Morgunblaðið - 10.09.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976
13
Hún á eftir að gera sitt gagn varan sem þessi athuguli starfsmaður Plastprents meðhöndlar.
Plastprent hf.:
Stöndum tæknilega jafn-
fætis erl. keppinautum
Rætt við Eggert
Hauksson fram-
kvæmdastjóra
„Samningur Plastprents við
Áburðarverksmiðju rfkisins er
fyrst og fremst stór viðskipta-
iegur sigur fyrirtækisins, en
hann undirstrikar einnig að
fyrirtækið stendur tæknilega
jafnfætis erlendum framleið-
endum á þessu sviði og að við
erum samkeppnisfærir hvað
verð snertir. Þannig fórust
Eggert Haukssyni orð, öðrum
framkvæmdastjóra Piastprents
h.f, þegar við ræddum við hann
nú nýverið.
Eins og kunnugt er af frétt-
um reyndist tilboð Plastprents i
áburðarsekki sem Áburðar-
verksmiðja rikisins notar undir
framleiðslu sína vera hag-
stæðast þeirra tilboða er
bárust, en alls munu um 8 er-
lend tilboð hafa borizt i þessa
framleiðslu.
Þetta er ákaflega athyglis-
verð útkoma fyrir Plastprent
þegar haft er í huga að þetta er
í fyrsta sinn sem fyrirtækið
gerði tilboð í þetta verk.
Samningurinn er ekki síður at-
hyglisverður fyrir þær sakir að
ekki nýtur fyrirtækið neinnar
tollverndar, þar sem inn-
flutningur sekkjanna til
áburðarverksmiðjunnar hefur
verið ótollaður.
Eggert sagði í viðtali við Mbl.
að I sjálfu sér væri samningur-
inn ekki stór hluti af ársveltu
fyrirtækisins, eða um 15%, en
þó væri hér um að ræða stærsta
einstaka kaupsamninginn sem
Plastprent hefur gert. Eggert
sagði að það væri alger mis-
skilningur að með þessum
samningi yrðu önnur verkefni
sett til hliðar eða látin blða
Þetta er nýja prentvélin en hún
þrefaldaði fyrri afköst fyrir-
tækisins. Hægt er að prenta 4
liti I henni f einu.
Eggert Hauksson framkvstj.
annars tíma. „Þetta er alger
misskilningur þvl I fyrra flutt-
umst við I nýtt húsnæði að
Höfðabakka 9 og endur-
nýjuðum og jukum allan véla-
kost. Endurvélvæðingin mið-
aðist við það að okkur yrði
kleift að framleiða áburðar-
sekkina, byggingarplast, fisk-
umbúðir o.fl. samhliða þeim
verkefnum sem við höfum
unnið að. 40 millj. kr. fjárfest-
ingin, sem þrefaldaði afköst I
prentun og tvöfaldaði poka-
framleiðsluna, hefur þvi ekki
aðeins gert framleiðsluna fjöl-
breyttari heldur höfum við náð
því markmiði sem við stefndum
að.“
Þegar Eggert var spurður um
hvað það væri helzt sem ylli þvi
að tilboð þeirra hefði vverið
hagstæðast, sagði hann það ef-
laust vera tækjunum að þakka.
„Nýju vélarnar okkar hafa sett
okkur á sama pall hvað tækni
snertir," sagði Eggert. Hann
taldi vinnulaun skipta ákaflega
litlu máli, þar sem mestur hluti
verðsins væri tækjakostnaður.
„Jú það kom nokkuð á óvart að
ná þessum samningi svona auð-
veldlega í fyrstu atrennu þvi
við höfðum reiknað okkur
sanngjarnan hagnað af fram-
leiðslu pokanna, og svo hefur
verið bitizt hart af erlendum
aðilum um að fá þessa fram-
leiðslu." sagði Eggert þegar við
spurðum hvort þeir hefðu átt
von á að ná samningum strax í
upphafi.
Eins og áður segir flutti
Plastprent h.f. I nýtt húsnæði á
siðasta ári. Þar er gólfflötur
rúmir 900 fermetrar. Það hús-
næði var orðið allt of litið
vegna ört vaxandi starfsemi.
