Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 — Spánn Framhald af bls. 1 alvarlega ákæra hefur vakið furðu. Að því er spurt hvort stjórnin ætli ekki að standa við loforð sín um pólitískar umbætur að sögn kunnugra. Stjórnmálafréttaritarar segja að afstaða stjórnarinnar til bandalagsins geti valdið klofningi í henni og veikt 'stöðu Fraga innanríkisráðherra, sem er aðal- hvatamaður pólitískra umbóta. — Líbanon Framhald af bls. 1 og sagði að enginn gæti sagt þeim fyrir verkum. Junblatt sagði að afsögn Franji- ehs væri ekki lengur meginmark- miðið heldur baráttan fyrir breyt- ingum á stjórnkerfinu, múha- meðstrúarmönnum i vil. Junblatt skýrði frá vopnahléinu að loknum fundi með helztu foringjum vinstrimanna og Arafat. Margir óttast að bardagar hefjist aftur ef ef ekki miðar i samkomulags átt áður en vopnahléð rennur út. — Sovétbotur Framhald af bls. 1 notum i 80—90 þúsund feta hæð. Aftur á móti væri auðvelt að hafa Foxbat-þoturnar ;neð flug skeytum af gerðinni Nike Hercules í 90.000 fetum. Auk þess yrðu orrustuþotur af gerð- inni MIG-25 að fljúga hægar og í minni hæð en njósnaþotur af þeirri gerð. Orrustuþotur NATO geta stöðvað flugvélar sem fljúga í 80.000 fetum og á hálfum hraða hljóðsins. Verið getur að Rússar hafi ákveðið að nota Foxbat vegna veikleika í njósnahnattakerfi NATO samkvæmt heimildun- um í Briissel. Að sögn brezka tímaritsins New Scientist hafa Foxbat-þoturnar bækistöðvar skammt fráDresdení Austur- Þýzkalandi og Gdansk í Pól- landi. Timaritið segir að NATO taki í notkun síðar á árinu nýja þotu af gerðinni F-15 Eagle sem geti stöðvað Foxbat. — Sektir Framhald af bls. 40 gerður upptækur, nema hjá einum. Mál skipstjórans á Fram AK var tekið fyrir í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Það var Jón Abraham Olafsson, sem kvað upp dóminn, og var skip- stjórinn dæmdur í 400 þúsund króna sekt eða sæta varðhaldi ■ tvo mánuði. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Skipstjóri viðurkenndi brot sitt. A Selfossi kvað Jakob Hafstein upp dóm yfir skip- stjórunum á Stakki frá Stokks- eyri og Úlafi Magnússyni frá Eyrarbakka. Skipstjórar bát- anna viðurkenndu brot sín. Þeir voru dæmdir í 250 þús- und króna sekt og afli og veiðarfæri bátanna var gerð upptæk. Allan Magnússon kvað sfðan upp dóma yfir skipstjórunum á Vestmannaeyjabátunum Suðurey, Sævari, Illuga og Haferni og Reykjavíkurbátn- um Helga Bjarnasyni. Skip- stjórar Vestmannaeyjabát- anna voru dæmdir í 230 þús- und kr. sekt og afli og veiðar- færi bátanna voru gerð upp- tæk. Til vara er 30 daga varð- hald. Skipstjórarnir áfrýjuðu ekki dóminum, en tóku sér frest til þess. Þá var skipstjórinn á Helga Bjarnasvni dæmdur í 120 þús. kr. sekt, en hann var eingöngu dæmdur fyrir ólöglegan veiðarfærabúnað. — BSRB Framhald af bls. 40 hlutfalli við hækkun framfærslu- vísitölunnar umfram 612 stig eða umfram þá vísitölu, sem reiknuð var út 1. febrúar síðastliðinn", eins og segir í samningnum. Mið- ast því launagreiðslur við stöðu framfærsluvísitölunnar 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember 1977 og enn- fremur 1. febrúar og 1. maí 1978. Undanskilinn í vísitölunni er launaliður bóndans í vísitölunni og hækkun vegna hækkunar á verði áfengis og tóbaks. Engar láglaunauppbætur eru i þessum samningi, þar sem BSRB hafði þegar samið um hækkun á launum opinberra starfsmanna, sem kom í stað fyrstu hækkunar almennu samninganna, en þar fylgdi láglaunauppbót, svo sem kunnugt er. Því kemur heldur ekki hækkun við upphaf þessa nýja samnings og engin fyrr en 1. júlí 1976. