Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 25 — Stórkostlegt Framhald af bls. 18 — Kannski stenzt íslenzka framleiðslan ekki samkeppnina? „Ég er nú á því, að öll föt til daglegra nota geri það og að það sé alveg út í hött að fara í sérstak- ar verzlunarferðir til útlanda eins og sumir gera.“ „Auðvitað eigum við að stefna að því að framleiða sem mest til eigin nota úr hráefnum sem flutt eru inn. Það er jafn sjálfsagt og að fullvinna fiskinn áður en hann er fluttur út. — Við gætum sparað heil ósköp bara með þvi að nýta allt það sem fyrir hendi er í landinu," sagði Soffia að lokum. — Iðnfræðslan Framhald af bls. 18 I Kjólameistarafélaginu eru nú um 40 konur en að sögn Ingi- bjarganna er það ekki nægilega sterkt stéttarfélag til að standa vörð um réttindi kjólameistara. „Hér á landi starfar fólk við kjólahönnun og sauma, sem alls ekki er faglært og hefur þvi raun- inni alls ekki réttindi. Þessu þarf að breyta, því hönnun og snið er það sem framleiðsla fatnaðar hlýtur að byggjast á.“ — Ætla að vélprjóna Framhald af bls. 18 ið við af öðru og nú er þar prjónað í fullkomnustu vélum. A.m.k. tvær starfsstúlkur hafa fylgt þró- un fyrirtækisins frá upphafi að sögn Sifjar. „Við erum með ákaflega fjöl- breytta og fallega framleiðslu og höfum fengið sérlega góðar undir- tektir á markaðinum sagði Sif um leið og hún sýndi okkur nokkurt úrval af framleiðslu prjónastof- unnar. Sif var ákaflega ánægð með sýninguna ISLENSK FÖT ’76 og taldi hana mundu verða til eflingar íslenzkum fataiðnaði. - BÚR vill greiða Framhald af bls. 2 segir í 2. gr. hennar, að dómendur fari með dómsvaldið. Að sjálfsögðu játa allir, að brýna nauðsyn bar til að gera ráðstaf anir til að koma í veg fyrir að undirmálsfiski væri landað og jafnframt að menn kæmu slfkum afla I verð. Á hinn bóginn verður að gera þá lágmarkskröfu til stjórnvalda að þau haldi sig innan ramma laganna f viðleitni sinni við að sporna við slíkum hlutum,” sagði Jónas. Þá sagði hann ennfremur: „Hvað þennan úrskurð snertir, þá var útgerðinni ekki gefinn kostur á að gera grein fyrir máli sínu, áður en hann var kveðinn upp, eins og lögin áskilja. Var útgerðinni með öllu ókunnugt um þetta mál fyrr en henni barst úr- skurður ráðuneytisins í hendur, eins og um hvern annan reikning væri að ræða, en skv. lögunum segir að urskurði ráðuneytisins megi fullnægja með aðför að viku liðinni frá beitingu hans. Bar því ráðuneytinu að birta útgerðinni úrskurðinn, eins og alltaf er gert, þegar um aðfarardóma er að ræða og var því allsendis ófullnægjandi að senda hann í bréfi. Þá segir í lögunum, að gera skuli upptækt andvirði hins ólög- mæta afla, þ.e.a.s. hér er um svo- nefnda jafnvirðisupptöku að ræða sem þýðir að það sem fisk- seljandi á að fá fyrir aflann rennur til ráðuneytisins. Verð- mæti aflans var 244 þús. kr. en ekki 737 þús. kr. eins og ráðuneyt- ið ákvað aflaverðmætið. Mis- munurinn er þá aðallega fólginn í því að ráðuneytið verðleggur karfann á kr. 36. pr. kg. eins og ekki væri um undirmálsfisk, að ræða en hið rétta verð á undir- málskarfanum er kr. 5.27 pr. kg eða það verð, er fékkst fyrir hann I gúanó. Þessar tölur lágu allar Miðstjórn ASÍ ályktar: Mótmælir harðlega bráðabirgðalögunum Á miðstjórnarfundi Alþýðusam- bands tslands ( gær voru sam- þykktar fjórar ályktanir þar sem mótmæli eru borin fram gegn bráðabirgðalögum um sjómanna- kjör, stuðningi lýst við félag af- greiðslustúlkna ( mjólkur- og brauðbúðum og starfshóp neyt- enda, hækkun búvöruverðs mót- mælt og loks ályktað gegn kúgun fasistastjornar (Chile. 