Morgunblaðið - 02.06.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.06.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNI 1976 17 Samningur Islendinga og Breta um lausn fiskveiðideilunnar HÉR fer á eftir í heild fréttatilkynning sú, sem utanrfkisráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær með texta orðsendingar þeirrar, sem utanrfkisráðherrar íslands og Bretlands skiptust á í gær en í þeim felst samkomulag það, sem gert var um lausn fiskveiðideilunnar. Fréttatifkynningin er svohljóðandi: EINS og kunnugt er hafa undanfarna daga átt sér stað viðræður milli íslenskra og breskra ráðherra um hugsanlega lausn á fiskveiðideilu Breta og íslendinga. Fóru viðræður þessar fram i Osló. Lauk þeim um hádegisbilið í dag með því að utanríkisráðherrar íslands og Bretlands skiptust á svo hljóðandi orð- sendingum: „Hæstvirti utanríkisráðherra, Ég leyfi mér að vísa til viðræðna milli ríkisstjórna okkar varðandi sam- komulag um fiskveiðar innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar, sem kveðið er á um í hinni íslensku reglugerð frá 15. júlí 1975. Á grundvelli þessara viðræðna leyfi ég mér að staðfesta eftirfarandi fyrirkomulag, sem samkomulag hefur náðst um: 1. Ríkisstjórn Bretlands ábyrgist, að fiskveiðar Breta á ofangreindu svæði verði takmarkaðar við 24 togara að meðaltali á dag, miðað við veiðidaga, svo sem lýst er í hjálagðri greinargerð, sbr. fylgiskjal 1. 2. Innan þeirra takmarka, sem getið er í 1. gr. munu aðeins þeir togarar stunda veiðar, sem eru á skrá skv. fylgiskjali II og byggist á skrá þeirri, sem gerð var vegna bráðabirgðasamkomulagsins frá 13. nóvember 1973. 3. a) Ríkisstjórn Bretlands ábyrgist, að breskir togarar virði friðunarsvæði þau, sem greind eru í bráðabirgðasamkomulaginu eins og þeim hefur verið breytt af íslenskum stjórnvöldum eftir að það samkomulag féll úr gildi, á þeim tímum, sem um er að ræða. b) Ríkisstjórn Bretlands ábyrgist að breskir togarar stundi ekki veiðar nær en 20 sjómílur frá grunnlínum íslands og ekki nær en 30 sjómílur frá grunnlínum á þeim svæðum, sem nefnd eru í liðum 3 I og 3 II i bráðabirgðasamkomulaginu. c) Svæði þau, sem nefnd eru í stafliðum a) og b) að ofan, eru nánar skýrgreind í fylgiskjali 3. 4. í því skyni að vernda svæði þar sem mikið er af ungfiski eða hrygningar- fiski á hafsvæðinu umhverfis ísland ábyrgist ríkisstjórn Bretlands, að breskir togarar stundi ekki þær veiðar, sem íslenskum skipum eru bannaðar af þar til bærum stjórnvöldum. Slíkar ráðstafanir, sem skulu byggðar á hlutlægum og vísindalegum sjónarmiðum og ekki fela í sér mismunun í reynd eða að lögum, munu tilkynntar ríkisstjórn Bretlands. 5. Til frekari verndar fiskistofnum umhverfis ísland mun ríkisstjórn Bret- lands ábyrgjast að bresk skip fari eftir ákvæðum, sem greind eru í fylgiskjali 4. 6. Ríkisstjórn Bretlands ábyrgist, að staðsetning breskra skipa, er veiðar stunda samkvæmt ákvæðum samkomulags þessa og aflamagn þeirra, verði tilkynnt íslenskum stjórnvöldum með þeim hætti, sem kveðið er á um í greinargerð þeirri, sem vísað er til í 1. gr. 7. Sé skip staðið að veiðum í bága við samkomulagið, geta hlutaðeigandi íslensk yfirvöld stöðvað það og rannsakað málsatvik, og ef grunur leikur á um brot, kvatt til það aðstoðarskip breskt, sem næst er. Togari sem rofið hefur samkomulagið, verður strikaður út af listanum. 8. Ríkisstjórn Bretlands mun tafarlaust leggja til við Efnahagsbandalag Evrópu að svo fljótt sem nauðsynlegar ráðstafanir hafa verið gerðar, muni ákvæði bókunar nr. 6 við samning milli íslands og Efnahagsbanda- lags Evrópu frá 22. 6. 