Morgunblaðið - 20.08.1976, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGUST 1976
35
Var íslandsmótið útkljáð með
flauti frá áhorfendastúkunni?
MENN undruðust það mjög þegar Ingi Björn Albertsson skoraði mark
Vals f gærkvöldi, að Framarar horfðu á og hreyfðu sig varla til
varnar. Eftir leikinn ræddi blm. Mbl. við leikmenn, dómara og
þjálfara og kom þá f Ijós að Framararnir stoppuðu þvf þeir töldu að
Þorvarður Björnsson dómari hefði flautað rétt eftir að Albert
Guðmundsson tók hornspyrnuna. Þorvarður sagði hins vegar að hann
hefði alls ekki flautað, en aftur á móti hefði hann heyrt f flautu uppi f
áhorfendastúkunni. 1 sama streng tók Óli Olsen Ifnuvörður. Það kann
þvf að vera, að óþekktur áhorfandi að leiknum hafi þarna útkljáð
Islandsmótið f knattspyrnu 1976 með flautu sinni. Hér fara á eftir
viðtöl við leikmenn, dómara og þjálfara liðanna:
Þorvarður Björnsson, dóm-
ari:
„Ég flautaði alls ekki þegar
hornið var tekið, heldur var flaut-
að uppi í áhorfendabekkjum.
Þegar Ásgeir Elíasson stoppaði
hélt ég að það væri vegna þess að
boltinn fór í hönd honum. Ég lét
leikinn halda áfram og Valsmenn
náðu að skora. Þetta var harður
og fjörugur leikur og úrslitin
sanngjörn að mínum dómi.“
Öli Olsen, sem var línuvörður
stúkumegin, sagði að það hefði
verið flautað hátt og snjallt uppi i
stúkunni rétt eftir að hornspyrn-
an afdrifaríka var tekin og þetta
flaut hefði vafalaust sett Framara
útaf laginu.
Árni Stefánsson, Fram:
„Dómarinn flautaði eftir að
hornspyrnan var tekin og þá
stoppuðu allir. Ingi Björn hefði
aldrei skorað úr þessu færi ef við
hefðum haldið að holtinn væri i
leik. Valsmenn voru heppnir að
ná jafntefli að mínu mati. Nú
setjum við allt okkar traust á
Þróttarana, en ég viðurkenni að
ég er ekki alltof bjartsýnn á að
þeir nái stigi eða stigum af Val.“
Jón Pétursson, Fram:
„Við heyrðum flaut þegar bolt-
inn var að koma að okkur og
hættum allir. Það var grátlegt að
við skyldum fá þetta mark á
okkur. Við hefðum átt að vinna
miðað við gang leiksins en til þess
að vinna þarf að skora mörk.
Þetta var góður leikur af okkar
hálfu, en það dugði ekki því
miður og þar með misstum við
endanlega af möguleikanum á
titlinum."
Ásgeir Elíasson, Fram:
„Það var flautað þegar boltinn
átti eftir 5 metra að mér. Ég
stoppaði við flautið en undir öll-
um venjulegum kringumstæðum
hefði ég auðveldlega getað
hreinsað frá. Það er ergilegt að
tap^ leiknum svona á dómaramis-
tökurn."
Jóhannes Atlason, þjálfari
í'ram:
„Strákarnir börðust mjög vel í
þessum leik og voru óheppnir að
vinna ekki. Ég tel að við höfum í
kvöld afsannað þá kenningu að
við höfum fengið fleiri stig en við
áttum skilið. Ég tel að Valur hafi
sloppið með skrekkinn. Þeir
fengu allavega markið sitt á ódýra
markaðinum.“
Ingi Björn Albertsson,
Val:
„Eg tók ekki eftir neinu athuga-
verðu og fylgdi því boltanum fast
eftir og skoraði. Eins og leikurinn
spilaðist er ég ánægður með úr-
slitin. Framarar voru svipaðir og
við bjuggumst við en aftur á móti
var eins og við Valsmenn þyldum
ekki eins vel pressuna sem var á
okkur fyrir leikinn. Kampavínið
bíður þar til við höfum krækt
okkur í bæði stigin á móti Þrótti á
þriðjudaginn."
