Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976
5
Kristján Ragnarsson, formaður L.Í.Ú.:
Sjómannasamning-
ar á Vestfjörðum
VEGNA yfirlýsingar frá AI-
þýðusambandi Vestfjarða, sem
birt var i hádegisfréttum hljóð-
varpsins fimmtudaginn 9. sept.,
varðandi samningamál sjó-
manna á Vestf jörðum og bráða-
birgðalög útgefin 6. sept., vil ég
f stuttu máli gera grein fyrir
gangi þessa máls.
Að sameiginlegri ósk sjó-
manna og útvegsmanna skipaði
rfkisstjórnin vorið 1975 nefnd
manna til að endurskoða nú-
gildandi lög og reglur um sjóði
sjávarútvegsins og samhengi
milli sjóðanna og skiptaverðs
sjávarafia og þar með hluta-
skipti sjómanna. 1 nefnd þess-
ari áttu sæti fulltrúar frá sam-
tökum útvegsmanna og frá öfl-
um samtökum sjómanna og þar
meðtalið Alþýðusamband Vest-
fjarða, en fulltrúi þess var Pét-
ur Sigurðsson, forseti sam-
bandsins.
Bæði fulltrúum útvegsmanna
og sjómanna var f upphafi
ljóst, að breytingar á sjóðakerfi
sjávarútvegsins gætu ekki náð
fram að ganga nema allsherjar-
samkomulag gæti tekizt um
þær á öllu fandinu og þá hvort
heldur kjarasamningum hefði
verið sagt upp eða ekki.
Eftir að samkomulag hafði
tekizt f sjóðanefndinni óskaði
hún eftir undirtektum hjá rfk-
isstjórninni við tillögum sfnum
og barst henni svohljóðandi yf-
irlýsing frá henni 29. janúar
1976:
„Á fundi rfkisstjórnarinnar f
dag var eftirfarandi samþykkt
gerð:
Ríkisstjórnin samþykkir að
beita sér fyrir setningu laga og
reglugerða, sem í öllum megin-
atriðum fylgi tillögum þeim og
ábendingum, sem settar eru
fram í 7. og 9. kafla í skýrslu
tillögunefndar um sjóði sjávar-
útvegs og hlutaskipti frá 19.
janúar 1976. Ákvörðun þessi er
á því reist, að samkomulag ná-
ist milli samtaka sjómanna og
útvegsmanna um breytingar á
kjarasamningum í tengslum við
þessar lagabreytingar og jafn-
framt að samkomulag þetta nái
jafnt til þeirra félaga sjómanna
og útvegsmanna, sem hafa
bundna samninga, sem þeirra,
er nú hafa lausa samninga.
Þetta tilkynnist yður hér
með.“
Eins og öllum er kunnugt,
fólst breytingin í því að færa
útgjöld sjóðanna til útgerðar-
innar, m.a. var hætt niður-
greiðslu á gasolíu sem nam mis-
mun á kr. 5.80 fyrir hvern litra
og kr. 26.00, en tekjur útgerðar-
innar voru auknar með hækk-
uðu fiskverði, sem unnt var að
framkvæmda vegna niðurfell-
ingar á útflutningsgjaldi í olíu-
sjóð, sem áður greiddi niður
olíuna um framangreindan mis-
mun. Samfara þessari breyt-
ingu varð að lækka hlutaskipti
til þess að útgerðin gæti notað
hið hækkaða fiskverð til þess
að greiða aukinn útgerðar-
kostnað. Um þessa meginniður-
stöðu urðu allir nefndarmenn
sammála, þótt deilt væri um,
hve mikil breyting ætti að
verða á hlutaskiptunum.
Kristján Ragnarsson.
Erfiðleikar f framkvæmd
þessa máls fólust m.a. f því, að
breytingin á fiskverðinu og
hlutaskiptunum varð að eiga
sér stað samtfmis hjá öllum sjó-
mönnum. Þáttur Alþýðusam-
bands Vestfjarða í þessari end-
urskoðun var að það tilnefndi
Pétur Sigurðsson, forseta sinn,
f endurskoðunarnefndina, eins
og fyrr segir, og til þess að taka
þátt f samningaviðræðum um
breytt hlutaskipti. Þannig stóð
á með samninga útgerðar-
manna og sjómanna á Vest-
fjörðum, að þeim hafði ekki
verið sagt upp og var þannig
ástatt með samninga fleiri að-
ila, t.d. samninga undir- og yfir-
manna á togurum yfir 500 rúm-
lestir.
