Morgunblaðið - 13.07.1976, Síða 35

Morgunblaðið - 13.07.1976, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JULl 1976 21 „ALLT MÆLIR MENN SIGRI MED ÞVl AÐ SOVÉT- I STIGAKEPPNI OL" Lvudmila Turishcheva — fimleikadrottning leikanna í Miinchen, ætlar sér að hljóta gullverðlaun I Montreal, en baráttan verður ekki auðveld. Nikilai Andrianov — helzta gullvon Sovétmanna í fimleikum karla. sem einnig hefur hlaupið undir 4 mínútum og Lyudmila Bragina sem sigraði i hessari grein i Mún- chen og setti þá hvert heimsmet- ið af öðru. Þá eru i Ólympíulið- inu þær Faina Melnik, heimsmet- hafi í kringlukasti kvenna, og Nadezhda Chizkova sem sigraði i kúluvarpinu 1972, en fær nú væntanlega harða keppni við búlgörsku stúlkuna sem nýlega hefur bætt heimsmetið í þessari grein mjög verulega. Sovétrikin senda fjölmennt lið til fimleikakeppninnar i Montreal. Meðal keppenda í kvennaflokki verða þær Lyud- mila Turishcheva og Olga Korbut, stúlkurnar er vöktu hvað mesta aðdáun í Mtinchen, svo og Nelli Kim, 19 ára stúlka sem sögð er gefa hinum tveimur lítið eða ekk- ert eftir og er fræg fyrir nýjan stíl sem hún er að innleiða i fimleika- keppnina. I sundkeppninni gera Sovét- menn ekki ráð fyrir að uppskera mörg verðlaun. Þeir binda aðal- lega vonir við Irinu Kalininu, 17 ára skólastelpu, sem hlaut gull- verðlaun i dýfingum af háunt palli í heimsmeistarakeppninni i Columbiu i fyrra og Vladimir Raskatov, sem nýlega hefur bætt Evrópumetið i 400 metra skrið- sundi. Þá mun einnig athygli beinast að lyftingakappanum Vasily Alexeyev „sterkasta manni heims", sem ætlar sér nú gull- verðlaun í annað sinn á Ölympíu- leikunum, svo og að sovézka knattspyrnuiiðinu sem a'tlar sér ekkert minna en gull á leikununt. ára. Elzti keppandinn í frjálsum íþróttum er Vladimir Golubnichy en hann er tæplega 41 árs að aldri. Keppir hann í 20 kólómetra göngu, en í þeirri grein hefur hann tvívegis hlotið gullverðlaun, einu sinni silfurverðlaun og einu sinni bronsverðlaun frá því að hann byrjaði að keppa á Ólympíu- leikum árið 1960. Það vekur athygli að Sovét- menn senda nú ekki keppendur í allar greinar frjálsra íþrótta á leikunum. Þannig mun t.d. eng- inn keppa í 3000 metra hindrun- arhlaupi og í 1500 metra hlaupi, en ástæðan er sú að enginn náði því lágmarki sem Alþjóða- Ólympíunefndin setti fyrir þátt- töku fleiri en eins manns frá hverju landi í þessum greinum, en það lágmark notuðu Sovét- menn sem viðmiðun við val kepp- enda sinna. Þá var heldur ekki ætlunin að senda keppanda í 5000 metra hlaup, en á sfðustu stundu náði hinn 21 árs Enn Sellik svo frábærum árangri í þessari grein, að sovézka Ólympiunefndin ákvað að senda hann til leikanna. Hljóp Sellik á næst bezta tíma sem náðst hefur á þessari vegalengd í heim- inum í ár, 13:17,2 mín., og er það um niu sekúndum betri timi en Finninn Lasse Viren náði á Ólympíuleikunum 1972. Sellik mun einnig keppa í 10.000 metra hlaupi og vona Sovétmenn að hann leiki eftir afrek Vladimir Kuts 1956 en hann sigraði þá í báðum þessum greinum með nokkrum