Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 22
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 21 KÍNA nútimans er verk Mao Tse-tungs, gamallar striðskempu og stjórnmála- heimspekings, sem var dýrkaður sem þjóðhetja og spámaður, en ólst upp sem eldheitur og rómantískur þjóðernissinni og mótaðist á árum sínum sem byltingar- leiðtogi. Meðal bóka, sem hann mat mest, voru „Hernaðarlistin" eftir fornaldarher- fræðinginn Sun Tzu og „Vatnsröndin", skáldsaga eftir sautjándu aldar höfund sem segir frá hetjudáðum góðra manna sem neyðast til að leggja fyrir sig stiga- mennsku vegna rangsleitni opinberra starfsmanna. Hann gerþekkti kínverska sögu og hetjur hennar voru fyrirmynd hans: flugmælskir og skeleggir leiðtogar, ráða- góðir og hyggnir forystumenn, kænir og hraustir baráttumenn og hermenn, glæsileg skáld og málsvarar réttlætis. Hann komst sjálfur í hóp kínverskra mikilmenna og taldi gáfur einskis virði án þess að þær væru beízlaðar til baráttu að settu marki. BÓNDASONUR Mao var fæddur í Hunan 1893 og var sonur efnaðs hrísgrjónabónda sem að- hylltist kenningar Konfúsíusar, en móð- ir hans var búddatrúar og viidi að hann yrði prestur. Seinna sagði bóndasonur- inn Mao að hann hefði „hatað Konfúsíu: frá átta ára aldri,“ heimspekinginn sem hafði mótað líf Kínverja i aldir og ungir menn risu gegn. Hann var sendur i menntaskóla i Changsha í Mið-Kína nokkrum mánuðum fyrir fall Manehu- keisaraættarinnar 1911 og byltingu lýð- ræðissinnans Sun Yat-sen, sem aldrei tókst að festa sig í sessi og átti frá fyrstu tíð í harðri baráttu við svokallaða „stríðshöfðingja" og heri þeirra. Hreyf- ingar fjandsamlegar útlendingum og kristnum mönnum efndu til uppþota í stórborgum þar sem menntastofnanir voru jarðvegur nýrra hugmynda, sem voru andstæðar ævagamalli kínverskri hefð, og af þessum hugmyndum nýs tíma smitaðist Mao strax og gekk í byltingar- herinn. Mao fór til Peking að loknu námi, gerðist bókavörður og kvæntist prófess- orsdóttur, lifði flökkulífi um tíma, og kenndi og helgaði sig fræðistörfum. Hann sat fyrsta þing kínverska kommún- istaflökksins í Shanghai 1921, ásamt Chou En-lai að því er sagt var og einir allra viðstaddra lifðu þeir svíptingar næstu áratuga. Kínverskir kommúnístar og Rússar studdu Chiang Kai-shek þegar hann varð foringi þjóðérnissinnaflokks- ip' Kuomintang að Sun Yat-sen látnum ^325 og hófst handa um að sameina Kína og upþræta heri andstæðinga stjórnar- innar, en þegar hann hafði lagt undir sig helztu borgir landsins tveimur árum síð- ar lögðust þeir gegn honum. Kommúnist- ar ýttu víða undir blóðugar bændaupp- reisnir og æstu til verkfalla og uppþota gegn útlendingum í stórborgum. í fyrstu var Mao sendur frá Shanghai til Hunan til að gefa skýrslu um uppreisn bænda þar og hann reyndi að st.jórna svokall- aðri „haustuppskeruuppreisn", en hún var miskunnarlaust bæld niður. BYLTINGARLEIÐTOGI Chiang Kai-shek hafði bækistöð i Nanking, en náði Peking á sitt vald og minnstu munaði að honum tækist að sameina