Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 Rauðu varðliðanna. Mikil uppþot sumarið 1968 urðu til þoss að verkamenn tóku stjórnina i skólum o}> öðrum menntastofnunum og herinn náði undir- tökum i byltinftarncfndunum. Á næstu fjórum árum voru sjö milljónir Rauðra varðliða sendar út i sveitirnar til að vinna. I apríl 1969 hélt Lin Piao aðalræðuna á níunda þingi kommúnistaflokksins o}> því var lýst yfir að hann ætti að taka við af Mao. Arið 1971 var kommúnistaflokkurinn í rúst- um or samþykkt höfðu verið dröR að nýrri stjórnarskrá, sem mótuðust af „hugsunum Maos“. Þrátt fyrir þetta hafði ekki tekizt að skapa nýtt þjóðfélaR, þar sem h .rforingjarnir, sem Mao neyddist til að biðja að koma á lögum og reglu veRna óstjórnarinnar er innbyrðis átök andstæðra fylkinga í menningar- byltinRunni leiddu til, fen}ju í sínar hendur öll völd á landabyggðinni. Þeir gengu í bandalag með hófsömum leiðtog- um í Pekinj’ undir forystu Chou En-lai og 1972 hiifðu flestir þeir embættismenn og flokksstarfsmenn, sem höfðu verið settir af í menninRarbyltingunni, fengið fyrri embadti sín aftur. Lin Piao, yfirlýstur arftaki Maos og „nánasti vopnabróðir" hans, féll i ónáð og flýði frá Kína 12. september 1971. Því var haldið fram, að komið hefði verið upp um samsa>ri, sem hann hefði gert til að steypa Mao af stóli og reynt að flýja til Sovétríkjanna, en flugvél hans farizt í Ytri Mongólíu. Lin virðisl hafa viljað aukin framlög til varnarmála og barizt gegn bættum samskiptum við Banda- rikin. VINGAZT VIÐ BANDA- RÍKIN Mao gat varið þær tilraunir sem hann gerði tíl að ba'ta sambúðina við Banda- ríkin vegna aukinnar ha'ttu, sem Kin- verjum stafaði frá Rússunt, á líkan hátt og hann varði bandalagið við Chiang Kai-shek 35 árum áður vegna árásar Japana. Auk þess tók við brottflutningur bandariska herliðsins frá Víetnam, sem var sameinað í eitt ríki undir stjörn manna er fylf.du Rússunt að málum. Innrás Rússa í Tékköslóvakíu 1968 hafi leitt tíl átaka á norðausturlandamærun- um og síðan á norðvesturlandamærun- um í Sínkiang (þau stóðu aðallega yfir á tímabilinu mar:; — september 1969). Rússar sendu gífurlegan liðsauka að landamterunum ásaml fjölda eldflauga og komust að þeirri niðurstöðu að þeim stafaði meiri ógn frá Kinverjum en Bandaríkjamönnum. Kínverjar töldu sig þurfa að vega upp á móti þeirri hættu, sem þeir töldu sér stafa frá Rússum, og Bandaríkjamenr sáu sér ekki síður hag í því að bæta sambúðina við Kina vegna breyttra aðsta-ðna í Asíu. Tilraunir Maos til að bæta sambúðina við Vesturveldin hófust í apríl 1971. Bandarískum borðtennisleikurum var boðið til Peking „með einni setningu frá Mao" eins og Chou En-lai komst að orði. í febrúar 1972 kom Richard Nixon for- seti, sjálfur „höfðingi heimsvalda- sinnanna", í hina frægu Kinaferð sína og undirritaði Shanghai-yfirlýsinguna, þar sem hann viðurkenndi þá afstöðu Kinverja, að Taiwan væri kínverskt land. Á • ‘itii 18 mánuðum létu Kínverjar ■ < i. til sín taka á alþjóða- vettvangi ut 'orystu Chou En-lais og öfluðu s<’ iöluverðra vinsælda. Kínverjar i. .