Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 Kommúnistum á Ítalíu vex stöðugt fiskur um hrygg Frá því að Rómaríki leið und- ir lok hefur ítalska þjóðin yfir- leitt lítt kunnað fótum sinum forráð, enda þótt hún hafi náð langt á ýmsum sviðum. Nú hef- ur hún brotið blað í sögu sinni með því að koma sér upp hinni furðulegustu aðferð til að freista þess að varna því, að hún rambi fram af heljarþröm- inni. Þessi aðferð er fólgin í myndun ríkisstjórnar, þar sem kommúnistar hafa engan full- trúa, en sem eigi að síður er algerlega kominn upp á náð og miskunn þeirra. Það eru kristilegir demókrat- ar, sem með völdin fara, en þeir koma engu í kring nema með aðstoð kommúnista, sem þeir hafa opinberlega lýst yfir van- trausti á. Án aðstoðar þeirra geta þeir ekki barizt gegn verð- bólgu, atvinnuleysi, spillingu, skipulagsleysi og öðrum þjóðfé- lagsmeinsemdum. Guilio Andreotti forsætisráðherra er í hinni verstu úlfakreppu. Hann reynir með oddi og egg að bægja kommúnistum frá völd- um, en samtímis vinnur hann að áætlunum til úrbóta í þjóðfé- lagsmálum, sem eru þannig úr garði gerðar að hann geti reitt sig á fylgi þessara sömu kommúnista við þær. EKKI LENGUR í„UTLEGГ Kommúnistar eru þar með sloppnir úr hinni pólitísku út- legð, sem kristilegir demókrat- ar hafa gert sér far um að halda þeim í sem lengst. Þeim hefur einn.g smám saman tekizt að hasla sér völl á ýmsum öðrum sviðum. Þeir hafa komizt til valda í allmörgum bæjar- og héraðsstjórnum í landinu. Þeir njóta sívaxandi álits og virðing- ar og ennfremur aukinna áhrifa á þingi. Forseti neðri deildar italska þingsins er kommúnisti, og kommúnistar eru formenn 7 þingnefnda. Þeir hafa að sönnu engin ráðuneyti, en minni- hlutastjórn kristilegra demó- krata á á hættu að glata stuðn- ingi þeirra, ef hún virðir óskir þeirra að vettugi. Því má búast við, að kommúnistar fái heiður- inn af því, sem vel þykir til takast, en verði ekki látnir sæta ábyrgð á því, sem miður fer. Undanfarin 30 ár hefur kommúnistum stöðugt vaxið fiskur um hrygg á ítalíu. Þeir hafa aukið atkvæðamagn sitt við þingkosningar úr 18.9% og upp I 34.4%, en gengi kristi- legra demókrata hefur á sama tíma minnkað jafnt og þétt. Ár- ið 1948 fengu þeir 48.5% af greiddum atkvæðum, en i júní sl. fengu þeir 38.7 %. kommUnistar ekki LENGUR SNIÐGENGNIR Mánuðum saman hefur Enrico Berlinguer, hinn af- burðasnjalli flokksleiðtogi, hamrað á því, að ekki sé lengur unnt að sniðganga kommúnista, og að ekki sé hægt að stjórna Italíu nema með þátttöku Kommúnistaflokksins. Eins og málin horfa við nú, virðist vart hægt að komast hjá því að veita um kunna rithöfundi Aleksander Solzhenitsyn, en hann sagði við mig í mjög löng- um viðræðum, sem ég átti við hann, að hann væri sannfærður um, að ítalskir kommúnistar myndu herma allt eftir flokks- bræðrum sínum í Moskvu, og ennfremur sagði hann: „Eitt er sameiginlegt með öllum kommúnistabyltingum. Menn segja eitt áður en þeir ná völd- um, en framkvæma hið gagn- stæða eftir á.