Kina, þangað til Japanir lögðu undir sig Mansjúríu 1931, skömmu eftir að Rússar tóku járnbrautakerfið þar. Andstaða kommúnista var barin niður með harðri hendi, og Mao var fordæmd- ur fyrir „hernaðarlega ævintýra- mennsku“ þegar hann braut gegn kenn- ingum flokksins og beitti fjórum her- deildum sem meginliðsafla í Hunan- uppreisninni 1927 til að ná fylkishöfuð- borginni Changsha. Komintern varð hins vegar að viðurkenna að kenningin um uppreisn borgaröreiga hafði beðið skipbrot og að kenning Maos um bænda- byltingu var rétt. Mao varð óumdeilanlegur leiðtogi kín- verskra kommúnista og byltingarkenn- ing hans mótaðist. Hann leit svo á að herir skæruliða yrðu að athafna sig inn- an um fjölda vinveittra smábænda, sem þeir yrðu að athafna sig innan um fjölda vinveíttra smábænda, sem þeir yrðu að fá til fylgis við sig með pólitískum fortöl- um og róttækum jarðaskiptingum á ,,frelsuðum“ svæðum. Upp frá þessu mótaðist kenning Maos um heimsbylt- inguna: aðgerðir skæruliða til sveita munu leita til lokaáhlaups á bæi og sigur byltingarsinna í vanþróuðum löndum Asíu, Afríku og Rómönsku-Ameríku mundi leiða til einangrunar ríkra þjóða. Peking yrði aftur miðdepill heimsins, því ef byltingin i Kína færi út um þúfur yrði engin bylting annars staðar. Þetta var í grófum dráttum framlag Maos til stjórnmálasögunnar: marxismi/lenín- ismi í kínverskum búningi. Fyrst um sinn var miðstöð byltingar Maos í fjöllunum á landamærum fylkj- anna Hunan og Kiangsi, en Rauði her- inn, eins og sveitir stuðningsmanna hans og hjálparhellu hans Chu Teh kölluðust nú, sóttu í janúar 1929 ofar úr fjöllunum til hæðanna í Kiangsi, þar sem þeirra biðu miklar þjáningar og blóðugur ósig- ur. Kona Maos, Yang Kai-hui, og systir hans Mao Tse-hung, voru tekin af lífi tveimur árum síðar, og sonur hans, Mao An-ying, hvarf. Rauði herinn varfáliðað- ur, illa útbúinn og hungur og kuldi þjök- uðu hermennina sem gátu lítið aðhafzt, en á þessum árum fullkomnuðu þeir þær hernaðaraðferðir, sem Mao kenndi og þeir beittu síðar með góðum árangri undir forystu hans, og lögðu áherzlu á að vinna bændur á sitt band. AÐFERÐIR MAOS Samkvæmt hugmyndum Maos voru bændurnir ,vvatnið“, sem skæruliðar urðu að synda í, en þeir urðu að vera sveigjanlegir, því Sun Tzu hafði kennt að menn yrðu að „forðast styrkleika og ráðast á veikleika.“ Landeigendur voru miskunnarlaust brotnir á bak aftur á „frelsuðum" svæðum og jörðum þeirra skipt milli fátækra, en „ríkir smábænd- ur“ fengu að vera i friði þar til timi algerrar samyrkju gekk í garð, þar sem þeir voru taldir hafa þýðingarmiklu efnahagslegu hlutverki að gegna. Sam- kvæmt „nýju lýðræði", sem Mao boðaði, var einnig rúm fyrir smáborgara og hlið- hollar borgarastéttir meðan þeirra var þörf. Mao lagði mikið kapp á að semja víg- orð, sem allir gátu lært og hann lét alla læra og þylja utanbókar eins og marg- földunartöfluna eða ritningarorð. Dæmi um þetta eru nokkrar setningar, sem lýsa i aðalatriðum þeim hernaðaraðferð- um, sem hann fylgdi: • Þegar óvinurinn sækir, hörfum við. 0 Þegar óvinurinn nemur staðar og slær upp búðum, áreitum við hann. Q Þegar óvinurinn reynir að forðast orrustu, ráðumst við til atlögu. 