yfirburðum. Meðal sovézku Ólympiufaranna eru m.a. þrír gullmenn frá leikun- um í Múnchen, Valery Borzov, Viktor Saneyev og Nikolai Avilov. Borzov sigraði bæði í 100 og 200 metra hlaupi á leikunum í Múnchen, en á árinu 1975 dró hann sig að mestu í hlé og æfði lítið. Hann byrjaði síðan aftur æf- ingar af miklum krafti í vetur og var fljótur að ná af sér nokkrum aukakílóum og komast í gott form. Borzov er nú 26 ára og er sjálfur ekki i vafa um að hann leiki sama leikinn og í Múnchen, — sigri i báðum spretthlaupun- um. Viktor Saneyev hyggur líka á sigur i þrístökkinu, og nái hann þvi takmarki verður hann fyrstur manna til þess að sigra i þeirri íþróttagrein á þrernur leikjum i röð. Er Saneyev sagður hafa búið sig betur undir keppnina nú en nokkru sinni áður og má mikið vera ef honum tekst ekki að verja titil sinn. Að venju er sovézka kvennalið- ið sem tekur þátt í leikunum, mjög sigurstranglegt. Meðal keppenda verða þar t.d. Valentina Gerasimova, sem bætti heimsmet- ið i 800 metra hlaupi um eina og hálfa sekúndu á sovézka meistara- mótinu, og Tatyana Kazankina, sem varð fyrst kvenna til þess að hlaupa 1500 metra hlaup á betri tíma en fjórum mínútum. Auk hennar taka þátt í 1500 metra hlaupinu þær Raissa Katyukova Viktor Saneyev — hlýtur hann þriðja þrfstökksgullið I Montreal? Nadezhda Chizhova — sigurstrangleg í kúluvarpi kvenna — ÞAÐ mælir alit með því að sovézka fþróttafólkið sigri f hinni óopinberu stigakeppni Olvmpíu- leikanna f Montreal, sagði Anatoly Kolesov, varaformaður sovézka íþróttaráðsins, í viðtali við AP fréttastofuna nýlega, þar sem rætt var um þátttöku Sovét- manna í Ólympfuleikunum í Mon- treal, en þangað munu þeir senda mjög fjölmennt lið. Benti Kolesov á það f viðtalinu að Sovét- menn hefðu hlotið alls 50 gull- verðlaun á leikunum f Miinchen 1972, og hefði engin þjóð hlotið svo mörg gullverðlaun á einum Olympfuleikum fyrr. Kolesov sagði það skoðun sina að aðalbarátta Sovétmanna yrði við Bandarikin og Austur- Þýzkaland, en þessar þjóðir myndu þó standa höllum fæti í greinum eins og glímu, fimleik- um, lyftingum, skotfimi, skylm- ingum, húðkeyparóðri og nútíma- fimmtarþraut, en í öllum þessum greinum ættu Sovétmenn mjög góðu fþróttafólki á að skipa, sem myndi örugglega hljóta fleiri en færri verðlaun á leikunum. Alls munu um 500 sovézkir íþróttamenn fara til leikanna í Kanada, og er það öllu hærri tala en verið hefur á öðrum Ólympíu- leikum. Til Montreal mun einnig fara gífurlega fjölmennt lið farar- stjóra og tæknimanna frá Sovét- ríkjunum, sem ætla að fylgjast vel með framkvæmd leikanna og reyna að læra af bæði því sem vel tekst til og miður fer, og nýta siðan reynsluna þegar leikarnir i Moskvu verða undirbúnir, en þar eiga leikarnir að verða næst, árið 1980. Keppendur Sovétríkjanna á leikunum eru á mjög misjöfnum aldri og einnig misþekktir. Elztu keppendurnir eru Ivan Kizimov og Ivan Kalita sem keppa í hesta- mennsku, en þeir eru 48 og 49 - sagði talsmaður sovézka íþróttasambandsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.