1 ályktun sinni um bráðabirgða- lögin segir m.a. að með þeim séu sjómenn þvingaðir til að vinna eftir „kjarasamningum” sem þeir hafi tvfvegis fellt með atkvæða- greiðslum i félögum sfnum og FIMM loðnuskip tilkynntu um afla í gær, samtals 1680 lestir. Loðnuna fengu skip- in á sömu slóðum og áður, djúpt NNV af Straumnesi. Skipin sem fengu loðnuna voru Súlan með 480 lestir, sem farið var með til Krossaness, Svanur fór til Bolungarvíkur með 300 lestir, Guðmundur fór til Keflavíkur með 660 lestir, Ársæll Sigurðsson fór til Grindavíkur með 200 lestir og Sigurður til Reykjavík- ur með 40 lestir. Aðalvinda Sigurðar bil- aði er kastað var í fyrrinótt og áttu skipverjar í erfið- leikum með að ná nótinni inn. Ekki var vitað í gær hve mikið vinda skipsins væri biluð. í gærmorgun var aðeins sviptir rétti til frjálsra samninga um kjör s(n. I niðurlagi ályktunarinnar segir sfðan orð- rétt: Vill miðstjórnin þv( láta þá von ( Ijós, að sjómenn treysti nú sam- tök s(n og hrindi þeirri vald- nfðslu, sem þeir nú eru beittir. Heitir Alþýðusamband lslands sjómannasamtökunum öllum þeim stuðningi, sem það megnar að veita til að þau fái endurheimt samningsrétt sinn. t mjólkurbúðamálinu ályktaði miðstjórnin m.a.: 1. Að beina þeirri ósk til verka- lýðsfélaganna á höfuðborgar- eitt skip eftir á loðnumið- unum, Börkur NK, og var skipið komið með góðan afla. Þá var Hilmir SU væntanlegur á miðin síðari hluta dagsins. Að sögn Andrésar Finn- bogasonar hjá Loðnunefnd er heildarloðnuveiðin nú orðin um 66 þúsund lestir. Pólski utanríkisráð- herrann í heimsókn UTANRlKISRÁÐHERRA Pól- lands, Stefan Olszowski og frú, koma I opinbera heimsókn hingað til lands mánudaginn 20. septem- ber n.k. og dvelja hér á landi til miðvikudags, 22. september 1976. Með heimsókn sinni er pólski utanríkisráðherrann að endur- gjalda heimsókn Einars Agúst- sonar, utanríkisráðherra, til Pói- lands 1 maimánuði 1973. svæðinu, að þau láti málið nú þegar til sfn taka með álvktunum og stuðningi við A.S.B. 2. Að bjóða fram hverja þá að- stoð, sem að gagni mætti verða til þess að tryggja afkomu og at- vinnu félagskvenna f A.S.B. og hagsmuni neytenda. Verði þess óskað af A.S.B., lýsir miðstjórn sig fúsa til að tilnefna fulltrúa af sinni hálfu ( hugsanlegum við- ræðum við rétta aðila um viðun- anlega lausn fyrir félagskonur ( A.S.B. og neytendur. Miðstjórnin mótmælir einnig harðlega þeim búvöruhækkunum, sem 6 manna nefndin hefur ákveðið og minnir m.a. á ( þvf sambandi, að sú nefnd til endur- skoðunar á verðlagskerfi land- búnaðarafurða o.fl., sem land- búnaðarráðherra skipaði sl. vor eftir (trekuð loforð til aðila vinnu- markaðar, hafi enn ekki verið kölluð saman. 