0 Þegar óvinurinn hörfar, veitum við eftirför. Chiang Kai-shek stóð fyrir fimm útrýmingarherferðum" gegn mönnum Maos á árunum 1931—34, en þær fóru allar út um þúfur nema sú síðasta, sem þýzki hershöfðinginn von Falkenhausen stjórnaði og varð til þess að svæði kommúnista var króað af. Hermönnum kommúnista fækkaði úr 180.000 í 100.000 og hálfrar milljónar manna her þjóðernissinna( Kuomintang, skildi eftír sviðna jörð umhverfis yfirráðasvæði þeirra. Því tók Mao þá frægu ákvörðun í október 1934 að brjótast gegnum hring óvinanna og flýja níu þúsund kílómetra vegalengd til Yenanhéraðs í Shansi-fylki í norðaustanverðu Kína, þarsem annarri sovétstjórn hafði verið komið á laggirnar. LANGAGANGAN Þetta var hin fræga „langa ganga“, sem stóð í tvö ár (1934 — 36) og varð fljótlega þjóðsaga, sem minnzt hefur verið í ótal sögum og kvæðum, meðal annars mörgum sem Mao orti sjálfur. Fyrstu þrjá mánuðina biðu 25.000 eða fjórðungur göngumanna bana. Einu ári eftir að lagt var af stað kom fyrsti hópur- inn til Yenan og síðasti hópurinn kom ekki þangað fyrr en einu ári siðar. Sagt er að á leiðinni hafi menn Maos sigrað heri tíu stigamannaforingja og Iagt undir sig 62 bæi. „Við háðum svo margar orrustur að þegar ég lít til baka finnst mér þetta hafi verið ein óslitin, geysihörð orrusta," sagði einn þeirra sem eftir lifðu. Óblíð veðrátta og erfiðir farartálmar, stór fjöll og straumþungar ár voru ekki síður hættulegir óvinir en fjandmannaherirn- ir, herlið Kuomintang og flugvélar þeirra, herir „stríðshöfðingja" og fjand- samlegir ættflokkar, sem rændu þá vopnum og vistum eða þeir neyddust til að selja vopn tii að fá vistir, þótt þeir vissu að vopr.unum yrði beitt gegn þeim. Þeir urðu að lifa á því, sem hendi var næst, og burðardýrin týndu tölunni, en gáfust ekki upp fyrr en í fulla hnefana. BANDALAG VIÐ CHIANG Mao náði settu marki og þegar Japanir reyndu að leggja undir sig Kína 1937 og náðu á sitt vald borgunum Shanghai, Nanking og Hankow gerði Chiang Kai- shek bandalag við Mao og fól honum vörzlu á landamærunum vegna sameiginlegrar hættu frá yfirgangi Japana. Chiang flýði upp eftir Yangtse- fljóti og kom sér upp höfuðstöðvum langt inni í iandi, í Chungking í Szechuan. í heimsstyrjöldinni viður- kenndu Bandamenn Chiang sem einn hinna „fjóru stóru“ og gerðu allt sem þeir gátu til að bjarga honum frá ósigri fyrir Japönum, sem komu á laggirnar kínverskri leppstjórn. Aðstaða Chiangs versnaði þó stöðugt, bæði vegna hernaðarósigra, spillingar, dvínandi vin- sælda, verðbólgu og ofsókna, sem stjórn hans stóð fyrir. Kommúnistum óx hins vegar stöðugt ásmegin og 1945 réðu þeir yfir 450.000 ferkilómetrra svæði með 95 milljónum íbúa. Kommúnistar réðu yfir milljón manna her, sem forðaðist bein átök við Japani, en lagði i þess stað áherzlu á að stækka yfirráðasváeði sitt í norðri, skipta