Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRtL 17 Frímerki seld fyrir 1,3 milli. FRlMERKJAUPPBOÐ Félagí frímerkjasafnara var haldið síðastliðinn laugardag á Hótel Loftleiðum og var fjölmennt ilófst það kl. 14 og var lokið um kl. 16.30. Var uppboðið vel skipu- lagt af uppboðsnefnd F.F., en í benni eru Olafur Elíasson Oskar Jónatansson, Sigurður Agústsson og Sigurður P. Gestsson, en hann er jafnframt uppboðshaldari. Honum til aðstoðar að hluta var Jón Aðalsteinn Jónsson. Auk þess vinna ýmsir aðrir félagsmenn drjúgt starf 1 sambandi við hvert uppboð. Ljóst er, að frímerkjasafnarar kunna æ betur að meta þessi uppboð F.F., enda má segja, að þar sé oft hægt að gera mjög góð kaup. Ungir safnarar eiga þess kost að fá þarna góðan stofn í söfn sín á viðráðanlegu verði, og þeir, sem lengra eru komnir, geta einn- ig oft náð í sjaldgæf merki. Raun- ar má segja, að þá fari verulega að gæta í verðlagningunni, í hvernig ástandi frímerkin eru, ekki sízt hin elztu. Ræður þá að vonum miklu um verð lögmál framboðs og eftirspurnar, Dýrustu uppboðsefnin voru tvær stimplaðar seríur af Hóp- flugi Itala 1933 á 145 þúsund (með vottorði) og 130 þúsund. Engin boð komu í þessi merki, og eru þau þó mjög sjaldgæf stimpluð. Þá seldist ekki þriðja hæsta númerið, yfirprentað frímerki frá 1897, þrír/3 á 5 ára, sem virt var á 70 þúsund til byrjunarboðs. Enda þótt þetta sé hátt verð i krónutölu, hygg ég það sanngjarnt, þegar tillit er tekið til verðskráningar í listum, og eins þess, að þetta eru mjög fágætir hlutir. Hæst verð fékkst fyrir stimplaða fjórblokk af 5 kr. Tveggja kónga frímerki, sem var yfirprentað 10 Kr., eða 65 þúsund. Hæsta verð, sem fékkst fyrir skildingafrímerki, var fyrir ónotað 4 sk. merki, gróftakkað, eða 30 þúsund. kr., en lágmarks- boð þess var 13 þúsundir. Miðað við listaverð voru þetta góð kaup fyrir þann, sem boðið hlaut. Ann- ars bar ótrúlega mikið á því, að ekki var boðið í skildingafrímerki þau, sem þarna voru boðin upp. Var lágmarksboð þeirra þó í flest- um tilfellum sanngjarnt að margra dómi. Er ekki ósennilegt, að hér ráði miklu um, að vandlátir safnarar, sem eru langt komnir i söfnun sinni, gera miklar kröfur til gæða merkjanna og eins stimplunar þeirra. En mörg Aðalfundur Félags kjöt- verzlana I fréttatilkynningu frá Félagi kjötverziana kemur fram að aðal- fundur félagsins var haldinn fyr- ir skömmu. Formaður félagsins, Jón Sigurðsson, flutti skýrslu stjórnar. Var Jón einróma endur- kjörinn formaður félagsins, en með honum f stjórn eru Guðjón Guðjónsson, Valdimar Gfslason, Arsæll Þorsteinsson og Jón Ingi Júlíusson. Varamenn í stjórn eru Jón Júlíusson og Jón Bjarni Þórðarson. Þorvaldur Guðmunds- son var kjörinn fulltrúi f fulltrúa- ráð Kaupmannasamtakanna og Jón Júlfusson til vara. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Eyjólfur Guðmundsson og Hreinn Halldrósson. Verðlagsnefnd féiagsins skipa nú Arnþór Einarsson, Jón Eyjólfsson, Sverrir Sigurjónsson, Vigfús' Tómasson og Guðlaugur Guðmundsson. Valdimar Gíslason var settur til að endurskoða lög félagsins. 1 skemmtinefnd eru þeir Matthías Sigurðsson, Asbjörn Sveinbjörnsson og Hreinn Halldórsson. þeirra voru það, kallað er eftir- stimpluð eða stimpluð eftir beiðni, þ.e. eftir þann tíma, sem frímerkin giltu til burðargjalds. Eftirspurn er mjög vaxandi eftir frimerkjum á heilum umslögum fyrir 1940 a.m.k. og kom það m.a. vel fram á þessu uppboði. Sama er að segja um gömul fyrstadagsumslög, einkum frá því fyrir og um 1940. Frímerki með mynd Matthíasar Jochums- sonar frá 1935, stimpluð á útgáfu- degi, voru slegin á 19 þús. kr., og gott verð fékkst einnig fyrir Geysismerki frá 1938. Er ljóst, að söfnun þess konar umslaga er mikil. A uppboðinu var talsvert um góða stimpla, bæði kórónu- og númerastimpla, og hljóp mönnum kapp í kinn, þegar þeir voru boðn- ir upp, enda fóru sumir þeirra á allhátt verð. Við uppboðsverð leggst 20% söluskattur, en það telja frimerkjasafnarar með öllu óeðli- legt og r raun og veru rangt, því að sömu frímerkin ganga marg- sinnis kaupum og sölum milli manna og það oft á skömmum tima. Hafa samtök safnara reynt að fá leiðréttingu á þessu, en því miður án árangurs. Utlendingar, sem bjóða í frímerki, þurfa hins vegar ekki að greiða söluskatt og geta þar af leiðandi boðið hærra en innlendir safnarar treysta sér til. Þess vegna fer ýmislegt frímerkjaefni og vitanlega oftast hið dýrasta og bezta út úr land- inu, og allir hljóta að skilja, að slíkt er ekki æskilegt. Þá geri ég ráð fyrir, að þessi söluskattsinn- heimta ríkissjóðs hafi meðfram þau áhrif, að dýrustu frímerkín seljast ekki á sjálfum uppboðun- um, því að menn vilja að vonum komast hjá að greiða tugþúsundir ofan á annars há boð. J.A.J. a HÚSGAGNA SYNING Sérstök sölusýning á sænskum raðstóla- og sófasettum. Einstakt tækifæri til að tryggja sér fallegt sófasett eða raðstóla á sýningarverði. Núverandi sýningarverð og væntanleg verð á ULFERTS-húsgögnum. TEGUNDIR SÝNINGARVERÐ NÆSTA VERÐ YÐARÁGÓÐI KLACKEN-stólar 16.600,— 21.000,— 4.400.— KLACKEN-borð 9.000,— 11.500.— 2.500,— OLÉ-raðstólar (Beinir og horn) 24.700,— 30.000.— 5.300.— TUFF-raðstólar (Beinir og horn) 19.800.— 26.000,— 6.200,— ASTOR-raðstólar. Beinir. 37.200,— 45.000.— 7.800.— ASTOR-raðstólar. Horn. 48.900,— 60.000,— 11.100,— ASTOR raðstólasett: 6 sæta. (3 + 3) 258.300,— 323.000,— 64.700,— DRABAND-sófasett: 3 + 2+1 381.200,— 500.000,— 118.800,— DERBY-sófasett: 3 + 2+1 211.500,— 264.000.— 52.500,— RONDO-sófasett: 3 + 2+1 201.600,— 260.000,— 58.400,— ULFERTS SYNINGIN ER OPIN: 2. apríl-24. apríl mánud.- fimmtud. kl.! föstudaga laugardaga HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13 Reykjavik simi 25870 kl. 9-19 kl. 9-12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.