Vegna þessarar sérstöðu und-
irritaði Pétur Sigurðsson,
ásamt öðrum, svohljóðandi yfir-
lýsingu 8. febrúar s.l. fyrir
hönd Alþýðusambands Vest-
fjarða:
„1. Þar sem rikisstjórnin hef-
ur lýst þvf yfir, að hún muni
beita sér fyrir setningu laga og
reglugerða í samræmi við til-
lögur og ábendingar tillögu-
nefndar um sjóði sjávarútvegs
og hlutaskipti, lýsa aðilar þvf
yfir, að þeir muni gera þá
samninga sín á milli, sem nú
eru lausir, um kjör sjómanna á
grundvelli tillagna og ábend-
inga, sem fram koma í skýrslu
nefndarinnar, dags. 19. janúar
1976.
2. Aðilar lýsa þvf ennfremur
yfir, að þeir muni beita sér fyr-
ir því, að heimildir verði veittar
til þess að taka þegar upp samn-
inga á þessum grundvelli um
breytingar á þeim kjarasamn-
ingum aðila, sem ekki hefur
verið sagt upp, með sama hætti
og væru þeir lausir."
Yfirlýsing þessi var síðan af-
hent Alþingi og rfkisstjórn og
var lögum um sjóði sjávarút-
vegsins breytt 13. febrúar á
grundvelli hennar og í sam-
ræmi við tillögur sjóðanefndar-
innar, sem Pétur Sigurðsson
átti sæti í eins og áður greinir.
Eftir að ljóst varð, að ríkis-
stjórn og Alþingi urðu við sam-
eiginlegum óskum sjómanna og
útvegsmanna um breytingar á
sjóðakerfi sjávarútvegsins, hóf-
ust samningaviðræður milli að-
ila fyrir milligöngu sáttasemj-
ara rikisins og 5 manna sátta-
nefndar um breytingar á hluta-
skiptum og fleiri atriðum f
kjarasamningum þeirra. Lauk
þeim viðræðum með samkomu-
lagi, sem undirritað var 28.
febrúar og er svohljóðandi:
„Aðilar lýsa því hér með yfir,
að þeir eru samþykkir fram-
lögðum drögum að kjarasamn-
ingum aðila. Samningarnir
verða undirritaðir þegar
ákvörðun um fiskverð frá 15.
febrúar 1976 liggur fyrir í sam-
ræmi við forsendur samnings-
draganna."
Undir þessa yfirlýsingu ritar
Pétur Sigurðsson, forseti Al-
þýðusambands Vestfjarða, með
fyrirvara vegna sérsamnings
við Utvegsmannafélag Vest-
fjarða, um önnur atriði en þau,
sem fram koma f þeim sérstaka
samningi, sem gengið var frá
milli Alþýðusambands Vest-
fjarða og Utvegsmannafélags
Vestfjarða, er fjallaði eingöngu
um hlutaskipti og kauptrygg-
ingarákvæði.
Fiskverð var sfðan ákveðið
daginn eftir, eða 29. febrúar, i
samræmi við óskir sjómanna og
útvegsmanna og voru kjara-
samningar undirritaðir 1. marz.
Það, sem sfðan gerðist, er öll-
um ljóst, þ.e. að samningarnir
voru bornir upp í einstökum
félögum sjómanna og voru þeir
ýmist samþykktir eða felldir.
Samningaviðræður voru teknar
upp á ný milli Sjómannasam-
bands Islands og L.I.U. og voru
nú greidd atkvæði sameigin-
lega i félögum sjómannasam-
bandsins, en þeir enn felldir og
þá með 17 atkvæða mun, en
þátttaka f atkvæðagreiðslunni
var mjög lítil.
