Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 „ÞAÐ VAR einu sinni gerð orkueyðslumæling á æfingu hjá þýzkri sin- fóníuhljómsveit og hún leiddi í ljós, að tónlistar- mennirnir nota jafn mikla orku á þriggja tíma æfingu og skrifstofumað- ur notar á átta klukku- stundum." Þetta sagði okkur Kartín Árnadóttir, fiðluleikari í Sinfóníu- hljómsveit íslands. — „Á æfingum þarf maður að hafa sig allan við, einbeita sér allan tímann — hér dugir sko ekki að slóra,“ bætti hún v:ð. Hljóðfæraleikarar Sin- fóniuhljómsveitarinnar koma saman til æfinga alla daga utan sunnudaga kl. 9.30 til 12.30. Þá eru ekki meðtaldar séræfingar og sá tími, sem fer í heimaæf- ingar. „Ég hef verið fastráðin síðan 1969. Nú, svo kenni ég, eins og reyndar við gerum langflest, og hef að auki eiginmann og barn til að annast," bætti Katrín við. Páll P. Pálsson, hljómsveitar- stjóri: „Það fer nú svolítið eftir hljóðfærum, hversu mikið er æft. Blásarar þurfa t.d. að leggja mikla líkamsvinnu bara í að blása og æfa sig þvl skemur en t.d. fiðluleikarar. En að jafn- aði geri ég ráð fyrir, að tónlist- armaður æfi sig um 3 tima á dag, þ.e.a.s. fyrir utan samæf- ingar. Nú en einleikarar fara allt upp í 7—10 tíma á dag.“ Morguninn sem blaðamann- inn bar að garði var verið að taka upp fyrir útvarp: vals eftir Tchaikovski og forleik eftir Cimarosa. Hljómsveitin Iék for- leikinn allan, Páll ræddi við hljóðmanninn i upptökuher- berginu I gegnum síma, sneri sér aftur að hljómsveitinni með miklum orðaflaum, sönglaði trillur og hóf sprotann á loft á nýjan leik: önnur upptaka. — Er það rétt, að útvarpsflutning- ur sé samanskeyttir hlutar úr mörgum upptökum? „Nei,“ sagði Páll og hló við, „það er nú ekki rétt. Mér er a.m.k. illa við að vinna upptökur þannig. Bezt að fá allt í einu lagi, en þó þarf oft að klippa aðeins til." Á meðan hljómsveitin æfði sig fyrir næstu upptöku, fórum við niður í kjallarann til að snrkja kaffi. Þar hittum við fyr- Monicu Abendroth, frá Þýzkalandi, hörpuleikara. „Ég kom tíl tslands með Mánafossi í síðustu viku og er ráðin hér til eins árs. — Hvers vegna til Islands? „Við komum hér fyrir nokkr- um árum og þá leizt mér svo vel á mig, að ég spurðist fyrir um hvort ég gæti ekki fengið vinnu. En það vantaði engan hörpuleikara. Nú er sá, sem var hér áður, farinn og þá skrifuðu þeir mér og buðu mér að leika með hljómsveitinni og ég tók því boði fegins hendi. Maður- inn minn er með mér, hann er leikstjóri og ætlar sér að nota tímann til að lesa og stúdera sitt fag. — Nei hann hefur ekk- ert leitað fyrir sér með vinnu, Ljosmynd Fridþjófur Páll ræðir við hljóðupptökumann. hljómsveitinni," sagði Katrin, „og jafnframt sá yngsti i anda!“ bætti hún við. „Ég hefi verið hér fastráðin frá 1952 — og aðeins vantað á eina æfingu, það hlýtur að vera met. Ég á met í flestu skal ég segja þér.“ Þegar æfingunni lauk, þutu flestir á braut hið skjótasta, heim í mat, á annan vinnustað eða e.t.v. bara út í sólina. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeist- ari varð þó eftir, hún sat og gluggaði í nótur. „Ég er með konsert i Norræna húsinu í kvöld," sagði hún, „og er að undirbúa mig.“ Það kom í ljós, að daginn eftir var hún svo að Litið inn á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit Islands, sem kom saman eftir sumarleyfi í byrjun vikunnar en ef eitthvað biðist, þá myndi hann eflaust taka þvi. Ég hefi spilað í sex ár með þýzkri sinfóníuhljómsveit í Koblenz. Það litur út fyrir, að þetta verði miklu rólegra lif hér á Islandi, úti voru tónleikar næstum hvert einasta kvöld og lítill tími til æfinga. Það hefur ævinlega verið þó nokkuð um erlenda tónlistar- menn I Sinfóníuhljómsveitinni. Einn þeirra er Josep Riba frá Spáni. Hann er nú reyndar ekki útlendingur lengur, hefur búið á íslandi i 26 ár og er mörgum kunnur, ekki sízt fyrir að halda uppi stemmningunni á Naust- inu nú um árabil. „Ég kom hingað fyrst árið 1933 og var þá i sex mánuði. Svo kom ég aftur 1949 og þá alkominn — með fslenzka eigin- konu upp á arminn." „Hann er aldursforsetinn í fara vestur á ísafjörð, ætlaði að spila þar á vegum Tónlistarfé- lagsins. — Hefurðu nokkurn tíma af- lögu frá tónlistinni? „Músíkin er bæði starf og tómstundaiðja. En ég hefi gam- an af flestum listgreinum og reyni að fylgjast með þeim lika. Myndlist veitir mér mikla ánægju, einu sinni var ég m.a.s. að reyna að mála og teikna sjálf, en síðustu árin hef ég nú ekki haft neinn tíma til að sinna því.“ Við hittum að siðustu Pál P. Pálsson og inntum eftir því, hvað væri á döfinni hjá Sin- fónluhljómsveitinni á næst- unni. „I næstu viku koma hingað tveir erlendir listamenn, ung- verski fiðluleikarinn György Pauk og Norðmaðurinn Per Brevig, sem leikur á básúnu. Þeir hafa kennslu og æfingar með hljóðfæraleikurunum. Ég veit ekki betur en það sé í fyrsta skipti sem slikt á sér stað á vegum hljómsveitarinnar, en það er alveg nauðsynlegt fyrir hljómlistarmenn að kynnast verulega góðum mönnum á sinu sviði og ómetanlegt að fá tækifæri til að læra af þeim. Nú I lok mánaðarins förum við svo i hljómleikaferð til Norðausturlands, til Raufar- hafnar, Þórshafnar, Húsavíkur og Vopnafjarðar. Með okkur veruur Sigurður Snorrason, píanóleikari. I október er áætl- að að halda tónleika á Akranesi og mun Karsten Andersen, að- alhljómsveitarstjóri, stjórna þar. Siðar I haust verður verð- launaverk Atla Heimis Sveins- sonar tekið upp á plötu með Robert Atkin. Svo eru náttúr- lega föstu tónleikarnir aðra hverja viku. Svo það má eigin- lega segja, að við höfum tölu- vert að gera, — og svo hef ég kannske gleymt einhverju." Páll P. Pálsson. Guóný Guð, "'“’dsdóttir. Monica AH"ndroth' josep Rii*a-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.