Morgunblaðið - 20.08.1976, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.08.1976, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1976 Sigríður dóttir — Fædd 14. mars 1903. Dáin 14. júlí 1976. Sigríður Jónsdóttir fæddist á Svarfhóli í Svínadal. Foreldrar hennar voru þau hjónin Guðbjörg Jóhannsdóttir frá Grafardal i Skorradal og Jón Þorsteinsson bóndi frá Þórustöðum í Svínadal. Þeim varð fimm barna auðið, var Sigríður næstelst þeirra systkina, er hún hin þriðja af systkina- hópnum sem kveður þennan heim. Guðmundur dó á fyrsta ári en Sólveig 26 ára á Vífilsstöðum. Á lífi eru Bóthildur, gift Ingimari Magnússyni trésmfðameistara, og Sigurður trésmíðameistari, kvæntur Þóru Guðjónsdóttur. Þau eru bæði búsett á Akranesi. Barn að aldri fluttist Sigriður með foreldrum sinum að Grafar- dal og síðar að Glammastöðum, þar sem þau áttu heima í um það bil 7 ár. En árið 1915 brugðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur. Sigríður varð snemma tápmikill unglingur og rösk til allra verka. Hún lærði að vinna í foreldrahús- um og vandist snemma á iðjusemi og vandvirkni. Þeir eiginleikar voru alla tíð mjög áberandi í fari hennar. Hún hafði yndi af skepn- um og var einkar lagið að um- gangast þær. Jafnframt var hún bókhneigð og Ias það sem tiltækt var. Hafði hún sterka löngun til að læra eitthvað. Þegar hún flutt- ist til Reykjavíkur með foreldrum sínum árið 1915 hefur löngunin til frekara náms glæðst. En efna- Jóns- Minning hagur var þröngur á þeim tíma og þótti það best hæfa efnalitlum unglingúm að leita fyrir sér með atvinnu hið allra fyrsta. Sú varð raunin á með Sigrfði, skólagangan varð aldrei meiri en undirbúning- urinn undir ferminguna. En gáf- ur hennar, gott minni og glöggt auga öfluðu henni þeirrar mennt- unar, sem ekki stóð að baki lang- skólanámi margra annarra. 1 sambandi við atvinnu var ekki um auðugan garð að gresja fyrir unglingsstúlku, nýkomna til höf- uðborgarinnar, fyrir valinu varð saumaskapur. Lærði hún þá að taka mál, sníða og sauma. Á því sviði vann hún sig strax i álit sökum vandvirkni og handlagni. Við saumaskap vann hún í fjölda ára, saumaði jöfnum höndum á konur sem karla. Náði hún slíkum tökum á þeirri iðn, að hún varð eftirsótt til þeirra starfa. Var hún á þessu sviði svo vandvirk og gerði svo miklar kröfur til sjálfrar sfn, að sumum fannst nóg um. í hálfan annan áratug saum- aði hún einkennishúfur fyrir stú- denta, skipstjóra, flugmenn og sýslumenn. Eru þeir margir sem boríð hafa handbragði hennar vitni um loft, láð og lög. Þetta var hið mesta vandaverk og kunnu fáir. Eftir að hún fluttist til Akra- ness var hún oft beðin að koma til Reykjavíkur til að hjálpa til við þetta vandasama starf og kenna öðrum. Einnig sneið hún og saum- t Móðir mín HELGA HALLDÓRSDÓTTIR Safamýri 40 lést í Landspítalanum 18 ágúst Fyrir hönd vandamanna Örn Sigurgeirsson. t ÁRNIRAGNARMAGNUSSON prentari Amtmannsstfg 6 andaðist aðfaranótt 1 7 ágúst Vandamenn. Faðir okkar ÁRNI EINARSSON Verzluninni Minni Borg Grfmsnesi lézt í Borgarspítalanum 1 7 ágúst Einar Arnason, Andrés Ámason, Haraldur Arnason, Arnar Árnason t Þökkum mnilega auðsýnda samúð við andlát og útfór mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa SNORRA STURLUSONAR, Gautlandi 3 Sérstaklegar þakkir færum við læknum og starfsfólki Landspítalans deild 8 , ... . Sigrun Jonannesdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. t Irtnilega þökkum við þeim, sem sýndu okkur hlýhug við fráfall JÓHANNS KR. ÓLAFSSONAR trésmiðs Litla Skarði og öllum sem heiðruðu minningu hans Gróa Jóhannsdóttir Ástrfður Jónsdóttir Rannveig Jóhannsdóttir Ólafur Guðjónsson Þórarinn Jóhannsson Lára Benediktsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn aði marga flikina fyrir ættingja sína. Sigríður var