Samningar Alþýðusambands
Vestfjarða hafa hins vegar
aldrei verið bornir undir at-
kvæði. Af hvaða ástæðu veit ég
ekki.
Yfirlýsing Alþýðusambands
Vestfjarða virðist eiga að gefa
til kynna að það hafi engan þátt
tekið f þeim breytingum á
sjóðakerfi sjávarútvegsins og
hlutaskiptum, sem gerðar hafa
verið og þykir mér það furðu
Framhald á bls. 24
Skuttogararnir hafa
fengið 59% aflans á
Vestfjörðum 1 sumar
HEILDARAFLI Vestfjarðaskipa
var alls 5.171 lest f ágústmánuði
s.l. á móti 5.508 lestum f sama
mánuði f fyrra. Er heildaraflinn á
sumarvertfðinni orðinn 18.971
lest á móti 17.298 lestum á sama
tfma f fyrra. Af heildaraflanum (
ágúst var afli skuttogara 3.333
lestir og er afli þeirra á sumar-
vertfðinni orðinn 11.224 lestir eða
59% af öllum afla sem borizt
hefur á land. Þetta kemur fram f
yfirliti skrifstofu Fiskifélags
Islands á fsafirði um sjósókn og
aflabrögð f Vestfirðingafjórðungi
f ágústmánuði s.l.
I yfirlitinu kemur fram að
tfðarfar í ágúst var mjög óhag-
stætt til sjósóknar fyrir alla minni
báta, stöðug vestan- og suðvestan-
átt og ruddi allan mánuðinn.
Komust færabátar ekki á sjó lang-
tfmum saman vegna ógæfta og
var afli þeirra óvenjulega lélegur
af þeim ástæðum. Togararnir
aftur á móti voru almennt með
góðan afla og stærri línubátarnir
einnig. Nokkrir bátar voru
byrjaðir með þorskanet f Djúpinu
og öfluðu sæmilega
Aflahæsta verstöðin í
mánuðinum var Isafjörður með
2.008 lestir á móti 2.289 lestum í
fyrra, þá kom Bolungarvík með
858 lestir á móti 793 lestum í
fyrra. Aflahæsti togarinn í mán-
uðinum var Gyllir frá Flateyri
með 509.3 lestir úr 4 veiðiferðum,
sfðan kom Guðbjörg frá tsafirði
með 474.5 lestir úr 3 veiðiferðum
og þá Guðbjartur frá Isafirði með
390.7 lestir úr 3 veiðiferðum.
Fundur um orku-
mál Austurlands
A MORGUN, laugardaginn 11.
september gengst kjördæmis-
ráð Sjálfstæðisflokksins á
Austurlandi fyrir fundi um
orkumál Austuriands f barna-
skólanum á Egilsstöðum og
hefst fundurinn klukkan 14.
Frummælendur á fundinum
verða Jónas Elfasson prófessor
og Sverrir Hermannsson al-
þingismaður.
Öllu stuðningsfólki Sjálf-
stæðisflokksins er boðið til
þessa fundar, sem haldinn
verður í kjölfar aðalfundar
kjördæmisráðsins. Að orku-
Sverrir Jónas
málafundinum loknum verður
og haldið haustmót sjálfstæðis-
manna á Austurlandi og hefst
það í Valaskjálf upti kvöldið
með borðhaldi.
NU Efí ÞAÐ
ÚTSÖL UMAfíKAÐÚi
AÐ LAUGAVEGI66
(VÍÐ HLIÐINA Á VEfíZLUN OKKAfí, Á SAMA STAÐ)
Nýjar vörur teknar fram á
útsölumarkaðinn í dag og á morgun
HERRAFÖT M/VESTI BLÚSSUR
ST. JAKKAR HERRAPEYSUR
TERYLENE ULLARBUXUR DÖMUPEYSUR
BÚNAR TIL BEINT Á ÚTSÖLU KJÓLAR
DENIM MUSSUR DÖMUDRAGTIR
SKYRTUR BINDI OMFL.
SKÓR SKÓR SKÓR
Látið ekki happ
úr hendi sleppa
TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
fe KARNABÆR
Útsölumarkaðurinn,
' Laugavegi 66, sími 28155