 1. flokki kvenna þar sem Valskonur báru sigur úr býtum. Um helgina verður leikið til úrslita f 4. og 5. flokki karla og 3. flokki kvenna. Hefst úrslitakeppnin í þessum flokkum f Hagaskólan- um í kvöld klukkan 20.00. Verður fram haldið f Laugardalshöllinni kl. 12.30 á morgun og lýkur sfðan á sunnudaginn kl. 12.30. 1 hinum ýmsu flokkum hafa eftirtalin félög tryggt sér réttinn til að leika í úrslitum: 2. deild kvenna: UMFN, Haukar og Þór Ak. •1. flokkur karla: KR og Valur (fer fram í Laugardalshöll á sunnudag- inn klukkan 20.00.). 2. flokkur karla. Ármann, IR, Víkingur og Þór. 2. flokkur kvenna: Armann, Valur, Fram og Völsungur. 3. flokkur karla: Þróttur, Víkingur, Armann og Völsungur. 3. flokkur kvenna: Valur, Haukar, iBKog Völsungur. 4. flokkur karla: Haukar, Fram, KR og KA. 5. flokkur karla: ÍR, KR, Fram og KA. Hörð keppni hjá unglingum í júdó UNGLINGAMEISTARAMÓT Is- lands í júdó, fyrir pilta 15—17 ára, var haldið í húsnæði JFR við Brautarholt s.l. sunnudag. Til leiks mættu 26 keppendur frá 5 félögum og var oft hart og skemmtilega barizt eins og gjarn- an vill verða þegar piltar á þess- um aldri takast á f júdó. Urslit í einstökum flokkum urðu þessi: Þungavigt: 1. Sigurður A. Gunnarsson JFR 2. Egill Ragnarsson JFR 3. Öskar Knudsen Á Sigurður er gamalreyndur glímumaður og var greinilega beztur í þessum fiokki, en hann fékk verðuga keppni frá Agli, sem kom mjög á óvart í mótinu. Millivigt: 1. Daði Daðason UMFK 2. Björn Leifsson JRH Framhald á bls. 22 AlaMilanp ÁLAFOSSHLAUPIÐ fer fram á morg- un, laugardag, og hefst klukkan 14 á Vesturlandsvegi við Korpu Keppt verður i þremur flokkum, karlar hlaupa 6 km en kvennaflokkurinn helmingi styttri vegalengd Þá verður í fyrsta skipti keppt i flokkum unglinga 1 3- 15 ára og barna 12 ára og yngri. Þessir flokkar hlaupa 3 km. Hlaupinu lýkur við Álafossverksmiðjuna og þar verða verðlaun afhent íþróttafréttamenn og skíðaíþróttin BRÉF það sem hér fer á eftir barst Morgunblaðinu fyrir sfð- ustu helgi og var meining bréf- ritara að það birtist í blaðinu áður en fþróttafréttamenn héldu ráðstefnu sína um íþróttir og fjöl- miðla. Vegna þrengsla hefur bréf þetta orðið að bfða þar til nú, en fer hér á eftir án athugasemda. „Til íþróttafréttamanna Þegar íþróttafréttamann völdi íþróttamann ársins s.l. ár, hafði Gísli Halldórsson forseti I.S.I. orð á því, að hann saknaði skíða- manns í eitt af efstu sætunum. Ofur einföld skýring er á því. Iþróttafréttamenn hafa ekki verið viðstaddir eitt einasta skíða- mót í Alpagreinum á síðasta keppnistímabili, með þeirri undanteHningu þó, að íþrótta- fréttamaður sjónvarps sá punkta- mót í Skálafelli og Islandsmótið á Isafirði. Iþróttafréttamenn áttu að sjá sóma sinn í því að tilkynna almenningi, þegar val íþrótta- fólks ársins fór fram, að skíða- menn væru ekki með í þessu kjöri, þar sem þeir þekktu ekkert til afreka í þessari íþróttagrein nema af afspurn. Yfirmönnum sjónvarps vil ég benda á, að mjög ódýrt sjónvarps- efni hefur oft staðið til boða á skíðasvæðum Reykvíkinga. Er mér þá efst í huga öldungamótið, sem haldið var í Bláfjöllum á fögrum vordegi í fyrra. Þar kepptu nýliðar og gamlir kappar, og í þetta sinn voru það hinir áhugasömu unglingar, sem stjórn- uðu keppninni. Mikil ánægja ríkti þennan dag í Bláfjöllum, sem margir sjónvarpsáhorfendur hefðu án efa haft gaman af að taka þátt í. Þá er nýafstaðið skíðamót í Blá- fjöllum, þar sem allir bestu skíða- menn landsins kepptu I góðu veðri. Engir íþróttafréttamenn létu sjá sig fremur en endranær. Sig. Haukur Sigurðsson.“ Þau keppa áNM NORÐURLANDAMÓT pilta og stúlkna fer fram nú um helgina í Reykjavík og í Karlstad i Svíþjóð. Fyrsti leikurinn i piltamótinu fer fram i Laugardalshöllinni í kvöld og mæta íslendingar þá Norð- mönnum. Verður mótið sett klukk- an 20.00 af Gisla , Halldórssyni forseta ÍSÍ, en strax að setningar- athöfninni lokinni hefst fyrsti leikurinn. Fyrsti leikur islenzku stúlknanna á mótinu i Karlstad fer fram i fyrramálið og leika þær þá gegn Svíþjóð. Myndin hér til hliðar er af stúlknalandsliðinu. en piltalands- liðið er á myndinni hér fyrir neð- an. (Ijósm. RAX)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.