Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.04.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. APRlL 1976 Stjórnarfrumvarp: Veiðar íslenzkra skipa utan fískveiðilandhelgi MATTHlAS Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, hefur mælt fyrir stjórnarfrumvarpi „um veiðar íslenzkra skipa utan fiskveiðilandhelgi tslands“. Fiskveiðimál og fiskveiðihagsmunir eru ofarlega á baugi með þjóðinni, en veiðar íslenzkra skipa á fjarlægari miðum hafa horfið í skugga annarra þátta málsins. Hér fer á eftir framsaga ráðherrans með frumvarpinu: Það ætti ekki að þurfa að eyða mörgum orðum að því að það er í samræmi við skoðanir okkar Is- lendinga og aðgerðir í hafréttar- málum að einstök ríki verði að geta haft hemil á eða stjórnað véiðum þegna sinna á fjarlægum miðum fram yfir það sem byggt er á viðurkenndum og samþykktum alþjóðasamþykktum. Islensk stjórnvöid hafa í dag ekki vald til stjórnunar veiða íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelginnar nema til grundvallar liggi gild alþjóðasamþykkt, sem island er aðili að. Ber orðið brýna nauðsyn til þess að rýmka heimildir til stjórnunar veiða íslenskra skipa utan landhelgi og kemur þar tvennt til. Annars vegar getur verið að Ís- lendingar vilji eða þurfi að ganga lengra í takmörkun veiða en alþjóðasamþykktir gera ráð fyrir og hins vegar getur og hefur komið upp sú staða, að Íslend- ingar geta ekki samþykkt til- teknar reglur, sem alþjóða- nefndirnar setja, en vilja samt haida uppi veiðum og takmarka þær þá sjálfir. Sem dæmi um hið fyrrnefnda má nefna síldveiðarnar í Norður- sjó. Islendingar hafa að ýmsu leyti viljað ganga lengra til tak- mörkunar þessara veiða en Norð- austuratlantsfiskveiðinefndin hefur viijað samþykkja og eins hafa Danir sett ýmis skilyrði fyrir löndunarréttindum í Danmörku, MATTHlAS BJARNASON sem horfa til takmörkunar veið- anna umfram það, sem Norðaust- ur-Atlantshafsnefndin hefur sam- þykkt. Eins og fyrr segir er ekki lagaheimild fyrir hendi til þess að takmarka eða stjórna veiðum islenskra síldarbáta í Norðursjó í samræmi við þetta, en vegna góðrar samvinnu við útgerðar- menn og skipstjóra íslensku bát- anna og við L.I.Ú. hefur þetta blessast til þessa. Þó hafa komið upp tilvik þar sem tilfinnanlega hefur komið i ljós skorturinn á lagaheimild til þess að setja bát- unum veiðireglur. Sem dæmi um alþjóða- samþykkt, sem Islendingar hafa ekki talið sig geta samþykkt má nefna samþykkt Norðvestur- Atlantshafsnefndarinnar um loðnukvóta við Nýfundnaland og skiptingu hans milli þjóða. Islend- ingar hafa getað fallist á ákvæði um heildarkvóta á þessu svæði, en hins vegar hefur engan veginn verið hægt að samþykkja skipt- ingu hans milli aðildarríkja. Skiptingu þessari var þannig háttað að nánast öllum kvótanum var skipt á milli Norðmanna og Rússa einungis vegna þess að þessar tvær þjóðir urðu fyrstar til þess að fara að veiða loðnu á þessu svæði fyrir 3—4 árum. Is- lendingar byrjuðu veiðar þarna í fyrra og hefðu, ef þeir hefðu verið bundnir af samþykktinni aðeins mátt veiða þarna 5000 tonn af loðnu. Nótaskipið Sigurður Re veiddi þarna rúmlega 15.000 tonn af loðnu í fyrra og er líklegt að fleiri íslensk nótaskip vilji reyna þessar veiðar á sumri komanda. Eru líklega allir sammála um hve brýnt það er að finna skipum þessum verkefni og við Islend- ingar teljum að við eigum að hafa fullan rétt á því að keppa við Rússa og Norðmenn í þessum veiðum, úti fyrir strönd Kanada, þótt þessar tvær þjóðir hafi byrjað veiðarnar tveimur árum á undan okkur. Við verðum þó að geta haft stjórn á okkar veiðum þarna, bæði vegna þess, að við viljum auðvitað ekki að farið verði yfir þann heildarkvóta, sem vísinda- menn mæla með, og eins erum við að sjálfsögðu reiðubúnir tii þess að taka tillit til óska strandrikis- ins, Kanada, ef það skyldi síðar meir vilja auka hlutdeild sína í þessum veiðum á kostnað annarra þ.