Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 37 VEL-VAKAIMIDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags Q Þakklæti Sveinbjörg Arnadóttir kom að máli við Velvakanda og langaði að koma á framfæri þakkiæti til fararstjórans Guðmundar Magnússonar, sem stjórnaði ferð Sunnu til Rinarlanda 16.—29. júlí s.l. „Á gististað í Einbeck gleymdi ég fatnaði. Strax og ég varð þess vör, lét ég Guðmund vita um það og hann lofaði að gera sitt bezta til þess að ég fengi fötin. Satt að segja var ég ekki mjög trúuð á að ég sæi þau nokkurn tíma aftur, en í dag, 7. sept., var hringt til min frá ferðaskrifstofunn.i og mér sagt að ég mætti ná í fötin þangað. Frétti ég þar að Guðmundur væri kominn til landsins og með fötin með sér. Ég var svo glöð og þakk- lát að ég mátti til með að koma beint til þín með ósk um, að þú kæmir á framfæri fyrir mig kæru þakklæti til Guðmundar og ann- arra þeirra, er mál þetta varðar. Með tilliti til allra þeirra að- finnslubréfa, sem birt eru í dálk- um þínum, finnst mér að einnig megi segja frá því sem jákvætt er,“ sagði Sveinbjörg að lokum. 0 Hvar eiga sumir að skemmta sér? D.B.P. sendir nokkrar lín- ur: „Kæri Velvakandi. D.B.P. þarf að kvarta núna. Það er vegna skorts á skemmtistöðum fyrir aldurinn 17—20 ára. Við höfðum Þórskaffi siðast liðinn vetur, en auðvitað verður drykkjuskapur eldra fólksins að hafa forgang, og því var það tekið af okkur. Unglingarnir tóku þvi upp á þvi að hittast á hinu svonefnda „Hall- ærisplani" en yfirvöldin þoldu það nú ekki að þessi aldursflokk- ur fengi að hittast. Við sem erum hin uppvaxandi æska, sem á að taka við þjóðfélag- inu, þegar á eldri árin kemur, — en því miður, ætli við höfum tíma til þess, því þá verðum við að taka út okkar frjálsræði á skemmti- stöðum fyrir fólk eldra en 20 ára. Það er auðvitað til skemmtistaður sem heitir Tónabær, en hver hef- ur áhuga á því að skemmta sér með yngri systkinum? Það er manni sennilega nóg að hafa þau fyrir augunum á heimilinu, þó maður fái nú að hafa sitt skemmtanalíf i friði, — en ég meina ekki, að það þurfi að líta vondaufur og heldur vantrúaður á að þetta gí?ti nokkurn tíma tek- izt. — Jack? Aðstoðarmaður hans kom f Ijós f dyrunum. — Það er stúlka hér sem vill tala við þig. — Um hvað? — Um Everest greinina þína. Hún er vinur fjölskyldunnar eða eitthvað svoleiðis. — Sendu hana inn til mfn. Fyrsta hugsun hans, þegar hann sá stúlkuna var að hún hlytf að vera háskólanemi. Hún hafði sitt dökkt slétt hár. En svo upp- götvaði hann að hún virtist ögn eldri en svo að hún gæti verið háskólanemi enn. Hann dró stól og bauð henni sæti. — Hvað vilduð þér tala um við mig? — Ég heiti Linnet Emries. Hún hafðl óvenjulega blá augu sem virtust endurspegla birtuna f herberginu. — Eg vona þér Iftið ekki svo á að ég sé með þessu mjög uppá- þrengjandi. En af öllum þetm greinum, sem birzt hafa um James Everest núna upp á sfð- kastið var aðeins f yðar grein vik- ið að Helene White. Og þess Ódýru pottasettin komin aftur Teflon-húðaðir álpottar Stærðir: 1 — 2 — 3 — 5 lítra og 25 cm panna Litur: rautt — grænt — Ijósgrænt Verð: 4 pottar og panna kr. 15.750— Sendum i póstkröfu. Opið til kl. 10 í kvöld í Glæsibæ Búsáhöld og gjafavörur, Glæsibæ, sími 86440 Miðbæ simi 35997. niður á þau. Hvað er fyrir okkur gert? Hvar er skemmtistaður? Það er einn einasti útvarpsþáttur einu sinni í viku. Enginn þáttur er fyrir okkur i sjónvarpinu nema það sem allir geta horft á. Er skrýtið þótt við séum sjoppu- lýður, tekin ofurölvi í miðbænum og að við séum mikill matur fyrir blaðamenn? Það eru 9 stykki af drykkju- og skemmtistöðum (sá 10. á leiðinni) fyrir eldri en 20 ára en 0 fyrir okkur. Og við eigum að líða þetta? Nei takk. Hafa yfirvöld eða for- ráðamenn skemmtistaða aldrei verið ungir, eða 17—20 ára? Þá þakka ég bara fyrir mig og vona að einhver sé mér sammála. Þið fyrirgefið þó talað sé umbúða- iaust en ég er ekki að æsa mig út af smámunum. Virðingarfyllst, D.B.P.“ Velvakandi þakkar skorinort bréf og minnir á, að ekki er úr vegi að fleiri af yngri kynslóðinni taki þátt i frekari umræðum um þessi mál. HÖGNI HREKKVÍSI í-í VÁ W 06 *LÁ$T\ Y/tfZl ávBMutt í SíúlMMN * VIV) IbKfv^s S? \IÚN síumiúm siú íil av vm vj4 m 4 Yomiíím wvm vin vr \ LmsBssi ,Hver tæmdi glasið með hármeðalinu mínu?‘ 02P S\G€A V/cjGA £ 'ífLVERAW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.