Morgunblaðið - 20.08.1976, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1976
Vinnubúðir (Taiga. Enn eru þúsundir manna lokaðar inni fyrir að lesa óæskilegar bækur,
fyrir að taka málstao trúarbragða sinna og þjóðar sinnar eða fyrir að vilja fara úr landi.
ÁRIÐ 1968 bar Andreij D. Sakarov fyrst fram mótmæli
opinberlega gegn órétti og lögleysu í Sovétríkjunum.
Síðan hafa allar tilraunir til að þagga niður í honum
mistekizt.
1 síðustu bók sinni, „Land mitt og umheimurinn",
krefst Sakarov alþjóðlegs eftirlits með hinum sovézku
refsistofnunum og náðunar allra pólitískra fanga. Hér á
fer á eftir útdráttur úr bókinni er Sakarov gerði sjálfur
fyrir þýzka hlaðið „Die Zeit
1 Sovétríkjunum eru sennilega
milli tvö og tfu þúsund manns,
sem geta flokkazt undir heitið
„pólitískir fangar". t þeim fjölda
eru ekki þeir taldir með, sem
verða að gjalda fyrir trúarsann-
færingu sfna. Tala þeirra er
sennilega enn hærri. Auk þess
verð ég að segja að ef til vill eru
upplýsingar mínar mjög
• ófullkomnar.
Ssamkvæmt gildandi lögum er
litið á alla pólitíska fanga sem
auvirðilega glæpamenn. Hjá
okkur njóta hinir pólitfsku fangar
engrar sérstöðu. Þeir verða að
þola sömu byrðgar og niðurlæg-
ingu í lífinu og annars konar
fangar (sem oft eru einnig sak-
lausir), og það er svívirða og lög-
leysa á vorum tímum. Við öllum
tilraunum til að skýra opinber-
lega frá einstökum atriðum varð-
andi handtökuna eða aðstæður
fanganna er brugðizt harkalega.
Það er ljósasta sönnunin fyrir því
að eitthvað þurfi að fela.
margt: hina erfiðu nauðungar-
vinnu, sem oft er unnin við
aðstæður, þar sem ekkert er hirt
um venjuiegar öryggisreglur.
Hina ónógu og slæmu fæðu, sem
nær ógerningur er að auka eða
bæta með sendingum eða gjöfum,
en þeim eru strangar tak-
markanir settar. Hina naumu tak-
mörkun heimsóknartíma, bréfa-
skipta og lesefnis. Hinar harð-
neskjulegu og gjörræðislegu
refsingar. Barátta pólitískra
fanga fyrir mannréttindum
sínum leiðir yfirleitt til hins
verra, nýrra refsinga, og undan-
farið hefur frétzt af mörgum
hetjulegum hungurverkföllum og
öðrum mótmælaaðgerðum.
í Sovétrfkjunum hafa nokkrum
sinnum átt sér stað náðanir, sem
áttu að ná til nokkurs fjölda.
Hinar tvær síðustu voru vegna 50
ára afmælis stofnunar Ráðstjórn-
arríkjanna, og er 30 ár voru liðin
frá lokum striðsins. En hér
reyndist vera um mjög
takmarkaðar náðanir að ræða, og
þær náðu einmitt ekki til póli-
tískra fanga. Auk þess var for-
stöðumönnum fangabúðanna
heimilað að svipta hvern þann
fanga náðun, sem þeir teldu að
hefði brotið reglur fangelsisins.
Ég er þeirrar skoðunar, að til
þess að bæta úr núverandi
ástandi, sem er með öllu óþolandi,
sé nauðsynlegt að stofna til
alþjóðlegs eftirlits með öllum
fangelsum, vinnubúðum og sér-
legum geðveikrahælum (þar sem
ástandið er enn verra) og að veita
öllum pólitfskum föngum náðum.
ÓÆSKILEGAR BÆKUR
Hverjir eru þeir — hinir póli-
tísku fangar í Sovétríkjunum?
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra
hefur ekki framið nein afbrot
yfirleitt í þeirri merkingu, sem
lögð er í það orð í lýðræðisríkjum.
Þeir hafa hvorki beitt ofbeldi né
hvatt til ofbeldisaðgerða.
Algengasta ástæðan til pólitfskrar
refsingar er lesefni, varzla og
dreifing handrita Samisdat-blaða
og bóka óæskilegs efnis, — enda
þótt þær séu venjulega algjörlega
meinlausar.
