Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 39 Þróttarar hringja í 3400 nágranna um helgina ÞRÓTTARAR, ungir og gamlir munu hafa ærinn starfa um helgina. Þeir ætla að hringja í 3400 símanúmer hjá fólki sem býr í Þróttarhverfinu, þvf hverfi, sem stendur allt í kringum Langholtsveginn í Reykjavík. Fyrir nokkru var borið f hvert hús kynningarbréf frá Þrótti þar sem farið er fram á að íbúarnir taki þátt í byggingu féiags- heimilis Þróttar. í bréfinu er bent á að mánaðarlegur styrkur t.d. 500 krónur frá fjölskyldu, andvirði tveggja sfgarettupakka, kæmi félaginu að góðu gagni ef fjölskyldur í Þróttarhverfinu veittu málinu brautargengi. „Það sem við erum að gera er einfaldlega það að við viljum sýna í verki hverju samtaka ibúar i einu borgarhverfi fá áorkað" sagði Magnuðs Öskarsson, for- maður Þróttar, um þetta nýja stuðningsmannakerfi, sem kynnt hefur verið íbúunum með bréfi. Magnús kvað það alkunna að sjóðir til bygginga íþróttamann- virkja gætu fæstir sinnt þeim þörfum sem þeir þyrftu að upp- fylla. Það væri skoðun þeirra Þróttaranna að ekki mætti lengur bíða með að bæta félagslega aðstöðu í Þróttarhverfinu sem er eitt stærsta borgarhverfi Reykja- vikur. Við Sæviðarsund hefur Þróttur komið upp ágætum vallarmann- virkjum, en gamla félagsheimilið er fyrir löngu orðið of litið fyrir blómlegt félagsstarf þar sem hundruð barna og unglinga úr hverfinu stunda iþróttir og félagsstörf. „Við gerum okkur vonir um að fá góðar undirtektir hjá nágrönnum okkar hér á Þróttar- svæðinu. Fjölmargir eru okkur þegar innan handar og kunna vel að meta það starf sem hér fer fram,“ sagði Magnús Óskarsson. „Fólk hefur fundið inn á það að íþróttafélögin eru holl vettvangur fyrir unga fólkið enda fátt lik- legra til að halda fólki frá lausung og óreglu en íþróttastarfið," sagði formaðurinn að lokum. Þrír landsliðsmanna ( baráttu. Þorbergur Aðalsteinsson, Þórarinn Ragnarsson (nr. 15) og Viðar Sfmonarson (nr. 4). Með þeim á myndinni er Gils Stefánsson (nr. 5). Þeir félagar hefja keppnistfmabil sitt að þessu sinni með tveimur landsleikjum við Svisslendinga. Keppnistímabilið hefst með landsleikjum Leikið við Svisslendinga á Akranesi og í Laugardalshöllinni HANDKNATTLEIKSMENN hefja vertfð sfna n.k. þriðjudag og verður fyrsta verkefni þessa keppnistfmabils dálftið óvenju- legt — landsleikur. Það eru Sviss- lendingar sem koma hingað og leika tvo leiki, sá fyrri fer fram f fþróttahúsinu á Akranesi n.k. þriðjudagskvöld og sá seinni f Laugardalshöllinni n.k. fimmtu- dag. Eru þetta þriðji og fjórði landsleikur lslendinga og Sviss- lendinga f handknattleik og hafa leikar farið svo f fyrri skiptin að lsland sigraði f fyrri leiknum 14:12, en hinn seinni varð jafn- tefli, 21:21. Landsliðsnefnd HSl birti i gær val sitt á íslenzka landsliðinu í leiknum á þriðjudaginn og fimmtudaginn og verður það þannig skipað: Markverðir: Birgir Finnbogason, FH Guðjón Erlendsson, Fram Jens Einarsson, ÍR Aðrir leikmenn: Viðar Símonarson, FH Geir Hallsteinsson, FH Þórarinn Ragnarsson, FH Arni Indriðason, Gróttu Þorbjörn Guðmundsson, Val Bjarni Guðmundsson, Val Agúst Svavarsson, IR Viggó Sigurðsson, Víkingi Björgvin Björgvinsson, Vikingi