Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976
11
Ingvar Þórðarson og Ingibjörg Svafa Helgadóttir.
henni allri. Vigfús var faðir
Bjarna Thorarensens, skálds og
amtmanns á Möðruvöllum. Bjarni
kom að Hlíðarenda með foreldr-
um sínum 4 ára gamall og ólst upp
i Fljótshlíðinni. Það er því ekki
undarlegt þótt honum hafi fund-
izt flatneskja Sjálands „sem nef-
laus ásýnd, augnalaus með“ í sam-
anburði við útsýnina frá Hliðar-
enda: „öðruvísi er að sjá á þér
hvítfaldinn há heiðhimin við.“
Þannig heldur sagan áfram að
rekja ævi Hlíðarenda og ábúenda
hans. Nú er ekki lengur búið þar.
En i gamla íbúðarhúsinu fer ég á
fund Ingibjargar Svöfu Helga-
dóttur, sem hefur það sem sumar-
bústað. Ingibjörn Svafa er fædd
og uppalin á Hiíðarenda. Faðir
hennar, Helgi Erlendsson, bjó þar
eins og gerðu faðir hans, afi og
langafi. Ingibjörg og Ingvar Þórð-
arson, maður hennar, gengu með
mér um hlaðið, upp fyrir bæinn
og bentu á hóla og hæðir, sem
bera nöfn til vitnis um fyrri ábú-
endur.
„Þarna var í minni æsku ofur-
lítill hóll, sem var kallaður Sams-
reitur eftir hundinum hans Gunn-
ars,“ sagði Ingibjörg. „Hér norður
af bænum má enn sjá móta fyrir
garði, hann er kallaður húsagarð-
ur. Þar hafa e.t.v. húsin staðið allt
frá timum Gunnars. — Jú, auðvit-
að lásum við Islendingasögurnar,
þær voru okkur Ijóslifandi fyrir
augum, þvi öll örnefni t.d. í Njálu,
voru okkur svo vel kunn.“
Við ræðum um sögur og kvæði.
Kann Ingibjörg Gunnarshólma?
„Já, það geri ég,“ svarar hún bros-
mild og fyrir fortölur fer hún með
allt kvæðið og við okkur blasa
nöfnin og atburðirnir.
„. . . úr rausnargarði, háum und-
ir Hlíð, þangað sem heyrist öldu-
falla einum. ..“
Framhald á bls. 30
Minnisvarði Þorsteins Erlingssonar.
Valdimar Björnsson
fyrrverandi fjármálaráðherra Minnesotaríkis 70 ára
„Vfða til þess vott ég fann,
þótt vendist oftar hinu,
að Guð á margan gimstein þann,
sem glóir f mannsorpinu**.
Hjálmar Jónsson
frá Bólu.
Þessar linur eru heldur síðbún-
ar, en þar sem áðrir hafa ekki
orðið til þess, leyfi ég mér að
minna Islenzku þjóðina á þennan
einstaka heiðursmann og ólaun-
aða sendiherra hennar á erlendri
grund, sem nú stendur á tíma-
mótum.
Sá sem dvelur langdvölum
erlendi hlýtur að sjá land sitt og
þjóð í nokkuð öðru ljósi en hinn,
sem ekki hleypir heimdraganum.
Fjarlægðin gerir að sjálfsögðu
fjöllin blá, en á hinn bóginn fæst
betri samanburður á mönnum og
mannlífi um leið og maður kynn-
ist erlendum þjóðum.
Mér virðist það allútbreiddur
misskilningur hérlendis, að í
Bandaríkjum búi mestmegnis
skúrkar, og að hugur fólks og
athafnir þar I landi snúist fyrst og
fremst um peninga. Það kom því
vfst fáum á óvart, þegar upp
komst um misferli i búðum
Nixons, fyrrverandi forseta
Bandaríkjanna, sem kennt er við
„Watergate“ og varpaði skugga á
annan stjórnmálaflokk þjóð-
arinnar, Repúblíkanaflokkinn.
