Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÖBER 1976 17 ■'v. \ Belti setja mestan svip á hausttízkuna Skóhælar og faldsídd skipta ekki verulegu máli — beltið er aðalatriðið. En hvernig eiga kjólar- nir að vera að öðru leyti eða öllu heldur hvernig eru þeir? Fyrir ofan mitti falla þeir laust að líkaman- um, ermarnar hafa víkkað og pilsið er ýmist rykkt, fellt eða skáskorið. Flest eru pilsin fremur víð, en belti eru borin við þau öll, og langflest eru þessi belti breið. Síðbuxur eru á und- anhaldi. en enda þótt megináherzla hafi verið lögð á kjóla sem dagklæðn- að þá sjást síðbuxurnar þó enn í nokkrum mæli. Svo margar gerðir af beltum eru í tízku í haust að útilokað er að segja að einhver ein sé ráðandi. Þau eru úr leðri, segldúk, teygjuefni, hampi, fjöðr- um, snúrum, marglitum böndum, o.s.frv. o.s.frv. Þau eru fléttuð, hnýtt, stungin og dúskar hanga við sum þeirra en litlar buddur eða veski við önnur. Ýmist eru beltin tekin saman með krókum eða spennum, ellegar þá að endarnir eru hnýttir saman, en eitt eiga þau sammerkt. Þau eru . áberandi skrautleg og setja mikinn svip á fötin. Blómamyndir í Listasafni ASÍ Ég vil hér víkja nokkrum orð- um að sýningu blómamynda I Listasafni ASl, sem staðið hef- ur yfír undanfarið og lýkur nú um helgina. Er hér um að ræða 30 myndir eftir 16 listamenn og eru þær bæði í eigu safnsins og svo ýmissa aðila utan þess og eru þær myndir sýnu fleiri. Nokkuð vefst það fyrir mér að skilja tilgang slíkra smásýninga á broti af því, sem gert hefur verið á hinum ýmsu afmörkuðu sviðum málaralistarinnar. Húsakynni safnsins jiafa auk- ist, en allir gluggar vísa þar í suður og er þvi aðstaðan til sýningarhalds ekki sem skyldi þegar sól skin. Þörf væri á að ráða bót á þessu hið bráðasta og helzt þyrfti safnið að komast I ný og stærri húsakynni hið fyrsta sem þvi hentaði og var heitið, er hinni miklu gjöf var formlega veitt viðtaka. Safnið er að sjálfsögðu stofnsett fyrir allan almenning og ber að stefna að því að það verði hon- um sem aðgengilegast og komi að sem beztum notum. Blómamyndasýningin er fyr- ir margt athyglisverð, og þar er margt ágætra mynda, en því miður naut ég hennar engan veginn þegar mig bar þar að garði, vegna truflandi birtu sól- ar um alla veggi; þó naut hin stóra mynd Kjarvals sín mjög vel og er hér vissulega um mik- ið listaverk að ræða, voldugt og artistiskt í stærðog útfærslu. viúarþiljur SiHCll fiapfcpi jjl»4 lliil Þar sem fagmennirnir verzla, er yður óhætt nú viðarklæðningu á veggi, i loft og á gólf. Verðið er hagstætt. Viðarþiljuverðið hið hagstæðasta á markaðinum, vonum við. BYG GIN G AVÖRUVERSLU N KÓPAVOGS SF NÝBYlAVEGI 8 SÍMI 41000 TIMBURSALAN KÁRSNESBRAUT 2 BYKO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.