Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRIL 1976 5 Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis: Innlánsaukning nam rúmlega 24% Heildarinnlán 1069 milljónir 430 einstaklingar fengu langtímalán á sl. ári Fréttatilkynning um aðalfund Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis. Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis hélt aðalfund sinn nú fyrir skemmstu fyrir starfs- árið 1975. Þar var skýrt frá, að stjórn sjóðsins hafi ráðið Baldvin Tryggvason, fram- kvæmdastjóra, til að gegna starfi sparisjóðs- stjóra frá 1. marz s.l. Rekstur sjóösins hafði gengið mjög vel á árinu og jókst varasjóður Sparisjóðsins um rúm- lega 15 milljónir króna. í upphafi fundarins minntist fráfarandi for- maður látinna ábyrgðar- manna sjóðsins, svo og Harðar Þórðarsonar, sem lézt hinn 6. desember s.l. og hafði gegnt starfi sparisjóðsstjóra um nær- fellt 34 ára skeið. For- maður rakti frábær störf hans fyrir Sparisjóðinn, samvizkusemi hans og trúmennsku við Spari- sjóðinn og viðskipta- menn hans á löngum og farsælum starfsferli. í skýrslu stjórnarinnar var undirstrikað, að Sparisjóðurinn veitir nær eingöngu lán til ein- staklinga til lengri tíma gegn veði I ibúðarhúsnæði, ýmist vegna nýbygginga eða kaupa á eldri íbúðum svo og til endur- bóta og viðhalds á íbúðarhús- næði. Þannig væri það megin markmið Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis að vera sparisjóður heimilanna, enda lánar hann ekki fé til atvinnu- rekstrar. A árinu voru veitt langtíma lán til 430 einstaklinga, alls að upphæð kr. 247.4 milljónir. Auk þess voru veitt nokkur smærri lán til skemmri tíma. Um síðustu áramót voru lántak- endur sjóðsins með 10 ára lán um 3.200 talsins. Lánveitingar til lengri tima eru því dreifðar á hlutfallslega mikinn fjölda einstaklinga. t þvi felst mikil festa og trygging fyrir Spari- sjóðinn og hina fjölmörgu við- skiptavini hans. Á árinu jukust innstæður sparifjáreigenda um rúmlega 24% eða 210 milljónir kröna og voru samtals um síðustu áramót kr. 1.069 milljónir. Baldvin Tryggvason, fráfar- andi formaður, itrekaði í skýrslu stjórnarinnar, að meginstefna Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis verður framvegis sem hingað til að veita viðskiptavinum sjóðsins örugga og góða þjónustu, sem miðar um fram allt að því, að Sparisjóðurinn geti sem bezt gegnt þvi hiutverki að vera í raun sparisjóður heimilanna i Reykjavik og nágrenni. Þar sem Sparisjóður Reykja- víkur er eina lánastofnunin í Reykjavík utan Húsnæðismála- stofnunar ríkisins og lífeyris- sjóða, sem veitir lán til lengri tíma út á íbúðarhúsnæði þarf að leggja rika rækt við að afla sjóðnum nýrra og fleiri við- skiptavina. Þá var skýrt frá þvi, að stjórn sjóðsins hefur ákveðið að breyta afgreiðslutíma Spari- sjóðsins þannig, að frá 1. april n.k. verður almenn afgreiðsla I sjóðnum opin frá kl. 9.15 til kl. 12 á hádegi. Siðan verður opið frá kl. 13—16 og kl. 17—18.30 alla virka daga nema laugar- daga. Á aðalfundinum voru eftir- taldir menn kjörnir í stjórn Sparisjóðsins: Jón G. Tómas- son, hrl„ Ásgeir Bjarnason, framkvæmdastjóri, og Sigur- steinn Árnason, trésmiða- meistari. Samkvæmt lögum kýs borgarstjórn Reykjavíkur tvo menn í stjórn og á fundi sinum hinn 4. marz voru kosnir þeir Ágúst Bjarnason, skrifstofu- stjóri, og Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi. Stjórnin hefur skipt með sér verkum þannig, að formaður stjórnarinnar var kjörinn Jón G. Tómasson en varaformaður Ásgeir Bjarnason og ritari Ágúst Bjarnason. TOKUM UPP I DAG TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR LAUGAVFG66 LAUGAVÍG20a SIMI FA SKIPTIBOPÐI 2tí155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.