Morgunblaðið - 10.09.1976, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976
Útgefandi
Framk væmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 50,00 kr. eintakið.
Mao-Tse-tung
Mao-Tse-tung var einn
þeirra stjórnmálaleið-
toga, sem markað hafa
dýpst spor í sögu þessarar
aldar. Hann barðist til
valda í fjölmennasta ríki
veraldar og ríkti þar í rúm-
an aldarfjórðung. Á valda-
skeiði hans var kínversu
þjóðfélagi umbylt. Þar hef-
ur staðið yfir róttækasta
tilraun til grundvallar-
breytingar í þjóðfélags-
skipan og lífsviðhorfum
sem gerð hefur verið á okk-
ar tímum. Erfitt er að meta
þjóðfélagslegan árangur
eða afleiðingar byltingar
kommúnista i Kína. Kína
hefur verið lokað land frá
árinu 1949, og lítil sem eng-
in vitneskja borizt um hvað
þar hefur gerzt fyrr en á
allra síðustu árum, að Vest-
urlandabúar hafa fengið
takmarkað tækifæri til
þess að kynnast Kína Maos.
Það er eitt af einkennum
hinna kommúnísku ríkja,
að þau hafa verið lokuð. Að
þessu leyti er Kína Mao-
Tse-tung á engan hátt frá-
brugðið öðrum komm-
únískum ríkjum. Raunar
má segja, að fram til ársins
1972 hafi Kína verið eitt
lokaðasta land í heimi.
Þar.gað fóru fáir Vestur-
landabúar og þaðan barst
lítið af fréttum.
Á valdatíma Mao-
Tse-tung, tók Kína beinan
og óbeinan þátt í tveimur
meiri háttar styrjöldum í
Asíu. Svokallaðir kínversk-
ir sjálfboðaliðar streymdu
til N-Kóreu, þegar her-
sveitir N-Kóreumanna létu
undan síga fyrir framsókn
herja Sameinuðu þjóð-
anna, sem komu til skjal-
anna, þegar kommúnistar í
N-Kóreu gerðu innrás í S-
Kóreu. Þá veitti Kína N-
Viet Nam óbeinan stuðn-
ing í formi vopna og vista
og sjálfsagt fjármuna einn-
ig, meðan á styrjöldinni í
Viet-Nam stóð. Kínverjar
létu ekki við það sitja að
veita skoðanabræðrum sín-
um í þessum tveimur ríkj-
um stuðning af þessu tagi.
Þeir lögðu Tibet undir sig
með hervaldi og hafa inn-
limað það ríki í Kína með
sama hætti og Sovétríkin
innlimuðu ýmis jaðarríki í
Sovétsambandið. Þeir
gerðu einnig árás á Ind-
land og lögðu undir sig
landamærahéruð þar.
Framan af valdatíma
Maos í Kína voru samskipti
Kínverja og Sovétmanna
mjög náin, sérstaklega
meðan Jóseps Stalíns naut
við í Sovétríkjunum. Eftir
að Stalín féll frá, kólnaði
sambandið milli Kínverja
og Sovétmanna og leiddi að
lokum til vinslita og fulls
fjandskapar milli þessara
tveggja kommúnistaríkja.
Áreiðanlega eru þau vin-
slit einhver afdrifaríkasti
viðburður á vettvangi al-
þjóðamála á síðari hluta
þessarar aldar. Hin alþjóð-
lega kommúnistahreyfing
hefur af þessum sökum
klofnað í tvennt og raunar
síðar í fleiri hluta. Afstaða
Kínverja og gagnrýni hef-
ur opnað augu margra, sem
gerðu sér þess ekki grein
áður, fyrir því að Sovétrík-
in eru fyrst og fremst
heimsvaldasinnað stór-
veldi, sem beita hugsjón
kommúnismans til fram-
dráttar heimsvaldapólitík,
sem á sér margra alda
sögu. Jafnframt hafa Kín-
verjar undir forystu Mao-
Tse-tungs lagt ómetanleg-
an skerf af mörkum til þess
að vara vestrænar þjóðir
við að sofna á verðinum
gagnvart útþenslustefnu
Sovétríkjanna. Að því leyti
til hafa Kínverjar undir
forystu Maos og vestrænar
lýðræðisþjóðir á síðustu ár-
um gerzt eins konar banda-
menn, myndað óformlegt
bandalag til þess að hamla
gegn útþenslustefnu
Sovétríkjanna.