1 ályktun miðstjórnar ASt um ástandið ( Chile er m.a. rakið hvernig stjórnarhættir einræðis- klfkunnar þar hafi leitt til almennrar efnahagskreppu og at- vinnuleysis, hvernig stjórnin hafi haldið áfram að fótum troða öll mannréttindi og á aðeins tveimur mánuðum — ma( og júnf — hafi á 7. hundrað manns verið hand- teknir, þar á meðal ýmsir virtir verkalýðsforingjar. Lýsir Alþýðu- sambandið fullum stuðningi við allar aðgerðir heimssamtaka verkalýðs gegn fasistastjórninni f Chile og (trekar fyrri mótmæli sfn gegn einræði, ofbeldi og mann- réttindaskorti f þessu landi. Handritasýn- ingu að ljúka Handritasýning hefur að Venju verið opin í Árnagarði í sumar. Hefur aðsókn verið góð en fer nú dvínandi með haustinu. Ætlunin er að hafa sýninguna opna al- menningi í siðasta sinn næstkom- andi laugardag, 11. september, á venjulegum tima, kl. 2—4 siðdeg- is. Undanfarin ár hafa margir kennarar komið með nemenda- hópa til að sýna þeim handritin. Árnastofnun vill örva þessa kynn- ingarstarfsemi, og verður sýning- in höfð opin í þessu skyni eftir samkomulagi enn um skeið. Meðan húsin sofa — ný ljóðabók eftir Sigurjón Bragason Otgefandi ljóðabókarinnar er Stefán Eiríksson. Sumarloðnuaflinn orðinn 66 þús. lestir Margt fágætra bóka á bókauppboði á laugardag ljósar fyrir, en þar sem ráðuneyt- ið hirti ekki um að kanna þetta eða gefa útgerðinni kost á að tala máli sinu eða vera viðstadda við mælingu aflans og verðlagningu áður en úrskururinn var kveðinn upp, kom þetta ekki fram. Af þessum úrskurði að dæma er ljóst, að ráðuneytið telur það ekki fullnægjandi refsingu að gera eingöngu andvirði hins ólögmæta afla upptækan hjá þeim aðilum, er verður á að koma með undir- málsfisk að landi, þar sem fjár- krafan er tæpri hálfri milljón krónum hærri en jafnvirði aflans raunverulega var. Mismunurinn á upphæðunum er því hrein við- bótarrefsing, fjársekt sem ráðu- neytið úrskurðar útgerðinni að greiða. Þetta tel ég að sé alvar- legasti hluti málsins, þegar ráðu- neytið tekur sér vald I hendur til að sekta aðila og gengur þar með alveg inn á svið dómstólanna, þ.e. sakadóms. Telji ráðuneytið að jafnvirðis- upptaka sé ekki fullnægjandi refsing i tilvikum sem þessum, þá heimilar reglugerð nr. 16/1976 um lágmarksstærðir fisktegunda sem vísar til landhelgislaganna um refsingar, að dæma menn til refsingar að auki jafnvirðisupp- tökunni í formi sektargreiðslna. Um slík mál fer að hætti opin- berra mála og mundi sakadömur ákvarða sektarfjárhæðina í dómi. Að sjálfsögðu hefur ráðuneytið ekki slíkt sektarvald heldur er það aðeins á færi viðkomandi sakadóms að ákvarða mönnum refsingu i formi fjársekta. Þrátt fyrir að hugmyndin að baki setningu laganna um upp- töku ólöglegs sjávarafla hafi m.a. verið sú að flýta afgreiðslu þessara mála þá var það alls ekki hugmyndin að flýta þeim svo að allra venjulegra formskilyrða fyrir uppkvaðningu úrskurða yrði kastað fyrir róða eða að ráðuneyt- inu væri falið með þeim óskert vald til þess að ákvarða mönnum refsingu eftir eigin geðþótta. Þessi úrskurður er hrein mark- leysa og sennilega allir hinir 13, sem ráðuneytið hefur kveðið upp,“ sagði Jónas að lokum. — „Höfum óbilandi . . . Framhald af bls. 12 magnið, sem hótelið fær frá Mjólkárvirkjun, verður sett á minnsta straum yfir vetrarmán- uðina til að halda húsinu heitu og verja það skemmdum. I vet- ur verður hótelið sennilega hul- ið snjó að mestu og aðeins eftir- litsmaðurinn með þvi verður þar á ferli. Næsta vor fer starf- semin aftur í gang og ferða- langar þyrpast væntanlega í Flókalund til að skoða náttúr- una, kynnast landinu, veiða fisk, tína ber, slappa af, njóta góðrar þjónustu eða eitthvað enn annað, því hótel Flókalund- ur