Youri Ylytchev, þjálfari
Vals:
„Ég er ánægður með úrslitin, ég
tel að bæði lið geti verið ánægð
með jafnteflið. Ég vissi að þetta
myndi verða mjög erfiður leikur,
Framarar höfðu allt að vinna og
því hugsaðí ég fyrst um vörnina
en sóknin var númer tvö. Vals-
líðið komst að mínu mati vel frá
þessum harða leik. Ég er bjart-
sýnn á leikinn við Þrótt og tel að
við munum þá örugglega tryggja
okkur titilinn og enginn verður
glaðari en ég ef það tekst."
Sigurður Dagsson, Val:
„Þriðji meistaratitillinn minn
er nú innan seilingar. En það er
þó langt í frá að við vanmetum
Þróttarana í síðasta leiknum, ég
er alveg eins hræddur við þá og
hin liðin því þeir eru í erfiðri
stöðu. Ég er ánægður með úrslitin
á móti Fram, við vorum t.d.
heppnir að fá ekki á okkur mark
þegar skotið var í stöngina í s.h. í
heild var þetta góður leikur og
mér fundust Framarar spila vel.“
Rúnar og Blikabræðurnir
valdir í landsliðshópinn
VANDRÆÐI landsliðsnefndar-
innar jukust enn I gærkvöldi í
sambandi við landsliðið sem á að
leika gegn Luxemburg á morgun.
Sigurður Dagsson meiddist í
leiknum við Fram og treystir sér
ekki til að leika landsleikinn og
Matthías Hallgrímsson fékk mat-
areitrun fyrr í vikunni og getur
því ekki heldur verið með. Var
verið að smala mannskap seint f
gærkvöldi til landsliðsæfingar
sem verður klukkan 18 f dag í
Laugardalnum. Til þingvalla
fara 17 leikmenn og meðal þeirra
eru þrfr, sem aldrei hafa leikið
landsleik. Þeir Rúnar Gfslason úr
Fram og þeir bræður Einar og
fyrri hálfleiknum. Var þetta
sanngjarn sigur í miklum baráttu-
leik. Mörk KS. gerðu Jón Baldvin
Hannesson (2) og Björn Sveins-
son. Hjörtur Gfslason gerði mark
Austfirðinganna.
Úrslitin í siðasta leik kvöldsins
komu svo mjög á óvart, en þá
gerðu Fylkir og Leiknir jafntefli,
ekkert mark var skorað f leik
þeirra. Fylkir átti heldur meira í
leiknum, en boltinn small þó jafn-
oft í stöngum beggja liða. Leiknir
hafði f þessum leik baráttuna
fram fyrir Fylkismennina, sem
leggja allt upp úr nettum samleik.
Urslitakeppninni verður fram
haldið f dag klukkan 16 á Þórs-
vellinum á Akureyri.
— Sigb.G.
Hinrik Þórhallsson úr Breiða-
bliki.
Hópurinn sem landsliðsnefndin
tilkynnti í gærkvöldi fyrir leik-
inn við Luxemburg er skipaður
eftirtöldum leikmönnum:
Árni Stefánsson Fram
Þorsteinn Olafsson IBK
Olafur Sigurvinsson tBV
Jón Pétursson Fram
Jón Gunnlaugsson IA
Viðar Halldórsson FH
Guðgeir Leifsson Charleroi
Ingi Björn Albertsson Val
A FR J ÁLSÍÞRÓTT AMÖTI f
Cleckheaton f Englandi f gær
setti Ingunn Einarsdóttir enn
nýtt met f 400 m hlaupi er hún
hljóp á 55,9 sek. og sigraði f við-
komandi hlaupi. Eldra metið átti
hún sjálf sem var 56,6 sek., sett f
Kalott-keppninni f sumar. Rétt á
eftir hljóp hún svo 200 metra á
24,8 sek. Á sama móti hljóp
Magnús Jónsson 200 m á 22.9 sek.
sem er hans bezti árangur og
einnig setti Sigfús Jónsson per-
sónulegt met f 3000 m hlaupi sem
hann hljóp á 8:25,0 mfn.