jörðum milli smábænda, stofna samyrkjubú og fá ungt fólk á innrætingarnámskeið. Þó gerðu hermenn kommúnista mikinn usla í liði Japana með skæruárásum. Mao lagði enn áherzlu á samvinnu við Kuomintang og 1945 krafðist hann myndunar samsteypustjórnar á jafn- réttisgrundvelli. Hann fór til fundar við Chiang Kai-shek, en sagði á eftir: „Hann umgekkst mig eins og smábónda." SIGUR RAUÐLIÐA Þar með hófst kinverska borgarastríð- ið á nýjan leik. 1 fyrstu varð Chíang Kai-shek mikið ágengt og hann hrakti kommúnista frá Yenan og stórum hlut- um miðláglendisins. Arið 1947 virtist allt Kína vera á hans valdi. Hann naut stuðnings Bandaríkjanna og raunveru- legrar viðurkenningar Stalíns og stjórn Kuomintang átti fulltrúa í Öryggisráði' Sameinuðu þjóðanna sem stjórn eins af fimm voldugustu ríkjum heims. Chiang lýsti því yfir að hann mundi gersigra kommúnista á sex mánuðum. En þá gerðu kommúnistar árangurs- ríka árás á stórborgina Kaifeng í Mið- Kína. 1 árslok 1948 höfðu allir herir Kuomintang í Mansjúríu gefizt upp og kommúnistar komust yfir mikið magn bandariskra hergagna. Chiang Kai-shek gat ekki lengur treyst á stuðning Stalíns og í ársbyrjun 1949 varð sigurganga Rauða hersins óstöðvandi. Peking féll eftir fjörutíu daga umsátur. Heilir herir gengu í lið með kommúnistum. Hver borgin af annarri féll: Nanking, Hang- show, Hankow, Shanghai, Kanton, Chunking. Þannig náðu kommúnistar öllu Kína á sitt vald á aðeins einu ári. Einu ári eftir að því var lýst yfir að þeim yrði útrýmt á sex mánuðum var allt landið á þeirra valdi. Chiang Kai-shek neyddist til að flýja með leifum hersins til Formósu (Taiwan). HLÉDRÆGUR FRÆÐIMAÐUR Hingað til hafði Mao verið lítt þekktur utan Kína og heimurinn kynntist honum í fyrsta skipti. Hann virtist vera hæglát- ur, einrænn og jafnvel dularfullur, hlé- drægur (eins og Stalín), en vingjarnleg- ur við ókunnuga, kurteis en harður í horn að taka þegar því var að skipta. Hann barst lítið á, lifði einföldu lífi og fyrirleit munað (eins og Lenín), klædd- ist jafnan bláum samfestingi og bar það með sér að hann var menntamaður (einnig eins og Lenín). í stjórnmálum virtist hann aðeins sjá svart og hvitt og í ritum sinrrn hamraði hann stöðugt á „sannindum" byltingarinnar. Því virtist Mao varla skarpur eða um- burðarlyndur, en ósvikinn fræðimaður og skáld. í löngu göngunni var hann alltaf með sígild kínversk skáldrit í vas- anum. Hann orti mikið eftir strangri og gamalli Ijóðhefð, en gerði aldrei mikið úr þessum hæfileikum sínum. Hann var greinilega hlynntur bókmenntum og list- um, en í hans augum voru bókmenntir ög listir verkfæri byltingarinnar. Bók- menntir voru góðar ef þær vöktu „alþýð- una“ til umhugsunar og hvöttu hana til dáða, leikrit var gott ef það lýsti harð- Mao með Krushchev þegar hann kom til Moskvu árið 1 957. Mao formaður og félagi Chou En-lai í Yenan 1947. Marserað með Mao. Rauðir varðliðar bera risastóra mynd af flokksfor- manninum, en dýrktin kín- versks al- mennings á Mao var sem