Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1976 15 Einar Ágústsson: Sigur Islands eftir 28 ára baráttu Ósló, 1. júnf Frá Magnúsi Finnssvni. Eftir fund Croslands héldu íslenzku ráð- herrarnir fund með blaðamönnum, þeir Einar Ágústsson og Matthías Bjarnason. Einar skýrði blaðamönn- unum frá því að Bretar myndu afhenda lista yfir þá togara, sem veiði- heimildir fengju og yrðu þeir allir af 139 togara lista, sem fylgdi bráða- birgðasamkomulaginu sem gert var í nóvember 1973. Lýsti hann síðan samningnum og sagði að islenzka ríkisstjórnin liti á samninginn sem viður- kenningu Breta á 200 milunum í reynd. Hann sagóist vera mjög ánægður með niður- stöður samninganna — hér væri um að ræða sig- ur íslands eftir 28 ára baráttu. Við lítum ekki á þetta sem sigur íslands eins heldur sigur allra þeirra landa sem færa út fiskveiðilögsögu sína og hafa hag af því. Einar Ágústsson var spurður að því hvort hann liti svo á að íslendingar hefðu sigrað Breta í þorskastriðinu. Hann sagðist líta svo á að íslendingar hefðu sigrað við samningaborðið. Hann sagðist þess full- viss að samkomulagið við Breta fengi samþykki meirihluta Alþingis og hann kvaðst ekki óttast það að íslenzka þjóðin myndi verða á móti sam- komulaginu, þegar hún hefði fengið skýringu á innihaldi þess. Einar Ágústsson sagði að íslenzka sendinefndin hefði áætlað að á þessum 6 mánuðum myndu Bretar geta veitt um 30 þúsund tonn og ef samsetning aflans yrði hin sama og verið hefði, yrðu 85% þorskur og 15% aðrar tegundir. Gerði það rúmlega 25 þúsund tonn af þorski. Einar Ágústsson utanríkisráðherra og Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra á blaðamannafundi í Ósló í gær. Crosland: Er sigur heilbrigðrar skynsemi 200 mílna reglan er að sígra inganna. Þetta er dagur brezkr- ar niðurlægingar sagði einn blaðamannanna við Mbl. Cros- land sagði á fundinum, að deil- an við tsland hefði orðið vegna þess að íslendingar hefðu treyst á þróun mála á Hafrétt- arráðstefnunni. Ráðstefnan hefði ekki náð samkomulagi, en þróunin í átt til 200 mílna væri þannig, að henni yrði ekki snú- ið við. Við verðum að viður- kenna þetta og þótt við lítum svo á að ekki eigi að færa út lögsögu án samkomulags við aðrar þjóðir, verðum við að gera okkur ljóst að við og bandalagsþjóðir okkar í EBE verða ef til vill að lýsa yfir slikum mörkum til þess að verja sjálfa okkur og hagsmuni okkar. Stjórn hennar hátignar mun eiga frumkvæði að þessu i Brússel. Við getum þá samið um heimildir innan fiskveiði- marka bandalagsins við önnur ríki utan þess, gegn fiskveiði- réttindum á fjarlægum miðum. Niðurstaðan er þó sú, að við munum veiða minna á tslands- miðum og öðrum fjarlægum miðum, en meira á miðum nær heimalandinu. Þess vegna er fiskveiðistefna EBE svo nauð- synleg okkur. Við verðum að einbeita okkur að því að aðlaga fiskimálastefnu EBE við 200 mílur. Eins og ástandið er nú, munum við aðeins tapa fjar- lægum fiskveiðisvæðum, en okkar eigin heimamið opnast og skip bandalagsþjóða okkar Anthony Crosland, utanríkisráðherra Breta, á blaðamannafundinum í Ósló í gær. munu geta veitt upp að strönd- um okkar. Á þetta getum við ekki fallizt." Á blaðamannafundinum voru spurningar Iagðar fyrir Cros- land. Hann sagðist ekki líta á niðurstöður samninganna sem ósigur eða uppgjöf Breta. Líta mætti á samninginn sem sigur heilbrigðrar skynsemi. Bretar yrðu