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sem sagði Mbl. frá ofan- greindum atriðum samningsins, kvað ennfremur nokkrar breyt- ingar hafa orðið á launastigum, sem byggðar hefðu verið á þessum áðurgreindum hækk- unum. Ennfremur kvað hann hafa verið samið um kjör vakta- vinnumanna og fleira. Hann kvað bandalgið hafa mjög breitt samn- ingssvið. Kristján sagði að merkasti þáttur þessara samninga hefði verið samningsréttarmálið og sá takmarkaði verkfallsréttur, sem bandalagið hefur haft á stefnu- skrá sinni frá því er það var stofn- að 1942. Hefur það ályktað um verkfallsrétt á öllum þingum sín- um um alllangt skeið og lagði út i mikla baráttu, sem hófst á for- mannafundi samtakanna í fyrra í júnímánuði. „Ég tel þetta stóran áfanga fyrir okkur, sem engan verkfallsétt höfðum áður,“ sagði Kristján Thoriacius og bætti við: „Þá vil ég og að fram komi í sambandi við öryggisgæzlu og heilsugæzlu, hjúkrun o.fl., að þá leggur BSRB mikla áherzlu á að allri slíkri þjónustu sé haldið uppi eins og þörf er á, komi ein- hvern tíma til verkfalls." Telur BSRB raunar að um slíkt þurfi ekki sérstaka löggjöf svo sjálf- sagður hlutur sem það er. En þrátt fyrir það að BSRB líti á niðurstöður samningsréttarmál- anna sem einhvern merkasta áfanga þessara samningavið- ræðna, eru ’ekki allir opinberir starfsmenn þar á einu máli. Morgunblaðinu barst í gær yfir- lýsing frá Höskuldi Jónssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu, og Þorsteini Geirssyni, deildarstjóra í fjármálaráðuneyt- inu, en hana undirrita þeir fyrir hönd fjármálaráðherra: „I framhaldi af viðræðum full- trúa BHM og fjármálaráðuneytis- ins um samningsréttarmálin skal það tekið fram, að það frumvarp til laga um kjarasamninga opin- berra starfsmanna, sem byggt verður á samkonjulagi við BSRB, nær ekki til BHM eða félaga, sem nú eru innan vébanda BHM. Akvæði núgildandi laga nr. 46/1973 um kjarasamninga opin- berra starfsmanna, laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og efnis- atriði laga nr. 33/1915 um verk- fall opinberra starfsmanna, munu þvi gilda áfram um félagsmenn BHM. Fjármálaráðherra er enn sem fyrr reiðubúinn til að beita sér fyrir áframhaldandi viðræðum við BHM um samningsréttar- málin Og vill stefna að því að lausn finnist á ágreiningsatriðum aðila fyrir 1. júlí 1977.“ Einnig barst Morgunblaðinu i gær fréttatilkynning frá Banda- lagi háskólamanna, BHM, þar sem segir að vegna takmarkaðs frétta- flutnings ríkisfjölmiðlanna undanfarið um samningavið- ræður opinberra starfsmanna og ríkisins um samningsrétt, telji bandalagið nauðsynlegt, að eftir- farandi komi fram: „BHM hefur frá því í nóvember s.l. átt viðræður við samnings- réttarnefnd ríkisins um samn- ingsrétt opinberra starfsmanna. Slitnað hefur nú upp úr þessum viðræðum. Meginorsök þess er sú, að BHM telur að drög þau, sem samkomulag hefur orðið um milli BSRB og ríkisins séu óaðgengileg og feli í heild ekki í sér framför frá núgildandi lögum. Helztu gallar þessa samkomu- lags eru eftirfarandi: Samningstími er lögbundinn. Gert er ráð fyrir, að hann verði mjög langur eða tvö ár og er aug- ljóst, ef litið er á þróun síðustu árin, að slíkt