Morgunblaðið - 20.08.1976, Síða 15

Morgunblaðið - 20.08.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976 15 A ÞESSU sumri hafa sex nem- ar ( fornleifafræði, þjóðhátta- og þjóðfræðum og sögu unnið að rannsókn á menningar- og atvinnusögu sveitanna sunnan Skarðsheiðar í Hvalfirði. Rann- sóknir hópsins f sumar voru aðeins upphafið að vfðtækari rannsóknum á sögu svæðisins, sem ætlunin er að vinna að á næstu árum. Til þessa verkefnis fékk hópurinn 600 þúsund króna fjárveitingu frá Vfsindasjóði f ár og vann hóp- urinn að rannsóknunum f mánaðartfma, auk þess, sem nú er unnið að samningu spurningalista, er ætlunin er að senda á bæi á svæðinu f haust. Við ræddum f vikunni við tvö þeirra, sem tekið hafa þátt f störfum hópsins, Ingu Dóru Björnsdóttur og Guðmund Hálfdánarson, um rannsóknirn- ar, tildrög þeirra og árangurinn f sumar. — Kveikjan að þessum rann- sóknum var að við, sem erum að nema fornleifa- og þjóðfræði við háskólann I Lundi í Svíþjóð, stofnuðum á sl. hausti félag. Við komum saman og ræddum þau verkefni, sem að okkar Fundu íslenzka spuna- vél í haughúsinu dómi er brýnast að sinna á þessu sviðum hér heima. Fljót- lega varð okkur þó tíðrætt um þá hugmynd að koma hér upp þjóðminjastofnun, sem hefði það hlutverk að safna og geyma upplýsingar um minjar í land- inu. En til þess að slík stofnun geti orðið að raunveruleika þarf að framkvæma svæðarann- sóknir eins og þá, sem við ætl- um að framkvæma í sveitunum sunnan Skarðsheiðar, segir Inga Dóra en spurningunni hvers vegna sveitir Hvalfjarðar hafi orðið fyrir valinu svarar Guðmundur: — Ástæðurnar fyrir valinu voru margar. Þessar sveitir, Leirár- og Melasveit, Hval- fjarðarströndin, Skilmanna- hreppur, Innri- Akraneshreppur og Akranes, eru heppilegar frá landfræði- legu sjónarmiði. Heimildir um svæðið eru ýmist í Reykjavík, Borgarnesi eða á Akranesi og það þarf þvi ekki að verja mikl- um fjármunum og tíma í ferða- lög til að kanna heimildir. Þetta svæði hefur verið í mikilli mót- un alla tíð. Þrátt fyrir tilkomu herstöðvar, olíustöðvar og hval- stöðvar hafa ibúarnir jafnan lagt stund á landbúnað og sjávarútveg. Nú er fyrirhugað að reisa á þessu svæði járn- blendiverksmiðjuna á Grundar- tanga og það er þvf forvitnilegt að geta sfðar velt fyrir sér áhrifum slíks fyrirtækis á íbúana á svæðinu. í sumar vann hópurinn eink- um að skráningu heimilda um svæðið. Þá heimsótti hópurinn bæi á svæðinu og dvaldi þar við vettvangsrannsóknir í viku- tfma. Við spyrjum Ingu Dóru, hver sé hinn eiginlegi tilgangur þessara rannsókna? — Rannsóknin miðar að því að fá heildarmynd af menningar- og atvinnusögu svæðisins og til þess að sú mynd verði sem samfelldust vinnur að rannsókninni fólk úr ýmsum greinum. Við teljum það ranga aðferð, að einn fari og grafi upp minjar og annar fari og spyrjist fyrir um sögu minjanna. Á þessari einu viku, sem við ferðuðumst um svæðið skiptum við okkur í tveggja manna hópa og skráðum allar minjar á þeim bæjum sem við komum á. J>ó tíminn, sem við vorum þarna, hafi ekki verið langur og við aðeins komizt um lftið brot af •svæðinu, fundum við ógrynni af minjum, sem ekki var vitað um áður. Mikið af þessu voru minjar frá hernámsárunum og eldri minjar, sem eru sem óðast að fara forgörðum. — Við Inga Dóra vorum til dæmis tvo heila daga á einum bæ við að skrá minjar, sagði Guðmundur og bætti við að flestar hefðu þessar minjar ver- ið tengdar atvinnusögu bæjarins. — Á einum bænum fundum við spunavél í haug- húsinu og urðum að grafa hana upp. Við fundum siðar út að þessi spunavél hafi verið sameign 5 bænda en hana hafði íslendingur smíðað árið 1925. Hætt var að nota vélina á fyrri- hluta aldarinnar og eins og fleiri gömul heimilistæki á fslenzkum bæjum endaði í fjós- haugnum, sagði Guðmundur. — Hér heima hefur ekki ver- ið