að sætta sig við þróun mála og henni yrði ekki breytt. — Þetta verður brezki fiskiðn- aðurinn að horfast í augu við, sagði Crosland. Crosland var spurður að þvi, hvort ekki yrði erfitt fyrir hann að koma til kjördæmis sfns i Bretlandi^ Grimsby, eftir að hafa gert þennan samning. Hann sagði: „Jú það verður erfitt og ekki bætir úr skák, að ég er sjálfur þaðan. Sem ráðherra verð ég hins vegar að taka ákvarðanir, sem geta verið óþægilegar, en ég tel auð- veldara fyrir mig að skýra þetta í Grimsby, vegna feess að ég þekki vandamálin þar og get talað við menn á þvi máli, sem þeir skilja." Crosland sagði að menn mættu ekki fjargviðrast út í tslendinga. Hér væri um heims- hreyfingu að ræða — 200 milna reglan væri að sigra. Samkvæmt upplýsingum, sem Crosland gaf á fundinum, átti samningurinn að taka gildi klukkan 09, 2. júní. Hann kvaðst vonast til þess að Efna- hagsbandalag Evrópu gæti gert langtimasamning við Islend- inga eftir gildistima þessa samnings. Hann ræddi um að brezka stjórnin myndi ræða á hvern hátt yrði unnt að koma fiskiðnaðinum til aðstoðar fjár- hagslega til þess að hann gæti aðlagað sig breyttum aðstæð- um. ANTHONY Crosland, ut- anríkisráðherra Breta, hélt blaðamannafund skömmu eftir undirritun samningsins við íslend- inga í húsakynnum norska utanríkisráðu- neytisins. Þar sagði Cros- land m.a.: ,,Frá því er við sömdum síðast við ís- lendinga hefur mikið vatn til sjÁvar runnið. Hafréttarráðstefnan hef- ur komið saman á ný. Bandaríkin og önnur lönd hafa lýst því yfir að þau rnuni færa út ein- hliða í 200 mílur. Viðræð- ur um fiskimálastefnu Efnahagsbandalagsins eru hafnar. Skilyrði fisk- iðnaðar okkar breytast ört — og það gera þau, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Fiskiðn- aður okkar á góða fram- tíð fyrir sér — en við verðum aðeins að fylgj- ast með þróuninni og taka þátt í leiknum.“ Það var ekki laust við að brezkir blaðamenn sem sóttu fund Crcslands, væru nokkuð ►’típnir með niðurstöðu samn- Útifundur um samninginn við Breta Samstarfsnefndin um verndun landhelginnar efnir til útifundar á Lækjartorgi í dag kl. 6 til að lýsa andstöðu við samningana við Breta. Ræðumenn verða Sigurður Guðjónsson skipstjóri, Ingólfur Ingólfsson, framkvæmdastjóri Vélstjórafélags; íslands, og Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambands íslands. Fundarstjóri verður Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambandsins. AUGI.ÝSINGASÍMINN ER: ^»22480 Enginn sótti um starf landnýting- arráðunauts t BYRJUN aprílmánaðar sl. var auglýst laust til umsóknar starf landnýtingarráðunauts hjá Búnaðarfélagi islands og rann umsóknarfrestur um stöðuna ut 15. mai sl. Engin umsókn barst og að sögn Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra hefur ekki verið tekin um það ákvörðun, hvort starfið verður auglýst á ný eða leitað til einhvers um að gegna þvf. Halldór sagði, að hér væri um að ræða nýtt starf, sem stofnað væri til í framhaldi af samþykkt Gróðurverndar- og landnýtingar- áætlunarinnar á Alþingi á þjóð- hátíðinni 1974. Um verksvið land- nýtingarráðunautsins sagði Halldór, að fyrirhugað væri að hann leiðbeindi bændum um notkun landsins og leitaði lausnar i samráði við bændur á þeim vandamálum, sem skapast vegna ofbeitar, hvort sem það yrði gert með itölu áburðargjöf eða öðrum ráðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.