guðsdýrkun. Ceausescu, forseta Rúm- eníu, var vel fagnað i Pek- ing þegar hann kom þangað í júní 1971. Hér sést hann ganga með Mao af fundi, sem þeir áttu saman. Huich'ang 1) Senn eldar af degi I austri. En segið ekki að við hefjum gönguna snemma. Þó að við höfum ferðast yfir þessar grænu hæðir erum við ekki enn gömul. Og einkennilega fagurt er landið héðan að sjá. Frá múrum Huich’ang ná háir tindar alla leið austur að hafinu. Hermenn okkar benda og stara suður til Kwangtung. Hún biður græn og frjósöm og fjarlæg. (Janúar 1929) 1) Borgin liggur á markalínunni milli Kiangsi og Fukien. Mao og Chu Te fóru með hersveitir sínar austur til Fukien og settu þar upp herstöðvar. Vetrarský i> Bylurinn fýkur úr vetrarskýjum. Blómin eru fölnuð. Kaldir vindar næða um himininn; enn andar jörðin hlýju. Helja rekur burt tlgrisdýr og hlébarða, alein. Hinir hugrökku óttast ekki bjamdýr. Plómutréð býður snjóugan himin velkominn án þess að hugsa um flugurnar sem frostið grandar. (26. des. 1 962) 1) Ort á 69. afmælisdegi Maos. Hann fann áþreif- anlega til deilunnar við Rússa. Staðráðinn í að reka af höndum sér tígra og hlébarða og óttast ekki bjarndýr, yrkir hann þetta Ijóð. Þýðingarnar gerði Matthlas Johannessen neskjulegri stjórn gamla heimsins og færði vonir um betri tíma. Hann var frekar hár vexti, herðabreið- ur og fitnaði með aldrinum, svarthærð- ur, en hárið fcr að grána og þynnast, og með hátt enni Andlitið varð fljótt þekkt af þúsundunt mynda á spjöldum, sem voru borin í hópgöngum. Dýrkunin á honum fór fljótt út í öfgar og jafnaðist á við dýrkun Rússa á Stalín. TORTRYGGNI1 GARÐ RUSSA Mao vildi þjóðareiningu og hann vildi reyna að- „bæta“ þá sem hann taldi „ó- verðuga“ og voru honum andsnúnir. Hann sagði að „móta“ yrði þjóðina, ekki bæla hana, en þegar hann mætti mót- spyrnu hörfaði hann um stundarsakir eins og í hernaði. Hann trúði á ósigrandi niátt viljans og taldi anda kínversku þjóðarinnar máttugri en vetnissprengj- una. Þess vegna sagði hann að varnir Kína ættu að byggjast á milljónunum, sem landið byggðu, en ekki nýtízku ta'knibrellum. Fyrsta barátta Maos af mörgum fyrir því að móta þjóðirfl og mennta hana beindist gegn „erle^dri formhyggju“, með öðrum orðum ^enningum sovézk- menntaðra koromúnista, sem stöðugt börðust gegn honura. Mao fór aðeins tvisvar til Moskvu, Mao setti sér þau markmið ,að stofna „nútimasósíalistaríki" án hjálpar þeirra, að Kínverjar færu fram úr Rússum og að Peking yrði „hugmyndafræðileg höfuðborg heimsins". Á árunum 1955—57 fór fram svokölluð „atvinnu- herferð" og þá voru stigin fyrstu skrefin á „leið Kínverja til sósíalisma". Mao sagði, að „engin þörf væri að bíða eftir dráttarvélum" áður en samyrkjubúskap- ur yrði tekinn upp, og lét þau orð falla að kínverska þjóðin væri eins og „óskrifað blað, sem á væri hægt að skrifa falleg orð um sósíalisma." Á áttunda þingi kommúnistaflokksins í september 1956 var lögð áherzla á „samvirka forystu" í kjölfar baráttu Krúsjeffs gegn stalínisma. Réttum tveimur árum áður hafði