á m. okkar Islendinga. á íslandi Utanríkisráðherra: Engin kjarnorkuvopn Tillagan stuðningur við stefnu ríkis- stjórnarinnar, sagði Svava Jakobsdóttir ÞINGSALYKTUNARTILLAGA UM KJARONORKUVOPN Svava Jakobsdóttir (K) mælti í gær í sameinuðu þingi fyrir til- lögu til þingsályktunar, sem hún flytur ásamt Magnúsi Torfa Ólafs- syni (SFV), þess efnis, að ríkis- stjórninni verði falið að undirbúa lög, er banni geymslu hvers konar kjarnorkuvopna á Islandi og lend- ingu flugvéla hérlendis sem slík vopn hafi innanborðs. Svava sagði hv.ata þessa tillögu- flutnings vera þann, að erlend blöð og tímarit hefðu leitt líkur á því á sl. ári, að kjarnorkuvopn kynnu að vera geymd á Kefla- víkurflugvelli og ekki þyrfti að færa fram rök fyrir því, hver hætta væri hér á ferðum, ef frétt- ir um þetta efni reyndust sannar, og slys bæri að höndum í meðferð slíkra voðavopna. ENGIN KJARNORKUVOPN A tSLANDI Einar Agústsson, utanrfkisráð- herra, taldi erlend blaðaskrif um geymslu kjarnorkuvopna hér óáreiðanleg, enda hvergi í þeim að finna neinar röksemdir, heldur getgáturnar einar. Hann vitnaði til 3. gr. varnarsamnings milli Is- lands og Bandaríkjanna, sem túlkuð væri af núverandi ríkis- stjórn sem og fyrri ríkisstjórnum á þá lund, að hér mætti engin slik vopn geyma, né millilenda með þau innanborðs. Bandaríkin hefðu aldrei dregið í efa þessa túikun á samningsgreininni. Ráð- herrann sagðist fullviss um að hér hefðu aldrei verið geymd slík vopn, vaeru ekki geymd og yrðu ekki geymd, nema til staðar væru vilyrði íslenzkra stjórnvalda. Hann rakti þá viðleitni, sem af háifu varnarmáladeildar utan- rikisráðuneytis hefði verið sýnd til að kanna þetta mál. Það væri ýmsum vandkvæðum háð að sann- prófa slíkar fullyrðingar, en það væri álit sérfræðinga i kjarnavís- indum, sem leitað hefðí verið til, m.a. í Danmörku, að ekki væri unnt að fela þann varnar- og öryggisbúnað, sem viðhafður væri þar sem slík vopn væru geymd. Engu að siður væri rétt að fram- komin tillaga fengi eðlilega þing- lega meðferð. EKKI OF MIKIL SAM- STAÐA 1 ÖRYGGISMALUM Magnús Torfi Olafsson (SFV) sagði m.a. að ekki væri ástæða til að draga í efa yfirlýsingar utan- ríkisráðherra í þessu máli. Hins vegar hnigju öll almenn rök að því, að stefna og vilji íslenzkra stjórnvalda í þessu efni væri bundinn og áréttaður í lögum. Stefna Bandaríkjastjórnar í þessum málum kynni að vera breytingum undirorpin og það kynni að fyrirbyggja, að fram á EINAR AGÚSTSSON slíka geymslu yrði farið, ef ís- lenzk lög tækju þar af öll tvímæli. Magnús sagði að samstaða hér á landi væri því miður ónóg í öryggismálum þjóðarinnar. Hér væri öryggisatriði, sem samstaða ætti að geta skapazt um. EFA EKKI UMMÆLI UTANRlKISRAÐHERRA Benedikt Gröndal (A) sagðist ekki draga yfirlýsingar utanrikis- ráðherra í efa. Alþýðuflokkurinn hefði sjálfur átt utanríkisráð- herra sem túlkað hefðu varnar- samninginn á sömu lund og nú væri gert og komizt að sömu niðurstöðu og núverandi utan- ríkisráðherra að þessu leyti. Það væri stefna flokks síns aó kjarn- Þingfréttir í stuttu máli: 11 umframmilljarðar NORRÆNN FJARFESTINGARBANKI Lagt hefur verið fram stjórnar- frumvarp til fullgildingar á samn- ingi Danmerkur, Finnlands, Ís- lands Noregs og Svíþjóðar um stofnun norræns fjárfestingar- banka. Almennt er bankanum ætlað að styrkja efnahagsþróun á Norðurlöndum. Hann mun þó sér- staklega hafa það markmið að stuðla að samvinnu milli tveggja eða fleiri Norðurlanda um mikil- vægar framkvæmdir á sviði sam- gangna, orkuframleiðslu og á öðr- um sviðum, þar sem hagsmunir landanna fara saman. GEGN NÝJA NÚMERAKERFINU Allsherjarnefnd neðri deildar Alþingis hefur samdóma lagzt gegn ákvæðum