Morgunblaðið - 10.09.1976, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1976
Sfarfsfólk Hólels Flókalunriar 1 Vatnsfirdi,. Að vfsu var farið að fækka f hópnum Margir leggja leid sína með Flóahátnum Baldri frá Stykkishólmi nm Breiða
þegar þessi mvnri var tekin, þvf lokunartími hótelsins nálgaðist og umferð fór fjörðogtíl Brjánsla»kjar þar sem þessi mynd var tekin.
minnkanrii.
„Hofum obilandi tru
á aó F/óka/undur eigi
framtíðina fyrir sér "
Hc*ba Olafsson Hótelsfjórí I Flókaiundi og Gudbjartur Egilsson formaóur Barðstrendingaféiagsins J
Beykjavfk. *
Staidrað við í Vatnsfirði og rabbað við
Guðbjart Egi/sson og Hebu Ó/afsson
HÓTEL Flókalundur f Vatnsfirði lætur ekki sérlega mikið yfir sér
þegar rennt er f hlað. Lúinn ferðalangur krefst ef til vill heldur
ekki mjög mikils, aðeins Iftilræðis að snæða og rúm til að halla sér
f. Það kemur honum þvf þægilega á óvart, þegar hann sezt niður f
huggulegum matsalnum og glaðleg gengilbeinan spyr hvort hún
megi bjóða honum þennan eða hinn veizluréttinn. Það er þó aðeins
byrjunin, undirritaður að minnsta kosti varð hreint út sagt undr-
andi þegar hann skoðaði herbergin. Sérlega snyrtileg, ýmist eins
eða tveggja manna og baðaðstaða f þeim öllum.
Vatnsfjörður er fallegur
fjörður, skógi eða kjarri vax-
inn, Vatnsdalsá liðast um dal-
inn og þar má fá lax ef menn
hafa heppnina með sér. Heppn-
in þarf hins vegar ekki að vera í
fylgdarliðinu til að fá silung í
Vatnsdalsvatni og við það
tjalda margir, Vestfirðingar
sem aðrir yfir sumartímann.
Berjaland er gott í botni Vatns-
fjarðar og fyrir þá sem hug
hafa á að fræðast um sögu
landsins þá eru Flókatóttir rétt
við Brjánslæk utan við Flóka-
lund og þar segir arfsögnin að
Flóki Vilgerðarson hafi fyrstur
manna byggt á Islandi og gefið
Iandinu nafn. Fyrir náttúru-
unnendur er fróðlegt að skoða
surtabrandsgilið fyrir ofan bæ-
inn á Brjánslæk. Vatnsfjörður
var friðlýstur þjóðhátíðarárið
1974 og stóð Náttúruverndar-
ráð fyrir því.
Segja má að Vatnsfjörður sé
Þingvöllur þeirra Vestfirðinga
því fólk leggur gjarnan leið
sína á sunnudögum í Vatns-
fjörðinn líkt og Reykvíkingar
halda til Þingvalla. Árið 1974
héldu Vestfirðingar sina þjóð-
hátíð heima í héraði í Vatns-
firði. Þar var þá margt um
manninn og á næstu árum er
áætlað að reisa mikið af sumar-
húsum í Vatnsfirði og ætlar Al-
þýðusamband Vestfjarða t.d. að
reisa þar ein 30 hús á næstu
árum. Lögreglufélag Vestfjarða
hefur reyndar þegar byggt sér
laglegan sumarbústað utan og
ofan við Flókalund og nokkrir
Vestfirðingar fluttu í vor hjól-
hýsi sín niður í Vatnsfjörð og
hafa dvalið þar yfir helgar í
sumar.
En hvernig er mögulegt að
reka slíkt þægindanna hótel á
stað eins og Flókalundi í Vatns-
firði, stað, sem hingað til hefur
ekki legið I þjóðbraut islenzkra
eða erlendra ferðalanga? Það
eru þau Heba Ólafsson hótel-
stjóri í Flókalundi og Guðbjart-
ur Egilsson framkvæmdastjóri
Gests hf. og formaður Barð-
strendingafélagsins, sem svara
þessari spurningu.
Sundlaug
næsta verkefnið
— Það er ljóst að það er ýms-
um erfiðleikum háð að reka
sumarhótel eins og hótelið okk-
ar hér i Vatnsfirði og það er
fyrst nú í sumar, sem útlit er
fyrir, að hótelið skili af sér
nokkrum arði, segja þau Heba
og Guðbjartur. — Við höfum
óbifanlega trú að þessi staður
eigi framtíð fyrir sér, annars
værum við ekki að þessu.
Næsta verkefni okkar verður
Sverrir Bergmann undirbvr hádegismaiínn og hraerir í súp-
unni, sem horin var fram með malnum.
væntanlega að byggja hér sund-
laug og þá verður aðstaða gesta
enn betri en nú er og erum við
þó svolítið stolt yfir því, sem við
getum boðið upp á. Þegar hefur
verið borað eftir vatni og fékkst
40 gráðu heitt vatn, sem er
nægilegt fyrir sundlaug á
staðnum. Til að gera sundlaug-
ina að veruleika vantar okkur
peninga, en úr því rætist von-
andi á næstunni, segja þau.