A miðvikudag kepptu þessir
sömu krakkar á móti f Middles-
brough en þar var of mikill með-
vindur f sprelthlaupúhi svo að
árangur Ingunnar (24,4 sek. f
200) og Jóns Þórðarsonar, 22,7
Ásgeir Elíasson Fram
Árni Sveinsson tA
Teitur Þórðarson lA
Guðmundur Þorbjörnsson Val
Halldór Björnsson KR
Vilhjálmur Kjartansson Val
Rúnar Gfslason Fram
Hinrik Þórhallsson UBK
Einar Þórhallsson UBK
fæst ekki viðurkenndur. A þessu
móti setti Jón Diðriksson per-
sónulegt met f 800 m sem hann
hljóp á 1:54,5 mfn.
Iþróttafólk þetta keppir um
helgina f Edinborg f landskeppn-
inni við Skota og Norður-lra.
Víkingur vann FH 2:1
VlKINGUR sigraði FH 2:1 í leik í
1. deild á Kaplakrikavelli f gær-
kvöldi. Þetta var fjörugur leikur
og mikið um tækifæri, sem fóru
forgörðum. Mörk Vfkings gerðu
Gunnlaugur Kristfinnsson og Jó-
hannes Bárðarson, en mark FH
gerði Helgi Ragnarsson. Nánar
um leikinn á morgun.
Ingunn setur met í 400 metrum
Leikið til úrslita í ríðl-
unum í úlhiótinu í kvöldl
STAÐAN í útimótinu f handknattleik er enn mjög óljós þegar
tveimur leikjum er ólokið f riðlakeppninni f meistaraflokki
karla. FH og Valur leika f kvöld og sker sá leikur úr um það hvort
liðið fer f úrslitin úr b-riðlinum. 1 a-riðli leika IR og Haukar f
kvöld. Sigri lR-ingar fara þeir f úrslit. Fari svo að Haukar sigri
eiga þrjú lið möguleika á að komast f úrslit, tR, Haukar og
Vfkingur, svo fremi sem sfðastnefnda liðið sigri með nægilega
miklum markamun f leik sfnum við Gróttu f kvöld.
1 fyrrakvöld fóru fram þrfr
leikir í mótinu. Fyrst unnu Vík-
ingar lið HK með 27 mörkum
gegn 16 og voru þeir 'markhæst-
ir i liði Vfkinga Viggó Sigurðs-
son og Þorbergur Aðalsteinsson
með 8 mörk hvor. Stefán Hall-
dórsson skoraði 6 af mörkum
HK og hefur sá leikmaður vak-
ið mikla athygli f mótinu og er
búinn að skora 22 mörk.
í öðrum leiknum sigraði Ár-.
mann lið Þróttar með 22 mörk-
um gegn 18, Bjarni Jónsson og
Kristjón Friðriksson gerðu
flest mörk Þróttar, 6 hvor. Fyr-
ir Ármann skoruðu þeir Hörður
Harðarson og Friðrik Jóhanns-
son 5 mörk hvor.
1 siðasta leiknum sigruðu
Haukarnir svo Gróttu 21:16.
Jón Hauksson skoraði 10 mörk í
þeim leik, en markhæsti maður
útimótsins, Sigurgeir Marteins-
son gerði 6 af mörkum Hauka.