er nánast ófram- kvæmanlegt nema tryggður sé einhver endurskoðunarréttur á samningstímabilinu. - Slíkan endurskoðunarrétt hafði samn- ingsréttarnefnd ríkisins boðið, en féll síðan frá því tilboði á síðustu stundu. Þá var gert ráð fyrir, að mjög fjölmennur hópur hefði ekki verkfallsrétt og auk þess heimilt að svipta enn fleiri þeim rétti, ef þurfa þætti. Hefðu þannig heil félög innan BHM nánast verið án þeirra réttinda, sem um var verið að semja. Enn er í samkomulaginu gert ráð fyrir skerðingu á lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Loks er endurkoðun laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna frestað, en það er eindregin skoðun BHM, að nauðsynlegt sé að endurskoða þau lög um leið og lög um kjarasamn- inga. Núgildandi lög um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna munu þvi fyrst um sinn gilda um félagsmenn BHM, en samninga- viðræður um lagasetningu um samningsrétt þeirra verða væntanlega teknar upp fljótlega." — Kópasker Framhald af bls. 2 unni upp, en hún kostaði í kring- um 20 milljónir króna. Að öðru leyti kvað hann at- vinnulíf staðarins sem óðast vera að komast í eðlilegt horf. Viðgerð væri þó ekki enn hafin á húseign- um á staðnum eftir skjálftann mikla enda væri ekki búið að ljúka mati á skemmdum sem orðið hefðu á húsum. Væri beðið eftir Því að snjór hyrfi af jörðu. Hins vegar kvað hann búið að meta skemmdir á innbúi ibúanna, og eftir því sem matsmaðurinn hefði sagt honum væri meðaltals- tjónið á hvert heimili um 85 þúsund krónur. Sér væri þó ekki kunnugt um heildarfjárhæðina, þar eð hann vissi ekki hve mörg heimilin væru. — Sigldu á Tý Framhald af bls. 40 ins. Við það urðu nokkrar skemmdir á varðskipinu. M.a. lagðist skorsteinn þess meira saman, en hann laskaðist fyrir nokkru í ásiglingu, gat kom á þyrludekkið og rekkverk lagðist inn. Við ásiglinguna komu tvö göt á freigátuna og varð hún að snúa frá á meðan verið var að þétta götin. Gunnar Olafsson, skipherra hjá Landhelgisgæzlunni, sagði að kl. 16.28 og kl. 16.35 hefði Salisbury siglt á varðskipið en engar frekari skemmdir orðið. Freigátan sigldi á varðskipið á ný kl. 17.35. Kom freigátan þá fram með varðskip- inu stjórnborðsmegin og beygði fyrir það. Við það lenti Týr á bakborðssíðu freigátunnar. Lítið sá á varðskipinu eftir ásigling- una, þar eð gamlar skemmdir lentu á freigátunni. Síðan gerðist ekkert fyrr en kl. 19.21 þá sigldi Salisbury fram með stjórnborðssíðu varðskipsins og beygði þvert á síðu þess aftan til. Við þaö lagðist rekkverk á þyrluþilfari inn og hnífill aftan til á freigátunni kýldi niður lunn- inguna aftanverða og dæld kom í þilfarið. A meðan á þessu stóð bættist Tartar í hópinn á ný og kl. 19.45 sigldi það á varðskipið bakborðs- megin. Skuthorn varðskipsins og afturhluti lunningar lenti á mið- síðu freigátunnar. Við það laskað- ist lunning varðskipsins verulega. Eftir þennan árekstur tókst varðskipinu að sleppa frá freigát- unum inn fyrir 12 mílna mörkin. Og eins og fyrr segir sáu varð- skips menn aldrei togara á meðan á aðförinni stóð. — Stjórn Stúd- entafélagsins Framhald af bls. 2 laga. Lögbannið var hrein neyðar- ráðstöfun, sem ekki var unnt að komast hjá vegna atferðis Garðars og félaga hans. Við, sem sitjum í nýju stjórninni, höfum engan áhuga á því að draga deilur stúdenta út úr háskólanum og fyrir dómstólana. Hins vegar