“ „Fyrir byltinguna lofaði Len- in fjölmörgu. Hann lofaði þvf, að allir myndu búa við óskert ferðafrelsi, að engin ritskoðun yrði I landinu, að bændur skyldu eiga jarðir sínar og að verkamenn myndu hafa með höndum stjórn fyrirtækja." Solzhenitsyn segir með miklum áherzluþunga, að ekki hafi ver- ið staðið við eitt einasta af þess- um glæstu loforðum. Siðan segir rithöfundurinn: „Það er sjálfsblekking hjá Vesturlandabúum að halda því fram, að einræði í Rússlandi sé I rauninni arfur frá liðnum tíma þar i landi, og að Vestur- löndum stafi engin hætta af því, vegna þess að fortíð þeirra sé öðruvísi. Ég legg engan trún- að á það, sem frönsku og ítölsku Kommúnistaflokkarnir hafa fullyrt um fyrirætlanir sínar. Við verðum að hafa það hug- fast, að Lenin viðhafði ávallt mikinn fagurgala, áður en hann komst til valda, en þegar hann var orðinn traustur i sessi reyndist hann einræðisherra, sem stjórnaði með járnaga." ER TIL ANNARS KONAR KOMMUNISMI? Ég dáist takmarkalaust að Solzhenitsyn, hinu óskaplega hugrekki hans og snilligáfu á sviði bókmennta. Hins vegar held ég, að hann sé heldur ein- sýnn, vegna þess hversu illilega hann hefur orðið fyrir barðinu á kommúnismanum í Rúss- landi, en það er hin eina tegund kommúnisma, sem hann þekkir af eigin raun. En ég hef átt langar viðræður við Berlinguer, og orðið stór- hrifinn af ýmsu í málflutningi hans. Mér virðist hann beita rökvísi í fullyrðingum sfnum um að kommúnistaflokkurinn sé hlynntur aðild að Atlants- hafsbandalaginu að svo stöddu. Hvernig getur þetta verið rök- víst, þar sem Atlantshafsbanda- lagið er varnarbandalag, sem beinist aðeins að einum höfuð- andstæðingi, þ.e. Sovétríkjun- um? Ástæðan er tvíþætt. Berlinguer trúir því statt og stöðugt, að hægt sé að koma á annars konar kommúnisma en þeim, sem rfkir í Rússlandi, og unnt sé að hafa í heiðri lýðræð- isleg vinnubrögð. En hann ger- ir sér einnig grein fyrir þvf, að það gæti vel komið til greina, að Sovétmenn eða fylgifiskar þeirra reyndu að brjótast til áhrifa í grannríkinu Júgóslavíu einhvern tíma eftir lát Títós. Og Berlinguer kærir sig ekk- ert um að hafa Rússa eða rúss- neska leppa við túnfótinn hjá sér fremur en Tító árið 1948. Hann vill, að Italia verði sjálf- stæð í framtíðinni, og hann leggur nú ásamt öðrum drög að þeirri framtíð, sem hann vill búa þjóð sinni. Í^eUrJJork®tme0 ■ - ^ M ’ Eftir C.L. Sulzberger einhverjum eftirmönnum hans aðild að samsteypustjórn, sem hefði að leiðarljósi hina marg- tuggnu kenningu um „sögulega málamiðlun“. Hann ímyndar sér þessa „málamiðlun" þannig, að allar pólitískar hreyfingar á ítalíu að undanskildum nýfasistum, sameinist f „þjóðstjórn". Með því móti væri hægt að koma í veg fyrir hatrömm átök hægrí og vinstri aflanna og einnig myndun vinstri-fylkingar af því tagi, sem áreiðanlega myndi skipta Itölum í tvo strfðandi hópa, og þar með væri hætta á, að harmleikurinn frá Chile endurtæki sig. VARNAÐARORÐ SOLZHENITSYNS Stjórnmálaleiðtogar á Vest- urlöndum hafa mjög skiptar skoðanir á því, hverjar afleið- ingar slíkt stjórnarsamstarf ólfkra hagsmunahópa hefði á Italíu. Margir eru sammála hin- Fólk f Hong Kong safnast saman fyrir utan búðarglugga til Afram óeirðir í Höfðaborg Höfðaborg 9. september —AP FJÖLDI kynblendinga, eða lit- aðra eins og þeir heita opinber- lega I Suður-Afrfku, og svertingja efndi enn til óeirða f Höfðaborg f dag og var eldur borinn að mörg- um húsum og verzlanir rændar. Réðst iögreglan gegn fólkinu og