Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 23 „Buxur, vesti, brók og skó... „Sýning, sem eykur traust á ísl. vörum" HANS Kristján Árnason er að- stoðarframkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar StS, en það er langstærsti aðilinn, sem sýnir í Laugardagls- höllinni. „Sýning eins og þessi er ómetanleg fyrir íslenzkan fataiðn- að. Almenningur sér hér svart á hvftu, hversu fatagerð hefur fleygt fram. Að mörgu leyti verð- ur að viðurkenna, að erfiðleikar iðnaðarins eiga rætur að rekja til framleiðslunnar sjálfrar. Ég vil ekki, með því að segja þetta, draga úr erfiðleikum, sem koma utan frá, háum tollum, slæmum lánafyrirgreiðslum o.fl. sem gera það að verkum að iðnrekendum er ekki gert kleift að gera átökin, sem nauðsynleg eru. En til skamms tíma var íslenzk- ur fatnaður og iðnframleiðsla alls ekki samkeppnisfær við erlenda framleiðslu og skapaði því það vantraust sem kaupandinn fékk á íslenzkum vörum. En sýning eins og þessi hér stuðlar einmitt að því að auka traustið, sem við þörfn- umst. Aukin kynni af erlendum fatnaði hafa mikið gert til að bæta þann fslenzka; til að standast harða samkeppni varð hann að bæta sig og það sýnir sig nú, að það hefur hann gert. Það helzta, sem er á döfinni hjá okkur, er i skinnfatnaði. Sútunar- verksmiðja SlS sútar um helming allra gæra af landinu og til þessa hafa flestar þessar gærur verið seldar út óunnar. En nú erum við að hefja úrvinnslu úr skinnunum, enda eru fslenzkar gærur fyrsta flokks og ættu að geta staðið sig á erlendum mörkuðum, eins og þeg- ar hefur sýnt sig með framleiðslu Gráfelds hf. Þá höfum við fengið á okkar snæri þekktan franskan hönnuð til að hann peysur úr ís- lenzku ullinni og eru sýndar myndir af þeim peysum hér í básnum. Það sem fataiðnaðurinn þarfnast fyrst og fremst er á sviði hönnunar annars vegar og sölu- mennsku hins vegar. Skortur á fólki á þessum sviðum er þó aðeins vottur um visst stig í þróun iðnaðar og ég held við séum að komast af því stigi.“ „Hálft eyrað á að sjást" „HÁLFT eyrað á að sjást, stutt ofan á kollinum en frekar sftt að aftan, og þessi mjúka, beina Hna aftan á hálsinum," segir Vilhelm Ingólfsson formaður Meistarafé- iags hárskera um nýjustu hár- tfzku karla. „Sfða hárið er alveg að hverfa, það er löngu komið úr tfzku er- lendis en á tslandi erum við alltaf upp f tveimur árum á eftir. Kannski er það vegna þess að bfómyndir og sjónvarpsmyndir koma svo seint hingað upp.“ Meistarafélag hárskera er með bása á sýningunni og veitir ókeyp- is klippingu og greiðslu, enda má víst segja að jafnframt fötunum skapi hárgreiðslan útlit manns og konu, og því ekki óvitlaust að láta það fljóta með á fatasýningu. „Fyrsti hárskerinn að ævistarfi var Arni Nikulásson, hann byrj- aði árið 1904. En nú eru 86 hár- skerar innan vébanda Meistarafé- lags hárskera. Bftlatízkan svokall- aða fór ósköp illa með iðnina, ég held einir 20 rakarar hafi hætt störfum beinlínis vegna hennar. En nú er aftur að glæðast yfir starfinu." Villi rakari klippti blaðamann Morgunblaðsins eftir nýjustu reglum kúnstarinnar og var ekki annað að sjá, en bæði blaðamaður og áhorfendur væru ánægðir með árangurinn sbr. meðfylgjandi myndir. „Það er nú alltaf verið að bera allt saman við það sem útlenzkt er,“ sagði Villi, „og ég skal þvi segja þér, að félagið tók þátt i hárgreiðslukeppni Norðurlanda í fyrra og voru Islendingar þar með hæstu stigin að meðaltah' Svo það sýnir að við erum a.m.k. jafnbezt- ir.