ber okkur ga^nvart félagsmönnum skylda til að vernda hagsmuni Stúdentafélagsins, sem við höfum verið kjörin til að gæta. Og við höfum ekki heldur áhuga á því að liggja undir sífelldum áburði um, að við séum ekki lögleg stjórn félagsins. Okkur var því nauð- ugur einn kostur að setja lögbann á fund Garðars og samstarfs- manna hans til að fá þetta mál útkljáð. Stjórn Stúdentafélagsins vonar að úr þessu verði skorið sem fyrst og að Garðar og samstarfsmenn hans hliti lýðræðislegum leikregl- um og lögum, þó að þeir hafi fram að þessu haft þau að engu. Reykjavík, 1. apríl 1976, I stjórn Stúdentafélags Háskóla Islands. Kjartan Gunnarsson, Sigurður Helgason, Geir Waage, Tryggvi Agnarsson, Anna K. Jónsdóttir. — Kjartan Framhald af bls. 2 hyggst efna til almennrar söfn- unar með stúdentum til að standa straum af þessum kostnaði." Þá hefur Mbl. borizt svohljóð- andi „fréttatilkynning frá al- mennum fundi stúdenta". Að kröfu Kjartans Gunnarsson- ar, o.fl., sem telja sig réttkjörna stjórn stúdentafélags Háskóla Is- lands var sett lögbann á fram- haldsaðalfund þann í félaginu sem fráfarandi stjórn hafði boðað til kl. 16 i dag. Tryggingarféð var 100000 kr. ábyrgð frá Verzlunar- banka íslands h.f. Voru bæði gerðarþolendur og gerðarbeið- endur viðstaddir. Eftir að lög- bannsaðgerðin hafði náð fram að ganga og verið lesin upp yfir fjölda viðstaddra var skotið á al- mennum fundi stúdenta. Var þar rætt um málefni stúdentafélags- ins og loks samþykkt svohljóðandi ályktunartillaga með 199 atkvæð- um gegn 10. TILLAGA TIL ALYKTUNAR Fjölmennur fundur stúdenta i Félagsheimili stúdenta 1. apríl 1976 kl. 16. vottar þeirri stjórn Stúdentafélags H.I. sem Garðar Mýrdal er formaður fyrir fyllsta traust og lýsir yfir fordæmingu á lágkúrulegum samsærisvinnu- brögðum Kjartans Gunnarrsonar og fleiri. Fundurinn lýsir þvi yfir að hann telur s.n. stjórn S.F.H.l. sem Kjartan Gunnarsson telur sig formann fyrir algerlega ólögmæta en að stjórn með Garðari Mýrdal sem formann sé hin eina lögmæta stjórn S.F.H.Í. — Loðnan Framhald af bls. 40 Grindavík um kl. 16 í gær’og var strax kastað. Að sögn Hjörvars höfðu þeir eingöngu fengið hæng þannig að hann gat ekkert sagt um ástand hrygningarloðnunnar. Taldi hann samt að nokkurt magn væri þarna á ferðinni, þar sem þeir hefðu lítið þurft að hreyfa sig milli kasta. Einhver skip eins og t.d. Sigurð- ur RE voru að hætta loðnuveiðum í gær. Var búið að taka nót Sig- urðar á land í Vestmannaeyjum, en þegar fréttist um loðnuna sem Börkur hafði kastað á, var nótin tekin um borð á ný og haldið til veiða. Gunnar Hermannsson, skip- stjóri á Eldborgu GK, sem var á veiðum úti af Svörtuloftum, sagði í samtali við Morgunblaðið i gær- kvöldi, að þeir væru búnir að fá 400 tonn og Gísli Árni væri farinn í land með yfir 400 tonn. Mun Gísli Árni hafa fengið 300 tonna kast. Fleiri skip voru á þessum slóðum og voru öll búin að fá einhvern afla. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur sagði, að ef það væri rétt að Börkur hefði eingöngu fengið hæng, þá benti það til þess, að loðnan á þessum slóðum væri komin að hrygningu eða búin að hrygna, en kynin aðskildu sig ekki fyrr en komið væri að hrygn- ingu. — Pólyfónkórinn Framhald af bls. 3 skorti á samræmi í taktinum við hljómsveit heimamanna. Ingólfur Guðbrandsson stjórn- andi reyndi af skynsemi að þræða meðalveginn i flestu og flutningn- um var verulegur ávinningur að einsöng Kathleen Livingstone (sópran), Ruth Magnússon (alt), Neil Mackie (tenór) og Glynn Ðavenport (bassa).