Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 Setti svip á bróun heimsmála fremur en aðrir samtímamenn MEÐ Mao Tse-tung er fallin leiðtogi fjölmennustu þjóðar veraldar. Hann var ótvíræður forystumaður Kínverja, allt í senn hershöfðingi, stjórnmálafor- ingi og andlegur leiðtogi. Með áhrifum sínum og kenningum hefur hann lík- lega frekar en nokkur annar samtíma- maður sett svip sinn á þróun heimsmála undanfarið. Við lát Mao Tse-tungs hljóta því að vakna margvíslegar spurningar um framvindu mála bæði innan Kína og utan, er vissulega kann einnig að skipta okkur íslendinga máli. Hér verður eng- um getum að því leitt, hvað í þeim efnum kann að gerast, en kínversku þjóðinni vottuð einlæg samúð og sú von látin í ljós, að hún bregðist við með því jafnaðargeði, sem er einkenni hennar. Ummæli Geirs Hallgrímssonar við andlát Mao-Tse-tungs Geir Hallgrímsson ALLMARGIR ráðherrar Islenzku ríkisstjórnarinnar eru nú í Lond- on eða eru um það bil að fara þangað. Matthlas Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, er nú staddur I London, svo og Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra. Þá mun Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra, væntanlegur til London I dag, en Geir Hallgrlmsson, for- sætisráðherra, er væntanlegur þangað á sunnudag. Þá má einnig geta þess, að aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, Einar Ingvarsson, er nú staddur I Lond- on. Matthlas Bjarnason er á leið til Aþenu, þar sem hann mun sitja fund alþjóða heilbrigðismálaráðs- ins, Einar Ágústsson er á leið heim frá meginlandi Evrópu og Geir Hallgrlmsson er á leið I sum- arleyfi. BÚR vill greiða raunvirði undir- málsfisksins úr Ingólfi Arnarsyni Á fundi útgerðarráðs Bæjarút- gerðar Reykjavfkur sfðastliðinn miðvikudag var fjallað um þann úrskurð sjávarútvegsráðuneytis- ins að undirmálsfiskur úr Ingólfi Arnarsyni skyldi gerður upp- tækur. Samþykkti útgerðarráðið að greiða undirmálsfiskinn, á sama verði og skipið fékk fyrir aflann, en fiskurinn fór allur I gúanó og fékk skipið fyrir hann 244 þús. krónur en ekki 737 þús. Norræni fjár- festingabankinn: Rætt um járnblendi- verksmiðj- una á fundi NÆSTKOMANDI þriðjudag hefst í Ósló fundur bandastjórnar Norræna fjárfestingar- bankans. Meóal mála á dagskrá fundarins er lánsumsókn Járnblendi- félagsins vegna fyrir- hugaðrar járblendiverk- smiðju á Grundartanga. Verða þá lögð fram gögn frá félaginu og viðbótar- gögn, sem stjórn bank- ans hefur aflað sér á Is- landi. Jón Sigurðsson, þjóó- hagstjóri, sem á sæti í stjórn bankans, sagði í saintali við Morgunblað- ið i gær, að komið hefði til tals, að einhvers kon- ar viljayfirlýsing yrði gefin út á fundinum vegna þessarar umsókn- ar, „en hvort svo verður get ég ekkert um sagt,“ sagði Jón. eins og kemur fram I úrskurði sjávarútvegsráðuneytisins. Að sögn Jónasar Haraldssonar lögfræðings Landssambands ísl. útvegsmanna var þessi úrskurður ráðuneytisins haldinn miklum og alvarlegum annmörkum. „Lög þessi hafa verið mjög um- deild, þar sem hér er verið að færa dómsvaldið að vissu marki i hendur framkvæmdavaldinu, þ.e. sjávarútvegsráðuneytinu, auk þess sem lögin gera það ekki að skiyrði fyrir upptöku, að um refsi- verðan verknað sé að ræða. Telja margir, að lög þessi brjóti I bága við sjálfa stjórnarskrána, þar sem Framhald á bls. 25 Ljósm. Mbl. RAX FUNDUR ráðamanna Mikla norræna sfmafélagsins og fulltrúa Islenzku póst- og símamálastjórnarinn- ar hefur staðið yfir I Reykjavfk sfðustu daga, og hefur einkum verið rætt um talsfmasamning þann sem f gildi er milli þessara tveggja aðila. Morgunblaðið fékk upplýst hjá einum fundarmanni f gærkvöldi að viðræður væru langt komnar, en ekki yrði hægt að segja neitt fyrr en að þeim loknum. Myndin var tekin á fundi viðræðunefndanna. Bjargráðasjóður vanmegnugur að bæta bændum