Morgunblaðið - 13.07.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 13.07.1976, Síða 2
MORGUNBI.AÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JULI 1976 Er Dagfari líka Náttf ari? NU ER í haldi maður sem játað hefur að hafa brotizt inn f mannlausa íbúð um sfðustu mánaðamót og stolið þaðan bankabók, sem hann tók allverulega fjárhæð út úr. Maður þessi afplánar nú refsidóm I eitt ár en jafnframt kannar rannsóknarlögreglan hvort þessi sami maður kunni að vera innbrotsþjófur sá, sem brotizt hefur að næturþeli inn I fbúðir sofandi fólks á svipuðum slóðum og stolið þaðan allverulegum fjárhæðum undanfarnar vikur. Að sögn ívars Hannessonar rannsóknarlögreglumanns var það miðvikudaginn 30. júní, að brotizt var inn í fbúð við Safamýri um hábjartan dag meðan húsráð- endur voru burtu og þaðan stolið bankabók. Þegar húsráðandinn kom heim sá hann fljótlega að einhver hafði verið þar á ferli og þegar hann aðgætti betur kom I ljós að bankabÓK hans var horfin. Framhald á bls. 35 Þýzkir þingmenn sýna áhuga á aukn- um viðskiptum A SUNNUDAG lauk heimsókn vestur-þýzkrar þingmannanefnd- ar til landsins, en hingað var nefndin komin í boði Alþingis. A föstudag fóru fram víðræður á Húsavík við fulltrúa úr fjárhags- og viðskiptanefndum Alþingis, en þýzka sendinefndin hafði sérstak- lega óskað eftir því að ræða við Alþingismenn um efnahagsmál og viðskipti íslands og V- Þýzkalands. Sýndu þýzku þing- mennirnir áhuga á því að auka kaup Þjóðverja á íslenzkum af- urðum, einkanlega fiski. Að sögn Ólafs G. Einarssonar formanns ís- lenzku viðræðunefndarinnar, fóru fram gagnleg skoðanaskipti á fundunum og var ákveðið að leggja til við ríkisstjórnir land- anna að upp yrðu teknar viðræð- ur embættismanna, þingmanna og fulltrúa sjávarútvegsins í lönd- unum um aukin viðskipti land- anna. Eins og frá hefur verið skýrt í Mbl. var þessi heimsókn þýzku þingmannanna framhald á sam- bandi þjóðþinganna i löndunum, en komið var á gagnkvæmum heimsóknum þingmannanefnda árið 1965. Samskiptin lögðust síð- an niður í tvö ár á meðan á fisk- veiðideilu landanna stóð en voru tekin upp að nýju nú að frum- kvæði Þjóðverja. íslenzkri þing- mannanefnd hefur verið boðið að koma í heimsókn til Bonn i haust. Stálvík landar í Siglufírði Siglufirði, 12. júlf. STÁLVlK landaði hér I dag 130 tonnum af vænum fiski, mest- megnis þroski. Matthfas. Sveinn Ingvars- son látinn SVEINN Ingvarsson lögfræðing- ur, fyrrverandi forstjóri Við- tækjaverzlunar rikisins, lézt í Reykjavík í gærmorgun. Sveinn var fæddur í Nesi i Norðfirði 5. október 1902 og var því 74 ára að aldri er hann lézt. Hann lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands ár- ið 1929, var fulltrúi lögreglustjór- ans í Reykjavík 1929—30 og varð forstjóri Viðtækjaverzlunar ríkis- ins árið 1930. Hann var jafnframt forstjóri Bifreiðaeinkasölu rikis- ins 1935—42. Eftirlifandi kona Sveins er Ásta Fjeldsted Ingvars- son. í VEÐURBLÍÐUNNI á Akureyri að undanförnu hefur fólk óspart notað frfstund- irnar til að busla f sundlauginni og aðkomumenn fjölmennt á tjaldstæði þeirra Akureyringa. (IJósm. Hermann Stefánsson). Niðurstaða sakadómsrannsóknar: Drengurinn í Stangar- holti lézt af voðaskoti LOKIÐ er í Sakadómi Mýra- og Borgarfjarðarsýslu rannsókn á dauða drengsins sem beið bana að Stangarholti á Mýrum sl. mið- vikudag. Niðurstaða rannsóknar- innar er sú að drengurinn, Leó Guðmundsson 13 ðra að aldri, hafi orðið fyrir voðaskoti og látizt af þeim sökum. (I Morgun- blaðinu hinn 9. júlf sl. birtist frétt um þennan atburð. Fram- hald fréttarinnar á bls. 20 bar fyrirsögn sem var I engu sam- ræmi við aðalfyrirsögnina á baksíðu, efni fréttarinnar, eða þann atburð, sem um var fjallað. Morgunblaðið harmar þessi mis- tök og biður hlutaðeigandi afsök- unar á þeim). Sýslumannsembættið I Borgar- nesi hefur sent frá sér eftir- farandi greinargerð um rannsókn málsins: „EINS og greint hefur verið frá, Grútarmengunin heft í Siglufirði Unnið hefur verið að þvf að stöðva grútarmengunina á Siglufirði sem orðið hefur þeg- ar rauðáta og lýsi hefur lekið í sjóinn við löndun úr loðnuskip- um þar í bæ. Búið er að lagfæra aðstöðuna þar við bryggjuna og á nú ekki að leka jafnmikið og áður