sérstæður persónu- leiki. Hún fór ekki alltaf troðnar slóðir og átti ekki samleið með öllum. Hún var sein til kynna, en þeir sem hún batt vináttu við áttu tryggð hennar ævilangt. Heiðarleiki og sannsögli voru eiginleikar sem hún hélt mjög i heiðri. Henni raunaðist mjög ef hún varð þess vör að út af vegi sannleika og drengskapar var brugðið. Sigríður hafði yndi af góðri tón- list og ljóðelsk var hún og hag- mælt vel eins og móðir hennar og systkini. Fór hún dult með þessa hæfileika sína, en ég veit að til er eftir hana talsvert af ljóðum sem fáir hafa fengið að sjá. Á seinni árum fékkst hún talsvert við að mála og hafði hún mikla ánægju af eins og öllu er að fegurð og listsköpun laut. 5. febrúar árið 1937 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Sigur- birni Sveinssyni járnsmíðameist- ara, ættuðum frá Akranesi, hin- um mesta hagleiksmanni. Þau hjónin hófu búskap á Akranesi og áttu þar heima um árabil, en fluttu síðan til Reykjavíkur og lengst af bjuggu þau á Klepps- mýrarvegi 3 eða í rúmlega 20 ár. Þau voru sérstaklega samhent og samhuga, hjónin Sigga og Bjössi, eins og þau voru alltaf kölluð. Þau deildu hvort með öðru frábærri snyrtimennsku og reglu- semi. Ég hugsa að leitun sé á heimili þar sem hreinlæti, röð og regla voru meira í hávegum höfð en á heimili þeirra Siggu og Bjössa. Mér er það minnisstætt er ég var lítil telpa og kom til Siggu frænku hvað alltvar fágað og prýtt. Og góðar voru kökurnar og brauðin sem hún bakaði. Þau hjónin voru gestrisin og góð heim að sækja og vildu frekar gefa en þiggja. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en eina fósturdóttur ólu þau upp, Guðlaugu, sem kom til þeirra ársgömul og gengu þau henni í foreldra stað. Guðlaug er gift Þorsteini Egilssyni og eru þau búsett i Reykjavík. Síðustu árin átti Sigriður við vanheilsu að stríða og þurfti hún oft að fara á sjúkrahús. Seinustu 5—6 árin var hún að mestu rúm- föst. Naut hún þá í ríkum mæli umhyggju og umönnunar eigin- manns síns sem stundaði hana af einstakri prýði. Var hún honum mjög þakklát fyrir það. Sigríður vissi að leiðin að landa- mærunum' miklu styttist óðum. Hún var reiðubúin að ganga fram fyrir hinn æðsta dómara, því hún átti þá trú, að sá Guð sem gaf henni þetta líf mundi taka hana til sin að lokinni ferðinni hér á jörð. Hún sofnaði hinum hinsta svefni á heimili sínu 14. júlí við hlið manns síns sem hafði alla tlð stutt hana og staðið við hlið henn- ar I blíðu og strlðu. Megi algóður Guð vera með honura um ókomin ár og blessa honum og öllum ættingjum henn- ar minningarnar um hana. S.I.H. Skilti á krossa Flosprent, sími 16480. Þórarinn Helgason frá Látrum - Minning Vestfirzkur höfðingi er fallinn Þórarinn Helgason frá Látrum I Mjóafirði við Djúp andaðist 14. þ.m. og verður jarðsettur I dag I Vatnsfirði. Kempa er komin heim til hinztu hvíldar við hlið ættmenna sinna og vina. Löngu og merku ævistarfi er lokið. Þórarinn var fæddur á Látrum 14. okt. 1885, hann var því 90 ára og 10 mánaða gamall er hann lézt. Foreldrar hans voru Helgi Einars- son bóndi á Látrum og kona hans Þóra Jóhannesdóttir. Helgi á Látrum var þekktur maður á sinni tíð. Hörkugreindur kjarna- karl, orðheppinn svo af bar og snöggur upp á lagið. Lifa enn mörg tilsvör hans vestra og búhöldur var hann góður. Þórarinn tók við búi af föður sínum árið 1918 og bjó síðan á Látrum samfellt til 1955, að hann brá búi. Hann bjó miklu myndar- búi við góðan efnahag eftir því sem þá tíðkaðist vestra. Þórarinn var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Kristínu Runólfsdóttur frá Heydal, eignaðist hann þrjú börn, er upp komust, Helga bónda I Æðey, sem kvæntur er Guðrúnu Lárusdóttur frá Æðey, Runólf deildarstjóra i menntamálaráðu- neytinu og Kristlnu, er giftist Guðfinni Magnússyni, núverandi