Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 1976 Kópasker: Rækjuvinnsla tekin til starfa I ráðstefnusal Hótels Loftleiða i gær. Ljósm. Friðþjófur. Meðaltalstjón á innbúi 85 þúsund krónur í skjálftanum mikla NV RÆKJUVINNSLA tók til starfa á Kópaskeri i gær, og á hún eftir að verða atvinnulífi þorps- ins mikil lyftistöng, að sögn Frið- riks Jónssonar, oddvita á Kópa- skeri, en þarna munu 12—14 manns fá vinnu. 2 bátar eru gerðir út á rækju frá Kópaskeri en Friðrik sagði að hámarkskvóti þeirra væri 6 tonn á viku og miðað við aflann undanfarið væru þeir fljótir að fylla hann. Þess vegna ætti að vera hægt að taka á móti rækju frá fleiri bátum, ef þeir fengju leyfi til rækjuveiða í Axarfirði. Rækjuverksmiðjan nýja á Kópaskeri átti að vera komin í gagnið í janúar eða febrúar, en því seinkaði af ýmsum ástæðum, m.a. vegna jarðskjálftans mikla. Friðrik kvað það hafa verið mikið átak að koma rækjuverksmiðj- Framhald á bls. 22 r Arsþing iðnrekenda: ..Krefjumst sömu starfsskilyrða og aðrir höfuðatvinnuvegir” — sagði Davíð Sch. Thorsteinsson í ræðu sinni Olafur Ragnarsson ritstjóri Vísis ÓLAFUR Ragnarsson tók í gær við starfi ritstjóra á dagblaðinu Vísi eftir því sem blaðið skýrir frá í gær. Ólafur hefur undanfarin tíu ár starfað sem dagskrár- og frétta- maður hjá Sjónvarpinu, og haft umsjón með og annazt gerð fjölda þátta fyrir sjónvarpið. Áður en hann tók til starfa hjá sjónvarp- inu hafði hann um skeið unnið við Alþýðublaðið. Ólafur Ragnarsson er liðlega þrítugur, Siglfirðíngur að uppruna og er kvæntur Elínu Bergs. Þau eiga tvo syni. 1 GÆR var sett lögbann á fund, sem Garðar Mýrdal og nokkrir aðrir stúdentar höfðu boðað til í nafni Stúdentafélags Háskóla Is- lands. Það var núverandi stjórn félagsins sem lét setja lögbannið á fundinn, Kjartan Gunnarsson, Sigurður Helgason, Anna Jóns- dóttir, Tryggvi Agnarsson og Geir Waage. Astæðan til þessara deilna er nýafstaðinn aðalfundur Stúdentafélagsins, þar sem Garð- ar og fylgismenn hans voru f miklum minnihluta og nýja stjórnin var kjörin án mótfram- boðs. Þeir véfengdu lögmæti kosningarinnar, þar sem röð dag- skrárliða á fundinum hafi verið breytt, og boðuðu þess vegna til fundarins, sem nú hefur verið sett lögbann á. Töluverður mannfjöldi var samankominn í Félagsstofnun Stúdenta um fjögurleytið í gær, þegar fundur Garðars og félaga hans átti að hefjast. Fulltrúi borg- arfógeta setti lögbannið á fund- inn og skýrði út fyrir Garðari og öðrum mönnum úr fyrrverandi stjórn félagsins, hvað lögbannið hefði i för með sér. Til nokkurra orðahnippinga kom með þeim og fulltrúa fógeta, en úrskurði hans var þó hlítt. Að þessu loknu var töluverður fjöldi manna eftir í Stúdentaheimilinu og ræddu mál- ARSÞING iðnrekenda var haldið í ráðstefnusal Hótel Loftleiða I gær. Fyrir hádegi flutti Davíð Scheving Thorsteinsson, for- maður Félags fslenzkra iðnrek- enda, ræðu þar sem hann fjallaði um stöðuna I landsmálum og þá sérstaklega um stöðu iðnaðarins. Um hádegisbil flutti Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra ræðu á þinginu og eftir hádegi kynnti Vilhjálmur Lúðvíksson drög að bæklingi sem Félag islenzkra iðnrekenda er að láta gera og fjallar hann um stefnu Islendinga í efnahagsmálum þjóðarinnar í heild. Síðdegis í gær voru almennar umræður um bæklinginn og iðnaðarmál almennt. ið óformlega, og gerðu báðir aðil- ar grein fyrir röksemdum sínum. Morgunblaðið sneri sér til Kjartans Gunnarssonar formanns Stúdentafélagsins og spurði hann, hvers vegna lögbannið hefði verið sett á. Hann sagði, að lögbannið hefði verið hrein neyðarráðstöf- un. Það væri ekki vilji stjórn- arinnar að færa deilur stúdenta út fyrir vettvang Háskólans. En það hefði verið skylda hennar að gæta hagsmuna félagsmanna, og auðvitað væri ekki unnt að sitja þegjandi undir því, að umboðs- lausir menn væru að boða til „aðalfundar" í Stúdentafélaginu. Það er nauðsynlegt að skera úr þessari deilu, sem hefur orðið til vegna þess eins, að Garðar og samstarfsmenn hans vildu ekki sætta sig við lýðræðislegar ákvarðanatökur og úrslit kosn- inga á aðalfundinum, og þess vegna var leitað til dómstólanna. I raun og veru er það Garðar Mýr- dal og félagar hans, sem settu málið fyrir dómstólana, sagði Kjartan Gunnarsson. Kjartan sagði að lokum: „Ég vona, að Garðar og aðrir menn í fyrrverandi stjórn félagsins fari að verða menn til að taka ósigri sínum og fara eftir lýðræðislegum leikreglum. Eg vil að lokum nota tækifærið til að skora á stúdenta að láta fé af hendi rakna upp í Davið Sch. Thorsteinsson Davíð Scheving Thorsteinsson var endurkjörinn formaður með kostnaðinn við lögbannið og aðrar aðgerðir til að ná rétti félags- manna. Stjórn Stúdentafélagsins Framhald á bls. 22 99,9% atkvæða, í stjórn sitja áfram án kjörs þeir Kristinn Guðjónsson i Stálumbúðum og Björn Guðmundsson f Sportver. Úr stjórn áttu að ganga Pétur Pétursson í Hydrol og Björn Þorláksson í Sanitas. Pétur gaf ekki kost á sér til endurkjörs en Björn var endurkjörinn og í stað Yfirlýsing frá Stúdentafélagi Há- skóla Islands. bls. 2. