Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 22
22 RiORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNI 1976 Grafík- sýriingm að Kjarvals- stöðum Mömmuleikur. Æting frá 1976 eftir Valgeröi Bergsdóttur. Serfgraffa frá 1973. Erró. W’ ' I Ummyndun. Sérígrafía Þórðar Hall, gerð á þessu ári. AÐ KJARVALSSTÖÐUM stendur nú yfir yfirlitssýning á íslenzkri grafiklist. Þar er 161 verk eftir 41 listamann. Elztu m.vndirnar á sýningunni eru tvær tréristur, sem Guömundur Thorsteinsson (Muggur) gerði árið 1915, en þeir listamenn, sem flestar myndir eiga þar eru Jón Engilberts, Barhara Árnason og Bragi Asgeirsson, en þau höfðu lengi vel þá sér- stöðu hérlendis að stunda grafik f ríkum mæli. Mjög margir listamenn hafa eitthvað fengist við grafík, þótt í mörgum tilvikum yrði aldrei um annað að ræða en tilrauna- starfsemi, þannig að fáar gra- fikmyndir liggja eftir þá. Telja má, að þetta hafi einkum stafað af því, að almenningur sýndi Sjálfsmynd Braga Asgeirsson- ar, — trérista frá árinu 1952. Hvaðan kemur hann — hvert fer hann? Litógrafía Arthúrs Ólafssonar frá 1969. 1 | Konur. Ein af tréstungum Barböru Arnason. grafík lengi vel lítinn áhuga, aðstöðuleysi, og því, að fáir öfl- uðu sér sérþekkingar á þessu sviði. Nú hefur þetta breytzt mjög mikið á fáum árum, og er skemmst að minnast grafíksýn- ingar, sem haldin var í Norræna húsinu í fyrra. Að- sókn að þeirri sýningu fór langt fram úr því, sem aðstandendur hennar höfðu gert sér i hugar- lund fyrirfram, og sala á mynd- um sömuleiðis. Grafíkmyndir hafa þá sérstöðu, að af þeim er gert fleira en eitt eintak, þann- ig að almenningur á hægara með að eignast slík listaverk en myndir, sem aðeins eru til í einu eintaki. Lengi vel mun það sjónarmið hafa verið ríkjandi, að grafikin væri nokkurs konar prentverk, og því ekki eftir- sóknarverð til eignar, en þetta hefur breytzt á undanförnum árum. I skrá sýningarinnar að Kjar- valsstöðum er saga islenzkrar grafiklistar rakin í stórum dráttum. Þar er fyrst talið, að sunnudagsútgáfa Alþýðublaðs- ins hafi byrjað birtingu á gra- fíkmyndum á forsíðu árið 1934 og haldið því áfram reglulega um tveggja ára skeið. Um þátt blaða í kynningu á grafíklist segir ennfremur í sýningar- skránni, að Þjóðviljinn hafi byrjað slíkar kynningar árið 1975, en þess er ekki getið, að innlend og erlend grafík hefur jafnhliða annarri myndlist skipað verðugan sess í Lesbók Morgunblaðsins um margra ára skeið. Félagið íslenzk grafík var stofnað árið 1954, og voru stofnendur þeir Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Jóhannes Jó- hannesson, Kjartan Guðjóns- son, Veturliði Gunnarsson, Benedikt Gunnarsson og Haf- steinn Guðmundsson. Keypti félagið litógrafíupressu þá, sem mjög hefur komið við sögu gra- fíklistarinnar hér á landi allar götur síðan og er enn notuð við kennslu i Myndlistar- og hand- íðaskóla íslands. Starfsemi félagsins lá að mestu leyti niðri um margra ára skeið en árið 1969 endur- reisti Einar Hákonarson félag- ið. Gegndi hann formennsku um þriggja ára skeið, en stjórn- ina skipa nú Jón Reykdal, sem er formaður, Þórður Hall og Richard Valtingojer Jóhanns- son. Skipa þeir sýningarnefnd ásamt Ólafi Kvaran. i viðtali við Jón Reykdal kom m.a. fram, að enda þótt viðhorf manna galnvart grafík hafi breytzt verulega á undanförn- um árum, þá eru enn margir sem setja grafíkmyndir skör lægra en t.d. oliumyndir: „Þeg- ar við vorum að viða að okkur myndum á sýninguna urðum við vör við þetta viðhorf hjá fólki, sem við vissum að átti myndir eftir ákveðna lista- menn, og það taldi grafíkmynd- irnar hálfgerðar eftirprentanir, sem er náttúrlega hinn mesti misskilningur." Jón