Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 27
27 r — I stöðnun Framhald af bls. 12 „Detente... brýtur ekki hið minnsta í bága við lögmálið um stéttabarárru." Og hann bætti við .jafnvel þótt tilslakanir bjóði upp á tímabundinn hagn- að, skaðar slíkt alltaf flokkinn, þegar öll kurl eru komin til grafar." Brezhnev skýrði þetta ekki nánar, enda gerðist þess líklega engin þörf. Það var mörgum erlendum fréttamönnum enn betur ljóst en áður eftir að hafa fylgzt með þinginu að hin alþjóðlega hreyfing kommúnista er ekki lengur það sem hún var fyrir örfáum áratugum. Sovézki flokkurinn hefur tekið litlum breytingum á undangengnum árum og gerir ekki tilraun til að sveigja sig að breyttum almenn- um viðhorfum og aðstæðum i heiminum. Aðferðirnar sem beitt er eru hinar sömu, mennirnir í valdastólunum eru sömu mennirnir og þeir eru aukinheldur orðnir gamlir menn. Engin ný andlit skutu upp kollinum á þinginu. Síðan flokksþing var haldið síðast hefur Brezhnev losað sig við þrjá úr Æðsta ráðinu, Shelsst og Voronov árið 1973 og hinn metnaðarsama Shelepin siðasta vor. En þeir menn sem komu í staðinn boða engar breytingar — enga þróun, Andropov, Gretsko og Gromyko. Eini maðurinn sem var forframaður er Grigori Homanov sem gárungar kalla nú unglinginn í Æðsta ráðinu, enda er hann langtum yngri en allir aðrir í ráðinu, eða aðeins 52ja ára. Það er kunnugt að Sovétríkin hafa orðið fyrir ýmiss konar áföllum í efnahagslífi sínu á síðustu fimm árum. Þrátt fyrir það var þó næsta fimm ára áætlun samþykkt mótatkvæða- laust og þeir sem ábyrgðina voru taldir bera á óförunum voru að sjáifsögðu látnir víkja. 1 ræðu Kosygins kom fram að stefnt er að framleiðslu- aukningu sem fyrr og veróur miðað að því að auka mest framleiðslu matvæla en yfir- leitt hefur þungaiðnaður haft forgang. Kosygin reyndi að drepa hinum miklu áföllum á dreif með því að leggja þunga áherzlu á efnahagskreppu Vesturlanda sem sannaði úrelt kerfi sem þau byggju við. Bandariski kommúnistaforing- inn Gus Hall tók í sama streng og dró upp hina hrikalegustu mynd af efnahagsástandinu í Bandaríkjunum. Kosygin reyndi að skclla skuldinni að meginhluta á veðurfar, en vegna uppskerubrests urðu Sovétríkin að kaupa milljónir tonna af korni frá Bandaríkjunum og öðrum lönd- um, eins og frægt er. Að sjálf- sögðu vék forsætisráðherrann ekki að þeim óhemju miklu framlögum landsins til hermála sem voru á sl. ári um það bil 141 milljarður dollara, miðað við 94 milljarða dollara sem Bandaríkjamenn vörðu til slíkra liða. Kosygin sagði að framleiðsluaukningu yrði náð sem byggðist á vísindalegum og tæknilegum framförum og hvatti hann sovézka verkamenn til dáóa og afkasta meira en áður. Það var niðurstaða frétta- manna og sérfræðinga að flokksþing þetta hefði ekki orðið neitt tímamótaþing á einn né neinn hátt. Sovézki flokkur- inn væri jafn steinrunninn og hann hefði verið og örlaði ekki á breytingum, að minnsta kosti ekki i efstu forystunni. Ekki var vikið að andófi og mannréttindabaráttunni svo að neinu nemi. Einn Kremlasér- fræðingur orðaði það svo er hann dró saman niðurstöður sínar um þingið: „I stöðnuninni liggur hættan fyrir Sovétrikin. Báknið er óumbreytanlegt. Mennirnir sem stjórna eru gamlir orðnir, þegar þeir loks hafa klifrað upp á efsta þrep metorðastigans. En undir ísilögðu yfirborðinu er Rússland sjálft að breytast.