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Stjórn Stúdentafélags Háskóla tslands: Undanfarna daga hefur mjög verið deilt um málefni Stúdenta- félags Háskóla Islands, eins og stúdentar og allur almenningur hefur orðið var við. Fyrrverandi stjórn félagsins með Garðar Mýr- dal í broddi fylkingar hefur vé- fengt lögmæti kosninga á honum, þar sem röð dagskrárliða hafi ver- ið breytt með dagskrártillögu á fundinum, en hún var felld, og taldi hann á þeim tima ekkert ólögmætt við það, að fundurinn tæki sjálfur ákvarðanir um röð Péturs var kjörinn Hjalti Geir Kristjánsson hjá Kr. Siggeirssyni, en hann hafði verið varamaður í stjórn. Varamenn eru nú Sveinn S. Valfells og Agnar Kristjánsson. I þingræðu Davíðs Schevings Thorsteinssonar fjallaði hann um tekjur og skuldir iandsmanna, Framhald á bls. 22 dagskrárliða, enda er aðalfundur æðsta úrskurðarvald í málefnum dagsins. Og skoðun Garðars á þeim er vissulega rétt. I framhaldi af stjórnarskiptun- um hefur hin nýkjörna stjórn haf- ið störf og hélt félagið sinn fyrsta almenna fund á árinu sl. miðviku- dag, og var hann fjölsóttur. Garð- ar Mýrdal og félagar hans hafa hins vegar ekki sætt sig við úrslit á aðalfundi. Þeir hafa í full- komnu heimildarleysi stjórnar- innar boðað til nýs aðalfundar í félaginu 1. apríl. Hin nýkjörna stjórn hefur skorað á þá að draga þetta fundarboð til baka, en Garð- ar hefur ekki orðið við þeirri áskorun. Jafnframt efndi stjórnin til fundar með fyrri stjórn sl. mánudag i því skyni að gera enn eina tilraun til að fá Garðar og félaga hans til að viðurkenna og sætta sig við úrslitin á aðalfundin- um. En þeir hafa ekki orðið við því. Þá hefur það einnig gerzt, að reynt hefur verið af hálfu þeirra, sem ósigur biðu á fundinum, að tengja stjórnarskiptin við svo- nefnt „bollumál", sem verið er að rannsaka hjá Sakadómi og Sak- sóknara. Þetta hefur verið gert í sérstakri aukaútgáfu Stúdenta- blaðsins og i grein Garðars Mýr- dals í Morgunblaðinu 31. marz sl„ þar sem hann reynir að tengja saman kosningarnar og „bollu- málið“. Hið rétta er, að aðdróttan- ir þessar eru úr lausu lofti gripn- ar, og hin nýkjörna stjórn Stú- dentafélagsins hefur lýst þeim vilja sínum á opinberum vett- vangi að rannsókn þessa „bollu- máls“ verði sem rækilegust og nákvæmust. Garðar Mýrdal og félagar hans boðuðu til nýs aðalfundar Stúdentafélagsins i gær. Hin ný- kjörna stjórn lagði lögbann á þennan „aðalfund“ Garðars og fé- Framhald á bls. 22 Margir hlupu fyrsta apríl þegar þeir vildu fá sér ódýr litsjónvörp APRtLGABB Morgunblaðsins 1 gær var lítið og ekki áberandi, og varð það væntanlega til þess öðru fremur að mjög margir lögðu trúnað á það og hlupu 1. apríl. Þrjár rammafréttir á baksiðunni komu til greina sem gabbfréttir. Ein þeirra var gabb, fréttin um tækið, sem breytti svarthvítum sjónvarps- tækjum í lit, en hinar fréttirn- ar, um mikinn afla hjá Skuld VE og fréttun um útboðin voru báðar sannar. Strax í gærmorgun urðu símalínur radíóverzlana í bæn- um rauðglóandi. Fólk vildi tryggja sér tækin, því birgðir voru takmarkaðar og verð ótrú- lega lágt. Voru jafnvel dæmi til þess að fólk kæmi með sjón- varpstæki í bíl sínum að versl- ununum. Eins og vænta mátti urðu starfsmenn viðkomandi verzlana argir yfir ónæðinu og þegar á morguninn leið gáfu sumir þeirra upp síma Morgun- blaðsins og sögðu fólki að það væri sími innflytjandans og bezt væri að hafa samband við hann. Vonandi hafa lesendur blaðsins ekki haft of mikinn ama af þessu gríni. Fjölmiðlar landsins birtu all- ir gabbfréttir í gær og sumir jafnvel tvær og þrjár slíkar fréttir. Kiartan Gunnarsson T • • 1 • s.f.h.i.: „Logbanmd var hrein neyðarráðstöfun ” Stjgrn Stúdentafélags • 1 ' * Háskóla Islands: X 111 lj Olllg vegna lögbanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.