mikill áhugi á gömlum minj- um og við sjáum það bezt á því að hér er notazt við gamla skrá yfir minjar, sem ekki hefur ver- ið endurnýjuð lengi. í Svíþjóð hafa hins vegar allar fornminj- ar verjð færðar á skrá og um Inga Dóra Björnsdóttir og Guð- mundur Hálfdánarson Kanna menn- ingar- og atvinnusögu sveitanna sunnan Skarðsheiðar leið friðlýstar og nú er verið að endurnýja þessa skrá. Minjar eru leifar frá lifi fólksins í landinu og það verður stöðugt að vera á varðbergi eig^þessar minjar ekki að fara forgörðum, sagði Inga Dóra og tók fram að f þessari rannsókn hópsins væri leitað til heimafólks á bæjum á svæðinu til að fá upplýsingar um minjar á svæðinu. Þau Inga Dóra og Guðmund- ur tóku fram að þetta svæði hefði að baki mjög litskrúðuga atvinnusögu. Útgerðarsaga Akraness er um margt sérstök en landbúnaður á svæðinu hef- ur verið með svipuðu sniði og annars staðar á landinu. Þau minntu á tilkomu hvalstöðvar- innar, sem enn stendur og um herstöðina I Hvaifirði sögðu þau, að þar væri að finna minj- ar, sem hiklaust ætti að vernda, þó ekki væri nema vegna hins sérstæða byggingarforms, bragganna, sem byggðir voru víða um land á hernámsárunum en eru nú sem óðast að hverfa. Að lokum sögðu þau það von sfna að hægt yrði að halda þess- um rannsóknum áfram en það réðist einfaldlega af því fjármagni, sem þau fengju til verksins. Þau tóku fram að hvarvetna hefði verið tekið vel á móti þeim og sýnilegt væri að íbúar á svæðinu væru opnir fyrir þessari rannsókn og hefðu áhuga á henni. Þeir, sem unnið hafa að þess- um rannsóknum ásamt þeim Ingu Dóru og Guðmundi, eru Margrét Hermannsdóttir, Eirfkur Guðmundsson, Þor- steinn Jónsson og Þorlákur Helgason. Brezkir skattborgar- ar greiða milljarð fyrir „gæzluna” í þorskastríðinu t NVÚTKOMNU tölublaði af brezka blaðinu Fishing News eru birtar tölur yfir kostnað sem brezkir skuttogarar munu þurfa að taka á sig vegna „gæzlu og verndarstarfa" brezkra herskipa og aðstoðarskipa við tsland meðan þorskastrfðið stóð yfir. Þar segir að heildarkostnaðurinn verði að lfkindum rösklega þrjár milljónir sterlingspunda eða tæpan milljarð fsl. króna. Hafi þessar tölu verið birtar eftir að sex mánaða samkomulagið var gert við tslendinga f byrjun júnf. t þessari tölu sé ekki aðeins kostnaður við úthald herskip- anna, heldur einnig aðstoðar og birgðaskipa sem fylgdu brezka flotanum á tslandsmiðum. Þá var greitt f skaðabætur til áhafna togaranna um 100 þús. sterlings- pund, þegar togararnir voru látnir fara út fyrir mörkin f janúar og maf meðan viðræður stóðu yfir milli fulltrúa landanna tveggja. 1 blaðinu segir að frá þvf f nóvember og til maíloka hafi fimmtán freigátur brezka flotans lent í samtals 49 árekstrum við íslenzk varðskip og kostnaður við viðgerð freigátanna sé áætlaður um 1 milljón sterlingspunda. Þá hafi komið til eldsneyti og annar kostnaður við rekstur freigát- anna. í fréttinni er sfðan sagt frá lok- um málsins og sagt að samkvæmt útreikningum verði veiðar Breta skv. nýja samkomulaginu vart meira en 30 þús. tonn á ári. Því sé ekki að undra að samningurinn hafi vakið mikla gremju meðal togaraeigenda í Bretlandi og hafi verið talað um uppgjöf gagnvart Islendingum. 1 niðurlagi segir síðan frá þvf að Noregur muni Iíkast til verða næsta landið til að heimta tak- mörkun á veiðum með fyrir- hugaðri útfærslu og þar af leið- andi sé hætta á stórmiklum sam- drætti f fiskiðnaði Bretlands og níu þúsund missi atvinnu sfna, við fiskveiðar og fiskverkun í landi. vörutegundir á vikupöllunum þessa viku Einnig kaffi 1/4 kg. 112.— pk. kaffi 1 /2 kg. 420.— pk. ATHUGIÐ: Takið kerru með út að bílnum og losnið við óþarfa burð. Óhætt er að skilja kerruna eftir á bílaplaninu. Víkurbær — Vörumarkaður Sími 2042 — 2044

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.