I nýju frumvarpi til breytinga á umferðarlögum, sem fjallar um nýtt fyrirkomulag á skráningu bifreiða, þ.e. að um- dæmaskráning verði niður felld og númer fylgi bifreið en ekki eiganda hennar. Telur nefndin að þessi breyting valdi því, að eig- endaskipti komi ekki eins ljóslega fram og nú er í veðmálabókum, og orkuvopn skyldu ekki geymd á Islandi. Hann sagðist sakna þess í tillögu flutningsmanna, að ein- ungis væri talað um Keflavíkur- flugvöll og flugvélar, en skip með kjarnorkuvopn, sem kæmu til ís- lenzkra hafna, svo að segja inn í þéttbýli, væru engu að síður hættuleg. Hingað kæmu oft her- skip í heimsókn frá ýmsum lönd- um. Kafbátar, bæði bandarískir og ekki síður rússneskir, sigldu hér upp að ströndum allan ársins hring. Og samkvæmt alþjóðalög- um mættu þeir sigla upp að 4ra mílna landhelgismörkum án þess að biðja um sérstök leyfi, með hvaða vopn sem væri. STUÐNINGUR VIÐ STEFNU RlKISSTJORNARINNAR Ragnar Arnalds (K) tók mjög í sama streng og Svava Jakobsdótt- ir, sem tók aftur til máls og sagði stefnu íslenzkra stjórnvalda koma heim og saman við tillöguflutning sinn og MTÓ. Líta mætti því á tillöguna sem stuðning við stefnu ríkisstjórnarinnar og afstöðu til kjarnorkuvopna. AIÞinGI skapi ovissu um, hvort verðskuld- ir, fjárnám o.sv.fv. hvíli á viðkom- andi ökutæki. Ennfremur að ákvörðun vátryggingagjalda með hliðsjón af mismunandi áhættu- svæðum muni torveldast — og að sparnaður, sem hafi átt aó fylgja breytingunni, sé ekki nægilega sannaður. SKYLDUSPARNAÐUR OG VlSITÖLU- OG VAXTAREIKNINGUR Páll Pétursson (F) hefur lagt fram fyrirspurn til félagsmálaráð- herra, þess efnis, hvað ríkis- stjórnin hyggist gera til þess að leiðrétta vísitölu- og vaxtareikn- ing á inneign skyldusparnaðar- innleggjenda hjá Byggingarsjóði ríkisins og hvenær megi vænta þess að leiðréttingin verði gerð. GRASKÖGGLAVERKSMIÐJUR Vigfús Jónsson (S) mælti i gær fyrir tillögu til þingsályktunar, er hann flytur ásamt Pálma Jóns- syni (S) þess efnis, að grasköggla- verksmiðjur þær, sem landbúnað- arráðherra samþykkti að byggðar yróu þegar árið 1972, yrðu full- gerðar og teknar í notkun árið 1979. Var þar um að ræða þrjár verksmiójur: að Flatey í Austur- Skaftafellssýslu, Hólminum í Skagafirði og Saltvik i Suður- Þingeyjarsýslu. Aóeins ein þess- ara verksmiðja, I Flatey hefur þegar tekið til starfa. Miklar um- ræður urðu í þinginu um málið. Ræðu Vigfúsar Jónssonar (S) bónda á Laxamýri, sem var hans fyrsta þingræða, verða gerð betri skil á þingsíðu síðar. ELLEFU UMFRAM MILLJARÐAR Matthías Á. Mathiesen, fjár- málaráðherra, mælti fyrir frum- varpi til fjáraukalaga fyrir árið 1974, en á þvi ári fóru allir íslenzku stjórnmálaflokkarnir nema Alþýðuflokkurinn með völd, vinstri stjórnin fram i ágúst- lok og núverandi stjórn frá 28. ágúst nánar til tekið. Þetta margra flokka fjárlagaár (reyndar vóru fjárlög þess verk vinstri stjórnar að fjárhæð kr. 29.223.365.00) fóru útgjöld hvorki meira né minna en kr. 11.509.227.006,- fram úr fjárlög- um, og rikisreikningur ársins sýndi niðurstöðutölu gjaldamegin upp á kr. 40.732.892.000.-. Sam- kvæmt upplýsingum ráðherra vóru þessir gjaldaliðir helztir umfram fjárlög ársins: Niður- greiðslur á vöruverði kr. 2.242.377 þús., uppbætur á útfl. land- búnaðarafurðir kr. 535.657 þús., elli, örorku og lífeyristr. 2.076.421 þús., vegagerð ríkisins 960.173 þús., rafmagnsveitur ríkisins 931.121 þús., áburðarverksmiðja ríkissins 244.113 þús., vextir og verðbætur 365.411 þús., hús- næðismálastofnunin og bygg- ingarsjóður verkamanna 568.082 þús., dómgæzla og lögreglumál 677.193 þús. og skóla og fræðslu- mál 927.537 þús. — Með frum- varpi að fjáraukalögum ársins er leitað heimildar fyrir öllum framangreindum umframgjöld- um þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.