Hins vegar þótti víst sumum
skattsvikaranum á Islandi furðu-
legt, að varaforsetinn þyrfti að
láta af embætti og slyppi naum-
lega við fangelsi fyrir þá „smá-
yfirsjón" að þiggja gjafir og stela
undan skatti, meðan hann gegndi
öðru embætti, og að forsetinn
sjálfur hrökklaðist frá embætti
með skömm fyrir að hygla sinum
mönnum og afla upplýsinga um
andstæðingana með ólöglegum
hætti.
Siðan þetta mál upphófst, hefur
allmikið vatn runnið til sjávar og
smám saman virðast augu manna
hér á landi vera að opnast fyrir
því, að nokkuð víða sé pottur brot-
inn í embættisrekstri, ekki sízt
hvað varðar fésýslu og skatt-
heimtu, þótt menn séu hér ekki
jafnskilyrðislaust látnir standa
reikningsskil gerða sinna og i
Bandarikjunum. Þetta má virðast
nokkur útúrdúr og mál, sem ekki
komi Valdimari Björnssyni við.
En því er ég að gera þennan
samanburð, að Valdimar stóð
einn af sér fylgistap Rebúblikana,
þegar næst var gengið til kosn-
inga i Minnesotaríki eftir
„Watergate" hneykslið og var enn
kosinn með yfirburðum, þegar
aðrir flokksbræður hans félLu. Þá
gátu Islendingar í Minnesota bor-
ið höfuðið hátt vegna þess að
þessi afkomandi íslenzkra vikinga
var álitinn ímynd hins heiðarlega
embættismanns, sem aldrei hefur
látið blindast eða blekkjast af
gylliboðum óvandaðra manna, og
vitnað til hans sem andstæðu
þeirra Watergate-manna. Hann
hefur nú iátið af embætti eftir
margra ára þjónustu og yfirgefið
vlgvöll stjórnmálanna án þess að
rogast með byrðar veraldlegs
auðs á herðum sér, en með hrein-
an skjöld, sem er meira en sagt
verður um marga. Til þess að
skilja það traust, sem þessi arf-
taki islenskrar menningar naut i
milljóna riki, verða menn að gera
sér ljóst, að I Bandarikjunum er
kosið fyrst og fremst um menn
sem einstaklinga, en aðeins í öðru
lagi um þá sem fulltrúa flokka.
En hvað skyldi hafa gefið Valdi-
mari siðferðisstyrk til að villast
aldrei i völundarhúsi stjórnmála
og fjármála? Við kynni af honum,
og reyndar systkinum hans
öðrum, fer ekki hjá þvi, að maður
sjái þar koma fram hið bezta, sem
norrænn hugsunarháttur og hin
gainla islenzka sveitamenning
hafa upþ á að bjóða að viðbættu
kristilegu uppeldi. Valdimar er
alinn upp i fjarlægu landi, en við
rammislenzka arfleifð i Minne-
otabyggð í Minnesotafylki, þar
sem afkomendur landnemanna
urðu að treysta á mátt sinn og
megin og brutust áfram úr fátækt
án hjálpar opinberra aðila, en i
þess stað kom samhjálp einstakl-
inganna, sem báru byrðar hver
annars.
Ég hygg, að til þessa megi að
nokkru rekja hina einstöku og
óeigingjörnu hjálpsemi Valdi-
mars við landa, sem lent hafa í
vandræðum handan hafsins. Og
frá litlu kirkjunni I Minneota,
þar sem sr. Friðrik Friðriksson
prédikaði á þeim árum, kemur
þekking hans á islenzkum sálm-
um og sá styrkur, sem hann sækir
enn í yrkingar Hallgríms Péturs-
sonar. Hitt er mér óskiljanlegt,
hvernig hann hefur aflað sér ein-
stakrar þekkingar á ættum fólks
og uppruna á tslandi og jafnvel i
Noregi, enda þótt hann dveldist
hér á landi í nokkur ár á stríðsár-
unum. Frá þeim tíma muna marg-
ir hinn prúða og drengilega liðs-
foringja í bandaríska flotanum,
sem tók reyndar með sér héðan
sina ágætu konu, Guðrúnu Jóns-
dóttur, og fyrstu dótturina, sem
fæddist i Camp-knox bragga
vestur á Melum.