Ólafur Einarsson, Vfkingi Magnús Guðmundsson, Vikingi Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi Það kom fram á blaðamanna- fundi HSI í gær, að islenzka landsliðið hefur æft vel i sumar. Frá 24. maí hefur þannig verið 51 æfing og æfingaleikur. Sagði Birgir Björnsson, sem á sæti í landsliðsnefndinni, að islenzka liðið hefði verið valið með tilliti til æfingasóknar leikmanna og getu þeirra. Landsliðsæfingarnar hefðu verið nokkuð misjafnlega sóttar f sumar, og hefðu verið allt niður í fjóra leikmenn á æfingu. Yfirleitt hefði þó ástundun verið góð, en margt virtist spila inn i sem gerði sumaræfingar hand- knattleiksmanna erfiðari en i fljótu bragði virtist, svo sem sumarleyfi, og svo útimótið í handknattleik, en meðan liðin voru að undirbúa sig fyrir það dró verulega úr æfingasókninni hjá landsliðinu. — Það er óhætt að segja að leikmenn þeir sem mynda kjarna landsliðsins sem leikur á móti Svisslendingum hafa æft ágæt- lega i sumar, sagði Birgir. Þeir HSl-menn sögðust búast við því að landsleikirnir við Sviss- lendinga yrðu mjög jafnir og tvf- sýnir. — I þeim tveimur leikjum sem við höfum leikið við þá höf- um við i bæði skiptin verið undir i hálfleik, og átt I erfiðleikum, sögðu þeir — og nú bætist það við að þetta er fyrsti leikur keppnis- timabilsins hjá okkur. Að öllu jöfnu eigum við þó að vera sterk- ari en Svisslendingarnir og auð- vitað erum við bjartsýnir á að sigur vinnist í þessum leikjum. Bikarúrslitin á sunnudag ÚRSLITALEIKUR Bikarkeppni KSÍ leika til úrslita og er þetta I áttunda fer fram á Laugardalsvellinum n.k. sinn sem Akurnesingar komast I úr- sunnudag og hefst þá kl. 14.00. Eru slitaleik bikarkeppninnar, en til Fyrirliði tékkneska landsliðsins Og Slovan Bratislava, Ondrus hampar þa8 Akurnesingar og Valsmenn sem þessa hefur þeim aldrei auSnazt aö eftirsóttum verðlaunagrip — Evrópubikar landsliða, eftir sigur Tékka • f úrslitaleik þeirra við Vestur-Þjóðverja. _______________________________________________________________________ SJO AF EVROPUMEISTURUM TEKKA LEIKA HÉR MEÐ SLOVAN BRATISLAVA GEGN FRAM — VIÐ ætlum okkur ekki að pakka f vörn á móti tékkneska liðinu, þótt það sé eitt af beztu félagsliðum f heimi, heldur leggja á það áherzlu að reyna að leika skemmtilega og góða knatt- spyrnu og bjóða áhorfendum upp á okkar bezta, eins og við gerðum þegar við lékum gegn Real Madrid f Evrópubikarkeppninni 1974. Þessi orð lét Jóhannes Atlason, annar þjálfari Framliðsins, falla á blaðamannafundi Fram í gær, þar sem kynntur var UEFA- bikarleikur Fram við tékkneska liðið Slovan Bratislava sem fram mun fara á Laugardalsvellinum 14. september n.k. Verður þetta að teljast hraustlega mælt þegar tekið er tillit til þess að i liði Slovan Bratislava eru hvorki fleiri né færri en sjö af leikmönn- um tékkneska landsliðsins er varð Evrópumeistari í knattspyrnu í sumar og lagði þá m.a. að velli bæði gull og silfurliðin frá síðustu heimsmeistarakeppni: Hollend- inga og Vestur-Þjóðverja. En I umræddum leik við Real Madrid reyndist sóknin reyndar bezta vörnin fyrir Framliðið, sem þá sýndi einn allra bezta leik sem íslenzkt félagslið hefur náð gegn erlendu liði í