fyrsta alþýðu- þingið samþykkt stjórnarskrá, en nú voru hugmyndir Maos máðar úr henni. jjS febrúar 1957 hleypti Maö hins vegar af stað herferðinni „Látum hundruð blóma blömstra" i blóra við vilja annarra forystumanna. Mao hvatti þá sem væru óánægðir með flokkinn að gagnrýna hann á þeirri forsendu að „iroítsetning- ar“ fyndust enn meðal alþýðuimar þrátt fyrir sósíalisma. Herfei&nni var hætt eftir hundrað daga vegna andstöðti í fiokknum. urðu þar með staðreynd. Eftir þetta beindu Kinverjar viðskiptum sínum til Vesturlanda og þrátt fyrir „þrjú mögur ár“ (1959 — 61) ákváðu þeir að greiða skuldir sínar við Rússa og smiða kjarn- orkuvopn af eigin rammleik. Árið 1961 kom til fyrstu meiriháttar átakanna á landamærum Kína og Sovétríkjanna. Ár- ið eftir réðust Kínverjar inn í Indland, en sóttu ekki niður á slétturnar. Áður höfðu þeir notað tækifærið til að innlima Tíbet þegar heimurinn fylgdist ekki með. Kínverskt herlið var sent inn í Tibet skömmu eftir byltinguna og var notað til að bæla niður alla mótspyrnu á miskunnarlausan hátt eftir uppreisn sem var gerð '957 — 58 og ráðstafanir voru gerðar t;l að Hytja Kínverja i stór- hópuin inn í laridið. Dalai Lama, andleg- aldlegur leiðtogi landsmanna, úr landi eftir uppreisnina. verja og Rússa urðu opin- ar undirrituðu tilrauna- ■ titt^tyr. 1963 og í október 1964 Rússa fir Stal- rmcnn þeii ra alla tíð. Þó bar ín, en hann fyri; Hann vildi e verk Rússa heilagan : ingar“ me öðrum villuk? aðar með að sigur kommúnis kvæmilegur. Bandalag Maos og í lega stofnað í febrúar mánaða samningaviðræður. Mao boðizt til að taka upp samband við Bandaríkin og semja við þá um viðskipti, en Bandarikjamenn settu það skilyrði að Kínverjar gerðu ekki bandalag við Sovétríkin og á það vildi Mao ekki fallast. 1 október 1950 greip Mao til íhlutunar í Kóreustriðinu og Kínverjar voru fordæmdir sem árásarað- ili á Allsherjarþinginu. Viðskiptabann var sett á Kína, en Kínverjar fengu sovézka aðstoö, efnahagslega og hern- aðarlega. Eftir dauða Stalíns 1953 var efnahagsaðstoð Rússa aukin. í júlí það ár samþykktu þeir vopnahlé I Köreu. MILLJÓNIR TYNDU LlFI Heima fyrir var jörðum skipt milli bænda, sem voru 300 milljónir og 80 af hundraði þjóðarinnar. á árunuro 1950—52. Kciidruð þúsunda týndu Iffi (3—5 milljói • - ntkvæml sumum heim- ildum), þegi trðar táðsiéfamr voru gerðar gegn , .gnbyltingarmönrium" á tima Kóreustríðsins. Fyrstu fitttm ára áætluninnij:var hleypt af stokkunum 1953 og Kinverjar töku sér Rússa til fyrirmyndar. Þutigaiðnaðurinn sat í fyr- irrúmi og aðéíhs 6.2% framtaga á fjár- lögum var varið lit fjárfestinga i land- búnaði. Eftir Kóreustriðið sættu risaveldin sig við aukin éhrif Kírverja í heims- málunum. Á Genfarráðstefnunni utn Indókina 1954 töldu Kinvetjar Vie,- minh-hreyfinguna á að sætta sig við að ráða aðeins í norðurhluta Vietn„m . sinni og fresta áformum um að leggja undir sig suðurhlutann. Varnarbanda- lagið SEATO var stofnað og þegar Bandaríkjamenn ráðgerðu varnarsamn- ing við