1972 taka gildi. Hún mun einnig beita sér fyrir því að tollalækkanir, sem kveðið er á um I þeirri bókun, verði framkvæmdar með þeim hætti, sem orðið hefði, ef bókunin hefði verið í gildi síðan 1973. 9. Ekkert ákvæði samnings þessa skal talið hafa áhrif á innbyrðis afmörk- un lögsögu milli aðilanna. 10. Samningur þessi skal gilda í 6 mánuði frá gildistöku. Eftir að samningurinn fellur úr gildi, munu bresk skip aðeins stunda veiðar á því svæði, sem greint er í hinni íslensku reglugerð frá 15. júlí 1975 í samræmi við það sem samþykkt kann að verða af íslands hálfu“. Utanrfkisráðuneytið, Reykjavfk, 1. júiif 1976. Utanríkisráðherrarnir skiptast á skjölum varðandi lausn fiskveiðideilunnar. Vísir Og Dagblaðið semja UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli aðalhluthafa Reykjaprents h.f., útgáfufélags og nokkurra annarra hluthafa sem standa að útgáfu Dagblaðs- ins, um sölu þeirra síðarnefndu á hlutum sfnum f hlutafélögunum Reykjaprenti og Járnsfðu. 1 sam- tali við Morgunblaðið f gær stað- festi Ingimundur Sigfússon, stjðrnarformaður Reykjaprents, að þetta samkomulag hefði verið gert. Kaupverðið er röskar 63 milljónir króna þar sem 5 milljónir kr. greiðast á nokkrum mánuðum en eftirstöðvarnar greiðast á 15 árum vaxtalaust. Á þar með að vera lokið deilum þeim sem staðið hafa milli meiri- hluta stjórnar Reykjaprents og minnihlutans, eigenda Dagblaðs- ins. í samningnum er kveðið á um, að þeir af seljendunum sem eigi sæti í stjórn og varastjórn Járnsiðu h.f. segi sig úr stjórn- inni, en svo sem kunnugt er liefur Járnsíða h.f. verið eigandi hús- næðis þess sem ritstjórnarskrif- stofur Vísis eru í og einnig hluta- bréfaflokks Vísis í Blaðaprenti hf. Þá kemur einnig fram í samningnum, að Sveinn R. Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Dagblaðsins muni segja af sér stjórnarstörfum í Reykjaprenti og Blaðaprenti og Jónas Kristjáns- son ritstjóri segja af sér sem vara- stjórnarmaður i Blaðaprenti. 1 viðtali við Vísi sagði Ingi- mundur Sigfússon, að vonandi gætu báðir aðilar unað vel úrslit- um þessara mála, sem valdið hefðu ýmsum erfiðleikum undan- farið og ætti það að vera öllum til góðs. í frétt sem Jónas Kristjáns- son skrifar í Dagblaðið segir hann, að deilur aðstandenda Dag- blaðsins og Visis hafi horfið í skuggann, þegar undirritað hafi verið samkomulag um sölu Dag- blaðsmanna á hlutabréfum í fyrirtækjum þeim sem útgáfa Visis byggist á. Nýjung í ferskfiskmati: Mælir sem leysir af hólmi lyktarskynið INNFLUTNINGUR er hafinn á litlu og handhægu tæki, sem gerir ferskfiskinat miklu auðveldara og áreiðanlegra en verið hefur hingað til, en fram til þessa hefur ferskfiskmat hérlendis byggst á lyktarskyni manna. Þegar fiskur er geymdur, byrjar hann þegar að rotna og verða þá efnafræðilegar breyt- ingar í holdi fisksins vegna gerla- áhrifa. Meðan fiskurinn er í sjón- um er hann búinn náttúrulegu varnarkerfi en þegar fiskurinn deyr brestur það og rotnun hefst. Hinn nýi mælir, Torrymælirinn er með tvö rafskaut. Þegar raf- skautin snerta fiskinn senda þau örbylgjur gegnum hann, en siðan reiknar mælirinn út ferskleika samkvæmt sérstökum inn- byggðum mælikvarða frá 1—16 og birtast niðurstöður hans á ljós- borði mælisins um leið. Því hærri sem talan er, þeim mun ferskari er fiskurinn. Hægt er að skoða einn fisk í einu eða fiskkös. Torrymælirinn er framleiddur I Skotlandi en Pétur O. Nikulásson heildverzlun flytur hann inn. Verður mælirinn á næstunni kynntur aðilum í fiskiðnaði. Starfsmenn PON sýna hvernig tækið vinnur. Sá til vinstri notar aftur á móti gömlu aðferðina, lyktar af fiskinum. Ljðsm. ói k Mag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.