í sjóinn. Markús Kristins- son í verksmiðju SR á Siglu- firði tjáði Mbl. í gærkvöldi að ekki væri hægt að ganga svo frá, að ekki læki eitthvað í sjó- inn, en reynt hefði verið að sjá svo um að það yrði eins lítið og mögulegt væri. Ekki mun hægt að fyrirbyggja allan leka í sjó- inn nema með sérstökum breyt- ingum, sem taka mundu tals- verðan tíma. Héraðsmótin um næstu helgi: I Sævangi, Stykkis- hólmi og Búoardal varð sá atburður að Stangarholti á Mýrum sl. miðvikudag, 7. júlí að 13 ára drengur, Leó Guðmunds- son, lést þar af skotsári á höfði. Að frumathugun málsins lokinni lá ekki ljóst fyrir, hvaða atvik og orsakir leiddu til dauða drengs- ins. Faðir hans, Guðmundur Helgason hafði afmáð nokkuð af verksummerkjum á hlaðinu, þar sem slysið varð, með því aó moka yfir þau möl. Staðfesti hann þann framburð næsta dag. Ekki fengust heldur skýringar á því hvað gerst hafði er móðir Leós kom fyrir rétt. Hún kvaðst hafa verið innan dyra, ekki hafa heyrt skothvellinn og taldi að báðir yngri drengirnir hefðu verið inni. Fyrir lá, að ekki voru aðrir heima en þau hjón og synir þeirra, sjö og ellefu ára, þegar Leó lést. 1 upphafi rannsóknarinnar Var reynt að kanna hvort drengirnir gætu greint frá einhverju, sem skýrði það, sem komið háfði fyrir. Þeir kváðust þá ekkert um at- vik vita, hefðu einungis fundið lík Leós og gert foreldrum sinum við- vart. Síðari hluta föstudags var m.a. haldið áfram viðræðum við drengina i viðurvist formanns barnaverndarnefndar Borgar- hrepps, séra Leós Júlíussonar, og Framhald á bls. 35 Sveinn Ingvarsson Hótel í byggingu á Ólafsfirði NÁLEGA hófust framkvæmdir við hótelhvggingu á Ólafsfirði, en hótelið byggir Trausti Magnússon ásamt fjölskyldu sinni. Trausti sagði f stuttu samtali við Mbl. f gær, að ráðgert væri að byggingin yrði fokheld í haust og ef allt gengi samkvæmt áætlun yrði hægt að taka á móti fyrstu gestun- um næsta vor. Trausti sem rekið iiefur sumar- hótel í heimavistinni á Ólafsfirði undanfarin sumur, sagði aó mikil þörf væri orðin fyrir hótel á Framhald á bls. 35 UM NÆSTU helgi verða haldin 31 héraðsmót Sjálfstæðisflokksins: Sævangi, Strandasýslu, föstu- daginn 16. júlí kl. 21. stundvís- lega. Ávörp flytja Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra og Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, alþingismaður. Stykkishólmi, laugardaginn 17. júlí kl. 21 stundvíslega. Ávörp flytja Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra og Jón Árna- son, alþingismaður. Búðardal, sunnudaginn 18. júli kl. 21 stundvíslega. Ávörp flytja^ Matthías Á. Mathiesen, fjármála- ráðherra og Friðjón Þórðarson, alþingismaður. Skemmtiatriði á héraðsmótun- um annarst hljómsveitin Nætur- galar ásamt óperusöngvurunum Kristni Hallssyni og Magnúsi Jónssyni, Jörundi og Ágúst Atla- syni. Hljómsveitina skipa Skúli K. Gíslason, Einar Hólm, Birgir Karlsson og Ágúst Atlason. Efnt verður til ókeypis happ- drættis og eru vinningar tvær sól- arlandaferðir til Kanarieyja með Flugleiðum. Verður dregið i happdrættinu að héraðsmótunum loknum, þ.e. 18. ágúst n.k. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur til kl. 2 eftir miðnætti, þar sem Næturgal- ar og Ágúst Atlason syngja og leika fyrir dansi. Matthfas BJarnason Matthfas A. sen Jón Árnason Friðjón IÞórðarson Trilluleit á Breiðafirði SL. SUNNUDAG var hafin allvíð- tæk leit að fjögurra tonna trillu Trausta RE 27, sem var á hand- færaveiðum á Breiðafirði og ekki hafði komið fram á þeim tfma sem við henni var búizt. Trillan sem á eru tveir menn hafði stund- að róðra frá Hreggstöðum á Barðaströnd undanfarna daga og lagt þar upp afla sinn. Hafði verið gert ráð fyrir að hún kæmi inn á laugardagskvöldi, en þegar hún var ekki komin á sunnudagsmorgni var byrjað að lýsa eftir henni i útvarpi og reynt að kalla hana upp í gegnum strandstöðvar við Breiðafjörð og aðra báta á þessum slóðum. Und- irbúin var víðtæk leit og Land- helgisgæzluflugvélin SÝR fór til leitar eftir hádegið. Vélin fann bátinn siðar um daginn og kom þá í ljós að allt var með felldu um borð, en mennirnir höfðu hvorki hlustað á talstöð né útvarp og vissu því ekki að þeirra væri leit- að.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.