Meðal þeirra bóka, sem geta
gefið tilefni til handtöku eða
dómfellingar (það er engin opin-
ber skrá til yfir forboðnar bækur,
svo að hver og einn verður að
gera sér hana í hugarlund
sjálfur), eru: „Dr. Zivago" eftir
Pasternak, „Requiem" eftir
Akmatova, „Uppruni og þýðing
rússneska kommúnismans" eftir
Berdjajew, „1984" eftir Orwell,
„Allt fram steymir" eftir
Grossman, „Hugleiðingar um
framfarir" eftir höfund þessarar
greinar, „Tækni valdsins"
eftir Avtorkanov, „GULAG-
eyjaklasinn" eftir Solsjenitsyn,
bækur eftir Djilas, „Ógnar-
stjórnin mikla" eftir Conquest,
blöð Samisdat (ieyniblöðin), en
þau eru mörg (og nefnir höf-
undur nokkur, en skal sleppt hér.
þýð.). Sergej Pirogov hlaut dóm
fyrir að hafa afhent vanda-
mönnum manns, er framið hafði
sjálfsmorð, bréf frá honum, en
Pirogov hafði af tilviljun fengið
það í hendur. Bréfið var sagt hafa
haft rógburð að geyma. Viktor
Njekipjelov og Petrov-Agatov
voru dæmdir fyrir kvæði sín.
I þessu sambandi ber að hafa í
huga að öryggislögreglan beitir
ekki lengur þeirri stalinsaðferð i
stórborgunum að taka hugsanlega
gagnrýnendur úr umferð til von-
ar og vara, en hefur aftur á móti
haldið þeirri reglu úti á landi
fram á þennan dag, þó í mikki
mæli sé. Þess vegna lenda margir,
aðallega ungt fólk ,úr verka-
mannastétt og röðum mennta-
manna á landsbyggðinni beina
leið f fangelsi eða vinnubúðir, er
þeir láta fyrst í ljós skoðanir, sem
byggjast á feimnislegum efasemd-
um og barnslegum ímyndunum
um Sovétríkin. Flestir verka-
mannanna sem og flokksfélagar
og fólk, sem segist vera marxistar,
eru látnir inn á hin hræðulegu
geðsjúkrahús — af öryggis-
ástæðum.
Fangelsin og þó sérstaklega
geðsjúkrahúsin eru yfirfull af
fólki, sem hefur reynt að komast
úr landi á laun (eða lagt leið sina
í eitthvert sendiráð f því skyni),
þar sem það örvænti um það að
það næði rétti sínum um opinber-
ar leiðir. Þar eru einnig þeir, sem
borið hafa fram óþægilegar kvart-
anir og „baráttumenn fyrir rétt-
lætinu". í haldi eru tugir Tartara
frá Krfm og Messchi-Tyrkir.
Um þessar mundir á einn af hug-
rökkustu baráttumönnum fyrir
rétti Krfm-Tartara á heim-
kynnum sfnum — Mustafa
kaþólikkum, strangtrúar-
mönnum, búddatrúarmönnum
o.s.frv. Ofsóknirnar gegn þessum
hópum eru öllum kunnar, efna-
hagslegum þvingunum hefur.
verið beitt, málaferli farið fram
og margra ára fangelsisdómar
verið felldir.
Ein andstyggilegasta og
ómannúðlegasta myndin sem
þessar trúarofsóknir hafa birzt f,
er sú aðferð að taka börnin frá
foreldrunum til þess að vernda
þau gegn hihu „spillta" trúarlega
uppeldi. Trúarofsóknirnar eru
hrottalegt brot á grundvallar-
Andrej D. Sakarov:
Litið inn
í iand
þagnarinnar
Um sovézk fangelsi, vinnu-
búdir og geðsjúkrahús
Dschemiljev — yfir höfði sér
þriðja fangelsisdóminn.
Meðal þeirra, sem verða að
þola þjáningar vegna sann-
færingar sinnar, er mikill fjöldi
trúaðs fólks. Trúarofsóknir eiga
sér skelfilega sögu í öllum sósial-
istfskum löndum, en þó hvergi
nema ef til vill í Albaníu
jafn umfangsmikla og
hörmulega og f Sovétrfkj-
unum. Þegar á þriðja og fjórða
áratugnum var táðizt gegn trú-
arbrögðum þeim, sem höfðu
flesta fylgjendur, þ.e. grísk-
kaþólsku kirkjunni og múhameðs-
trúnni, og förnarlömb þeirra of-
sókna urðu óteljandi mörg. Niður-
læging og réttleysi trúarbragða
okkar er nú á því stigi að þau eru
(að minnsta kosti á yfirborðinu)
orðin angi af ríkinu. Þó vil ég á
engan hátt gera lítið úr þýðingu
þessara trúarbragða eða hinu
innra sjálfstæði fylgjenda þeirra.
