Morgunblaðið - 02.06.1976, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 02.06.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JUNl 1976 r Alit talsmanna stjórnarandstöðunnar: MORGUNBLAÐIÐ hafði í gærkvöldi samband við talsmenn stjórnarand- stöðuflokkanna og spurði um álit þeirra á samningnum við Breta. Birtast svör þeirra hér: Ragnar Arnalds: Það hefði ekki átt að semja við Breta RAGNAR Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins hafði eftir- farandi að segja um samningana við Breta: Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins: Almennur stjórnmála- fundur í Þorlákshöfn ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi, þeir Ing- ólfur Jónsson, Guðlaugur Gfsla- son og Steinþór Gestsson, efna til almenns stjórnmálafundar í Þor- lákshöfn á morgun, fimmtudag, 3. júní kl. 20.30. Á fundinum mun aðallega verða rætt um landhelg- ismálið. Allir eru velkomnir á fundinn meðan húsrúm leyfir. Yfirlitssýning á verkum Barböru YFIRLITSSYNING á verkum Barböru Árnason verður opnuð á Kjarvalsstöðum 27. júní n.k. og stendur hún einn mánuð. Eiginmaður hinnar látnu lista- konu, Magnús Á. Árnason, og son- ur þeirra, Vífill MagnúSson, beina þeim tilmælum til eigenda verka eftir hana að þeir hafi samband við þá sem fyrst í tilefni sýningar- innar. ,,Með þessum samningi, er Bret- um heimilað að veiða 35—40 þús- und tonn af fiski innan íslenzku fiskveiðilögsögunnar fram til 1. desember. En um Ieið þýðir samn- ingurinn, að samningurinn við Vestur-Þjóðverja gildir áfram og tryggir þeim 90 þúsund tonna afla á næstu 18 mánuðum. Ég hefði talið tvimælalaust að ekki ætti að semja vió Breta, og rifta um leið samningnum við Vestur- Þjóðverja. Það er nefnilega alveg ljóst, að Bretar munu krefjast þess þegar þessi nýi samningur rennur út að fá að veiða jafnlengi og Þjóðverjar, eða fram til 1. des- ember 1977, eða i heilt ár eftir að samningurinn rennur út. Þetta gera þeir með því að láta EBE beita okkur efnahagsþvingunum, en ákvæðið um bókun 6 i hinum nýja samningi er einmitt svo loðið að Bretar geta túlkað það sér I hag. Ég vil að lokum segja það, að það er skýlaus krafa að Alþingi fjalli um þessa samningagerð. Slíkt samræmist 21. grein stjórn- arskrárinnar, þar sem segir að engar kvaðir megi leggja á land né landhelgi nema með samþykkt Alþingis. Ég trúi því ekki að ríkis- stjórnin ætli að sniðganga þessa grein stjórnarskrárinnar, sérstak- lega þegar flest bendir til þess að meirihluti þjóðarinnar sé andvig- ur samningum við Breta.“ Guðmundur í 2.—3. sæti Havana, 1. júní. Reuter. BORIS Gulko frá Sovétrfkjunum hélt forustu sinni á Capablanca- skákkeppninni á Kúbu eftir 12. umferð, sem leikin var á mánu- dagskvöld. Guðmundur Sigur- jónsson “r f 2. til 3. sæti ásamt Yuri Razuvaey frá Sovétrfkjun- um. Sex efstu mennirnir eftir 12 umferðir eru: 1. Gulko, Sovétr. 7H vinning 2. — 3. Guðmundur og Razuvaey, 7 vinninga 4. Peev, Búlgaríu, 6'h vinning 5. — 6. Beliavski, Sovétr., og Ulf Andersson, Svíþjóð, 6 vinninga. Benedikt Gröndal: Miklir annmarkar á samningnum BENEDIKT Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, sagði eftir- farandi: „1 tilkynningunni, sem Alþýðu- flokkurinn gaf út um helgina, sá- um við mikla annmarka á þess- um samningum. Við Alþýðuflokks menn teljum að þeir hafi veru- lega galla og þess vegna erum við andvígir þeim. Að vísu er það mikilvægt, að mannslif eru ekki í hættu lengur, en við erum ekki sammála íslenzku ráðherrunum, sem samningana gerðu, að viður- kenning sé nægilega skýr. Þá var t.d. í norsku samningunum að við getum ákveðið aflamagnið sjálfir, en samkvæmt þessum samning- um getum við ekki ákveðið afla- Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins: 2 dagar eftir EFTIR tvo daga verður dregið i hinu glæsilega ferðahappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Happdrætt- ið þakkar öllum þeim fjölmörgu, sem sýnt hafa eindreginn stuðning við happdrættið og Sjálf- stæðisflokkinn. Jafnframt þvi hvetur það þá, sem enn hafa ekki gert skil að láta af því verða áður en það er um seinan. Það auð- veldar allt starf skrifstofu happ- drættisins i Reykjavík og umboðs- manna þess úti á landi. Skrifstofan í nýja Sjálfstæðis- húsinu að Bolholti 7 er opin þá daga, sem eftir eru, til kl. 23 að kvöldi, simi 82900. Þeir, sem ekki eiga heimangengt geta hringt i skrifstofuna og mun andvirði miða þá sótt til þeirra. magnið sjálfir, a.m.k. ekki næstu 6 mánuði. Ennfremur finnst mér ekki nógu vel um framhaldið bú- ið, þ.e. um gagnkvæma samninga. Við hefðum átt að notfæra okkur aðstöðu okkar á meðan hún var sterkust til að knýja fram stefnu- yfirlýsingar um að þeir muni að- stoða okkur við að fá í Norður- sjónum síldarkvóta ef við óskum eftír því. Við þetta bætist sú alvarlega staðreynd, að fiskurinn er bara ekki til, og við getum staðið andspænis því eftir eitt ár, að við þurfum að fara að skera niður okkar eigin afla. Þetta eru bara dæmi, en ég tel ekki rétt að ræða samninginn nánar fyrr en ég hef séð hann í heild og fylgi- skjöl hans. Leiðrétting TVÆR prentvillur, urðu í ræðu Sveins Benediktssonar i tilefni 50 ára afmælis Isaksskóla, sem birt var í blaðinu i gær. Sagt var að ísak Jónsson hefði farið í náms- fcrð um Norðurland árið 1926 en átti að vera um Norðurlönd. Þá var sagt að Aðalbjörg Sigurðar- dóttir hefói átt sæti i skólanefnd í 38 ár en átti að vera 28 ár. Þetta leiðréttist hér með. Karvel Pálmason: Þjóðverjar þeir einu sem geta hrósað sigri þingflokks Samtaka frjálslvndra og vinstri manna, sagði eftir- farandi: „Svona við fyrstu yfirsýn, get ég ekki annað séð en þeir einu sem geti hrósað sigri séu Vestur- Þjóðverjar með sinn langa samning. Þeir standa með pálmann i höndunum. Um þennan samning, sem búið er að Framhald á bls. 31. Hjólreiðar heiisubót BARNAREIÐHJÓL UNGLINGAREIÐHJÓL FULLORÐINSREIÐHJÓL ÞRÍHJÓL OG STIGIN ÖKUTÆKI FYRIR BÖRN. Mesta úrval landsins hjá okkur. FALKINN Suðurlandsbraut 8 — simi 84670 á tréverk í garöi og húsi.CUPRINOL viðarvörn sér inn í viðinn og ver hann rotnun og fúa. I Slippfé/agið íReykjavíkhf Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi Sfmar 33433og33414

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.