Enginn, sem utan við
stendur, er fær um aó meta
gildi þeirra þjóðfélags-
breytinga, sem orðið hafa i
Kina undir forystu Maos
og kommúnista þar. Ljóst
er þó, að hugmyndir Vest-
urlandabúa um lýðræði og
almenn mannréttindi, svo
sem skoöanafrelsi og tján-
ingarfrelsi samrýmast ekki
þeirri þjóðfélagsskipan.
Hún sýnist hins vegar hafa
fengið því áorkað, að þessi
fjölmenna og gamalgróna
menningarþjóð fæðir sig
og klæðir sjálf. Óneitan-
lega vekur það athygli að
hugmyndir Maos hafa haft
djúpstæð áhrif á vissa hópa
vestrænnar æsku, sem
hafa fylgt marxistum að
málum, og hafa tekið upp
barájtu fyrir þjóðfélags-
hugmyndum Maos en gegn
þeirri þjóðfélagsskipan,
sem ríkir í Sovétríkjunum
og kennd hefur verið við
kommúnisma. En hverjum
augum, sem menn líta
stjórnmálaferil Mao-
Tse-tungs og þær þjóðfé-
lagsbreytingar, sem hann
hefur haft forystu um í
fjölmennasta ríki veraldar,
er auðvitað ljóst, að hann
er eitt af hinum stóru nöfn-
um í sögu okkar tíma og
áhrifa hans mun gæta með
ýmsum hætti löngu eftir
andlát hans.
Lhast um á fatasýningu og
rætt við nokkra aðila, sem
þar sýna framleiðslu sína
„Idnfræóslan
í molum"
ÞAÐ sem blasir fyrst við, þegar
komið er inn ( Laugardalshöllina
á fatasýningu, eru básar Kjóla-
meistarafélagsins og klæðskera-
meistara. 1 kjólameistarabásnum
voru tvær frúr, þær Ingibjörg
Júlfusdóttir og Ingibjörg Krist-
jánsdóttir.
„Við erum að vekja athygli á
þeirri staðreynd, að undirstaða
fataiðnaðarins eru meistararnir,
sem hanna og sníða, og á nauðsyn
góðrar verkmenntunar. En
menntun á þessu sviði er í algjör-
um molum.
— Kjólameistari á að hafa að
baki þriggja ára nám í iðnskólan-
um og þrjú ár í vinnu sem sveinn.
Sem stendur er algjör skortur á
aðstöðu í Iðnskólanum, ekki pláss
fyrir saumavélar jafnvel og
teiknikennslu er mjög ábótavant.
Annað er, að ekki fæst vinna
handa lærlingum, sem hafa áhuga
ástarfinu." Framhald á bls. 25
Ætia að vél-
prjóna lopapeys-
ur til útflutnings
„ÞAÐ sem er mest spennandi hjá
okkur núna eru peysur úr lopa
sem við ætlun að fara að vél-
prjóna og reyna það að flytja út,“
sagði Sif Huld Sigurðardóttir f
sýningarbás Prjónastofu önnu
Þórðardóttur hf. Peysur þessar
verða prjónaðar f vélum sem ver-
ið er að setja upp um þessar
mundir.
Sif tjáði okkur að það hefði
verið á árinu 1942 að Anna stofn-
aði stofu sína. I dag vinna þar um
25 manns og framleiddar eru um
200 — 220 peysur á dag. Peysurn-
ar eru fyrir alla aldursflokka
karla og kvenna, og fer öll fram-
leiðslan á innanlandsmarkað. I
fyrstu var allt prjónað í höndun-
um hjá önnu Þórðardóttur, en
síðan hefur hvert tæknistigið tek-
Framhald á bls. 25
„Stórkostiegt
að hafa skrimt
þetta í 34 ár"
1 SVNINGARBAS „Peysunnar"
hittum við fyrir Sofffu Vilhjálms-
dóttur, sem er meðeigandi f fyrir-
tækinu, sem nú er orðið 34 ára
gamalt og þar vinna um 15
manns.
„Auðvitað er iðnrekstur erfiður
hér og í raun og veru er það
stórkostlegt að hafa skrimt þetta i
34 ár. En við höfum alltaf haft
frábært starfsfólk, sem hefur
unnið hjá okkur að staðaldri.
— Ég held, að eitt af þvf sem
háir fataiðnaðinum, se léleg iðn-
menntun og svo líka að einhverju
leyti, hversu fólk virðist þráast
við að kaupa íslenzka framleiðslu.
Þó fer það vaxandi að íslenzk föt
séu keypt, en það er eins og fólk
haldi alltaf að aðrir geti gert bet-
urenvið." Framhald á bls. 25