“ (Heimildir m.a. (íuardian, Time, Daily .Telegraph, Economist) — Grásleppu- hrogn Framhald af bls. 10 hætta verður á gerlum þar sem minni gerlafjöldi kemst í hrognin. Samstæðan afkastar 350—400 litrum á klukkustund (3—4 tunn- um). Fyrsta samstæðan var seld til Húsavikur, en hægt verður að framleiða 5 vélar á hverjum tveimur vikum. Samstæðan er smíðuð á nokkrum stöðum. Á síðast liðnu ári framleiddu Islendingar um 15 þúsund tunnur af grásleppuhrognum til útflutn- ings. — Almennur fundur Framhald af bls. 10 varlegt sé aó treysta um of og of lengi á slíkan vinnuir.arkað sem aðaluppistöðu atvinnu verkafólks í heilu byggðarlagi. Samhliða verði að gera ráðstafanir til upp- byggingar trausts og varanlegs at- vinnulífs. Nú hafa tekið höndum saman verkalýðsfélögin, sveitarstjórnir og sýslunefnd Rangárvallasýslu og boðað til almenns borgara- fundar um atvinnumál héraðsins, sem haldinn verður laugardaginn 3. apríl n.k. kl. 14 í Hellubíói. Til fundarins hefur sérstaklega verið boðið félagsmálaráðherra, Gunnari Thoroddsen, þingmönn- um Suðurlandskjördæmis og full- trúum Alþýðuflokksins og Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna. Framsögu á fundinum hafa: Sigurður Öskarsson, fulltrúi Verkalýðsfélagsins Rangæings, og Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri á Hellu. Fundarstjórar verða Hilmar Jónasson, formaður verkamannadeildar Rangæings, og Ölafur Guðmundsson, bóndi Hellnatúni. — Dagskrá Framhald af bls. 13 Dagverðargerði i Hróars- tungu, Kristján Ingólfsson, námsstjóri, Reyðarfirði, og Sigbjörn Kjartansson, nemi, Höfn; Hornafiröi. 1 hléi leikur kammersveit frá lsafirði. Spurningarnar valdi Helgi Skúli Kjartansson. Spyrjandi Jón Ásgeirsson og dómari Ingibjörg Guð- mundsdóttir. 21.05 Læknir til sjós Brezkur gamanmyndaflokk- ur Laumufarþeginn Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.30 Þá syntu birnir í Temsá Brezk mvnd um veðurfars- breytingar i Evrópu sfðan á fsöld. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.20 Heimili á hjólum (The Long, Long Trailer) Bandarísk bíómynd frá ár- inu 1954. Aðalhlutverk Lucille Ball og Desi Arnaz. Nicholas þarf að vera á sí- felldum ferðalögum vegna vinnu sinnar. Tracy kona hans fær hann þvi til að kaupa stórt hjólhvsi, sem á að vera heimili þeirra. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 23.50 Dagskrárlok. — Frumvarpið Framhald af bls. 10 greiðslukerfi sem þieir lögðu til, enda muni það skila Lánasjóði eins miklu i endurgreiðslum og hægt er að fara með sanngjörnu móti fram á. Fleiri athugasemdir eru við frumvarpið m.a. að námsmenn telja að allir þeir sem náð hafa 20 ára aldri og stunda nám í sérskól- um fái kost á námslánum og einn- ig að jafnaðarstyrkir sem gert er ráð fyrir i frumvarpinu miði að því að jafna kostnað allra náms- manna vegna búsetu. Ennfremur telur Kjarabaráttunefnd þá breytingu undarlega að fella eigi niður fulltrúa háskólaráðs i stjórn Lánasjóðs en fulltrúar mennta- málaráðs verði tveir í stað eins áður. Yrði ráðuneytinu þar með tryggður meirihluti atkvæða við allar ákvarðanatökur innan stjórnar LlN. Þá er það krafa Kjarabaráttu- nefndar að námsmenn beri einir ábyrgð á skuldum sínum við Lánasjóðinn en þurfi ekki áfram að afla sér ábyrgðarmanns fyrir námslánum sínum. Innan skamms mun Kjarabar- áttunefnd halda almennan fund um lánamálin og verða væntan- lega á þeim fundi endurskoðunar- nefnd, menntamálanefnd og menntamálaráðherra að því er Kjarabaráttunefnd sagði á fund- inum. ODYR OG GOÐUR Bráðnar vel og því hentugur til matargerðar. Byggjum upp borðum Bragðgóður á brauði, enda gerður úr Gouda og Óðalsosti. Skerið hann helst með strengskera. ost v-» V V \ ,* i * K <> » V K * * O ostur eykurorku léttir kmd Öryggishjálmar opnir og lokaðir Eigum jafnan mikið úrval öryggishjálma, sem hlotið hafa viðurkenningu í Evrópu og Bandaríkjunum sem skíða-, vélsleða-, vélhjóla, mótorhjóla- og bílarallyhjálmar. Andlitshlífar úr glæru, reyklitu og gulu öryggisgleri, einnig mótorhjólagleraugu og baksýnispeglar fást í úrvali. Verðið er ótrúlega lágt. Sendum gegn póstkröfu. öryggi á vegum og vegleysum. flUFTL FALKINN Suðuriandsbraut 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.