“ Vefursamkvæmisklæðn- að úr íslenzkriu/l Guðrún sagði okkur að talsvert af hennar vöru væri keypt af út- lendingum, en einnig vex eftir- spurnin innanlands. Hún hefur ofið fyrir fólk sem hefur beðið um slikt og segist hafa mikið yndi af því. Hún sagði okkur að sér fynd- ist sem áhugi fyrir handiðnaði færi stöðugt vaxandi og vonaðist hún því að aðbúnaðurinn mundi batna þegar fram í sækir, því í dag væri iðngreininni i mörgu lítill sómi sýndur á Islandi. „Ég leyfi mér að vona að islenzkur iðnaður eigi bjarta framtíð fyrir sér, og ég er ekki í vafa um að sýningin sem nú stendur yfir muni efla fataiðnaðinn. Ætli fólk geri sér yfirleitt grein fyrir hversu fjölmenn íslenzk fata- framleiðsla i rauninni er,“ sagði Guðrún Vigfúsdóttir að lokum. „MITT markmið með þessari framleiðslu, sem þú hefur séð hér i básnum og á tfzkusýningunni, er að endurvekja handvefnaðinn á tslandi. Einu sinni voru allar flfk- ur að mestu eða einhverju leyti ofnar f höndum en þótt vélarnar hafi ef til vill tekið við þá finnst mér mfn framleiðsla eiga fullan rétt á sér og vera til sæmdar við hvaða tækifæri sem er.“ Þannig fórust orð Guðrúnu Vigfúsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur hf. á lsafirði. Það var á árinu 1961 að Guðrún hóf vefnað en i fyrstu voru aðeins framleiddir treflar. Eins og önnur fyrirtæki af svipaðri gerð hefur vefstofu Guðrúnar vaxið fiskur um hrygg og nú er framleiðslan mjög fjölþætt. „Hjá mér starfa frá 12—14 konur. Auk fatnaðar búum við til alls konar gjafavöru. Þannig vefum við t.d. borðrefla mjög litskrúðuga og eru þeir tölu- vert vinsælir. Það er ég sem á yfirleitt upphaflegu hugmyndina að stykkjum okkar en þegar flíkin er framleidd þá koma starfsstúlk- ur minar meir og meir inn í spilið og skapa hlutinn að einhverju leyti sjálfar. Við reynum að tengja framleiðsluna að nokkru marki fyrirbrigðum úr náttúr- unni og því heitir þessi kjóll t.d. engjarós," sagði Guðrún og sýndi okkur undurfagran ofinn kjól. öll framleiðslan er úr islenzkri ull. Notaðir eru bæði náttúrulegir litir svo og litað band. Að sögn vöktu kjólar frá Guðrúnu mikla athygli á tizkusýningunni sem er haldin á hverjum degi sýningar- innar. „200 buxur á dag" „ALLUR herrafatnaður, sem vió seljum er íslenzk framleiðsla," sagði Sævar Baldursson sem við hittum i Karnabæjarbás. „Stakir jakkar, buxur, föt — allt er þetta hannað og saumað á okkar eigin saumastofu. Við framleiðum 200 buxur hvern dag ársins og höfum þó ekki undan. „Við erum á samningi við Gefjun-Iðunni á Akureyri, sem gera efnið fyrir okkur, islenzka terrelynið frá þeim stenzt fylli- lega samkeppni við erlend efni. En mörg tfzkuefni, t.d. flauel, verðum við að flytja inn. Karnabær sendir mann til út- landa 12—14 sinnum á ári til að fylgjast með sveiflum í tfzkunni. Jú, tslendingar eru alltaf ofurlft- ið seinir að taka við sér.“ — Nýjasta tfzkan? „Buxnaskálmarnar eru að þrengjast. Hvað varðar efni, þá veðjum við f Karnabæ á flauel. Litir? — tja þú sérð t.d. þessi föt hér f básnum þetta eru mjög biandaðir litir, ekki hreinir. Þegar Karnabær byrjaði voru flestir viðskiptavinir undir 17 ára aldri. En þetta hefur mikið breytzt og nú verzlar þar fólk á öllum aldri másegja."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.