skaut meðal annars til bana átta ára gamlan dreng. Er hann sá þrettándi, sem týnir lffi f mót- mælaaðgerðum sfðustu þriggja daga f Suður-Afríku. Eftir óeirðasama nótt, sem kost- aði 5 manneskjur lífið, 12 særða og 30 handtekna, samkvæmt opin- berum tölum, byrjaði ókyrrð að breiðast út á fimmtudag. Drengurinn dó þegar lögreglan hóf skothríð að múgi, sem hafði brotizt inn f vfnbúð og ætlaði að ræna hana. Gerðist þetta í bæjar- hverfinu Nanenberg, sem ætlað er kynblendingum. Tveir menn voru skotnir til bana á Sherwoodgarðs-svæðinu, þar sem hundruð ungra kyn- blendinga efndu til mótmælaað- gerða og kveiktu í vínbúð og eyði- lögðu bjórkrá. Farið var með særðan ungling á sjúkrahús en hann lézt eftir komu sína þangað. Um 200 kynblendingar, starfs- menn Somerset-sjúkrahússins í Höfðaborg, allt frá skúringarkon- um til lækna, lögðu niður vinnu í dag og fóru f kröfugöngu undir slagorðinu „samstaða með fórnar- lömbum óeirðanna." Lögreglan stöðvaði gönguna. Yfir öllum borgarhverfum, sem ætluó eru kynblendingum eða svertingjum, mátti f dag sjá og finna reyk eða táragasský. Víða heyrðust skothvellir og strætis- vagnaferðir stöðvuðust um stóran hluta Höfðaborgar. I Lusaka, höfuðborg Zambiu, sagði William Schaufele, sendi maður Fords, Bandaríkjaforseta, að enn væri tími til að semja um lausn kynþáttavandamálanna í suðurhluta Afríku. Hann kom til Lusaka frá Tanzanfu til viðræðna við Kenneth Kaunda, forseta Zambíu. Flugmaðurinn farinn til Bandaríkjanna Tokyo 9 september — AP, NTB SOVÉZKI flugmaðurinn Ivanovich Belenko fór á fimmtudag frá Tokyo til Bandarlkjanna. þar sem hann hef- ur fengið hæli sem pólitlskur flótta- maður. Sl. mánudag lenti hann flug- vél sinni á flugvelli I Japan, en vélin er fullkomnasta orrustuþota sovézka flughersins, af gerðinni Míg 25. Áður en hann hélt frá Tokyo hitti flugmaðurinn, sem er 29 ára gamall, sovézka og bandariska embættismenn Við starfsmann sovézka sendiráðsins sagði Belenko: „Ég hef það gott og ég vil ekki tala við neinn " Sovézk heimild segir að Belenko hafi setið i 30 metra fjarlægð frá starfs- manni sendiráðsins sem sagðist af þeim sökum ekki hafa getað borið kennsl á flugmanninn með fullri vissu. Segir sovézka sendiráðið að það sé ekki vist að i raun og veru sé um Belenko að ræða, vegna þess að það hafi ekki fengið að sjá skýra andlits- mynd af honum né hafi hann sýnt persónuskilríki. Japönsk yfirvöld neituðu að verða við kröfu sovézka sendiráðsins um að sovézkur læknir rannsakaði flugmann- ínn og hernaðarfulltrúi þess fengi að hitta hann ásamt öðrum sendiráðs- manni. Að sögn áðprnefndrar sovézkr- ar heimildar var sovézkum sendimanni ekki leyft að lesa skeyti frá eiginkonu og fjögurra ára syni Belenkos fyrir hann Belenko fór með farþegaflugvél, sem átti að fara til Minneapolis, en ekki er vitað hvar hann muni setjast að Sovézkir fjölmiðlar hafa enn ekkert sagt um flótta flugmannsins 20 japanskir flugvélafræðingar halda áfram rannsóknum sinum á Mig- 25 þotunni, en byggingu hennar, tækjabúnaði og flugeiginleikum hafa Rússar vandlega haldið leyndum Sovétrikin hafa mótmælt þvi við Jap- ani að þeir skuli ekki hafa skilað þot- unni og framselt flugmanninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.