“ Fyrirsögnin í The Scotsman er „Islenzkur Messías" og segir þar: „Það er sjaidgæft að sjá brezkan kór vagga sér og hreyfa höfuðin og nóturnar i takt við tónlistina og nokkra söngvarana klappa saman höndum og finna kórinn gefa sig allan i tónlistina sem einn maður. Það er algengari sjón á meginlandinu, og flutningur Pólifónkórsins frá Reykjavik, Is- landi, á „Messiasi" í St. Cuthbert’s Church i gærkvöldi hafði svo sannarlega meginlands- yfirbragð; manni fannst sem verkið hefði átt að syngja í einni af þessum þýzku útfærslum sem færa Hándel svo nálægt Bach. Því að þessi kór hefúr hinn hvassa, sveiflandi tón þýzkra og mið-evrópskra kóra, með eldleg- um takti, hóflegri en glitrandi blæbrigðaauðgi, og söngurinn ákafur og hnitmiðaður. Einnig var ágæt „mezza voce“ og sópran- arnir áttu til að svífa burt í léttum áherzlum, sem báru vitni prýði- legri tækni og stjórn. Stjórnandinn, Ingólfur Guð- brandsson, á því allan heiður skil- inn fyrir að hafa smíðað úr kór sinum svo ágætt hljóðfæri." 1 framhaldi af þessu og viðræð- um við Wladimir Ashkenazy, sem leikið hefur mörg af verkum Rachmaninoffs á hljómplötur hjá Decca, óskaði Decca eftir hljóðrit- un af söng kórsins og fékk sýnis- horn af flutningi kórsins á Messíasi. Töldu forstjórar Decca sönggæði kórsins slík, að þeir tjáðu sig reiðubúna til samninga. (Fréttatilkynning frá Pólyfónkórnum.) — 2/3 seld Framhald af bls. 3 um frá helztu bönkum virtist svo sem um 80% þeirra væru þegar seld. Þeir sjö flokkar happdrættis- skuldabréfa, sem áður hafa verið boðnir út, eru samtals að fjárhæð um 1.110 milljónir króna og hefur fénu verið varið til hringvega- gerðar og til að fullgera Djúpveg. Að þessu sinni er hins vegar ætl- unin að nota féð sem inn kemur til framkvæmda við Norður- og Austurveg. Allir fyrri flokkar hafa selzt upp á skömmum tíma, og samkvæmt upplýsingum Stef- áns Þórarinssonar virðist svo einnig ætla að verða nú. — Ársþing Framhald af bls. 2 spurninguna um atvinnuleysi, efndir EFTA-samnings og tillög- ur um aðgerðir í tollamálum, skattamálum, fjármálum, tækni- málum, verðstöðvunum, innkaup- um opinberra aðila, kjarasamn- inga og stóriðju. I lokaorðum sínum sagði Davíð: Að lokum vil ég taka enn einu sinni fram, að iðnaðurinn fer ekki fram á nein forréttindi, en við krefjumst: — Sömu starfsskilyrða og aðrir höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar njóta. — Sömu starfsskilyrða og erlendir keppinautar okkar njóta, hver í sínu landi. — Sömu starfsskilyrða, þar með talið orkuverð, og útlendingar njóta á Islandi. Verði þessar kröfur okkar upp- fylltar er ég sannfærður um að leysast mun úr læðingi sá skap- andi kraftur, sem með þjóðinni býr, en fær ekki að njóta sín við núverandi skilyrði. Lífskjör munu aftur geta farið batnandi, landið mun geta boðið hverri vinnandi hönd starf við sitt hæfi og grundvöllur sjálfstæðis þjóðarinnar og áframhaldandi búsetu í landinu treystur. — íþróttir Framhald af bls. 39 3. Jón I. Benediktsson JFR Daði er orðinn allreyndur keppnismaður og var greinilega beztur í þessum flokki. Léttvigt: 1. Viðar Finnsson JRH 2. Heimir Guðbjörnsson JFR 3. Þórarinn Ólafsson UMFK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.