Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976 29 þessu sambandi verið sam- þykktur sem eldvarnaráðunaut- ur af dönskum stjórnvöldum og fengið starfsréttindi sem slíkur þar í landi. „Eftir þessi námskeið er mér ljóst að það er margt sem aflaga fer í íslenskum húsum með til- liti til eldvarna. Sérstaklega á þetta við um eldri íbúðir og mætti með setningu einfaldra reglna, sem byggðust á nýrri og betri þekkingu, gera mönnum skylt að láta gera hús sín betur úr garði með tilliti til eldvarna. Inn í þetta dæmi kemur sú stað- reynd að tryggingafélög eru kannski ekki alltof vakandi yfir framþróun í þessum málum, en þau gætu einmitt pressað á stjórnvöld og aðila byggingar- iðnaðarins um framfarir í þess- um málum,“ tjáði Steingrímur okkur. Steingrímur sagði okkur að það sem lægi honum á hjarta væri í rauninni viðamikill málaflokkur og væri í æðimörg horn að líta varðandi umskólun iðnaðarmanna. Hann vill þó hvetja til umræðu hérlendis um þessi mál og sagðist ekki liggja á sinni þekkingu í þessu sambandi væri hennar óskað. „Ég lít hálfpartinn á að það sé siðferðileg skylda mín að miðla minni þekkingu á málunum, stétt minni og iðnaðinum til góða,“ sagði Steingrímur að lokum. ágás. íiif elli0|| iii oli skólarítvélar oliuetti SKRIFSTOFUTÆKNI hf. Tryggvagötu - Box 454 - Sími 28511 olivetti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.