kvað áberandi hve áhugi ungs fólks á grafíklist væri meiri en hjá þeim, sem eldri eru. „Þessi aldursflokkaskipt- ing kemur lfka fram i félaginu, þvf að meðalaldur þar er um 30 ár. Þetta fólk hefur langflest stundað nám f Myndlistar- og handfðaskólanum, en hefur svo stundað framhaldsnám er- lendis. Við eigum við þau vand- kvæði að etja, að aðstaða til vinnslu á graflkmyndum er ekki fyrir hendi, því að verk- stæði Myndlistar- og handíða- skólans er ekki lengur opið öðr- um en nemendum skólans. Við höfðum þarna ágæta aðstöðu til skamms tíma, en nú leggja svo margir nemendur stund á gra- fík að það er ekki lengur rúm fyrir aðra. Félagið hefur mik- inn hug á að bæta úr þessu ástandi og verður reynt að koma upp grafikverkstæði á vegum þess sem allra fyrst. Við eigum graffkpressu, sem skól- inn er reyndar með í láni, en þegar við höfum fengið hús- Rætt við Jón Reykdal, Braga r Asgeirsson og Einar Hákonarson næði og tæki til viðbótar ræðst bót á þessu aðstöðuleysi, sem háir okkur verulega um þessar mundir.“ „Til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd skortir félagið fjármuni, en við gerum okkur vonir um að hafa nokkurn ágóða af þessari sýningu. Til að hjálpa frekar upp á sakirnar erum við að athuga möguleika á því að gefa út sérstakar möppur með verkum félagsmanna og er ætlunin að hafa 5 — 6 myndir f hverri möppu. Við getum ekki lagt út i slika útgáfu nema hafa nokkra hugmynd um undirtekt- ir, og því höfum við lagt fram lista hér á sýningunni, þar sem áhugafólk getur ritað nöfn sín, án þess þó að um skuldbind- ingu sé að ræða. Þá erum við með happdrætti, og ef einhver ágóði verður af öllu þessu renn- ur hann óskiptur til grafíkverk- stæðisins. Það er rétt að taka fram, að verkstæðið er ekki hugsað sem neitt einkaverk- stæði fyrir félagsmenn, heldur verksfæði fyrir alla þá, sem vilja vinna við grafik,“ sagði Jón Reykdal að lokum — 0 — Við spjölluðum um sýning- una við Braga Ásgeirsson og sagði hann m.a.: „Sýningin er fróðleg úttekt á fslenzkri grafíklist, en hún hefði þurft meiri undirbúning, þvi að ýmislegt vantar inn í til þess að heildarmynd fáist nokk- urn veginn. Þrátt fyrir þennan annmarka tel ég sýninguna mikið afrek og þeim, sem að henni standa til mikils sóma.“ Um þróun grafíklistar hér á landi sagði Bragi: „Þegar ég kom heim frá gra- ffknámi f Kaupmannahöfn árið 1956 höfðu aðrir myndlistar- menn en Barbara og Jón Engil- berts aðeins stundað grafik f hjáverkum. Þegar ég kom hins vegar heim fékk Lúðvfk Guð- mundsson mig til að kenna gra- fík í Handíðaskólanum, eins og hann hét þá. Við kennsluna not- aði ég mjög frumstæða litógra- fíupressu, sem Halldór Péturs- son var svo velviljaður að lána skólanum. Þetta var í fyrsta skipti, sem samfelld kennsla í grafík fór fram hér á landi, en nokkrum árum áður hafði þýzkur maður, Hans-Alexander Múller haldið stutt grafíknámskeið í skólan- um. Ég varð mjög hissa á því hve áhugi á grafík varð mikill hjá nemendum strax í upphafi. Aðsókn var svo mikil, að kennsla fór fram í sjálfboða- vinnu eftir skólatima. Við upp- haf næsta skólaárs á eftir var ég staðráðinn f að halda ekki áfram grafíkkennslunni þrátt fyrir þrábeiðni Lúðvíks, og það var ekki fyrr en nemendurnir sjálfir lögðu fast að mér að halda þessu áfram, að ég lét til leiðast. Ég fór svo til Múnchen árið 1958 og var þar i tvö ár. Þar vann ég jöfnum höndum að litó- grafíu, málmgrafík og máln- ingu. Meðan ég var í burtu kenndi ensk kona grafík f Handfða- skólanum annað árið og Stein- þór Sigurðsson hitt, en við heimkomuna tók ég við þar sem ég hættí. Á þessum árum var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.