sýsluskrifara á Patreksfirði, en hún andaðist fyrir nokkrum árum. Með sfðari konu sinni, Hjálmfríði Bergsveinsdóttur, eignaðist Þórarinn einnig þrjú börn, Guðrúnu gifta Nikulási Sig- fússyni yfirlækni, Braga og Sigríði, gifta Sigurþór Jakobssyni listmálara. Þórarinn og Hjálm- fríður slitu samvistum árið 1950. öll eru börn Þórarins mannvæn- legt ágætisfólk og bera öll ein- kenni ættar sinnar og uppruna þau eru vel gefin, trygglynd og vinir vina sinna og skapfestumanneskjur eins og þau eiga kyn til. Skammt var á milli Látra I Mjóafirði og bernskuheimilis míns að Strandseljum, þó að allar vegalengdir væru raunar miklar á þessum tlma þegar samgöngutæki voru engin og engir vegir nema ruddar reiðgötur. En Þórarinn á Látrum kom oft að Strandseljum þegar ég var að alast upp. Þeir Látramenn fluttu oft ferðamenn út I Ögur og fóru þangað einnig stundum til kirkju, en á þessum Ögurferðum lá vegurinn um hlað á Strandseljum. Mér er Þórarinn sérstaklega minnisstæður frá þessum árum. Allra manna vörpu- legastur á velli, hægur og prúður I framkomu, tók fast I hendi, talaði skýrt og settlega og hló oft skærum dillandi hlátri þegar gamanmál bar á góma, og hafði til reiðar stóra hesta og trausta, sér- staklega man ég eftir skjóttu hest- unum frá Látrum, mér fundust þeir bera af öðrum hestum að vænleik. Þórarinn frændi, eins og móðir mín kallaði hann stundum, minnti mig á höldana sem ég las um I fornsögunum. Einhvern veginn fannst mér þá, og finnst raunar enn, að Þórarinn liktist þeim eins og ég hugsaði mér þá. Héraðshöfðingi, friðsamur og vitur. Lifði I friði við grann^.sina, hjálpfús og gestrisinn en svo orð- heldinn að enginn var honum fremri á þvl sviði. Heiðarlegur og gjörhugull kappi. Þórarinn var mjög fróður maður og sagði skemmtilega frá. Sérstaklega lágu honum á tungu ýmsar greinar ættvlsi og sögu og stálminnugur var hann fram á efstu ár. Ég held að hann hafi munað flest það sem hann las og heyrði I þessum fræðum. Næmur var hann með afbrigðum og nam jafnan visur er einu sinni voru hafðar yfir fyrir hann. Þórarinn hefði orðið mikill fræðimaður I þjóðlegum fræðum og sögu, ef hann hefði gefið sig að þeim efnum og notið til þess menntunar og annarra skilyrða. Eftir að Þórarinn brá búi flutti hann fyrst hingað suður til Reykjavíkur en flutti svo aftur vestur með Helga syni sinum er hann fór að búa I Æðey. Þar dvaldi hann i nokkur ár. En þegar Elli kerling gerðist æ nærgöngulli flutti Þórarinn að Hrafnistu og dvaldi þar til dauðadags. Þegar Þórarinn varð níræður á s.I. hausti hélt hann ríkmannlega veizlu og vinir hans fjölmenntu til hans til þess að hylla hinn aldna þul og gleðjast með honum og hinum myndarlega frændgarði hans. Hann hafði orð á því við mig að senn væru nú dagarnir uppi, en engu væri að kvlða I þeim efnum. Hann var sama kempan unz yfir lauk. Að leiðarlokum er gott að minnast Þórarins frá Látrum. Vammi firrður var hann og víta- laus. Skapfestu og drengskapar- maður, seintekinn nokkuð I fyrstu en þeim mun hlýrri eftir að nánari kynni tókust. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum en bar I gildum sjóði lífsreynslu langrar ævi. Á þeirri löngu vegferð skipt- ust á skin og skúrir eins og jafnan er I mannlegu lffi, a.m.k. I lífi þeirra, sem hafa manndóm til þess að lifa lífinu heilir og óskipt- ir og kjark og karlmennsku til þess að bjóða örlagabylgjunum byrginn, skap til þess að láta ekki níðast á sér og þegja ekki við öllu röngu. Hans líkar mættu vera fleiri. Friðfinnur Ólafsson Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á I miðvikudagsblaði, að berast I síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vél- ritaðar og með góðu línuhili. AUGLÝSINGA- TEIKNISTOFA MYN DAMOTA Adalstræti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.