Það var Barðstrendingafélag-
ið i Reykjavík, sem ákvað á
sínum tíma að byggja tvö hótel
í Barðastrandasýslunum. Ann-
að í Bjarkalundi og hitt i
vestursýslunni. Bjarkalundur
var vigður 1947 og síðan stækk-
aður 1962. Upphaflega átti
Flókalundur hins vegar að vera
við Brjánslæk og var búið að
steypa grunn að hóteli þar.
Aldrei varð þó úr, að hótel risi
þar, þjóðvegurinn var lagður
inn í Vatnsfjörð og þar reis
hótel Flókalundur. Árið 1973
var hótelið tekið í fulla notkun
með 15 þægilegum herbergjum,
þannig að þar geta með góðu
móti gist 40—45 manns, en
fleiri ef fólk lætur sér svefn-
pokapláss lynda. Er hótelið var
tekið í notkun í sinni núverandi
mynd hafði þar verið rekinn
söluskáli í mörg ár.
— Reksturinn gekk mjög
erfiðlega framan af, segir Guð-
bjartur Egilsson, sem verið hef-
ur formaður Barðstrendinga-
félagsins í 20 ár. — Árið 1972
var hlutafélagið Gestur stofnað
um starfsemina og auk Barð-
strendingafélagsins eiga aðild
að því félagi Barðastranda-
sýsla, Isafjarðarsýsla, 13
hreppsfélög á Vestfjörðum,
fjölmargir einstaklingar og
Ferðaskrifstofa ríkisins. Auk
þess höfum við notið góðrar
fyrirgreiðslu frá hinu opinbera
og nokkurn styrk fengið, enda
var Bjarkarlundur t.d. opinn til
30. október í fyrra, nær ein-
göngu til að koma á móts við
þann fámenna hóp, sem þurfti
að ferðast um Barðastranda-.
sýslu svo síðla árs. Hótelin hafa
yfirleitt verið rekin af hugsjón
einni saman og Barðstrendinga-
félagið hefur ekki safnað digr-
um sjóðum á starfseminni í
Bjarkalundi og Flókalundi, en
nú virðist mér vera að verða
breyting á og f ár skili Flóka-
lundur einhverjum hagnaði,
segir Guðbjartur.
„Flókalundur á
framtíð fyrir sér“
Starfsemin í Flókalundi mót-
ast eðlilega mjög af þvf hvort
vegir eru færir vestur á Barða-
strönd eða ekki. Þess vegna er
yfirleitt ekki hægt að opna
hótelið fyrr en í lok maí og því
verður að loka um miðjan
september vegna þess að um-
ferð dettur nær alveg niður um
þetta leyti árs. Þá breyttist um-
ferðin nokkuð þegar Djúpveg-
ur var opnaður. Fólk fór þá
ekki endilega framhjá Flóka-
lundi er það fór frá eða til
ísafjarðar, heldur yfir Þorska-
fjarðarheiði og við það að þessi
vegur var opnaður jókst aðsókn
að Bjarkarlundi í Reykhóla-
sveit.
— Sumarið í sumar hefur
sýnt okkur, að Flókalundur á
framtíð fyrir sér, segir Heba
Ölafsson, sem verið hefur f
Flókalundi siðastliðin sumur.
— Það koma hingað meira og
minna sömu gestirnir ár eftir
ár og þetta fólk tekur þá gjarn-
an með sér vini sína og kunn-
ingja. Hingað kemur ekki ýkja-
mikið af útlendingum, en i
sumar gistu þó hérna hjá okkur
82 útlendingar og er það heldur
meira en áður.
— Vestfirðirnir eru ónumið
land fyrir ferðamenn og það er
fyrst í sumar að Ferðaskrif-
stofa ríkisins hefur lagt áherzlu
á að beina ferðamönnum til
Vestfjarða, segja þau Guðbjart-
ur og Heba. — Það hefur
reyndar verið erfiðleikum háð
að taka á móti ferðafólki hérna
fyrir vestan, þvi aðeins eru hót-
el á Isafirði og svo i Flókalundi
og Bjarkalundi. Mánakaffi var
lengi vel eina hótelið á Isafirði,
en eftir að Eddu-hótel var opn-
að á ísafirði hefur aðstaðan
breytzt mjög. Það er mun
stærra hótel heldur en Mána-
kaffi nokkru sinúi. Það er von-
andi, að starf Ferðaskrifstof-
unnar beri ríkulega ávöxt,
segja Guðbjartur og Heba að
lokum.
Allt á minnsta straumi
Þegar þetta kemur fyrir augu
lesenda er Hótel Flókalundur í
Vatnsfirði i þann veginn að
hætta starfseminni í ár. Raf-
Framhald á bls. 25