ígi: upptöku í Sameinuðu þjóðirnar og tveir þriðju ríkja heims viðurkenndu stjórnina í Peking. Kínverjar höfðu fengið ákjósanlegan vettvang til að berjast fyrir málstað frumstæðra „sveita“-landa gegn „arð- ráni". sem þau sættu af hálfu iðnvæddra Einn af sögulegustu fundum þessa áratugar. Mao spjallar við Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, 21. febrúar 1972. Lengst til vinstri situr Chou En-lai en á milli kinversku leiðtoganna er túlkur, Tang Ven Shen. Gestgjafinn: Mao með Razak, forseta Malayslu, Makariosi erkibiskupi, for- seta Kýpur, Nyerere, for- seta Tanzanlu, Bou- medienne, forseta Alslr. Mao heilsar Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarfkj- anna, en Kissinger fór margar ferðir til Kína til viðræðna um bætta sambúð landanna og til að undirbúa ferð Nixons þangað 1 972. „borgar“-ríkja. Ekki var minna um vert, að viðskipti K'nverja vi'. útlönd tvöföld- uðust og 1973 námu þau 5.500 milljónum dollara. ENNÞÁ FORMAÐUR Hófsamir menn höfðu völdin, en Mao var enn formaður og þeir urðu að fá samþykki hans í því sem þeir tóku sér fyrir hendur. Sem fyrr var helzta áhuga- mál hans að „öreigabyltingarlínan" yrði viðvarandi. Hann vildi að nýjungar menningarbyltingarinnar yrðu ekki lagðar til hliðar og á tiunda flokksþing- inu í ágúst var lögð áherzla á það sem hafði áunnizt í menningarbyltingunni, svo sem veggspjöld, breytingar í kennslumálum (bændaskólar, verka- mannaháskólar, stúdentar sendir út í sveitir), atvinnulýðræði (barátta gegn aukagreiðslum, þátttaka verkamanna í stjórnum fyrirtækja), aukin barátta fyr- ir heilbrigðisþjónustu í dreifbýlinu („berfættir læknar" sendir út um lands- byggðina) menningarbreytingar (fleiri byltingaróperur sviðsettar, ritverk og málverk unnin í hópvinnu), fjöldahug- sjónafræði („hugsjónafræðingar" leiddir fram úr röðum verkamanna og bænda) o.s.frv. Jafnframt hófst barátta gegn kenningum Konfúsíusar, sem Mao hafði alltaf haft illan bifur á, og síðan stóðu maoistar fyrir nokkrum öðrum her- ferðum. En hófsamir leiðtogar stöðvuðu þær, lengst af undir forystu Teng Hsiao- ping varaforsætisráðherra, erkióvinar maoista í menningarbyltingunni, sem oftar en einu sinni hafði dirfzt að breyta gegn vilja Maos, en Chou En-lai endur- reisti og ætlaðist til að tæki við starfi forsætisráðherra. Og þegar Chou lézt lét Maotil -karar skríða. FALL TENGS Mao var orðinn 82 ára gamall, hafði ekki komið fram opinberlega síðan 1971 og hafði fengið slag 1974 að þvi er fréttir hermdu, en hugsun hans var skýr og fjölmiðlarnir voru enn á valdi maoista. Teng var fordæmdur og herferðin gegn honum bar þann árangur, að hann var sviptur embætti. Róttækir náðu ekki al- gerum völdum og urðu að gera nýtt óskrifað samkomulag við hægrimenn, en breytingin var þeim greinilega í hag. Hófsömu stjörnmálamennirnir virtust þó sætta sig við þessa breytingu að sinni, þar sem þeir töldu einsýnt að grund- völlur pólitískra áhrifa vinstrimanna færi veg allrar veraldar þegar Mao hyrfi af sjónarsviðinu fyrir fullt og uilt og að þá hlytu völdin óhjákvæmilega að falla þeim sjálfum i skaut. Valdabaráttunni er ekki lokið, en óneitanlega standa stuðningsmenn Maos illa að vígi þegar þeir verða að sjá á bak átrúnaðargoði sínu. Hann heyrði að vísu til fortíðinni, þótt hann væri ef til vill mesta mikilmenni Kínverja um sína daga. Hann gegndi messiasarhlutverki, sem átti ekki lengur erindi á atómöld og til að stjórna landi kínversku milljónanna þarf aðra hæfileika nú orðið. Mao vildi skapa átta hundruð milljónir Kínverja eftir sinni mynd. Kina var honum kannski efst í huga, en þó virtist hann setja hugsanir sínar ofar Kína. Á sfnum tíma var Mao engu að síður réttur maður í réttu hlutverki á réttri stund. Hugsanir hans virtust á hinn bóginn fjarlægar i heimi efnishyggju og tækni- væðingar, þótt þær væru nærtækar í heimi byltingar og umróts. En hvað sem um hann-verður sagt skapaði hann Kína nútímans. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.