þjóðernissinnastjórnina á Tai- wan réðust Kínverjar á smáeyjar sem voru á valdi hennar. Þó lagði Chou En-lai til á ráðstefnu hlutlausra ríkja í Band- ung 1955 að Kinverjar og Bandaríkja- menn tækju upp viðræður. Þar með hóf- ust fundir sendiherra landanna í Genf og siðar í Varsjá. Kínverjar buðu menn- ingarsamskipti, utanríkisráðherrafundi og skipti á blaðamönnum, en Banda- ríkjamenn kröfðust loforða af Kinverj- um um að þeir beittu ekki valdi gegn stjörninni áTaiwan. KÍNVERSKA LEIÐIN Samskipti K'ínverja og Rússa kólnuðu þegar Krúsjeff fordæmdi Stalín 1956 og „STÓRA FRAMFARAST Mao var þó ekki af baki sumarið 1958 hleypti hann af stað ann- arri herferð. sem hann kallaði „Stóra framfaraslökkið". I stað samyrkjubúa t'—......"'..kmnmúnur" (þær voru hver roeð 20 — 30.000 íbúum fyrir nokkrum árum) og jafn- framt var hvatt til framfarastökks í iðn- aði og áherzla lögð á iðnvæðingu i land- búnaði. Herferöin hafði glundroða I för með sér, en þar með hurfu Kinverjar frá sovézku fyrtrmyndinrii i iðnaði og lögðu grundviill. að þeirri efnahagsstcfnu, setii síðan hefur verið fylgt. Landvarnaráðherrann. l’eng Teh-huat, sem gagnrýndi „stóra framfarastökkuV, var sakaður um samvinnn við Krúsjeff og Lin I’iao var skipaður eftirmaður hans í júlí: 1959, Þetta var önnur valda- baráttan eftir byltinguna: hinni fyrri hafði lokið með því að forírigja ftokksins í norðausturhluta Kina, Keo Kang, var vikið frá 1953. Á bak við ráðagerðir Maos lá draumur um „nýjan maolsta- mann". Sjí.lfum sér nógan og stétilausan, fullkominn kommúnista. sem væri í senn bóndi, verkamaður og bermaður. „Húgsanir" Maos, eins og hugmyndir hans voru kallaðar, hafa að geyma ein- faldar lifsreglur: menn eiga að vera sparsamir, nægjusamir, duglegir, hug- rakkir og hugsa um þjóðarhag en ekki eigin hag En lífsreglur Mao stönguðust á við veruleikann: starfsmenn flokksins gátu ekki breytt eftir þeim, bændurnir lögðust gegn saroyrkjubúskap, hagfræð- ingar grúfu undan „stóra framfarastökk- inu", alþjóðahyggjumenn kenndu for- dömum hans og fáfræði á sviði utanrikis- mála um hina stirðu sambúð við Rússa og hermenn lögðust gegn hugmyndúm hans um skæruhernað milljóna á kjarn- annað skipti kom til átaka við eyjarnar milli Kína og Taiwan í ágúst og september 1958 sagði Mao hins vegar, að Bandarikjamenn mundu ekki taka mark á Kínverjum fyrr en þeir réðu yfir nógu miklu af stáli og kjarnorkuvopnum. Kín- verskir hershöfðingjar höfðu orðið fyrir harðri reynslu í Kóreustríðinu og voru sannfærðir um að Kinverjar yrðu að koma sér upp velbúnum nútíma her. 1 sjálfu sér var Mao ekki á móti nútíma- tækni, en þegar honum var sagt að Kín- verjum stafaði vaxandi hætta frá Banda- rikjamönnum og Rússum, kallaði hann þá „pappírstigrisdýr" og hann svaraði því jafnan til að sérhver innrásarher mundi drukkna í „fjandsamlegu hafi kinversku milljónanna.“ fyrstu kjarnorku- smíði hennar, en remst hafa áhugs á ,kii vopni, sem aflaði gar stórveldanna og ærri ríkja fremur en pni sem gæti bægt frá rið 1965 var fjöl aeno ið komið til Víetnam og gri bræðrum" sínum þar í utanríkismálum m fyrr mestan áhuga á ,þjóðfrelsisstríðum.