Siðan Valdimar fluttist aftur
vestur til Minnesota, held ég að
segja megi, að hann hafi verið
ólaunaður sendiherra Islands í
Bandaríkjunum og er það með
ólikindum, hvað hann hefur verið
beðinn um að hjálpa og greiða
götu landans. Það er orðinn ærið
stór hópur tslendinga, sem notið
hefur fyrirgreiðslu og hjálpar
Valdimars og gestrisni á heimili
hans og Gullu.
Ég leyfi mér að þakka þeim og
reyndar Björnson-systkinum
öllum fyrir hönd þessa hóps og
óska þess, að þau megi öll njóta
rólegs og fagurs „indíána
sumars" í skuggum trjánna á
Vesturbakka Mississippi árinnar.
Auðólfur Gunnarsson.
Miðstöð farskráningar Flug-
leiða til Reykjavíkur í vetur
FYRIRHUGAÐ er að I vetur
verði farskrárdeild Flugleiða (
Reykjavfk gerð að miðstöð allrar
farskráningar félagsins eftir að
farskráning félagsins f New York,
Chicago og Nassau verður felld
undir deildina f Reykjavfk.
Eins og skýrt var frá í fréttum
sl. vor tóku Flugleiðir i þjónustu
sina tölvu til farskráningar I
skrifstofu félagsins á Reykjavík-
urflugvelli í april, en nokkrar
skrifstofur félagsins erlendis
höfðu þá um skeið notað slikan
tölvubúnað. Með aðstoð tölvunn-
ar, sem er í Atlanta í Bandarikj-
unum, hefur farskrárkerfi félags-
ins stórbatnað og er nú unnt að
staðfesta eða breyta farpöntunum
á nokkrum sekúndum og fá upp-
lýsingar um hversu mikið er bók-
að í hvert flug, í hvaða flug hver
farþegi er bókaður o.s.frv. Að
sögn tslaugar Aðalsteinsdóttur
deildarstjóra í farskrárdeild
Flugleiða hefur nýja kerfið gefizt
mjög vel og bætt þjónustu félags-
ins á þessu sviði, enda þótt við
vissa byrjunarerfiðleika hafi ver-
ið að fást á meðan starfsfólk var
að venjast tölvuvinnslunni.
Tölvukerfið, sem I daglegu tali
er nefnt Gabriel, er eins og áður
sagði i Atlanta i Bandaríkjunum.
Tölvan er eign SITA, sem er al-
þjóðlegt hlutafélag i eigu fjöl-
margra flugfélaga, og annast fjar-
skiptaþjónustu fyrir félögin, en
alls eru það 14 félög sem nota
Gabríel til farskráningar. Það eru
SAS (þ.e. Ameríkuflug félags-
ins), fjögur félög í Austur-Evrópu
og sjö i Mið- og Suður-Ameriku
auk Loftleiða og Flugfélags Is-
lands. Höfuðstöðvar SITA eru i
Paris, en farskráningartækin á Is-
landi senda boð sín um sæstreng
til London og þaðan til Bandarikj-
anna. Síðar meir er fyrirhugað að
senda um gervihnött frá Islandi
til Bandarikjanna.
tslaug Aðalsteinsdóttir deildarstjóri f farskárdeild Flugleiða ásamt
starfsfólki sfnu við tölvuskermana sem eru f sambandi við tölvuna
Gabrfel.