Eggert sagði að nýja húsnæðið
hefði opnað möguleika á nýrri
deild sem væri fr'amleiðsla á
plastfilmu, en áður fékk fyrir-
tækið allar slöngur að utan en
einnig frá Reykjalundi. Nýja
deildin, sem er búin vélum sem
kostuðu 25 millj. króna á verð-
lagi síðasta árs, gerir það kleyft
að framleiða 80 tonn af plast-
filmu á mánuði. Hann sagði
ennfremur að án þessarar
rýmkunar á húsnæði og endur-
nýjunar vélakosts hefði samn-
ingurinn við Áburðarverk-
smiðjuna verið óhugsandi.
Það var fyrir 18 árum að
fyrirtækið Plastprent var
stofnað og fór starfsemin fyrst
um sinn fram í bilskúr og
starfsmenn voru 3. tJr bíl-
skúrnum var farið I Vi kjallara
og siðan heilan og þannig koll
af kolli þar til flutt var að
Höfðabakka 9, en þar vinna nú
um 40 manns, og líkur eru á að
sú tala eigi eftir að aukast þar
sem búast má við að farið verði
að vinna allan sólarhringinn, og
þá á vöktum. Stækkun hús-
næðis með árunum endur-
speglar jafnan vöxt fyrirtækis-
ins. Fyrsti pokinn sem Plast-
prent gerði var undir brjóstsyk-
ur en nú framleiðir fyrirtækið
alla þá plastpoka sem eru á
markaði hérlendis og notaðir
eru til ýmissa hluta.
„Það er ekki fjarri lagi að
Plastprent hafi á þessu ári einu
flutt ný verkefni inn i landið
sem nema um 50 millj.
krónum," sagði Eggert okkur,
en hann tjáði okkur einnig að
gjaldeyrisöflun fyrirtækisins á
siðasta ári hefði numið um 2,5
millj.kr. á hvern starfsmann, og
áætlað er að fyrir 1976 verði sú
tala um 3 milljónir. „Á þessum
tölum má sjá að Plastprent
leggur mikinn skerf til þjóðar-
búsins, þvi ef fyrirtækisins nyti
ekki við yrði sennilega að
kaupa alla framleiðsluna að
utan,“ sagði Eggert Hauksson
okkur að lokum. ágás
Þetta er ein þeirra nýju véla
Plastprents, sem framleiða 80
tonn af plastfilmu á mánuði.
(ljósm.RAX).
Félag þingeyskra kvenna
í Rvík og nágrenni
heldur haustfund sinn að Hallveigarstöðum
sunnudaginn 12. sept. kl. 3 e.h. Góðar veit-
ingar. Mætum vel með nýja félaga.
Stjórnin
1
Skrifstofuþjálfunin
Bókfærsla
Þetta sérnámskeið er ætlað skrifstofufólki og þeim sem
bókhaldsskyldir eru.
Útskrift reikninga. Sjóðsbók, Færsla viðskiptamanna-
bókar: Sundurliðunarbók. Vinnulaunaskýrslur. Eyðu-
blaðaform Bankar Skatteyðublöð Bókhaldslög. Kynning
á lágmarkskröfum til þeirra sem bókhaldsskyldir eru.
Tvíhliða bókfærsla Tæknilegaraðferðir. Reikningsskil.
Kennt er einn dag í viku. Þrjár kennslustundir hverju
sinni 24 vikur alls. 28. sept.—14 des. og 11.
jan —29. marz 1977. Námskeiði lýkur með prófi fyrir
þá sem óska Áætluð heimavinna: þrjár klukkustundir á
viku.
Mímir, sími 10004 og
Brautarholt 4 1 1 1 09 (kl. 1-7 e.h.)
^mmmmmm^m—^^^mmmmmmmrnm
Y—--------------------
Gæðavörur
Fótlagaskór með sterkum hrágúmmisóla
Snið 132
Stærð: 24—41 kr. 4.285.-.
Litir: Millibrúnt og mosagrænt
Styðjum
íslenzkan
iðnað