Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976 Söluverð miðað við fóðurgildi er kr. 30,00. Hagnaður verður því kr. 7,19 per kg. sem mundi skipt- ast milli verksmiðju og bónda, þar sem hráefnis-verð var ekki tekið með í dæmið. Hagnaður yrði raunverulega meiri en kr. 7,19 per kg þar sem hænsnaskíturinn tæki á sig hluta af afskriftum og vöxtum sem annars yrði fært á grasmjölið. Ef allur hænsna- skiturinn í landinu væri þurrkaður næmi það um 10.000 tonnum af þurrkuðum skít á ári að andvirði 300 milljónir kr. Fóðurgildi í þurrkuðum hænsnaskít (fyrir jórturdýr) er talið vera um 84 Ffe í 100 kg og 25% meltanlegt hráprótín. Einnig má svo blanda tólg og steinefnum í skitinn til að auðvelda notkun hans sé fóðrað með honum beint án íblöndunar í fóðurblöndur. Til þess að hefja vinnslu á hænsnaskit þyrfti að gera tiltölu- lega litlar breytingar á verk- smiðjunum. Aðaltilkostnaðurinn yrði varðandi aðdrætti á skít að verksmiðjunum, en þó gæti hann verið tiltölulega lítill í Gunnars- holti þar sem landgræðslan á dráttarbíl og vagn, sem þyrfti ekki annað en að smíða 20 tonna tank með dælu á, sem yrði hægt að setja á vagninn og taka af þegar nota yrði vagninn í þágu landgræðslunnar. A þessu má sjá að þær hug- myndir sem upp hafa komið um að gr'askögglar geti tekið að mestu við af fóðurinnflutningi okkar eru hugarórar einir þar sem ekki yrði hægt að nýta stóran hluta þeirra verksmiðja sem yrði að byggja nema í 3 mánuði á ári. Annar möguleiki er til við nýtingu á húsdýraáburði, en það er vinna metangass úr skítnum. Gasframleiðslan fer þannig fram að skíturinn er látinn i sérstakar þar til gerðar þrær og látinn vera þar í um það bil 1 mánuð við 35°C hita en á þeim tíma fer full gerjun fram. Við slíka gasfram- leiðslu má nota hænsnaskít svína- skít og kúamykju, og sennilega sauðatað. Gasið sem framleiðist við gerjunina í skítnum er blanda af koldyoxíði (30%) og metangasi (70%) og er ekki mjög eitrað né sprengihætta af því. Gasið brenn- ur með bláum reyklausum loga. Ein kýr skítur á innistöðu um 11 tonnum en úr því má vinna um 500 m3 af metangasi. 1 m3 af metangasi gefur af sér 10 kwst. sem þýðir að hver kýr gefur af sér 5000 kwst á ári að verðmæti miðað við heimilistaxta kr. 60.000. Að gasvinnslu lokinni má nota leifarnar tii áburðar, en áburðar- gildið rýrnar lítið við gasvinnsl- una. Ef ekki væri hverahiti eða ein- hverskonar afgangsorka til staðar þar sem vinnslan fer fram, má halda skítnum heitum með hluta af því gasi sem til verður, þar sem um 30% þeirrar orku sem fram- leidd er, þarf til að knýja vélar við framleiðsluna og halda hita á gerjunarþró. Tilkostnaðurinn við slíka gasvinnslu yrði að mestu fólginn i stofnkostnaði þar sem lítinn mannafla þarf við rekstur- inn, og er því útlit fyrir að gas- vinnsla af þessu tagi yrði mjög arðbær. A þessu má sjá að bæði þurrkun á skít og gasvinnsla úr honum eru mjög arðbær og yrði gjaldeyris- sparnaður verulegur þar sem allt hráefni er innlent, en fer nú að miklu leyti forgörðum. Þessar vangaveltur mínar eru ekki neinir hugarórar úr mér, heldur eru þær byggðar á stað- festri reynslu nágrannaþjóða okkar. 15 ^■/\/\/\/\/\/\/\/\/\/K/K/K/K/K/K/\/K/\/K/K/\/\/\/K/K/K/\/K/K/K/K/K/K/KA * I páskabaksturinn 5 Ibs. hveiti 255.- strásykur 1 kg. 140- V2 kg. flórsykur 85 - Vi kg. púðursykur 85 - 1 stk. smjörlíki 118,- 10% afsláttur af öllum páska eggjum. Fjölbreytt úrval. Askjör, Asgarði 22 Sími 36960 v wvvw Fermingarúr Model 1976 Pierpont, Jaquet-Droz, Camy, Atlandic, Romer, Certina, Favre-Leuba. Allar nýjustu gerðirnar af dömu og herraúrum. Vatnsvarin, höggvarin og óslítanleg fjöður. Verð gæði og útlit fyrir alla. Úr og skartgripir, Jón og Óskar, Laugavegi 70 Sendum í póstkröfu. Páskaegg 20% afsláttur í dag og á morgun Allt dilkakjöt á gamla verðinu Opið til 10 föstudag og 9 - 12 laugardag Brautryðjendur lækkaðs vöruverðs með lausum armi og innbyggðum fylgihlutakassa. nscchiTW FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 — sími 84670. Hún vegur aðeins um 12 kg. með tösku. Necci Lydia 3 er sérlega einföld í meðförum. Með aðeins einum takka má velja um 1 7 sporgerðir. beint vanalegt spor, beint teygjanlegt spor, zig-zag, satínsaum, skelfald, blindspor til að sauma tvöfalda efnisbrún við leggingarborðí teygjanlegan skelfald, overlock, parísarsaum, þrepspor, teygjufestispor, blindfaldspor, rykkingarsaum, oddsaum, tungusaum, rúðuspor, þræðingarspor. Auk þess má gera hnappagöt, festa á tölur og sauma úteftirvild. Fullkominn íslenzkur leiðarvísir fylgir. Verð aðeins 43.350 kr. Býður nokkur betur? Góð greiðslukjör. Fæst víða um land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.