Opinberlega hefur nú verið
lögð áherzla á að beina þessum
refsiaðgerðum f landi voru gegn
hinum tiltölulega fámennu trúar-
söfnuðum, únitörum, baptistum,
reglunni um aðskilnað ríkis og
kirkju, afskipti rfkisins af
persónulegri sannfæringu þegna
sinna sem ekki yrði liðið í neinu
lýðræðislegu þjóðfélagi.
Margir hinna pólitísku fanga
eru hinir svonefndu „Þjóðernis-
sinnar" frá Úkraínu, Eystrasalts:
löndunum og Armeníu. Þessir
menn hafa hlotið sérstaklega
þunga dóma en þeim hefur verið
stefnt fyrir rétt vegna umhyggju
sinnar um varðveizlu þjóðlegrar
menningar, sem var og er í aug-
ljósri hættu vegna skipulagðra
rússneskra aðgerða. í Armeniu
var hinn 27 ára gamli Paruir
Airikian dæmdur fyrir nokkru f
átta ára fangelsi, en hafði áður
setið inni í 7 ár. Það er einkenni
pólitískra réttarhalda af þessu
tagi, að grundvallarreglur eru
þverbrotnar og þau haldin nær
algerlega fyrir luktum dyrum
(einfaldlega er engum hleypt inn
í réttarsalinn nema tveimur eða
þremur nánustu vandamönnum
hins ákærða og fulltrúum KGB).
Auk þess gætir þar ekki snefils af
hlutlausri rannsókn. Það er vafa-
laust erfitt fyrir lesanda á Vestur-
löndum að trúa þessu öllu, en
menn þurfa jafnvel að hafa séð
það með eigin augum eins og svo
margt annað í landi voru.
Hinn svokallaði „vísindalega
ósanni tilbúningur, rógburður og
nfð“ — en efnislega er aðalákær-
an þannig i hinum pólitísku
réttarhöldum — er aldrei
kannaður nánar af hálfu dóm-
stólsins. Það nægir að saksóknara,
dómara og KGB virðist eða eigi að
virðast, að um róg og níð hafi
verið að ræða.
FÓRNARLÖMB
RÉTTLÆTISINS.
Sérstaklega verður að minnast
á örlög þeirra manna, sem tekið
hafa málstað þeirra, sem þeir
telja að hafi verið ranglega
dæmdir, og hafa beitt sér fyrir
opinberum réttarhöldum og talað
máli réttlætis, en sfðan verið of-
sóttir fyrir það. Það eru örlög
Leonids Plyuschtsch, sem var f
baráttunefndinni til verndar
mannréttindum f Sovétríkjunum
og hefur orðið að þola pyntingar,
sem nær höfðu dregið hann til
dauða, á geðsjúkrahúsi. Það eru
örlög Vladimirs Bukovskis og
Semjons Glusmans, sem dæmdir
voru f 7 ára fangelsi af þvf að þeir
ljóstruðu upp um pyntingarnar á
geðsjúkrahúsunum. Það eru örlög
fanganna Andrej Tverdokljebovs
og Sergej Kovaljovs og fjölda
annarra.
Á síðustu áratugum hafa tugir
milljóna manna týnt lífinu algjör-
lega nafnlausir. Breytingar á
ástandinu i landi voru sköpuðu
efnislegar forsendur fyrir því að
hægt væri að rjúfa skarð f
samsærismúr þagnarinnar.
Margir óeigingjarnir, áræðnir og
gáfaðir menn voru staðráðnir f
því og reiðubúnir að notfæra sér
þessi tækifæri. En það hefur
einnig reynzt framtak, sem hefur
krafizt nýrra fórna.
Á undanförnum árum hafa út-
gefendur hins leynilega blaðs
„Viðburðir líðandi stundar" sýnt
aðdáunarvert framtak sem og aðr-
ir hópar og hugrakkir ein-
staklingar. Á síðastliðnu ári hafa
stofnanir öryggislögreglunnar
lagt óhemju kapp á að elta uppi
þá sem gætu verið í einhverju
sambandi við „Viðburði líðandi
stundar “, dreifingu blaðsins eða
útgáfu. Kappsfullir dómarar hafa
í gjörræði úrskurðað blaðið sem
„nfðrit" og fellt dóma af áfergju.
Rannsóknardómari lýsti því
nýlega yfir að „Viðburðir lfðandi
stundar" væri rógsrit, ef 10
prósent af efni þess væri ósatt. En
enn hefur enginn getað sannað að
einungis eitt prósent væri rangt,
þó að alltaf séu villur hugsan-
legar, og hinir óþekktu útgef-
endur hafa lýst yfir því, að þeir
væru fúsir að birta leiðréttingar.
Af þeim mönnum, sem fyrst og
fremst hafa verið ákærðir fyrir
dreifingu á „Viðburðum liðandi