Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 209. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mikil stjórnmálaleg óvissa í Kína eftir fráfall Maos Einn mesti þjóðarleiðtogi þessarar aldar fallinn frá Hvatt til stiliingar og einingar Sjá forystugrein blaðsins, og greinar á bls 16—17 og bls 19—22 Peking, Tókfó, llong Kong, Moskvu, Washington, London og vfðar 9. september AP- NTB-Reuter. KYRRÐ færðist yfir Peking er leið að miðnætti sl. og milljónir Kínverja syrgðu hinn látna og ástsæia þjóðar- ieiðtoga sinn, Mao Tse-tung, formann kfnverska komm- únistaflokksins, sem lézt f Peking kl. 16.10 að fsl. tfma á miðvikudag, 82 ára að aldri. Með Mao er genginn einn af mestu þjóðarleiðtogum þessarar aldar. Lát hans skilur eftir sig gífurlegt skarð í röðum vaidamanna í Peking og óvissu um stjórnmálaiega framtfð fjölmennustu þjóðar heims, Kínverska aiþýðulýðveldisins. Q! Leiðtogar nær allra þjóða heims hafa sent Kfnverjum sam- úðarkveðjur og minnzt hans sem afburðamanns og eins mesta leið- toga vorra tíma. sagði við fréttamenn Reuters: „Þið útlendingarnir hafið ekki hugmynd um hvað þetta þýðir". 1 tilkynningu miðstjórnar Framhald á bls. 24 Syrgjandi Kfnverjar á Torgi hins himneska friðar f Peking. [] Miðstjórn Kfnverska kommún- istaflokksins birti f dag áskorun til kfnversku þjóðarinnar um að sýna stillingu og einingu og sam- einast um að framfylgja af hik- lausri festu stefnu hans. Segja stjórnmálafréttaritarar að þessi áskorun bendi til að miðstjórnin óttist valdabaráttu um sæti Maos, en Ifklegast er talið að Hua Kua- feng, forsætisráðherra og varafor- maður fiokksins, verði kjörinn formaður. □ Stjórn Sovétrfkjanna sendi f dag samúðarkveðjur vegna láts Maos, en hefur að öðru leyti ekk- ert tjáð sig um hann. □ Ford Bandaríkjaforseti sagði að hann harmaði fráfall Maos, hann hefði verið einstakur maður og mikilmenni. Pekingútvarpið skýrði frá láti Maos snemma í morgun og söfn- uðust þegar tugþúsundir manna saman á Torgi hins himneska frið- ar og á götum borga landsins og grétu margir. Erlendir frétta- menn segja að svo virðist sem lát Maos hafi verið feiknalegt áfall fyrir kinversku þjóðina þrátt fyr- ir að Mao væri orðinn gamall mað- ur og hefói ekki sézt opinberlega í marga mánuði. Segja þeir að fólk- ið á götum Pekingborgar hafi ver- ið hálflamað, niðurlútt og sumir með ótta i augum. Kinversk kona Hua Kuo-feng forsætisráðherra og Ifklegur eftirmaður Maos. Sfðasta mynd, sem tekin var af Mao Tse-tung 15. júnf sl. Portúgal: Umfangsmiklar efnahagsráðstafanir Lissabon 9. september Reuter — AP. MARIO Soares, forsætisráðherra Portúgals, tilkynnti f kvöld f klukkustundarlangri útvarps- og sjónvarpsræðu, að stjórn sfn hefði ákveðið umfangsmiklar að- gerðir til þess að rétta við efna- hag þjóðarinnar. Hann lofaði þeg- ar f stað aðgerðum til þess að minnka viðskiptahalla landsins, auka atvinnu og berjast gegn verðbólgu. Meðal annars verða innflutn- ingstollar hækkaðir um allt að 30%, bann lagt við innflutningi á vörum, sem ekki teljast nauð- synjavörur, sérstök lán til að örva framleiðslu til útflutnings og nið- 'urskurður á opinberum útgjöld- um. Soares sagði óhjákvæmilegt að til skömmtunar yrði að koma á ýmsum vörutegundum en sagði ekki hvaða tegundum. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði viljað kom- ast hjá skömmtun á bensíni, en Framhald á bls. 24 Mario Soares Callaghan frestar heimsókn vegna sjómannaverkfallsins London 9. september — Reuter. JAMES Callaghan, forsætisráð- herra Bretlands, tilkynnti f kvöld að hann ætlaði að fresta opinberri heimsókn sinni til Kanada vegna hins alvarlega ástands heima fyr- ir vegna boðaðs verkfalls sjó- manna. Hann átti að leggja af stað f nfu daga ferðalag um Kan- ada á föstudagsmorgun. Hann hefur tilkynnt Pierre Trudeau að hann muni fresta brottför sinni, en hvort hann kemst af stað næstu daga veltur á þvf hvort tekst að afstýra verk- fallinu. Er ákaft unnið að þvf að koma f veg fyrir að af verkfallinu verði, en það hefur verið boðað frá og með miðnætti á laugardag. Óvissa um áhrif verkfallsins, sem stöðvar allan verzlunarflot- ann, á efnahag landsins olli því að verðgildi pundsins féll á gjald- eyrismörkuðum í dag. Féll það um 3 sent gagnvart Bandaríkja- dollar, þegar Englandsbanki hætti stuðningskaupum á gjald- miðlinum. Pundið hækkaði svo um hálft sent þegar leið á daginn en heldur þó sínu lægsta verðgildi síðan f júní. Nokkuð verðfall varð einnig í kauphöllinni. Verkalýðsfélög hafa lýst óánægju sinni með verkfallsboð- un sjómanna og þeir hafa verið gagnrýndir I blöðum fyrir það að þeir vilja ekki fella sig við tak- markaðar launahækkanir eins og gert er ráð fyrir í heildarsam- komulagi aðila vinnumarkaðar- ins. Ríkisstjórnin ræddi verkfall- ið á tveggja klukkustunda löngum fundi í morgun og Callaghan lýsti þvi yfir að hann stæði harður á stefnu sinni i kaupgjaldsmálum, en kvað sig þó reiðubúinn til að grípa inn i á síðustu stundu ef með þyrfti. En áður ætlar hann að leyfa leiðtogum alþýðu.sambands- ins að reyna að hafa áhrif á leið- toga sjómanna i þá átt að þeir hætti við verkfallið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.