“ Her- holsamir stjörnmálamenn höfðn mextar áhyggjur af ástandinu á lándamærunum. Mao hafði meiri áhyggjur af hættu, sem yöld hans voru i '* heima fyrir. MENNINGAR- BYLTINGIN íao sætti stöðugri gagnrýni á fjokks- á árunuin 1958 — 65. aðallcga frá fulitrúum valdabákns flokksins 0g rikisins undír forystu Liu Shao-chi for- seta. A miðstjörnarfundi i septembcr 1962 skar hann upp herör gagn cndur- skoðunarstefnu Rússa undir vigorðinu „gleymum aldrei stéltarharáttunm' Mikil ..menntunarb< rlerð' hötst í sveit- um landsins sem móta átti nýja „bylting- ark.vnslóð" og útrýma kapitalisma.Skrif- stofustjornin Yevndisi hins vegtir föst i sessi. Þégar afskipti Bandarikjamanjia af Vieinam-striðinu jukust 1965 koutsi Mao að þeirri niðurstöðu aö trygfija yrði sósialisma í Kina áður en það yrði um seinan. Menningarbyitingin Yiófst síðan 1966 og stóó næstu tvö ár. Mao vildi ><kia upp byltingareldmóö milljóna Kímerja og beina honum gegn forrétt- indáhópi „endurskoðunarsinna". Hann aflaði sér stuðnings i hernum, enda var eitt ; af orðatiltækjum hans „pólitiskt vald sprettur frain úr hyssuhlaupinu" Hermenn undir forystu Lin Piaos mar- skálki urðu fyrstir titfcið veifa „rauða kycrinúf' sem tjlvitnun|m i „hugsanirnj, ar“, ,sem áttu að svara ölium niótbárum andsta'ðingannaog kvcða þá i kútinn. Fyrsti skotspónn menningarbyllingar- innar var borgarstjífrmn i Peking, Peng Chen. „ttauðir vayiiðar" (stúdenlar) og ífr'uppreisnarmenn'' (verkamenn) börðust fyrst gegn skrifstofuembættis- mönnum i skólum og verksmiöjum og sökuðu þá um „andsósíalistíska af- stöóu". Seinna beindist baráttan gegn flokksnefndum i fylkjum og bæjum. Svokölluð menningarbyltingarnefnd hafði eftirlit með byltingunni og fjórða kona Maos, Chiang Ching, hafði töglin og hagldirnar í henni. í janúar 1967 voru rauðu varðliðarnir og uppreisnarmenn- irnir hvattir til að „taka völdin, b. c- niður gamla skriffinnskukerfið of kjina á nýju öreigaskipulagi." Múgur i Shang- hai lýsti yfir stofnun kommúnu ,>g skor- að var á aðra landsmenn að fylgja þ,; fordæmi. VINSLIT VIÐ RtJSSA Sumarið 1960 kölluðu Rússar heim tæknifræðinga sína frá Kina og hættu allri aðstoð við Kínverja. Áriö áður höfðu þeir svikið gefin loforö um að hjálpa Kínverjum að smíða kjarnorku- vopn, því að um þær mundir var Krúsj- eff að reyna að bæta sambúöina við Bandaríkjamenn („andinn frá Camp David''). Vinslit Kínverja og Rússa BANDALAG GEGN MAO Skömmu síðar hvatti Mao herinn til að halda uppi lögum og reglum, en herinn sætti sjálfur árásum. Aðalskotspónn árásanna var hins vegar Liu forseti og því næst Teng Hsiao-ping (siðar endur- reistur en nýlega aftur settur af.) Chou En-lai forsætisráðherra reyndi að miðla málum. Svo fór, að svokölluð alþýðuráð voru leyst upp og í þeirra stað myndaðar bvltingarnefndir, skipaðar fulltrúum aldurshópa, emba'ttismanna, hersins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.