og hið friðlýsta svæði i Vatnsfirði hefur upp áýmislegt að bjóða. — Strætis- vagnarnir Framhald af bls. 7 úr framkvæmdum. Þarna á fólk að geta beðið í skemmtilegu um- hverfi og hlýjað sér í svalviðrum. Hugmyndin mun hafa verið sú, að borgaryfirvöld reistu bygginguna og leigðu siðan ýmsum þjónustu- aðilum fleiri eða færri fermetra eftir þörfum. En eftir á að hyggja virðist engin þörf á að borgin standi þannig að málum. Hún á lóðina og getur því sett nauðsyn- leg skilyrði um aðbúnað fólks, en síðan geta samtök þeirra sem. þarna fá aðstöðu, sem best séð um framkvæmdir. Ekki er hætta á að lóðin yrði lengi auð eftir að slík ákvörðun hefði verið tekin. Eitthvað svipað þyrfti auðvitað að gera á eða við Lækjartorg, en rétt væri að láta reynslu i sam- bandi við Hlemm ráða skipulag- inu þar niður frá. Ástæðulaust er ] fyrir borgaryfirvöld að láta enn I líða nokkra snjóavetur og rign- I ingasumur áður en tqgþýsundum verður hleypt inn úr kuldanum. Haustið 1977 gæti Hlemmur vel verið kominn undir þak. NVLEGA er komin út Ijóðabókin „Meðan húsin sofa“ eftir Sigur- jón Bragason. t bókinni eru 76 Ijóð, ort á 20 ára tfmabili. Sr. Bolli Gústavsson hefír mynd- skreytt ljóðabókina og gert kápu- mynd. Sigurjón Bragason andaðist 4. febrúar sl. á 39. aldursári. Hann átti til skálda að telja, var sonur Braga Sigurjónssonar skálds og bankastjóra og konu hans Helgu Jónsdóttur. Hann átti lengst af heima á Akureyri, og þar lézt hann. BÓKAUPPBOÐ á vegum List- munauppboðs Sigurðar Bene- diktssonar hf. verður haldið f ráð- stefnusal Hótels Loftleiða 11. september eða næstkomandi laugardag og hefst það klukkan 14.30 stundvfslega. A föstudag verða bækurnar til sýnis að Hótel Vik frá klukkan 14 til 18, en meðal bókanna á uppboðinu er margt fágætra bóka. Bækurnar eru allar komnar úr bókasafni Bjarna Guðmundssonar blaða- fulltrúa. Er enn mikið eftir af bókum, sem Bjarni heitinn átti, og verða fleiri boðnar upp siðar. Uppboðsskrá liggur nú frammi hjá Hilmari Foss. Bjarni Guð- mundsson stundaði oft og einatt bókamarkaði, sem Islendingar þekkja fremur lítið. Næsta upp- boð á bókum Bjarna verður i nóvember næstkomandi. Bækurn- ar á þessu uppboði, sem nú fer fram, eru i 9 flokkum, rit ýmis- legs eðlis, leikrit, skáldrit, tíma- rit, ferðarit, kvæði, trúfræði, ís- Ienzk fræði og fornprent. Af einstökum bókum má nefna Gröndals historiske Mindesmærke I—III, útgefið i Kaupmannahöfn 1838—45, Ár- mann á Alþingi 1—4 1829—1831 og fylgir þar sýnishornið með, Verðandi, Kaupmannahöfn 1882, The Natural History of Iceland eftir N. Horrebow, útgefin í London 1758, Trawels in the Island of Iceland eftir G.S. Mc- Kenzie, útgefin í Edinborg 1812, 2. útgáfa, Lettres sur l’Islande eftir M. de Troil, gefin út i Paris árið 1781, Briefe 1771 nach Island angestellte Reise eftir Uno von Troil, Meda und Leipzig 1779, yngra skinnband, Nokkur ljóð- mæli eftir Jón Þorláksson, gefin út í Hrappsey 1783, nokkrar þýð- ingar Eiriks Magnússonar á forn- um islenzkum sögnum og loks má telja tvær bækur Schedae a Libellus de Islandia, Isiendingar bók eftir Ara Þorgilsson. Hafniæ J733, með spennum, og Reise igiennem Island I—II, Sorö 1772, í upphaflegu bandi, sem þarfnast viðgerðar; Islandskort vantar en fylgir ljósritað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.