óþurrkatjón BJARGRÁÐASJÓÐUR er fjár- vana og ekki þess megnugur að bæta bændum það tjón, sem þeir hafa orðið fyrir af völdum óþurrka. Sjóðurinn hefur þegar vcitt styrki og lán úr báðum deildum sfnum, sem nema ráð- stöfunarfé sjóðsins á þessu ári og 30 milljónum króna betur. Enn hafa bændur á óþurrkasvæðunum Stjórn sjóðsins vinnur að því að breyta lögum hans og afla meiri tekna ekki sent inn beiðni um aðstoð og þvf er ekki ljóst, hver endanleg fjárþörf verður, en búast má við að hún verði veruleg sunnanlands og vestan. Stjórn sjóðsins er nú að ganga frá frumvarpi til breytinga W _ FIM-sýningunni lýkur á sunnudag Áfram góðar síldarsölur TVEIR bátar seldu síld I Hirts- hals í Danmörku i gær fyrir alls 8.1 millj. kr. Náttfari ÞH seldi 70 lestir fyrir 4.9 millj. kr. og Isleif- ur VE seldi 44.5 lestir fyrir 3.2 millj. kr. Meðalverð fyrir hvert kg var 71 króna hjá Náttfara og 72 krónur hjá ísleifi. HAUSTSVNING Félags fslenzkra myndlistarmanna hefur nú staðið frá 28. ágúst á Kjarvalsstöðum. Aðsókn hefur verið góð og fjöldi verka selzt. Þeirri nýbreytni að hafa tónleika og kvikmyndasýn- ingar á Haustsýningu hefur verið tekið mjög vel. Nú líður að lokum sýningarinn- ar, en síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 12. september, en ákveðið er að hún standi ekki lengur. Kvikmyndasýningar um heimsfræga erlenda myndlistar- menn vcrða daglega til sýningar- loka, og á laugardaginn 11. sept- ember milli klukkan 15 og 17 mun söngflokkurinn Hljómeyki syngja þrisvar sinnum á Kjarvalsstöðum blandaða efnisskrá eftír innlenda og erlenda höfunda. Kvikmynda- sýningarnar og tónleikarnir eru ínnifaldir í aðgangseyri sýningar- innar. á lögum sjóðsins — samkvæmt beiðni félagsmálaráðherra, en þar er gert ráð fyrir auknum fjár- framlögum til sjóðsins. Samkvæmt upplýsingum Hall- gríms Dalbergs, ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, en hann er stjórnarformaður Bjargráða- sjóðs, eru rekstrartekjur sjóðsins óafturkræf framlög sveitarfélaga, 50 krónur á hvern íbúa, og nema þau á yfirstandandi ári 10.951.000 krónum. Þá eru og óafturkræf framlög frá búvöruframleiðend- um, sem nema 0,25% af söluvör- um landbúnaðarvara og áætlað að tekjur af þessum tekjustofni nemi á árinu 1976 25 til 30 milljónum króna. I þriðja lagi eru svo jafnhá mótframlög frá ríkis- sjóði, sem áætluð eru 36 til 41 milljón króna á þessu ári. Bjargráðasjóði er skipt f tvær deildir, almenna deild og búnað- ardeild. Heildartekjur beggja deildanna eru áætlaðar á þessu ári 72 til 82 milljónir króna. Aætl- aðar rekstrartekjur sjóðsins á þessu ári, sem skiptast á milli deildanna, eru: almenn deild 16 milljónir króna og búnaðardeild 56 til 66 milljónir. Frá rekstrar- tekjum sjóðsins dragast útgjöld vegna rekstrarkostnaðar og vaxta- greiðslna, en ráðstöfunartekjur deildanna eru áætlaðar 28 milljónir í almennu deildinni en í Framhald á bls. 24 Þurrkur síðustu daga hefur bjargað bændum Mynd eftir Picasso, en hann er einn þeirra listamanna, sem sjá má f kvikmyndum sýningarinnar. „ÉG HEF haft spurnir af bænd- um austan Fjalls og eins af bænd- um á Vesturlandi. Margir þeirra hafa náð inn miklu af heyjum undanfarna þurrkdaga, að vfsu er heyið annaðhvort hrakið eða úr sér sprottið, en engu að sfður hafa þessir þurrkdagar bætt ástandið á óþurrkasvæðunum mikið,“ sagði Hannes Pálsson, fulltrúi hjá Bún- aðarfélagi tslands, f samtali við Morgunblaðið f gær. Hann sagði, að bændur væru búnir að hirða allt hey, en enn ættu margir mikið hey úti, því væri óhætt að fullyrða að hey- skapur hefði gengið misjafnlega á óþurrkasvæðinu. — Fjöldinn er með stórskemmt fóður, en einstaka menn, þeir sem hafa vakað yfir öllu og byrjuðu snemma, virðast hafa náð sæmi- legum heyjum, sagði Hannes. Ráðherrar í London

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.