Evrópubikarkeppni. Fram var betra liðið á vellinum, en var ákaflega óheppið og tapaði leiknum 0—2. Leikmenn hollenzka landsliðs- ins sem léku hér á rpiðvikudags- kvöldið þekktu fleátir til tékk- neska landsliðsins og þar af leið- andi til leikmanna Slovan Bratis- lava og voru þeir á einu máli um að Fram fengi eitt bezta félagslið í Evrópu sem mótherja þar sem Tékkarnir eru. — Þið fáið að sjá gott lið, sem hefur upp á allt það að bjóða sem gerir knattspyrnuna skemmti- lega, sagði t.d. hinn frægi fram- herji hollenzka landsliðsins, Rob Rensenbrink, og bætti því við að Tékkar hefðu nú á að skipa einu frábærasta knattspyrnulandsliði heimsins — það væri komið I sama gæðaflokk og Vestur- Þjóðverjar og Hollendingar. Und- ir þessi ummæli tók Zwartkruis, framkvæmdastjóri hollenzka landsliðsins. — Tékkar eru nú komnir upp úr þeim öldudal sem þeir voru I á árunum 1962—1972, sagði hann — og leikmenn Slovan Bratislava eiga stóran þátt í því. I liði þeirra er valinn maður í hverju rúmi, það fáið þið að sjá þegar liðið leikur á Laugardals- vellinum. Ondrus er t.d. tvímæla- laust bezti miðvörður í heimi og ég mundi benda ykkur á að taka vel eftir sóknarleikmanninum Marian Masny, sem ég tel einn skæðasta sóknarleikmann í Evrópu í dag. Hann býr yfir ótrú- legum hæfileikum. Hinn þekkti leikmaður Arie Haan sagði að Framarar mættu búast við erfiðum leik, ef Slovan Bratislava næði sér á strik. — Ondrus og félagar hans í Slovan- liðinu leika stórkostlega knatt- spyrnu, sagði hann, það fengum við að finna fyrir i Evrópubikar- keppni landsliða, þegar þeir gerðu drauma okkar um Evrópu- meistaratitilinn að engu. sigra. Valsmenn hafa hins vegar tvl- vegis sigrað I bikarkeppninni, og I bæði skiptin báru þeir sigurorð af Akurnesingum I úrslitaleik Fyrirkomulag úrslitaleíksins mun verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. en KSÍ hefur tekið upp nýja og lofsverða háttu við framkvæmd bikar- keppninnar Áður fyrr var keppni þessi hornreka og þess jafnvel dæmi að úrslitaleikur færi fram I hrlðaveðri á jólaföstu. Nú siðari ár hefur keppninni hins vegar verið skipaður verðugur sess I mótshaldinu og lögð áherzla á að hafa umgjörð úrslitaleiksins með svip- uðu sniði og gerist viða erlendis Forráðamenn Vals og Akraness héldu fund með fréttamönnum i gær. og kom þar fram að mikill áhugi rikir hjá báðum liðum á úrslitaleiknum. og bjartsýni á brautargengi i leiknum Bú- izt er við mikilli aðsókn á leikinn. a m k verði veður skaplegt Þannig sagði Gunnar Sigurðsson. formaður knattspyrnuráðs ÍA, t d að Akurnes- ingar myndu fjölmenna á leikinn og hvetja sina menn til sigurs Tryðu þeir ekki öðru en að nú væri loksins komið að þvi að bikarinn færi upp á Akranes Pétur Sveinbjarnarson. formaður knatt- spyrnudeildar Vals, sagði að Valsmenn hefðu i sumar átt mjög dyggan hóp stuðningsmanna, sem fylgt hefðu lið- inu hvert sem það hefði farið, og ætti hann ekki von á þvi að þeir myndu bregðast að þessu sinni Má þvi búast við mikilli stemmningu á Laugardals- vellinum á sunnudaginn, þegar þessi tvö mestu sóknarlið islenzkrar knatt- spyrnu leiða þar saman hesta sina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.