Árni Indriðason var í sérflokki
Gróttumanna og skoraði 10
mörk.
riðlunum er nú
í
3 2 0 1
3 10 2
4 0 0 4
Staðan
þessi:
A-riðiIl
ÍR 3 3 0 0
Haukar 3 2 0 1
Vfkingur
Grótta
HK
B-riðill:
Valur 3 3 0 0
FH 3 3 0 0
Ármann 3 112
KR 4022
Þróttur 4 0 13
1 kvöld hefst keppnin klukk-
an 18 og leika þá fyrst Grótta og
Víkingur, síðan mætast ÍR og
Haukar og síðasti leikur kvölds-
ins og riðlakeppninnar er við-
ureign Vals og FH, úrslitaleik-
urinn í b-riðli.
60:48
61:47
63:54
48:55
63:91
69:38
79:56
66:84
79:92
73:96
Gaf Castro gullin
ÞEGAR kúbanska Ólvmpfuliðið kom heim frá Olympfuleikunum
f Montreal hélt Fidel Castro mikið boð fyrir fþróttafólkið, þar
sem hann hélt ræðu sem stóð f tæpar tvær klukkustundir.
Meginhluta ræðutfmans notaði Castro til þess að hrósa fþrótta-
fólkinu sem kom heim með sex gullverðlaun, fjögur silfurverð-
laun og þrjú bronsverðlaun. Taldi Castro fþróttafólkið hafa sýnt
það og sannað að Kúba væri að verða stórveldi einnig á sviði
fþróttanna, og gæti senn boðið hvaða „kapitalfsku" rfki sem væri
byrginn.
Þegar Castro hafði lokið máli sínu tók Alberto Juantoreno, sá
er sigraði f 400 og 800 metra hlaupi á Ölympfuleikunum. til máls
og færði hann Castro að gjöf bæði gullverðlaun sfn.
HOLBÆK HEFUR FOR-
YSTU í DANMÖRKU
EFTIR 17 umferðir f dönsku 1. deildar keppninni f knattspyrnu
hefur Holbæk eins stigs forystu og hefur hlotið 25 stig. Frem er í
öðru sæti með 24 stig, en næstu tvö lið hafa bæði hlotið 23 stig.
Eru það B 1903 og AaB. Einn tslendingur, Atli Þór Héðinsson,
leikur með Holbæk-liðinu, en hann hefur lítið leikið með aðallið-
inu að undanförnu, enda átt við meiðsli að strfða.
Staðan f dönsku
keppninni eftir 17.
var þessi:
Holbæk 17 10 5 2
Frem 17 11 2 4
B 1903 17 9 5 3
AaB 17 9 5 3
OB 17 9 3 5
Vejle 17 8 2 7
Köge 17 5 8 4
1. deildar
umferðina
25-13
30-10
30-16
28-21
27-26
34-25
22-20
25
24
23
23
21
18
18
KB
B 1901
B 93
Kastrup
Esbjerg
Næstved
Randers
Fremad
A
Vanlöse
17
17
17
17
17
17
17
17
17
32-27
28-32
22-21
21-25
17-23
23-27
11 22-29
3 3 11 16-34
2 4 11 22-50
17
17
16
15
15
14
9
9
8
Og Halmstad leiðir
naumlega í Svíþjóð
ÞEGAR 15 umferðum er lokið í sænsku 1. deildar
keppninni í knattspyrnu hefur Halmstad forystu og
hefur liðið hlotið 21 stig. Öster er í öðru sæti með 20
stig, en í þriðja sæti kemur svo Malmö FF með 19
stig. Hefur það komið nokkuð á óvart hve frammi-
staða Halmstad og öster í deildinni í sumar hefur
verið góð, en bæði þessi lið hafa að undanförnu
fengið til sín sterka leikmenn frá öðrum félögum og
gerir það gæfumuninn.
Röð hinna liðanna í 1. deildinni sænsku er þessi: 4)
Hammarby 18 stig, 5) Landskrona 18 stig, 6) IFK
Sundsvall 17 stig, 7) Norrköping 15 stig, 8) Örebro
15 stig, 9) Kalmar 14 stig, 10) AIK 12 stig, 11)
Djurgaarden 12 stig, 12) Átvidaberg 11 stig, 13)
Elfsborg 10 stig og 14) örgryte 6 stig.